Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 55
10. umferð IBM-skákmótsins MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 55 Short dugir jafntefli í síðustu umierðinni Jón L. hélt uppi heiðri Islands með því að vinna Ljubojevic JÓN L. Árnason vann Júgóslav- ann Ljubomir Ljubojevic i 10. umferð IBM-skákmótsins sem tefld var i gær, en hinir íslensku skákmennirnir þrír töpuðu allir sinum skákum. Nigel Short steig öðrum fæti upp á gullverðlauna- pallinn í gær með því að gera jafntefli við Mikhail Tal í aðeins 15 leikjum, og honum nægir jafn- tefli í síðustu umferðinni til að verða einn í efsta sætinu, en ef hann tapar eiga Timman, Tal og Kortsnoj möguleika á að ná hon- um að vinningum. Sú sjták sem áhorfendur á Hótel Loftleiðum fylgdust með af mestum áhuga var milli Jóns L. og Ljubojevics. Ljubojevic beitti Sikil- eyjarvörn en náði aldrei fyllilega að jafna taflið. Skákin leiddist fljót- lega út í endatafl þar sem Jón hafði vænlega stöðu, biskupamir hans stóðu vel og frípeð á drottningar- væng vom ógnandi. Það var því létt yfir spekingunum í skákskýringarsalnum þar sem Guðmundur Sigutjónsson stjórnaði vangaveltum um skákina. „Hvað vilja menn að Jón geri?“ spurði Guðmundur þegar leiknir höfðu verið 30 leikir. „Vinni bara,“ var svarað um hæl. Það fór þó aðeins um áhorfendur þegar Jón þráskák- aði tvisvar og sama staðan var um það bil að koma upp þrisvar. „Hann er orðinn tímanaumur og er að vinna sér inn leiki. Hann man of vel hvernig hann tapaði á móti Timman," sagði Guðmundur til út- skýringar, enda lék Jón næst þeim leik sem hann „átti“ að leika tveim- ur leikjum áður samkvæmt uppá- stungum áhorfenda. Staða Ljubojevics gerðist nú æ ófrýnilegri, sérstaklega eftir að kóngur hans tók sig upp og fór í skógarferð. „Þessi kóngur stendur eins og afglapi; hann á að vera all- staðar annarstaðar," sagði Guð- mundur. Ljubojevic hafði þama sjálfsagt komist að sömu niðurstöðu því nú hugsaði hann sig um í rúm- an hálftíma. Síðustu leikjunum léku þeir síðan eins og í hraðskák en Ljubojevic féll á tíma áður en hann náði að leika sínum 45. leik, og var þá kominn með gjörtapaða stöðu. Tímahrakið setti svip sinn á fleiri skákir í 10. umferð. Polugaevski hafði lengst af vænlega stöðu gegn Timman eftir að hafa beitt drottn- ingarindverskri vörn. í tímahrakinu undir lokin tókst Timman þó að snúa sig út úr vandanum með fléttu og tryggja sér jafntefli. Jóhanni Hjartarsyni varð einnig hált á tíma- hrakinu gegn Portisch. Þar kom upp drottningarbragð og Jóhann vann peð í byijuninni en fékk lak- ari stöðu. Skákin virtist þó stefna í jafntefli en undir lokin fór Jóhann að tefla ónákvæmt enda var tíminn orðinn lítill. Menn voru á að hann hefði hleypt Portisch allt of langt og þá var ekki að sökum að spyija. Rétt þegar skákin var að fara í bið lagði Jóhann niður vopnin þegar hann sá fram á peðstap á kóngs- væng í endataflinu. Margeir Pétursson hafði hvítt gegn Agdestein sem tefldi grjót- garðsafbrigðið af hollenskri vöm. Margeir tapaði fljótlega peði en fékk heldur rýmri stöðu fyrir. I tímahraki