Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 15
'MOR&TJTSíBLAÖÍÐ, £ÍÖáEfuÖAÍGlfóf ŒfflSŒ %87 Hð Polanski bregður á leik Mattheau bætir enn einum, skrautlegum karakternum í safnið í Sjóræningjanum, hinum mikilúðlega Rauð skipsljóra. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhúsið Sjóræningjarnir — Pirates ☆ ☆'/2 Leikstjóri Roman Polanski. Handrit Polanski og Gerard Brach. Framleiðandi Rarak Ben Ammar. Tónlist Philippe Sarde. Kvikmyndataka Witold Sobockinski. Aðaileikarar Walther Matthau, Chris Champion, Damien Thomas, Charlotte Lewis. Olu Jacobs, Roy Kinnear. Frönsk-þýsk — saudi-arabísk. 1986. Alltaf kemur Polanski á óvart, óútreiknanlegur. Maður bjóst satt að segja ekki við miklu af Pirat- es, eftir hroðalega útreið hennar í Vesturheimi, en mun jákvæðari móttökur í Evrópu glæddu þó örlítinn vonameista í btjósti. Nú, svo upphefjast ósköpin. Maður ætlaði ekki að þekkja gamalkunna húðarselinn Walther Mattheau bak við ófiýnilegt alskegg og rib- baldalegt yfirbragð, nær hungur- morða, skipreka á fleka, einhvers staðar lengst úti á ballarhafi, reynandi að stýfa í sig rasskinnina af lærisveini sínum og hægri hönd, Froski, sem hann í sultar- tremmanum sér fyrir sér sem gimilegt svínslæri! Pirates er nefnilega engin venjuleg sjóræningjamynd, heldur farsi, sem gerir svipað fyrir þetta gamalkunna myndefni og Blaz- ing Saddles fyrir vestrann. Við þurfum ekki að búast við að sjá Errol Flynn skylmast hér af fáguðum glæsileik, heldur blá- mann vinna á féndum sínum með axarkjaggi; — eða Tyrone Power snæða kvöldverð samkvæmt ýtmstu siðareglum, heldur Matt- haeu slumsa í sig rottu, þó soðinni; — eða Douglas Fairbanks svífa tígulega í hampreipum, heldur sjá skítugasta samsafn óaldarlýðs bægslast um í algjörri kaos! Já, Pirates býður uppá fjöl- mörg, óvænt, bráðskemmtileg augnablik. Mismunandi ófor- skömmuð, sem höfundar er von og vísa, en engu að síður óneita- lega hin besta skemmtun. Því er heldur ekki að neita að maður átti von á einhveiju heldur merkilegra frá jafn snjöllum mönnum og Brach og Polanski, sem vom að auki búnir að ganga með myndina í maganum í röskan áratug áður en hún varð að vem- leika. Því efnið er fjári þunnt, myndin nánast samhangandi, misfyndnar uppákomur. En það verða allir að fá að bregða sér á leik, Polanski ekki síður en aðrir. Og Mattheau karlinn er óborgan- legur. Námskeiö Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi k- Tilgangur námskeiðsins er að leiðbeina einstakl- ingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í samskiptum. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig má greina og skilja • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Áifheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í síma Sálfræði stöðvarinnar: 687075 milli kl. 10 og 12. SUMARAÆTIIIN 1987 ■ ■ . ,v* __ .*• JZT'Y' \ APRÍL 15 APRÍL 29 MAÍ 26 ! CM J 1 ÚNÍ 6 JÚNÍ 23 JÚLÍ 7 1 fÚLÍ 4 JÚLÍ 28 ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER 8 SEPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBER 20 OKTÓBER 27 Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð. Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar- innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurinn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. Páskaferð — 2 vikur 15. apríl — Verð frá kr. 27.200.- Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs- ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. FERÐA CcHÍcat MIÐSTOÐIN Tcavee AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.