Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987
FASTEIGNAMIDLUN
SÍMI 25722_
(4llnur) 't
Atvinnuhúsnæði íÁrtúnsholti
Höfum leigjanda aö 150-250 fm lúsn. í Ártúns- og/eöa Höföahverfi
fyrir matvælaiðnað. Þyrfti aö vera laust sem fyrst. Aörir staöir kæmu
einnig til greina.
Glæsibær — verslunarhúsnæði
Til leigu i verslmiöst. i Glæsibæ 120 fm verslhúsn. Húsn. er laust mjög
fljótl. Allar nánari uppl. veittar á skrifst. okkar.
Laugavegur — skrifstofuhúsnæði
Til leigu á 2. hæö viö Laugaveg '40 fm húsn. sem mætti skipta i 5
skrifstherb., eldhús og snyrtingu. Laust nú þegar. Mögul. að leigja
húsn. í tvennu lagi.
Höfum einnig til leigu ofarl. v. Laugaveg 70 fm pláss á 1. hæð. Laust
nú þegar. Næg bílast. fylgja.
Óskar Mikaelsson, löggiltur fasteignasali.
PÓSTH ÚSSTRÆTI 17
FASTEIG N ASALA
Suðurlandsbráut 10
símar: 21870-687808-687828
VÆNTANLEGIR SEUENDUR ATHUGIÐ!
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR
ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR FASTEIGNA
- VERÐMETUM SAMDÆGURS -
Einbýli
KÓPAVOGSBRAUT V. 7,2
230 fm + 30 fm bflsk.
URÐARSTÍGUR HP. V. 4,5
Ný endurn. með bflsk.
FJARÐARÁS V. 5,7
140 fm ♦ bílsk.
ÁLFHÓLSVEGUR V. 2,5
70 fm á 900 fm lóö. Laust fljótl.
KLAUSTURHVAMM V. 6,8
290 fm raóhús ásamt innb. bílsk.
Sérhæðir
LYNGBREKKA V. 4,3
5 herb. ca 125 fm neðri sérh.
Glæsileg eign.
SÓLHEIMAR V. 3,0
Góð íb. ca 100 fm á jarðhæö.
LAUGATEIGUR
Efri sórh. ásamt risíb. í góðu steinh.
Bflsk. Tilvaliö aö nýta eignina sem tvíb.
Ákv. sala. Afh. sept.
4ra herb.
HVERFISGATA V. 2,2
Hæð og ris, ca 75 fm.
KLEPPSVEGUR V. 3,2
100 fm íb. á 4. hæð.
3ja herb.
ENGIHJALLI V. 2,9
Ca 100 fm rúmg. íb. á 2. hæð.
LYNGMÓAR V. 3,7
3ja-4ra herb. íb. ca 95 fm. i
Garðabae. Bílsk.
LAUGARNESVEGURV. 2,4
3ja herb. 80 fm risíb.
AUSTURBRÚN V. 2,5
Ca 100 fm á jarðh. Laus nú þegar.
HVERFISGATA V. 1,4
65 fm ib. í timburh. Laus fljótl.
MARBAKKABRAUT V. 2,5
Sérh. 3ja herb. Míkíð endurn.
LAUGAVEGUR V. 2,1
Ca 85 fm á 3. hæð. Laus fljótl.
2ja herb.
VESTURBERG V. 2,1
65 fm fb. á 6. hæð. Mikið útsýnl.
Suð-vestursvalir. Glæsii. eign.
Makaskipti koma til greina á 3ja-
4ra herb. ib.
HRINGBRAUT V. 1,9
Nýl. ca 50 «m (b. á 2. hæð.
VÍFILSGATA V. 1,7
Samþ. 55 fm kjib.
LAUGARNESV. V. 1,9
Ca 65 fm kjíb. Mikiö endurn.
HRAUNBRÚN HF. V. 1,7
Ca 70 fm falleg íb. á jarðhæð.
VESTURBRAUT HF V. 1,4
50 fm ib. Laus fljótl.
Atvinnuhúsnaéði
NORÐURBRAUT HF. V. 9,0
Vorum að fá til sölu ca 140 fm íb. og
ca 300 fm iönhúsn við Norðurbraut Hf.
Mikiö endurn.
EYRHÖFÐI V. 15.0
Fullb. iönhúsn. 600 fm Lofhæö 7,5 m.
Innkeyrsludyr 5,4 m.
SMIÐJUVEGUR
Fokhelt iönaðar- og verslhúsn. 880 fm
hús á 3. hæöum. Mögul. á aö selja
húsiö í tvennu lagi, annars vegar 1. hæö
340 fm og hins vegar 2. og 3. hæö 540
fm (meö aökeyrslu inn á 2. hæö.) Ákv.
sala.
