Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 33 AKUREYRI Tónleikar í Skjól- brekku og Gamla Lundi TÓNLEIKAR sem bera yfirskriftina „Tónlist með kvöldkaffinu" verða haldnir í Skjólbrekku á miðvikudagskvöld og síðan í Gamla Lundi á Akureyri á föstudagskvöld. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Það eru fjórir meðlimir Radd- bandsins, Jón Hlöðver Askelsson, Michael Jón Clarke, Ásgeir Braga- son og Ásgeir Böðvarsson auk Margrétar Bóasdóttur sem syngja. Kristinn Örn Kristinsson leikur und- ir á píanó. Hópurinn flytur lög frá ýmsum öldum og heimshornum í hefðbundnum kvartett- og kvintett búningi og í léttum dúr. Flutt verða allt frá íslenskum þjóðlögum, ensk- um madrígölum — sem var dægurtónlist aðalsins þar í landi á Sjónvarp Akureyri ÞRIÐJUDAGUR 17. öld — til dægurlaga í jassútsetn- ingu. Á milli laga verður svo boðið upp á kaffi og með því. Raddbandið hefur sungið talsvert á árshátíðum og öðrum skemmtun- um á Akureyri að undanfömu en fimmmenningarnir munu einungis halda þessa tvo konserta. „Það helgast fyrst og fremst af tímaleysi flytjendanna," sagði Margrét Bóas- dóttir í gær, og þess má að auki geta að Ásgeirarnir báðir, Bragason og Böðvarsson, sem starfa nú sem læknar á Akureyri, em á leið til útlanda í framhaldsnám innan skamms. „Þetta er því upphafið og endirinn á skemmtilegu samstarfi," sagði Margrét. j # Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vonlofti ÞAÐ hefur verið vor í lofti á Akureyri og nærsveitum síðustu daga og notaði fjöldi fólks auðvitað tækifæri um helgina til að þvo bíla sína. Þar á meðal var þessi maður, sem blaðamaður festi á filmu á þvottaplaninu við Olís-stöðina við Tryggvabraut. Sléttbakur sundurklipptur í Slippstöðinni á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sléttbakur „slitinn“ í sundur SLÉTTBAKUR EA, einn tog- ara Útgerðarfélags Akur- eyringa, hefur nú verið „slitinn" í sundur hjá Slippstöð- inni hf. hér á Akureyri eins og sést á meðfylgjandi mynd. Nú er unnið að lengingu skipsins og siðan verður því breytt í frystiskip. „Við lengjum Sléttbak um 8 metra, eftir breytinguna verður hann 89 metrar á lengd. Það má segja að við séum að byggja hann alveg upp á nýtt að innan; við erum að byija á íbúðunum, véla- rúminu og millidekkinu. Þetta er allt einn geymur eins og er,“ sagði Sigurður Ringsted, yfirverkfræð- ingur hjá Slippstöðinni, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sléttbakur var tekinn upp í slipp fyrir helgina. Sigurður sagði að eftir breytingamar yrði Slétt- bakur „fljótandi frystihús" — um borð yrðu frysti-, flökunar- og pökkunartæki, þannig að varan verður fullunnin um borð. „Og ég veit ekki betur en Sléttbakur verði stærsti togari íslenska fískiskipa- flotans eftir breytinguna,“ sagði hann. Breytingum á skipinu verð- ur lokið í júlí í sumar. „Tónlist með kvöldkaffinu“: \ 3. mars §18.00. Götuvígi (Streets Of Fire). Myndin gerist i New York þar sem óaldalýöur ræöur ríkjum og almenn- ingur lifir i stöðugum ótta. Rokksöng- konan Ellen Ai.m (Diane Lane) kemur til aö halda tónleika i heimabæ sínum en er rænt af skæöasta gengi bæjar- ins. Tom Cody, (Michael Paré) gamall hermaöur, er fenginn til aö bjarga Ellen og er sú ferð ekki hættulaus. 19.35. Teiknimynd. Glæframúsin. 20.00. í návigi. Yfirheyrslu- og umræðu- þáttur i umsjón Helga Péturssonar. Rætt viö Jón Helgason ráöherra og Ágústu Þorkelsdóttur um landbúnaö- armál. 20.30. Klassapíur (Golden Girls). Banda- riskur gamanþáttur frá framleiðendum Löðurs (Soap). Stelpur á besta aldri setjast aö i Flórída til aö njóta hins Ijúfa lífs. §21.00 Leikfléttur (Games Mother Nev- er Taught You). Bandarísk kvikmynd meö Loretta Swit og Sam Waterstone í aöalhlutverkum. Ung kona hyggur á frama í stórfyrirtæki. Hún kemst þó fljótt að því aö konur eru ekki vel séöar og eftir því sem hún kemst ofar í metoröastiganum eykst andstaöan. §22.35. NBA-körfuboltinn. Umsjónar- maöur er Heimir Karlsson. 