Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Minning: Alberta Alberts- dóttir - ísafirði Fædd 11. febrúar 1899 Dáin 24. febrúar 1987 Mér er mjög kært að minnast Albertu Albertsdóttur frá ísafirði sem lést í sjúkrahúsinu á ísafirði 24. febrúar sl. eftir stutta legu. Alberta eða Berta, eins og ég kýs að kalla hana, var móðuramma mín. Eg hef kviðið því að amma væri ekki lengur á meðal okkar frá því að ég uppgötvaði, sem lítil stelpa, hve stóran sess hún skipaði í lífí mínu. Allir, sem tengdust henni, báru mikla virðingu fyrir henni. Fjölskylda mín var búsett fjærst ömmu af hennar skyldfólki, þó var hún okkur jafntengd og þeim sem bjuggu í næsta húsi. Persóna hennar var svo mikil og sterk að fjarlægð í kílómetrum talin skipti ekki máli. Foreldrar mínir lögðu mikla áherslu á að halda góðu sam- bandi við ísfírska skyldfólkið okkar og margar ferðir fórum við í heim- sókn vestur. Eitt sumar var ég í fóstri hjá ömmu, afa og Helgu dótt- ur þeirra. Þetta sumar mynduðust tengsl á milli okkar sem æ síðan héldust. Ævi ömmu varð löng og oftast hamingjurík. Hún var tvígift og eignaðist 13 börn. Heimili afa og Farymann Smádíselvélar 5.4 hö við 3000 SN. 8.5 hö við 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA ■Lb-^L Vesturgötu 16, sími 14680. HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri Opiðfrákl. 09—21 alla daganemasunnudaga frá kl. 12-18. Sími 21330. ömmu var stórt og þar var lengst af fullt af fólki, ekki aðeins böm og barnabörn heldur einnig aðrir ættingjar og gestir sem dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Eins og gefur að skilja hefur verið mikilí erill á slíku heimili. Vinnudagur ömmu hefur verið langur og erfiður en jafnframt fjölbreyttur og fullur af lífí. Með dyggri aðstoð sona og dætra var komist fram úr erfiði dagsins. Frístundir hafa ekki verið miklar en þær sem gáfust voru notaðar til hannyrða. Amma var einstök hannyrðakona. Handavinn- una sína gaf hún börnum, barna- bömum og öðrum á jólum og við önnur tækifæri. Ég spurði hana eitt sinn Iivort ekki væri gamar. að setja upp sýningu á verkum henn- ar. Benti ég henni á að slík sýning myndi þurfa nokkrar skólastofur til að rúma allt sem hún hefur unnið. Þessum tilmælum svaraði hún til á þann veg að það væri óþarfi. Hin síðari ár var amma orðin ein á neðri hæðinni á Austurvegi 7. Á efri hæðinni bjó Helga frænka með fjöl- skyldu sinni. Þáttur Helgu í umönnun ömmu verður aldrei full- þakkaður Ég veit að hrós var ekki það sem amma sóttist eftir. Hún lifði eftir máltækinu „sælla er að gefa en þiggja“ út í æsar. Ég ætla samt að enda þessa grein um hana með því að segja að hún hafi verið hetja. Hún var hetja á þann veg sem kon- ur hennar kynslóðar einar gátu verið. Við afkomendur hennar eig- um mikinn sjóð að sækja í, sem er minningin um stórbrotna konu. Nú þegar við kveðjum ömmu Bertu með miklum söknuði, vil ég þakka fyrir þá gæfu að hafa átt svo yndislega ömmu. Berta A. Tulinius Tengdamóðir mín, Alberta Al- bertsdóttir, lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Isafirði að morgni 24. febrúar sl. eftir stutta sjúkralegu. Albei-ta var fædd á Isafírði 11. febrúar 1899, dóttir hjónanna Messíönu Sæmundsdóttur og Al- berts Brynjólfssonar, skipstjóra. Þau hjón áttu 11 börn. En gæfan blasti ekki við Messíönu. Þegar elsta barnið var á tólfta ári, missti hún mann sinn, og stóð því ein eft- ir með barnahópinn. En Messíana lét ekki hugfallast. Þess I stað bárð- ist hún harðri og hetjulegri baráttu fyrir lifibrauði sínu og barna sinna. Hún bognaði aldrci, hvað sem á gekk. Börnin í Messíönuhúsi, en svo var hús fjölskyldunnar jafnan nefnt, fóru snemma að aðstoða móður sína við að sjá heimilinu farborða. Al- berta ólst því upp við að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Hún ávann sér fljótt virðingu og traust samferða- fólks síns fyrir dugnað og eljusemi. Albertu lifir aðeins eitt systkina hennar, Brynjólfur, giftur Kristínu