VERSLUNARHÚSN.V. 8,7
Nýi. 250 fm verslhúsn. í Hf. Mögul. ó
sölu í tveimur hlutum, 100 fm og 150
fm. Frábær staöur.
JÖKLAFOLD V. 3,3
170 fm parhús meö bílsk. Afh. fullb.
aö utan i júlí.
ÞVERÁS v. 3,3
160 fm raðhús + bílsk. Húsin skilast
fullb. að utan. Glæsil. eignir. Frábær
staöur.
ÁLFAHEIÐI KÓP.
2ja herb. ib. tilb. u. trév. og máln.
Afh. júnl. Ath. glœsil. penthouse
íb.
1
HVERAFOLD
2ja og 3ja herb. íb.
tilb. u. trév. og máln.
Afh. í september.
OFANLEITI
4ra herb. íb. við Ofanleiti í skiptum fyr-
ir 4ra herb. miösvæöis.
VESTURBÆR
Vantar 3ja herb. íb. í Vesturbæ í skipt-
um fyrir 5 herb. íb. í Seljahverfi meö
bflskýli.
VOGAR — SKIPTI
Erum meö góöa sárhæö ásamt bilsk. á
Víöimel. í skiptum fyrir 3ja-4ra herb. íb.
í Vogum.
VESTURBÆR
3ja herb. ib. vestan Kringlumýrarbraut-
ar óskast í skiptum fyrir 2ja herb. íb. í
Álftamýri.
Hilmar Valdimarsson s. 687225, Geir Sigurðsson s. 641657,
Vilhjálmur Roe s. 76024, Sigmundur Böðvarsson hdl.
Umferðarlög
Bílbelti - skráningarnúmer
eftír Sigurgeir Jónsson
Það mun almenn skoðun í hinum
frjálsa heimi að til þess að löggjöf
geti talist góð þurfi hún að vera í
samræmi við réttarvitund þorra
þess fólks sem við hana á að búa
eða að minnsta kosti ekki andstæð
vilja þess og skoðunum. Annað
grundvallaratriði er að fyrir hendi
sé ríkisvald sem hefur getu og vilja
til þess að beita þeim lagaákvæðum
sem sett hafa verið og að allir séu
jafnir fyrir lögunum.
Setning strangra lagareglna sem
ekki eru í samræmi við réttarvitund
þeirra sem við eiga að búa samfara
vilja- og getuleysi til þess að fram-
fylgja þeim er ekki aðeins gagns-
laus vegna þess að fyrirmælin eru
þá pappírsgagn eitt, heldur er hún
beinlínis hættuleg og verður þáttur
í þeirri afsiðun sem stunduð hefur
verið ýmist viljandi eða óviljandi á
undanförnum áratugum.
Því hef ég þennan formála að
greinarstúf þessum, að ég sé ekki
betur en að hinum hávaðasömu tals-
mönnum Stóra-Bróður í umferðar-
ráði og hluta heilbrigðiskerfisins sé
nú að takast það sem þeir hafa
með miklum bægslagangi og litlum
andsvörum verið að reyna að troða
upp á þjóðina um langan aldur, þ.e.
að refsa skuli sumum ökumönnum
og farþegum í bifreiðum fyrir að
binda sig ekki fasta við bifreiðina
með svokölluðum öryggisbeltum.
Þó að ég eigi ekki von á því að
fáein aðvörunarorð frá mér hafi
áhrif á landsfeðurna við Austurvöll
er mér svo þungt fyrir brjósti út
af því sem mér sýnist yfirvofandi í
þessu efni, að ég vil, þó ekki sé til
annars en létta á samvisku minni,
segja fáein vamaðarorð. Áður en
lengra er haldið vil ég taka skýrt
fram, að ég er mikill fylgismaður
þess, að bifreiðaeigendur séu skyld-
aðir til þess að hafa svokölluð
öryggisbelti í bifreiðum sínum. Ég
held að þau séu oft eða jafnvel oft-
ast gagnleg. Þessvegna ættu allir
að eiga þess kost að nota þau. Hins-
vegar er það enn sem korr.ið er
skoðun mikils meiri hluta íslend-
inga, að Stóri-
Bróðir eigi ekki að ráða því hvort
við reykjum, drekkum, étum feit-
meti, stundum líkamsæfingar, eða
séum lauslát svo fremi að við gæt-
um þess að gera ekki öðmm skaða.
