Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987
31
, Morpnnbladið/Bjarni
Frá undankeppni íslandsmóts kvenna og yngri spilara í sveita-
keppni um síðustu helgi.
Sveitir Aldísar og Ing-
valdar í efstu sætum
SVEITIR Aldísar Schram og Ing-
valdar Gústafssonar urðu í efstu
sætum í undankeppni íslands-
mótsins í brids í kvenna- og yngri
flokki sem fór fram um síðustu
helgi. Fjórar efstu sveitir í hvor-
um flokki keppa síðan til úrslita
um næstu helgi.
I kvennaflokki kepptu 9 sveitir og
spiluðu þær einfalda umferð með
14 spila leikjum. Þar bar það helst
til tíðinda að sveit Est'nerar Jakobs-
dóttur, sem unnið hefur þetta mót
frá því það var fyrst haldið fyrir 5
ánim, átti í talverðum erfiðleikum
að komast í úrslitin og tryggði sér
ekki sæti þar fyrr en í síðasta leik.
Röð efstu sveitanna varð sú að Aldís
Sehram fékk 153 stig, Soffía Guð-
mundsóttir og Alda Möller fengu
151 stig og Esther Jakobsdóttir
fékk 143 stig. í úrslitunum spila
saman sveitir Aldísar og Estherar
annarsvegar og Soffíu og Oldu hins-
vegar og sigurvegararnir úr leikjun-
um keppa síðan um Islandsmeist-
aratitilinn.
I flokki yngri spilara kepptu 12
sveitir og spiluðu einfalda umferð
með 10 spila leikjum. Sveit Ingvald-
ar Gústafssonar tapaði ekki leik og
varð efst í undankeppninni með 216
stig. Næstar komu sveitir Hótel
Borgar og Álfasteins hf, með 194
stig og í 4. sæti varð sveit Ágústar
Sigurðssonar með 185 stig. í úrslit-
unum spila fyrst saman sveitir
Ingvaldar og Ágústar annarsvegar
og Hótel Borgar og Álfasteins hins-
vegar en sigurvegarnir spila síðan
úrslitaleikinn. Þar verða spilaðir 32
spila leikir bæði í undanúrslitum
og úrslitum.
• •
Oskudagur:
Hátíð verður
á Lækjartorgi
UNDANFARIN ár á öskudegi
hafa börn og unglingar haft
það fyrir venju að klæðast
furðufötum og málað sig af
mikilli Iist. A þessum degi hafa
þau komið niður á Lækjartorg
til að sýna sig og sjá aðra.
Á öskudag, 4. mars, ætlar
íþrótta- og tómstundaráð að efna
til skemmtunar á Lækjartorgi, þar
verður öllum börnum og ungling-
um úr skólum og félagsmiðstöðv-
um boðið að koma fram með
sjálfvalin skemmtiatriði. Gert er
ráð fyrir að skemmtunin hefjist
kl. 13.00 og standi frám eftir
degi eða meðan einhveijir vilja
koma fram.
Sviðsvagn Reykjavíkurborgar
og hluti af hljómflutningskerfi
borgarinnar verða á torginu.
Ætlunin er að „kötturinn“ verði
sleginn úr tunnunni uppi á sviðs-
vagni. Keppnin verður á milli
austur og vesturbæjar, og verða
5-10 unglingar í hvoru liði. Loks
koma Greifarnir fram og spila.
Þeir sem vilja koma fram með
skemmtiatriði eiga að hringja í
síma 622215.
Tíu skip með rúm-
lega 5 þúsund tonn
GÓÐ veiði var á loðnumiðunum AK 400, Jón Finnsson RE 550,
norðan við Hraun i Faxaflóa að-
faranótt mánudagsins eftir
fremur tregan afla dagana á
undan. Tíu loðnuskip tilkynntu
um afla frá miðnætti til hádegis
á mánudag, samtals 5.010 tonn.
Skipin sem þá tilkynntu um afla
voru: Guðmundur VE 700 tonn,
Helga 2 RE 530, Erling KE 600,
Dagfari ÞH 530, Þórshamar GK
580, Keflvíkingur KE 100, Víkingur
Magnús NK 420 og Pétur Jónsson
RE 600 tonn.