undir lok skákarinnar missti Margeir síðan þráðinn og Agdestein var skyndilega kominn með óveijandi mátsókn. Skákin fór í bið en Margeir var þá með gertap- að tafl. Þar með var Agdestein kominn með 3,5 vinninga út úr við- ureignum sínum við íslensku skákmennina. Aðeins Jóhann Hjart- arson náði að svíða af honum hálfan vinning. Helgi Ólafsson hafði hvítt gegn Kortsnoj og upp kom enski leikur- inn, sama byijun með sömu litum og í viðureign þeirra í Wijk aan Zee fyrr á þessu ári. Kortsnoj vann snemma peð og síðan skákina sann- færandi eftir að hafa stýrt henni í riddaraendatafl með frípeði á G-línunni. Stysta viðureignin var milli efstu mannanna, Shorts og Tals. Tal beitti Sikileyjarvöm en skákin var varla komin úr viðjum teoríunnar þegar Short pmfaði að bjóða jafn- tefli eftir 15 leiki. Tal hefur sjálf- sagt talið að lítið þýddi að tefla til vinnings. Að minnsta kosti þáði hann jafnteflið og síðan settust þeir félagamir að hraðskákiðkun. Með þessu jafntefli tryggði Short sér að minnsta kosti hlutdeild í efsta sætinu, því hann er nú heilum vinn- ingi á undan Tal, Timman og Kortsnoj. Tal og Timman tefla síðan saman í síðustu umferðinni meðan Kortsnoj fær Jón L. Ámason, sem hefur sýnt það í mótinu að hann er ekki auðveld bráð. Short teflir síðan við Agdestein og það má mik- ið vera ef honum tekst ekki að halda jöfnu gegn honum ef hann teflir upp á það. - GSH Jón vann Ljubojevic Jón L. Árnason gerði sér lítið fyrir og lagði Ljubojevic örugglega að velli í gær. Jón hafði hvítt og uppskar fmmkvæðið eftir byijun- ina, sem var Sikileyjarvöm. Drottn- ingarnar fuku fljótt af borðinu, en liðskipan Júgóslavans var í óreglu og það nýtti Jón sér í framhaldinu. Peðin sóttu fram og vörnin varð sífellt erfiðari fyrir Ljubojevic, sem féll að lokum á tíma er hann hugð- ist leika síðasta leik sínum fyrir bið. Úrslitin hefðu samt vafalítið orðin hin sömu . Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Ljubomir Ljubojevic Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. f4 (fyrr í mótinu lék Jón hér 6. Be2 gegn Helga og Jóhanni. Hinn gerði leikur er hvassari og ber vott um baráttuvilja.) 6.— g6 (nú leiðist taflið inn á brautir drekaaf- brigðisins, en þannig hefur Jón einnig teflt á móti Tringov á skák- móti í Búlgaríu í fyrra.) 7. Rf3 — Rc6 8. e5 — dxe5 9. Dxd8+ — Kxd8 (9,— Rxd8 kom e.t.v. einnig til greina, því í framhaldinu þjáist svartur sökum þess að hrókunar- rétturinn er farinn.) 10. fxe5 — Rd7 11. Bf4 - e6 12. 0-0-0 - h6 13. g4! (Útþenslustefna er hjá hvítu mönnunum, sem hafa mun meira rými en svörtu andstæðingarnir. Hvíta staðan er mun vænlegri.) 13. - Kc7 14. Re4 - Bg7 15. Rd6 - Hf8 16. Bg2 - Rb6 17. c4! - Bd7 18. Bg3 (Jón fer sér engu að óðs- lega, enda standa svörtu mennimir aðþrengdir á öftustu reitaröðunum, og slíkar stöður eiga ekki við hinn bráðláta Júgóslava, sem betur kann við sig í sóknarstöðum.) 18.— Hhd8 19. Bh4 - Hb8 20. Hhel - Be8 21. He2 - Rd7 22. Bg3 - Hd8 23. a3 - Rb6 24. b3 - Rc8 25. b4 - 25. — Rb8? (Staða svarts er aumk- unarverð. Nauðsynlegt var að leita mótfæra með 25.