Halldórsdóttur, en þau dvelja nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. Alberta giftist ung Kristjáni Stef- ánssyni stýrimanni. Hann fórst með mótorbátnum Rask árið 1924. Al- berta og Kristján áttu 3 börn, sem öll voru ung er faðir þeirra lést. Þau eru: Jónína, áður gift Svein- bimi Sveinbjörnssyni; Áslaug, ekkja Axels V. Tuliniusar og Kristján, áður giftur Þórunni Guðmunds- dóttur. Þá stóð Alberta ein uppi með þijú lítil börn. Alberta giftist síðari eiginmanni sínuin Marsellíusi Bernharðssyni 3. júní árið 1927, það var þeim báðum mikil gæfa. Marsellíus var fæddur á Kirkju- bóli í Valþjófsdal í Önundarfirði, þann 16. ágúst 1897. Unglingsár sín ól hann þó á Ingjaldssandi en fluttist til ísafjarðar árið 1920. Á ísafirði reisti Marsellíus sér minnisvarða, sem lengi mun standa. Af áræði og ótnílegri eljusemi byggði hann upp stóra og öfluga skipasmíðastöð og viðgerðarfyrir- tæki, sem bar hróður hans um land allt. M. Bernharðsson skipasmíðastöð smíðaði 50 skip 15 rúmlestir og stærri, auk Ijölda minni báta. Allt sem hann gerði var traust og vand- að. Hann byggði einnig skipabraut fyrir allt að 400 tonna skip. Þrátt fyrir þau viðamiklu störf sem óhjákvæmilega fylgdu því að vera einn umsvifamesti athafna- maður á Isafirði, var Marsellíus jafnframt ötull félagsmálamaður. Hann gegndi margvíslegum trúnadarstörfum í þágu samborg- ara sinna og byggðarlags síns. M.a. sat hann í bæjarstjórn ísafjarðar um 30 ára skeið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Marsellíus var eftirminnilegur öllum þeim er honum kynntust. Har.n hafði ákveðnar skoðanir og var sjálfstæður í hugsun. Marsellíus gekk börnum Albertu frá fyrra hjónabandi þegar í föður- stað og varð þeim góður faðir. Alberta og Marsellíus eignuðust 10 börn, tvö þeirra dóu í æsku. Börnin eru í aldursröð: Guðmundur, giftur Elínu Benjamínsdóttur; Kristín, gift Guðmundi Páli Einars- syni Bolungavík; Helga, gift Þórði Péturssyni; Högni, giftur Friðrikku Runný Bjarnadóttur; Bettý, gift Sigurbirni Magnússyni Hofsósi; Þröstur, giftur Halldóru Magnús- dóttur; Sigurður, giftur Lilju Krist- jánsdóttur; Messíana, gift Ásgeiri Sigurðssyni. Sex þeirra búa á Isafirði. Börn Albertu eru því 11 sem komust til fullorðinsára, barna- börnin 45 og barnabarnabörnin 69. Afkomendur hennar eru því orðnir 125 talsins. Með þeim hjónum Albertu og Marsellíusi tókust strax miklir kær- leikar. Vinnusemi og dugnaður var þeim báðum í blóð borin. Gagn- kvæm virðing og samheldni brást þeim aldrei, hvað sem á gekk. Alberta stjórnaði stóru heimili þeirra Marsellíusar af miklum myndarskap, sem ölluin er minnis- stæður sem þangað komu. En þeir voru margir. Því ýmsir áttu erindi við húsbóndann, hinn þjóðkunna athafnamann. Það var ekki alltaf langur fyrirvari, þegar Marsellíus mætti með heilu hópana í mat eða kaffí. Slíku tók Alberta ávallt með jafnaðargeði, þótt fjöl- skyldan væri stór fyrir. Gestrisni þeirra var annáluð og verður lengi í minnum höfð. Marsellíus virti konu sína mikils og tók tillit til hennar í hvívetna. í viðtali við Morgunblaðið sagði hann meðal annars um Albertu: Hún hefur verið mín hjálparhella í lífinu ' og það hefur ekki lítið að segja. Það skiptir mjög miklu máli að maður hafi fastan punkt að miða við og byggja á, þegar skip er byggt. Þannig er kona manns, hún er fasti punkturinn í lífinu. Segja má að heimili Albertu og Marsellíusar á Austurvegi 7 hafí verið miðstöð þessarar stóru fjöl- skyldu. Umhyggja Albertu fyrir afkomendum sínum var einstök. Þess nutu ekki síst barnabörnin og síðar barnabarnabörnin í ríkum mæli. Það er þeim ómetanlegt, að hafa haft ömmu sína og langömmu svo lengi hjá sér. í nær hálfa öld lifðu tengdafor- eldrar mínir saman í farsælli sambúð. Þau stóðu saman í blíðu og stríðu. Um margt voru þessi heiðurshjón ólík. En þau áttu líka margt sameiginlegt, sem batt sam- búð þeirra svo traustum böndum. Umfram allt áttu þau sameiginleg- an vilja til að standa saman og