Á laugardag tilkynntu þrjú skip
um afla, Bergur VE 270 tonn, Sig-
hvatur Bjarnason VE 80 tonn og
Grindvíkingur GK 350 tonn. A
sunnudag tilkynntu eftirtalin skip
um afla: Sighvatur Bjarnason VE
100, Bjarni Ólafsson AK 950, Gísli
Árni RE 260, Guðrún Þorkelsdóttir
SU 50 og Sigurður RE 1000 tonn.
Anna Theódórs-
dóttir - Minning
Fædd 29. april 1899
Dáin 18. febrúar 1987
Hún amma mín, Anna Theodórs-
dóttir, lést 18. febrúar sl. á 88.
aldursári. Hún tilheyrði aldamóta-
kynslóðinni. Sú kynslóð gerði litlar
kröfur til samneyslu í því formi sem
yngri kynslóðir álíta sjálfsagðan hlut.
Hún gerði fyrst og fremst kröfur til
sjálfrar sín, að standa á eigin fótum,
að skulda engum neitt. Á því hugar-
fari byggir velferðarsamfélag það
sem við lifum í dag, á dug og krafti
þessarar kynslóðar. Það er því mér
og rnínum dýrmætt að hafa fengið
að kynnast og vaxa upp með fulltrúa
hennar. Hún fæddist ekki með silfur-
skeið í munni fremur en margir aðrir
jafnaldrar hennar. Vagga hennar var
fátæktin ef hún er metin í efnalagum
gæðum, og fátæktinni fylgdu ýmsir
kvillar og þrotlaust strit. Hlutverk
hennar í æsku var að þjóna öðrum,
strita fyrir aðra, sjálfsagt án ríku-
legrar þóknunar. En í gegnum stritið
eignaðist amma auðæfí sem aldrei
voru frá henni tekin. Fjársjóð sem
hún bar með sér allt til hinstu stund-
ar. Sá fjársjóður var fyrirhyggja og
sjálfsvirðing. Sjálfsvirðingin kom
fram í nánasta umhverfi hennar og
í henni sjálfri. Heimilin hennar fáguð
og smekkleg og hún í samræmi við
þau, hvort sem hún stóð við kolaelda-
vél í lélegu húsnæði eða sat í
heiðurssæti á íslenskum búningi.
Nú þegar amma er horfin brýst
fram söknuður, en um leið streyma
fram minningar frá mismunandi æfí-
skeiðum okkar beggja. Bernsku-
minningar mínar tengjast glaðlegri
hlýlegri konu með driflivíta blúndu-
svuntu. Skartklæddri konu á íslensk-
um búningi. Konu sem breytti kofa
í höll. Konu sem færði mér og systk-
inum mínum blúndusængurver í
rauðum silkipappír á hátíðum. Konu
sem færði mér upphlut á 17. júní
fyrir 30 árum. Konu sem átti fallega
vellyktandi hluti í skúffum og sæl-
gætisdós í skáp, og ekki síst konu
sem bar velferð mína og systkina
minna fyrir bijósti.
Minningar seinni ára, eftir að ég
komst í tölu fullorðinna og amma á
efri ár, fjalla um sömu konu á öðrum
stað. Fyrirmyndarhúsmóður, ömmu
og langömmu, í mikilli þörf fyrir að
nýta sér allt það sem nútíminn hafði
upp á að bjóða. Sæl og glöð yfir
velgengni og þroska sinna nánustu,
minnug þess án biturleika að hún
skældi í koddann sinn sem barn yfir
því að fá ekki að læra. Minningin
um fullorðna konu meðvitaða um
aldur sinn og þarfir, skipulagða og
fyrirhyggjusama.
Brúandi bil hins gamla og nýja
tíma með gjöfum; útskomir askar til
þeirra sem urðu 30 ára, dúnmjúkar
værðarvoðir í vöggur yngstu fjöl-
skyldumeðlimanna, gullskreyttar
ljóðabækur, listiega hannaðir vettl-
ingar og sokkar, ásamt öðru sem
veitti hlýju bæði á líkama og sál.
