Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Island á sýn- ingum og í fjöl- miðlum í Genf ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. ÍSLAND verður óvenju áberandi í Genf í Sviss næstu vikur og mánuði. Það er nú verið að sýna kvikmyndina „Islande terre de glace et de feu“ í borginni, sýn- ing á myndum og náttúrumunum frá íslandi verður opnuð í nátt- úrugripasafninu, Museum d’Histoire naturelle, á fimmtu- dag og um miðjan mánuðinn opnar listakonan Lydia Muller einkasýningu á málverkum sem hún hefur málað á ferðum sínum um landið. Myndir og munir frá Islandi munu prýða glugga svissneska bankans Societe de Banque Suisse við Cornavin lestarstöðina í vor og verða síðan vera fluttir í önnur útibú bankans í Genf og víðar í Sviss næstu þijú árin. Svisslendingurinn Leonard Closuit sér um útstillin- gamar í bönkunum og hann átti hugmyndina að sýningunni á nátt- úmgripasafninu. „Þetta er í fyrsta sinn sem safnið lætur herbergi und- ir sýningu frá einu Iandi,“ sagði hann, en hann hefur ferðast víða og kynnt ótal lönd í gluggum bank- ans. Closuit hefur verið á Islandi þrisvar sinnum. Hann ferðaðist um landið í sex vikur ásamt konu sinni í sumar og tók myndir og hljóð upp á band. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, sem kennir frönsku í háskólanum og vinnur á auglýsingastofu, var leiðsögumaður þeirra hluta af ferð- inni. Hún kom til Sviss í februar og hjálpa honum að kynna landið í útvarpi og sjónvarpi. „Hann gerði kvikmynd „Islande, pays de contrastes" heima í sumar og sýndi hana í fyrsta sinn í bænum Martigny um daginn,“ sagði Sigur- björg. „Salurinn fylltist og fólk hafði mikinn áhuga á Islandi — hvað margir byggju þar, hvort það væri ekki kalt og hvort það væri ekki hættulegt að búa innan um eld§öll.“ Closuit stendur að þessari ís- landskynningu í vesturhluta Sviss á eigin vegum. Arnarflug var hon- um innanhandar um flugmiða og hann fékk afslátt á Eddu-hótelum og á ferðum BSÍ. Nýkjörin stjórn Þjóðarflokksins sem stofnaður var í Borgarnesi. Frá vinstri: Guðríður B. Helgadóttir Austur-Húnavatnssýslu, Stefán Ágústsson Seltjarnarnesi, Ragnar Eðvaldsson Keflavík, Sigríður Rósa Kristinsdóttir Eskifirði, Pétur Valdimarsson formaður Akur- eyri, Ingibjörg Guðmundsdóttir Reykjavík, Sjöfn Halldórsdóttir Selfossi og Sveinbjörn Jónsson Súgandafirði. Borgarnes: Nýr stj órn- málaflokknr Borgarnesi. NÝR stjórnmálaflokkur var stofnaður í Borgarnesi um helg- ina, hlaut hann nafnið Þjóðar- flokkurinn. Stefnir flokkurinn að því að bjóða fram í öllum kjör- dæmum í komandi alþingiskosn- ingum. Formaður Þjóðarflokks- ins var kosinn Pétur Valdimarsson, fyrrverandi for- Morgunblaðið/Theodór Fyrsti formaður Þjóðarflokks- ins, Pétur Valdimarsson. maður Samtaka um jafnrétti milli landshluta. Aðalstefnumál Þjóðarflokksins eru valddreifíng og jafnrétti milli landshluta. Um ástæðu þess að fólk væri að stofna nýjan stjómmálaflokk sagði Pétur: „Núverandi flokkakerfi hef- ur brugðist þessu fólki. Með starfí innan „Samtakanna" komst fólk að raun um að það var engin alvara að baki loforðum stjórnmálaflokk- anna. Ennfremur komst fólk að raun um að það gat unnið saman að málefnum þjóðarinnar án þess að vera sífellt að skilgreina sig til hægri eða vinstri. í Þjóðarflokknum er fólk með ólíkar stjómmálaskoð- anir, sem kemur úr ýmsum stjóm- málaflokkum, jafnt Sjálfstæðis- flokki sem Alþýðubandalaginu, en þetta er fólk sem búið er að skilja það að við verðum ekki þjóð nema við vinnum saman.“ Aðspurður hvort hann teldi líklegt að Þjóðar- flokkurinn næði að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosn- ingum sagði Pétur: „Já það tel ég, ég er og hef alltaf verið bjartsýnn." - Theodór Nýkjörni heiðursdoktórar við Háskóla íslands ásamt dr. Sigmundi Guðbjarnarsyni rektor. Frá vinstri Oskar Bandle prófessor, Hermann Pálsson prófessor, dr. Sigmundur Guðbjarnarson og Peter Foot prófessor. Theodore M. Anderson prófessor gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Fjórir kjörnir heiðursdoktorar Háskólahátíð: Brautskráning kandídata SJÖTÍU og níu kandídatar voru brautskráðir frá Há- skóla íslands á Háskólahátið í Háskólabío síðstliðinn laug- ardag. Lýst var kjöri fjögurra heiðursdoktora og þeim af- hent doktorsbréf. Að lokinn setningarathöfn söng Gunnnar Guðbjörnsson einsöng við undirleik Guðbjarg- ar Sigurjónsdóttur. Þá var lýst kjöri heiðursdoktora en í dag- skrá hátíðarinnar segir um þá: „Theodore M. Anderser prófess- or við Stanfordháskóla í Kali- fomíu. Hann er kunnur vísindamaður í germönskum fræðum og hefur meðal annars ritað mikið um íslenskar forn- bókmenntir, einkum íslendinga- sögur. Oskar Bandle prófessor við háskólana í Ziirich og Bas- el. Hann hefur ritað mikið um norræna málvísi og bókmenntir en einkum þó um íslensk fræði. Hann hefur um mörg ár verið öndvegismaður norrænna fræða í Sviss. Peter Foote prófessor emerit- us við University College í Lundúnum. Hann er meðal ann- ars kunnur fyrir ritstörf sín um íslensk fræði og fyrir skipulagn- ingu rannsókna á norrænum fornfræðum. Hann hefur á síðari árum verið forystumaður íslenskra fræða í Englandi. Her- mann Pálsson, prófessor í Edinborg. Hann hefur meðal annars verið mikilvirkur höf- undur fræðirita um íslenskar fornbókmenntir með saman- burði við evrópskar miðaldabók- menntir. Hann hefur árum saman verið meðal helstu fröm- uða íslenskra bókmennta í hinum enska heimi.“ Að doktorskjöri loknu ávarp- aði Dr. Sigmundur Guðbjamar- son brautskráða nemendur og deildarforsetar afhentu prófskírteini. Hátíðinni lauk með söng Háskóalkórisins. Frá útskrift kandidata frá Háskóal Islands, sem fram fór á Háskólahátíðinni síðastliðinn laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.