Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 46
7* 46 F 9V1 h//ftJí/aiw/i /wf/.idí/fjftcÉ/vi MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Reuter Þær stöllur Tania og Barbara hafa mjög fallega fótleggi og ekki spilla sokkarnir fyrir. fclk í fréttum Að vera svalur Menntaskólinn við Hamrahlíð 20 ára Isíðustu viku var haldið upp á tuttuga ára afmæli Menntaskól- ans við Reykjavík. Það blandaðist svonefndum „Lagningardögum", sem stóðu frá þriðjudegi til föstu- dags, en þá var brugðið út frá hefðbundnu skólastarfi með fjöl- breyttum hætti. Meðal annars voru fengnir alls konar sérfræðingar til þess að flalla um sérgreinar sínar — Astrós Gunn- arsdóttir leiðbeindi fólki um dans, Ævar Kvaran fjallaði um dulræn málefni þessa heims og annars, Jón Páll fór í reiptog við kvennkennara skólans, fulltrúar Samtaka her- stöðvaandstæðinga og Varðbergs kappræddu um veru Varnarliðsins hér á landi, talsmenn stjórnmála- flokkanna kynntu málstað sinn og margt margt fleira. Á fimmtudagskvöld var svo sér- stök hátíðadagskrá á sal skólans og var margt þar til gamans gert, en forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, var viðstödd. Komu þar við sögu nemendur og kennarar skólans, jafnt núverandi sem fyrr- verandi, en myndirnar tala sínu máli. Hvað er undir pilsinu? Menn hafa löngum velt vöng- um yfir því hveiju Skotar klæðist undir pilsinu. Hermt er að þeri séu ekki í neinu, en aðrir draga það í efa og telja Skota kulvísari en svo og benda á að bæði sé veður- far á skosku heiðunum svalt og votviðrasamt. Öðru hveiju hafa birst myndir í blöðum, sem renna stoðum undir sitt hvora kenninguna, en aldrei hefur endanlega verið úr þessu skorið, sem áhugamönnum finnst að sjálfsögðu mjög miður. Nú á sunnudaginn var haldin kjötkveðjuhátíð í Wasungen í Aust- ur-Þýskalandi, en það er eina borgin í kommúnistaríkinu þar sem enn er haldin slík hátíð árlega. Þessi hefð lagðist af í öðrum borg- um alþýðulýðveldisins eftir stríð. Á hátíðinni komu menn með nýstár- legar kenningar um það hvað væri undir pilsinu. Sumsé — salernis- rúllu. Vakti þetta uppátæki að vonum mikla kátínu, Það þykir mikil list að vera sval- ur hverju sem á gengur, en fáir hafa víst náð jafnmikilli leikni í því og prófessorinn Jearl Walker, þó svo að þeir Humphrey Bogart og Christo- pher Lambert hafí vissulega staðið sig býsna vel í bransan- um. Téður Walker leikur sér að því að því að dýfa höndinni í bráð- ið blý, sem er tæplega 400 gráðu heitt án þess að brenna sig. Þetta virðast vera hrein- ustu galdrar, enda hefur prófessorinn dýft hendinni of- an í annan vökva áður en hann setti höndina í blýið. Þetta efni er vatn! Þegar hann dýfír hendinni í blý- ið sýður vatnið á höndinni og gufar upp, en á meðan veitir það honum vemd gegn sjóð- andi blýinu. Fólk er þó varað við því að reyna þetta sjálft — 400 gráða heitt bráðið blý er ekki til þess að leika sér með. Á myndinni eru f.v. Guö- mundur Arnlaugsson, Rannveig Tryggvadóttir, Örnólfur Thorlacius, rektor, og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Einn ... Björk Guðmundsdóttir var ein þeirra, sem fram komu. Tveir ... ... og þrír! Er hér skotið rúllu fyrir rass? Rcuter Um mikilvægi þess að vera I góðum sokkum Hér á síðunni hefur öðru hveiju verið greint frá helstu nýjungum í tískuheiminum, enda sagt að fötin skapi manninn. Um helgina var haldin allsérstæð tískusýning í The Video Café í Lundúnaborg. Þá var haldin sýning á vorlínu „Legworks“-sokka- framleiðandans. Jafnómissandi og sokkar eru í nútímaþjóðfélagi þýðir að sjálfsögðu ekki annað en að þeir séu samkvæmt nýjustu tísku, svo að ailt sé nú í stíl. Sem sjá má er hin mesta prýði af aðlaðandi sokkum, hvort sem þeir eru úr næloni eða silki. Sokkarnir sem efri stúlkan er í eru með hefðbundnu lagi, en hinir neðri hafa ísaumað glingur niður eftir leggnum. í báðum tilvikum er að sjálfsögðu stuðst við hefðbundin sokkabönd, en Bretar hafa löngum verið ákafir aðdáendur þeirra. ■ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.