Morgunblaðið - 03.03.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 03.03.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR, dó í Borgarspítalanum 28. febrúar sl. Helgi Kolbeinsson, Alexander Valdimarsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Trausti Valdimarsson, Vala Valdimarsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn og faöir okkar, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Langholtsvegi 31, Reykjavlk, andaðist í Landakotsspítala 1. mars 1987. Guðmundína Kristjánsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Kristján Þorsteinsson, Ragnar Þorsteinsson, Hallgrímur Þorsteinsson. Margrét S. Jóns- dóttir — Minning Fædd 5. febrúar 1916 Dáin 19. febrúar 1987 Margs er að minnast margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Að morgni 19. febrúar síðastlið- inn losnaði amma mín við þjáningar þessa heims. Síðustu þrettán mán- uðir höfðu verið henni erfiðir. Hún háði hetjulega baráttu við manninn með ljáinn sem að lokum sigraði eins og hann gerir ævinlega. Hún hét Margrét Sigríður en kunni betur við Sigríðar-nafnið og notaði það oftast. Hún var fædd 5. febrúar 1916 að Naustum í Eyr- arsveit á Snæfellsnesi, dóttir hjónanna Jóns Jóhanns Kristjáns- sonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, sem síðast bjuggu að Vindási í sömu sveit og þar ólst amma mín upp. Um tvítugt hleypti hún heim- draganum og fór í skóla að Laugarvatni en fróðleiksfýsn henn- ar var óþijótandi þó að tækifærin til frekari mennta kæmu ekki. Hún var vel greind kona og æðraðist ekki þó þau væru ek'ki fleiri. Hún hafði fallega söngrödd og þeir voru fáir sálmamir sem hún kunni ekki eða hafði ekki sungið eða spilað á orgelið sitt á yngri árum. Þegar amma mín var 13 ára kynntist hún ungum pilti, Alexand- er Stefánssyni, afa mínum, sem einnig er ættaður af Snæfellsnes- inu, en hann varð síðan lífsföru- nauturinn í rúm 48 ár. Þau giftu sig 18. október 1938 og eignuðust eitt bam, dótturina Esther. Þetta vom erfíðir tímar að stofna heimili og fjölskyldu, en aldrei var gefist upp. Þau byggðu sér fallegt heimili þar sem smekkvísi húsmóðurinnar RAFAAAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUDURLANDSBRAUT34 SÍMI686222 Þaðerdýrt rafmagnið sem þúdregur að borga Rafmagn er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Flest heimilistæki og vélar á vinnustað ganga fyrir rafmagni og við erum svo háð þeim að óbeint göngum við sjálf fyrir rafmagni. Þessu ,,sjálfsagða“ raf- magni er dreift til okkar af rafmagnsveitu. Rafmagnsveita ReykjavíRur leggur metnað sinn í stöðuga og hnökralausa dreifingu til neytenda. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxtakostnaði sem veldur því að rafmagnið er nær þriðjungi dýrara hjá þeim skuldseigustu — þar til þeir hætta að fá rafmagn. Láttu orkureikninginn hafa forgang! og myndarskapur kom berlega í ljós. Amma mín hafði mikla ánægju af dýrum og kom það best í ljós þegar þau hjónin stunduðu saman hestamennskuna, en þau eignuðust margan gæðinginn. Hún var mikið náttúrubam og komst í nána snert- ingu við náttúruna í uppvextinum og svo þegar þau hjónin ferðuðust um landið vítt og breitt á hestum, en þeirra ferða var oft minnst með brosi á vör. Amma mín prýddi heimili þeirra með hannyrðum sínum, en það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur hvort heldur það var út- saumur eða saumaskapur. Allt þetta lék í höndunum á henni. Snemma eignaðist hún litla hand- pijónavél og fór að pijóna fyrir fólk, en þetta varð síðan kveikjan að stofnun fyrirtækisins Litla pijóna- stofan sf. Þar komu í ljós miklir sköpunarhæfíleikar hennar þegar hún bjó til nýjar tegundir, ný snið o.fl. af bamafatnaðnum sem fram- leiddur var. Fyrir um það bil 10 ámm gekkst hún undir mikla skurðaðgerð sem leiddi til þess að nokkru seinna varð hún að hætta með fyrirtækið sem hafði haft svo mikla þýðingu fyrir hana. Upp úr þessu fór hún að kynna sér spilaíþróttina bridge. Hún gekk í Bridgefélag kvenna og tók síðan þátt í mörgum keppnum á þess vegum svo og annarra. Henni fannst undur gaman að spila þetta spil og fátt kom í veg fyrir það að hún tæki þátt í spilakveldi. Hún tók einnig þátt í litlum spilaklúbbi, þar sem komu saman fjórar konur og spiluðu heilan eftirmiðdag. Þessir spiladagar gáfu henni mikið en síðustu mánuði hafði hún ekki heilsu til að taka þátt í þeim. Ég hef frá fæðingu alist upp með ömmu minni og afa og naut ég þess í ríkum mæli þegar amma mín var að kenna mér vísumar úr Vísna- bókinni eða kveðast á við mig. Ég kynntist ömmu minni sem stórbrot- inni konu með sterkan persónuleika, hún var vel greind, tilfínningarík en lét þær sjaldan í ljós og kom þá oft í ljós hin gífurlega sjálfstjóm sem hún hafði. Henni féll aldrei verk úr hendi, það var alveg sama á hveiju gekk. Það vom því mikil viðbrigði að sjá hana síðastliðið ár verkefnalausa, en heilsan og þrekið gaf sig og hún gat lítið sem ekkert gert. Það tók hún sjálf mjög nærri sér því hún vildi vera gefandinn en ekki þiggjandinn. „Skamma stund mun ég hvílast í faðmi vindanna og síðan verða endurborinn af nýrri móður.“ Ég trúi því og treysti að þessi orð Spámannsins eftir Kahlil Gibran séu rétt og að nú sé amma mín komin til himnaríkis þar sem hún er laus við allar þjáningar. Guð blessi hana og varðveiti. Ég vil biðja Guð að blessa hann afa minn sem nú sér á eftir lífsförunautnum og gefa honum styrk, en hann stóð við hlið ömmu minnar eins og klettur á þessum erfíða tíma. Einnig bið ég Guð að blessa dóttur hennar og aðra aðstandendur og gefa þeim styrk. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kveðja frá dótturdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.