Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Sjúkrahús Keflavíkur og Heilsugæsla Suðurnesja: Karl Guðmunds- son ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Keflavík. KARL Guðmundsson viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri við Sjúkrahús Keflavíkur og Heilsugæslustöð Suðurnesja. Gengið var frá ráðn- ingu Karls laugardaginn 28. febrúar og sagði hann í samtali við Morgunblaðið eftir að gengið var frá ráðningunni að hann myndi hefja störf strax eftir helgi. Karl Guðmundsson er frá Skaga- strönd og er hann kvæntur Svein- björgu Hallgrímsdóttur frá Reykjavík og eiga þau tvö böm. Karl starfaði sem fjármálastjóri hjá Hótel Ork í Hveragerði, en áður hafði hann verið sveitarstjóri þar í bæ. Auk þess hefur hann verið bæjarritari á Dalvík. Umsækjendur um stöðuna voru 12 og mælti hæfnisnefnd sem fékk umsóknimar til umsagnar og heyr- ir undir heilbrigðisráðuneytið með Karli í stöðuna. - BB Guðmundur Jónsson 85 ára afmæli í GÆR, 2. mars, varð 85 ára Guðmundur Jónsson fyrruin skólastjóri Búnaðarskólans á Hvanneyri, Álfheimum 44 hér í bæ. Guðmundur er þjóðkunnur mað- ur af störfum sínum á Hvanneyri og á síðari árum sem afkastamikill höfundur á sviði búnaðarfræða. Hann er erlendis um þessar mund- ir; í Danmörku og þar er heimilis- fang hans Nordisk landboskole ved Odense. Hótel Selfoss: Lækkað verð fyrir ellilífeyrisþega HÓTEL Selfoss býður ellilífeyr- isþegum gistingu á stórlækkuðu verði á tímabilinu 1. mars til 15. maí eða kr. 1000 fyrir tveggja manna herbergi og kr. 750 fyrir eins manns herbergi. Hótel Selfoss er nýtt hótel við Ölfusárbrú á Selfossi. I hótelinu em 20 tveggja manna herbergi öll með sturtu, svölum og fallegu útsýni. Herbergin eru á 3. hæð í hótelinu og að sjálfsögðu er lyfta. Á sömu hæð er þægileg sjónvarpssetustofa og á jarðhæð er veitingasalur, hár- greiðslustofa, snyrtistofa og snyrti- vöruverslun. Aðeins steinsnar frá hótelinu er sundlaug með heitum pottum, nuddpottum og aðstöðu til líkamsræktar. Það er von forráðamanna hótels- ins að ellilífeyrisþegar noti þetta tækifæri sér til hressingar og heilsubótar. Þess má geta að sérleyfísbílar Seifoss hafa sínar bækistöðvar í hótelinu. (Fréttatilkynning) TRYGGVAGATA TILLAGA Tillögur að hverfisskipu- lagi í Gamla vesturbænum ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar héldu fund í Hlaðvarpanum að Vesturgötu 3 fimmtudaginn 19. febrúar sl. Á fundinum voru kynntar tillögur Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts og deili- skipulagi fyrir Naust-reitinn. Tillögugerð um hverfísskipulag er ekki lokið en hún er langt á veg kominn og gafst íbúum svæð- isins kostur á því á fundinum að koma fyrirspumum og ábending- um á framfæri. Forstöðumaður borgarskipulags og borgarminja- vörður vörpuðu auk höfunda tillagnanna ljósi á þau framtíðará- form sem um er að ræða og hvemig staðið er að heimildasöfn- un og tillögugerð um menningar- og söguleg verðmæti. Margir tóku til máls á fundin- um og létu m.a. í ljósi áhuga á þeim hugmyndum höfunda að fjölga litlum útivistarsvæðum og íþróttasvæðum barna og ungl- inga, efla möguleika á félags- og tómstundastarfi innan hverfisins og vernda hús og götumyndir sem gæfu heillega mynd af fyrstu árum byggðarinnar. Á fundinum var eftirfarandi ályktunartillaga stjómar íbúa- samtaka Vesturbæjar samþykkt samhljóða: „Fundur Ibúasamtaka Vestur- bæjar í Hlaðvarpanum hinn 19. febrúar 1987 fagnar þeim vilja borgaryfírvalda að láta vinna fyr- ir gamla Vesturbæinn vandaða tillögur að hverfísskipulagi og deiliskipulagi. Fundurinn lýsir ánægju sinni með það starf sem þegar hefur verið af hendi leyst og að höfð eru samráð við íbúa hverfísins um tillögugerð. Þá leggur fundur Ibúasamtaka Vesturbæjar áherslu á mikilvægi þess að ljúka því sem óunnið er af tillögugerð um gamla Vest- urbæinn þannig að íbúar og borgaryfírvöld geti tekið höndum saman um að skapa hverfi sem sameinar kosti nútíma lífshátta og virðir menningar- og söguleg verðmæti." Snorri Örn Snorrasson, Camilla Söderberg og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Sjöttu Háskóla- tónleikarnir SJÖTTU Háskólatónleikarnir á misserinu verða miðvikudaginn 4. mars í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30. Á tónleikunum leika Camilla Söderberg á blokkflauta, Snorri Örn Snorrason á lútu og theorba og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á viola da gamba. Þau leika franska barrokktónlist og standa tónleikarnir í u.þ. b. hálftíma. 10. listmunauppboð Gallerí Borgar: Olíumálverk eftir Kjarval slegið á 170 þúsund krónur STÓRT olíumálverk eftir Jó- hannes S. Kjarval, „Landslag", var slegið á 170 þúsund krónur á 10. listmunauppboði Gallerí Borgar, sem haldið var á Hótel Borg sl. sunnudag. Lítið olíumál- verk eftir hann, andlitsmynd, úr olíu á striga, var slegið á 66 þús- und krónur. Þá var vatnslita- mynd, máluð af Ásgrími Jónssyni á fimmta áratugnum, slegin á 105 þúsund kr. Ofan á það verð sem verkin eru slegin á leggst söluskattur eða um 25%. Olíumál- verk eftir Jóhann Briem, „Frá Afríku", sem tilgreint var á upp- boðsskrá, var dregið til baka rétt áður en uppboðið hófst. Samtals voru 70 verk á upp- boðinu. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á listmunauppboðum, að við mörg verkanna eru tilgreind lágmarksboð. Á uppboðinu á sunnu- dag fór svo ellefu sinnum, að engin tilboð komu í lágmarksupphæðim- ar, þannig að uppboðshaldari dró verkin til baka. Lægsta upphæð sem verk var slegið á var kr. 1.000, án söluskatts, það hæsta kr. 170 þúsund fyrir Kjarvalsmálverkið, sem að framan er getið. Af öðrum verkum má nefna, að trérista eftir Gunnlaug Scheving var slegin á lágmarksboði eða kr. 10 þúsund. Þá fór olíumálverk eftir Jón Engilberts, „Kona“ á lágmarks- boði kr. 60 þúsund. Vatnslitamynd eftir Brynjólf Þórðarson frá árinu 1935 fór á 70 þúsund krónur, lág- marksboð í hana var tilgreint kr. 20 þúsund. Morgunblaðið/Ölafur K. Magnússon. Uppboðshaldarinn Haraldur Blöndal tekur á móti tilboðum í and- litsmynd Kjarvals, en hún var slegin hæstbjóðanda á kr. 66 þúsund, en þá á eftir að bæta söluskatti við. Myndin er ómerkt, en hand- bragð meistarans leynir sér ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.