00.45. Dagskrárlok. Fálki beið í átta tíma fyr- ir utan hús í Hólsgerðinu gær að 5—10 fálkapör væru þekkt í Eyjafirði. „Fullorðnu fuglamir eru við óðalið sitt allan ársins hring en ungamir eru mikið á ferðinni — þeir fara niður að strönd á vetuma og sækja oft inn í bæina því þar er mikið af fæði fyrir þá, dúfur, spörfuglar og endur og sjófuglar við höfnina," sagði Ólafur. Hann sagði því ekkert óeðlilegt hve marg- ir fálkar hefðu sést í Eyjafírði að undanfömu, en þetta væru allt ung- ir fuglar. Fararheill ’87 kynnt framhaldsskólanemum: „Góð viðbrögð“ SIGURÐUR Helgason, fram- kvæmdastjóri Fararheilla ’87, var á Akureyri um og fyrir helg- ina þar sem hann kynnti þetta átak bif reiðatryggingaf élaganna í umferðarmálum. Sigurður átti fundi með stómm hópum nemenda Menntaskólans og Verkmenntaskólans. „Ástæðan fyr- ir því að ég legg áherslu á þennan hóp er að slys em lang tíðust í ald- urshópnum 17-20 ára,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblað- ið. „Herferðir sem verið hafa í gangi á undanfömum ámm virðast ekki hafa náð til þessa hóps — slysum hefur ekki fækkað meðal þessara unglinga þrátt fyrir að talsverð fækkun hafí orðið hjá öllum öðmm aldurshópum. En viðbrögð ungling- anna hér vom mjög góð, þeir höfðu ýmislegt til málanna að leggja og lágu ekkert á skoðunum sínum,“ sagði hann. — eftir að íbúi hússins hafði náð FÁLKI einn gerði sig heiman- kominn við Hólsgerði 2 á Akureyri á dögunum. Þannig var mál með vexti að hann hafði elt bréfdúfu heim að húsinu — og ráðist á hana, en eftir að heima- sætan á bænum náði dúfunni settist fálkinn á næsta símastaur og beið þar í u.þ.b. átta klukku- stundir; vonaðist eftir að ná aftur í dúfuna til áts. „Við heyrðum mikinn hávaða — eins og hurðinni hefði verið slengt aftur. Ég hélt helst að innbrots- þjófar hefðu verið á ferðinni," sagði Þórhildur Jónsdóttir, í samtali við Morgunblaðið, en það var einmitt hún sem náði dúftmni. Hávaðinn var við það er fálkinn réðst á dúf- una og slengdi henni í hurðina. „Þegar ég heyrði þennan hávaða hljóp ég út í glugga og sá er fálk- inn hjó í dúfuna. Síðan greip hann hana með klónum og ætlaði að fljúga í burtu. En hann rak dúfuna í öll þijú blómakerin sem em á lóð- inni hjá okkur — náði ekki að heíja sig á loft nógu snemma — og missti dúfuna er hann rak hana í þriðja af honum dúfu blómakerið. Nú, ég hljóp út og náði einmitt dúfunni eftir að fálkinn missti hana og fór með hana inn, en þá var hún dauð. En eftir að ég náði bráðinni frá honum settist fálk- inn í næsta símastaur og beið þar. Þetta gerðist í hádeginu og hann fór ekki fyrr en eftir að sjónvarps- fréttimar vom byijaðar; sem sagt ekki fyrr en eftir klukkan átta um kvöldið." Þórhildur sagðist hafa þurft að bregða sér út nokkmm sinnum um daginn og þá hefði fálkinn ætíð flogið niður að sér. „Einu sinni fór ég út í búð. Þegar ég kom út úr húsinu flaug hann í sveig niður að mér — og þegar ég kom svo aftur heim flaug hann á framrúðuna hjá mér. Sem betur fer var ég á lítilli ferð. Annars hefði ég ömgglega rota blessaða skepnuna," sagði Þór- hildur. Það er drengur í Glerárþorpi sem átti dúfuna og bendir allt til þess að fálkinn hafí verið búinn að elta hana lengi áður en að Hólsgerði kom. „Við höfðum séð fugla á flugi fyrir ofan húsið hjá okkur nokkm áður en ekki áttað okkur á hvað um var að vera,“ sagði Þórhildur. Umræddur fálki er sá fjórði sem sést hefur í Eyjafírði upp á síðkast- ið. Eins og greint var frá í laugar- dagsblaðinu fannst ungur karlfálki í Amarneshreppi á fímmtudag í síðustu viku og tveir aðrir höfðu fundist; annar í Öngulsstaðahreppi og hinn á Oddeyri á Akureyri. Dr. Ólafur K. Níelsson, líffræðingur hjá Líffræðistofnun Háskóla Islands, sagði í samtali við Morgunblaðið í „Heldur þungstígir á bensínfætinum“ 20 MANNS voru teknir fyrir of hraðan akstur á og við Akureyri um helgina, þar af voru tveir sviptir ökuleyfinu á staðnum — en þeir voru mældir á 159 og 140 kílómetra hraða. Varðstjóri lögreglunnar, sem blaðamaður ræddi við í gær, sagði að menn hefðu verið „heldur þung- stígir á bensínfætinum" um helgina. Þetta henti oft þegar aðstæður væm eins góðar og vom um helgina — menn væm eins og kýr á vori; enda hefðu átta manns verið teknir sem óku á „þriggja stafa" tölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.