— Ra7 t.d. 26. Hed2 - Ba4) 26. b5! - axb5 27. cxb5 — Rxd6 28. exd6 (flestir hefðu hugsað sig um tvisvar áður en þeir opnuðu stöðuna eins og Ljubojevic gerir í síðustu leikjum.) 28.- Kb6 29. Bf2+ - Ka5 30. Bel+ - Kb6 31. Bf2+ - Ka5 32. Bel+ (Jón endurtekur hér leiki aðeins til að vinna tíma þvi hann er komast í tímahrak.) 32.— Kb6 33. a4 - Hc8+ 34. Hc2 - Bd7 35. Rd2 - Bc3 36. Bf2+ - Ka5 37. Bxb7 (ömggasti leikurinn. 37. Rb3+ kom vafalaust til álita, en er vitaskuld óþarfi í vinningsstöðu.) 37.- Bxd2+ 38. Hxd2 - Hxc2+ 39. Hxc2 — Kxa4 40. b6 (peðið er á leið upp í borð og fátt er til ráða. Ljubojevic tók sér nú hálftíma um- hugsunarfrest áður en hann skellti næsta leik á borðið, auðsjáanlega óánægður með eigin frammistöðu.) 40. - f5 41. gxf5 - Hxf5 42. Be3 - Kb5 43. Bc8 - He5 44. Bf2 - Hd5 45. b7 Ljubojevic drap nú peð- ið á d6 með hrók, en áður en tími gafst til að ýta á klukkuna féll vísir- inn á klukku hans. Kortsnoj vann Helga örugglega Heigi Ólafsson tefldi byijunina hratt gegn Kortsnoj og fékk fljót- lega verra tafl. Eftirfarandi staða kom upp eftir 22. leik Helga Hc2? Kortsnoj vinnur nú peð og nær vinningsstöðu: 22.- g5! 23. fxg5 - Rxg5 24. Dh5 — Dxh5 25. Rxh5 — Rxh3 26. Kxh3 — Hxe3+ 27. fxe3 — Hxfl 28. Kg2 - Rf5! 29. He2 - Hcl 30. Rf4 - Hc2! Kortsnoj skiptir upp í auðunnið riddaraendatafl. Helgi getur auðvit- að ekki drepið hrókinn 31. Hxc2 — Rxe3+ ásamt 32. — Rxc2 og vinnur. 31. Kf2 - Hxe2+ 32. Kxe2 - Kf7 33. Rd3 - Kf6 34. Rc5 - Rd6 35. b4 - Kf5 36. Kf3 - g5 37. h3 — h5 38. a4 — g4+ 39. hxg4 — hxg4+ 40. Kg2 — Kg5 41. a5 - Kh4 42. Kh2 - g3+ 43. Kg2 - Kg4 44. Rd7 - Rc4 45. Rf6+ - Kg5 46. Rd7 - Khl og Helgi gafst upp, því hann tapar peðinu á e3. IBM Super Chess Tournament* Reykíavik 1987 VK5 hf Nr Nafn Land 1 S 3 ‘i 5 ó 7 B 9 10 11 ie Vinn Rö& > Jón L Arnason ISD O 1 0 0 4 4 4 4 0 i 4 V4 0 2 Maraeir Pétursson ISD 0 0 0 1 0 0 0 0 4 14 12 3 Niael D Short ENG 1 1 1 4 0 4 4 i 1 1 74 1 Jan H Timman NDL 1 1 1 4 4 1 i 0 4 64 2-í, 5 Lajos Portisch HUN ‘4 1 4 0 1 4 1 i 0 4 6 5 6 Jóhann Hjartarson ISD 4 0 1 4 0 0 0 4 0 1 34 9-1T" 7 Lev Polugaevsky URS 4 1 4 4 1 4 4 4 0 4 54 6 8 Mikhail N Tal URS 4 1 4 4 1 4 4 4 1 4 64 9 Simen Agdestein N0R 1 1 0 0 4 4 4 4 0 1 “5 7 10 Ljubomir Ljubojevic JUG 0 0 0 0 1 4 4 4 4 4 -31* 9-11" 11 Viktor Korchnoi SWZ 1 0 1 1 0 1 0 1 4 1 ~b 'i — 1E Helgi Olafsson ISD 4 4 0 4 4 '4 V 4 34 9-11 Orslit i 10. umferð VKS hf Hvi tt Svart Úrslit Helgi Olafsson _ Viktor Korchnoi 0-1 Jón L Arnason Ljubomir Ljubojevic 1-0 Margeir Pétursson - Simen Agdestein 0-1 Nigel D Short - Mikhail N Tal •i-’í Jan H Timman - Lev Polugaevsky 'i-'i Lajos Portisch Jóhann Hjartarson 1-0 Móther jar i 11. umferð VKS hf Hvitt Svar t Orsl it Jóhann Hjartarson Helgi Olafsson Lev Polugaevsky Lajos Portisch Mikhail N Tal Jan H Timman Simen Agdestein Nigel D Short Ljubomir Ljubojevic Margeir Pétursson Viktor Korchnoi Jón L Arnason optibelt viftureimar, tímareimar FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 84670^y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.