Lífshlaup ömmu var ekki dans á
rósum eingöngu. Hún þurfti að taka
erfiðar og afdrifaríkar ákvarðanir
sem höfðu áhrif á hlutverk hennar í
lífinu. en þeim ákvörðunum fram-
fylgdi hún líkt og öðru sem hún tók
sér fyrir hendur sjálfri sér samkvæm.
Elliár ömmu urðu henni ánægju-
leg. Hún naut þess í ríkum mæli að
halda heimili með afa, vera húsmóð-
ir á notalegu heimili og taka þátt í
félagsstarfi með honum. Hún fékk
sína heitustu ósk uppfyllta að fá að
búa heima allt til hinstu stundar, og
naut til þess fádæma umönnunar
sonar, dætra og tengdadóttur. Fyrir
þann stuðning fannst henni hún aldr-
ei geta fullþakkað.
Að leiðarlokum, þegar ég ásamt
systkinum mínum og börnum okkar
kveðjum Önnu ömmu — langömmu,
þökkum við fyrir að hafa fengið að
vera hluti af fjársjóðnum hennar.
Við þökkum samfylgd sem einkennd-
ist af umhyggju, vináttu og virðingu
sem var henni svo eðlileg og okkur
svo mikilvæg.
„Og böm þín og frændur sem ijær em og nær,
við fógnum því öll, að þín hvíld er nú vær
frá kvöldrökkri komandi nætur.
Og hvíldu nú blessuð í bólinu því,
sem blóm koma að prýða hvert sumar á ný
og segja, að þinn blundur sé sætur.“
(Þ.E.)
Anna Soffía
í dag fer fram frá Kópavogskirkju
útför Önnu Theodórsdóttur, Digra-
nesvegi 24 hér í bæ, en hún andaðist
fyrir fremur stutta en erfiða legu í
Landspítalanum 18. febrúar. Anna
fæddist í Botni í Þorgeirsfirði, Grýtu-
bakkahreppi, S-Þingeyjarsýslu 29.
apríl 1899 og var því tæplega 88 ára
er hún lést. Foreldrar hennar voru
Theodór Friðriksson, rithöfundur frá
Flateyri á Skjálfanda, og Sigurlaug
Jónasdóttir frá Hróarsdal, Hegranesi
í Skagafirði. Theodór og Sigurlaug
eignuðust 6 börn og eru 3 þeirra á
lífí. Elísabet búsett í Reykjavík,
Kristján búsettur í Reykjavík og
Hjálmar búsettur á Húsavík.
Anna ólst upp við fátækt og þreng-
ingar eins og margra varð hlutskipti
á þessum árum. Var jarðleysi upp-
alenda venjulega undirrót þessara
kringumstæðna. Sú aldarfarslýsing
sem fram kemur í hinni ágætu bók
föður hennar „í verum“ er e.t.v. það
besta sem fest hefur verið á bók um
uppvaxtarskilyrði aldamótaæskunn-
ar. Oft þurfti móðir Önnu að dveljast
ein, sumar- og/eða vetrarlangt með
börnin ung, þar sem faðirinn þurfti
að sækja björg í bú, í áðrar sveitir
eða ver. Anna þurfti snemma að taka
til hendinni, enda var hún elst þeirra
systkina. Fyrst heima við og síðar í
kaupavinnu þegar hún hafði aldur
til. Var dugnaði hennar við bnigðið,
eins og hún átti kyn til, en móðir
hennar Sigurlaug var annálaður
dugnaðarforkur og karlmannsígildi
til allra verka. Anna giftist Zophoní-
asi Jónssyni frá Bakka í Svarfaðardal
22. nóvember 1924. Þau hófu búskap
í Vestmannaeyjum. Síðar lá leið
þeirra til Stokkseyrar og þaðan til
Eyrarbakka þar sem maður hennar
var annar af tveimur fyrstu starfs-
mönnum Vinnuheimilisins á Litla-
Hrauni.