styðja hvort annað. Og fyrir vikið varð sambúð þeirra svo fögur og góð. Það var mér mikið lífslán að kynnast tengdaforeldrum mínum Albertu og Marsellíusi, og njóta samvistanna við þau meðan þau lifðu. Það hefur verið mér gott veganesti. En í 35 ár hef ég veriö heimagangur á heimili þeirra. Þangað var alltaf jafn gott að koma. Marsellíus andaðist 2. febrúar 1977, á sínu áttugasta aldursári. Rúm 10 ár liðu því á milli dánar- dægra þeirra merku hjóna. Það var mikil gæfa fyrir Albertu að henni skyldi auðnast að halda heimili til hinstu stundar. Það var henni einungis mögulegt vegna ein- stakrar hjálpsemi og umhyggju dóttur hennar og tengdasonar, Helgu og Þórðar, sem búið hafa í sama húsi. Þau voru sífellt reiðubú- in til að aðstoða sem er gömlu fólki mikilvægara en allt annað. Fyrir þeirra hjálp vilja aðstandendur þakka sérstaklega. Allt til dauða- dags var Alberta sístarfandi. Hún var mikil hannyrðakona og eiga afkomendur hennar og aðrir ætt- ingjar og vinir eftir hana miklar og fagurlega gerðar hannyrðir. I mínum huga var Alberta Al- bertsdóttir ímynd hins trausta og heiðarlega. Hún leitaðist ávallt við að framkvæma það sem hún taldi réttast og sannast. Nú þegar leiðir skiljast, þökkum við Kristín, börnin okkar, tengda- börn og barnabörn allar samveru- stundirnar, alúð og ræktarsemi. Guð blessi minningu hennar. Guðmundur Páll Einarsson Frú Alberta Albertsdóttir lést að morgni þriðjudagsins 24. febrúar sl. rúmlega 88 ára að aldri. Alberta fæddist á ísafirði hinn 11. febrúar 1899. Foreldrar hennar voru hjónin Messíana Sæmunds- dóttir og Albert Brynjólfsson, skipstjóri. Þeim hjónum varð 11 barna auðið, en þegar elsta barnið var 11 ára féll heimilisfaðirinn frá. Messíana stóð þá uppi með öll börn- in sín og varð að beijast harðri baráttu og um leið og börnin höfðu þrek til fóru þau að vinna hörðum höndum. Lífsbaráttan var erfið í þá daga, en þrátt fyrir það tókst fjölskyldunni að komast áfram með dugnaði og áræði. Ung að árum giftist Alberta Kristjáni Stefánssyni, stýrimanni, en hann fórst með vélbátnum Giss- uri hvíta árið 1924. Þau hjón eignuðust þijú börn. Þann 3. júní 1927 giftist Alberta öðru sinni, Marsellíusi Bernharðssyni frá Hrauni á Ingjaldssandi. Þeim varð 10 barna auðið, en misstu tvö börn I frumbernsku. Marsellíus gekk börnum konu sinnar frá fyrra hjónabandi í föðurstað og leit alltaf á þau sem sín eigin böm. Börn hennar frá fyrra hjónabandi eru Jónína, áður gift Sveinbirni Svein- björnssyni, búsett á ísafirði, Áslaug, ekkja Axels V. Túlíníusar, borgardómara, og Kristján, skipa- smiður, kvæntur Andreu Guð- mundsdóttur, en þau em bæði búsett í Reykjavík. Börn Albertu og Marsellíusar, sem upp komust, em Guðmundur, verkstjóri, kvæntur Elínu Benja- mínsdóttur, búsett á ísafírði; Kristín, gift Guðmundi Páli Einars- syni, yfirverkstjóra í Bolungarvík; Helga, gift Þórði Péturssyni, tré- smíðameistara, búsett á ísafirði; Högni, starfsmaður í skipasmíða- stöðinni, kvæntur Friðrikku Runný Bjarnadóttur, búsett á ísafirði; Bettý, gift Sigurbirni Magnússyni, rafvirkja á Hofsósi; Þröstur, járn- Blómastofa FriÖfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. t Móðir okkar, SNJÓLAUG SIGURÐARDÓTTIR, veður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. mars kl. 13.30. Snjólaug Bruun, Knútur Bruun. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BÖÐVARSDÓTTIR, Sólheimum 23, lést í Landspítalanum aðfaranótt sunnudags 1. mars. Siggeir Blöndal Guðmundsson, Sigrún Þorláksdóttir, Garðar Siggeirsson, Erla Ólafsdóttir, Sigrún Siggeirsdóttir, Björgvin Ðjörgvinsson, Ómar Bl. Siggeirsson, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Kristin Siggeirsdóttir, Ólafur Hafsteinsson, Snorri Bl. Siggeirsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað eftir hádegi miðvikudaginn 4. mars, vegna jarðarfarar GÚSTAFS A. ÓLAFSSONAR HRL. Hörður Sveinssonn & co hf., Bíldshöfða 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.