Til Reykjavíkur fluttust hjónin
1931 og bjuggu lengst af á Óðins-
götu, allar götur til loka seinni
heimsstyijaldarinnar. Eins og áður
segir fluttu þau hjónin í upphafi
kreppuáranna til Reykjavíkur. Þau
áttu eins og svo margir aðrir á bratt-
an að sækja í efnalegu tilliti.
Hugsjónir eiginmannsins, sem var
mikill verkalýðssinni, voru af þeirri
gerð að hagur hins vinnandi manns
sat í fyrirrúmi og eigin afkoma kom
á stundum þar á eftir. Þetta leiddi
m.a. til þess að þau hjónin völdu
ekki sömu gönguleiðir á lífsbrautinni
næstu árin. En leiðir þeirra áttu eft-
ir að liggja saman síðar og héldu þau
saman heimili í Kópavogi til dauða-
dags. Zophonías Jónsson lést í
desember 1984. Þeim hjónum varð
4ra barna auðið, en þau eru: Jón
Sigtryggur, kerflsfræðingur, kvænt-
ur Heiði Gestsdóttur, búa í Kópavogi;
Sigurlaug Svanhildur, gift Gunnari
R. Magnússyni, lögg. endurskoð-
anda, búa í Kópavogi; Sesselja, gift
Ólafi Jónssyni, sjómanni, búa í Hafn-
arfirði; Kristinn Björgvin, múrari,
býr í Reykjavík. Bamabörnin eru 13
og bamabarnabörnin eru einnig 13.
Anna Theodórsdóttir var mjög
glæsileg kona allt fram á fullorðins
ár. Hún var fíngerð og snyrti-
mennska og reglusemi á öllum
sviðum var einkenni í fari hennar.
Húi) gerði sér far um að halda á
lofti þjóðlegri hefð í klæðaburði og
bar sig ákaflega vel á mannamótum,
klædd sínu fegursta skarti, og á fjöl-
skyldumótum var hún leidd til
öndvegis og sómdi sér hvarvetna
vel. Hún var mjög bamgóð og hænd-
ust börnin mikið að henni. Jafnfram
því sem hún var gjöful kona var hún
þakklát þeim sem hana glöddu með
einum eða öðrum hætti.
Nú þegar við fylgjum Önnu Theo-
dórsdóttur síðasta spölinn á hennar
vegferð er okkur sem höfðum af
henni nánust kynni, efst í huga þakk-
læti fyrir samfylgdina. Söknuðurinn
er sárastur hjá ástvinum öllum, ekki
síst hjá barnabömum, sem hún sýndi
ætíð umhyggju og lét sér svo mjög
annt um velferð þeirra. Ég færi per-
sónulega tengdamóður minni þakkir
fyrir áratuga vinsemd sem aldrei bar
skugga á.
Að lokum vitna ég til kafla úr
bréfi er Anna skrifaði, er hún missti
systur sína úr berklum á besta aldri,
en Anna átti ekki þess kost að fylgja
henni til grafar. Bréf þetta er birt í
bók föður hennar „I Verum" sem
áður er minnst á.
„Kæra systir. Þannig er sorgin.
Sárt er að kveðja þig í síðasta sinn.
En þú varst hetja á skilnaðarstund-
inni, eins og ætíð fyrr í þinni löngu
baráttu við Hvíta dauðann. Aðeins
að þú kæmir heim, það var þín síð-
asta ósk. Ég í fjarverunni hugsa um
það sem nú gerist og stend í anda
við gröf þína, systir mín, þó að ég
sé þér íjarri. Litlu bömin mín færa
þér líka hljóðar þakkir fyrir allt það
mikla og góða sem þú hefur fýrir
þau gert. Þú varst með hugann hjá
þeim, eins og móðir, og skildir allt
svo vel."
Þessi hlýju orð geta allir ástvinir
Önnu Theodórsdóttur gert að sínum.
Fari hún í friði.
Gunnar R. Magnússon
SKEIFUNNI 15, SIMI: 91-35200
'OUlAÍSW m, | f'~r- . mÆgl