Sama gildir um það hvort við bind-
um okkur í bílinn eða ekki. Það
snertir aðeins okkar eigin áhættu
en ekki annarra og á því að vera
Stóra-Bróður óviðkomandi. Tals-
menn refsinga segja að ríkið hafi
svo mikinn kostnað af slösuðum
mönnum eftir bílslys að það eigi
þessvegna að hafa hönd í bagga til
þess að hindra menn frá því að
valda sjálfum sé voða. Væri þá
ekki rétt hjá ríkinu að stöðva sölu
á tóbaki og áfengi svo einhverjar
varnarráðstafanir séu nefndar?
Annars vísa ég um afstöðuna til
Stóra-Bróður í leiðara, sem Haukur
Helgason ritaði í Dagblaðið mánu-
daginn 23. febrúar 1987.
Eg vil að öðm leyti drepa á nokk-
ur atriði varðandi þetta mál:
1. Er skyldunotkun svokallaðra ör-
yggisbelta í samræmi við vilja
þeirra sem við eiga að búa? Eg
leyfi mér að halda því fram að
svo sé ekki. Við kannanir í bif-
reiðum á vegum, sem gerðar
hafa verið síðan notkunin var
lögleidd hefur aðeins h'uti
manna notað beltin. Slíkar kann-
anir tel ég marktækar um þessi
mál, þ.e. hve margir hlíta gild-
andi lagaákvæðum, en ekki hvað
fólk segir í síma eða gangandi
vegfarendur á götu.
2. Em lögreglan og dómstólar
líkleg til þess að sinna þessum
málum svo að áhrif refsiákvæð-
isins verði jákvæð en ekki
neikvæð? Ég veit að það verða
mikil læti fyrst og aliur þungi
umferðarlöggæslunnar beinist
að þessari brotategund, en er
líklegt að það vari og er ömggt
að það verði vegna aukinnar lög-
gæslu en ekki á kostnað annarr-
ar löggæslu? Ég veit með
sjálfum mér, án þess að geta
sannað það fyrir lesendum svona
fyrirfram, að lætin fyrst eftir
lögfestingu refsinga verða á
kostnað annarrar löggæslu. Það
vita líka sjálfsagt flestir almenn-
ir borgarar. Gæti verið að þar
slaknaði á löggæsluþáttum, sem
hefðu meiri almenna þýðingu
fyrir öryggi landsmanna en það
hvort sumir vegfarendur væm
bundnir við ökutækin?
3. Ég, sem þessar línur rita, var
lögreglustjóri í Kópavogi í 24
ár en nú em liðin tæp 8 ár síðan
ég lét af því starfi. Ég reyndi
að hlutast til um að lögreglan
sinnti öllum þáttum umferðar-
mála, einnig þeim þáttum, sem
ekki vom taldir þýðingarmiklir
svo sem stefnumerkjagjöf og
lagningu bifreiða við ranga veg-
arbrún miðað við akstursstefnu.
Sérstök áhersla var lögð á síðar-
greinda atriðið eftir lögleiðingu
hægri umferðar 1968 (vegna
mglingshættu hjá ökumönnum
ef ekið var af stað frá vinstri
vegarbrún). Þegar frá leið
reyndist erfitt að fá lögreglu-
menn til að sinna vanrækslu á
stefnuljósagjöf og kæmr bámst
ekki þó að nóg væri um brotin.
Þegar ég ferðast um götu þá sem
ég á heima við kemur það sjaldan
fyrir að engri bifreið sé lagt rang-
lega og stundum er önnur hvor
bifreið í rangstöðu (miðað við akst-
ursstefnu). Eg hef oft fylgst með
lögreglubifreiðum sem ekið er um
þessa götu við þessar aðstæður án
þess að lögreglan hafí sinnt þessu.
Ármúli
Iðnaðar-, lager- og skrifstofuhúsnæði við Ármúla til
sölu. Húsnæðið er rúmlega 600 fm á tveimur hæðum
og selst í einu eða tvennu lagi. Aðkeyrsludyr á lager
og stigi milli hæða. Laust nú þegar.
12*62-20-33
/JN FASTEIGNASALAN
Ofjárfestinghf.
Tryggvtgötu 29-101 Rvfc.-S: 62-20-33
Logfr«ðing»r: Pétur Þóf Sigur6»»on hdl..
Jónína Bjartmarz hdl.
Einbýlishús í Hafnarfirði
Nýkomið til sölu fallegt einnar hæðar 170 fm einbhús
við Brekkuhvámm. 2 saml. stofur, skáli, 4 svefnherb.,
eldh., þvottah., bað og geymsluherb., allt á sömu hæð.
Bílsk. Skipti á 4ra-5 herb. íb. í Hafnarfirði eða Garðabæ
koma til greina.
Árni Gunnlaugsson, hrl.
Austurgötu 10, sími 50764.
Sérhæð
4ra-5 herb. íbúð vestan Elliðaáa óskast
Við leitum að 4ra-5 herb. íbúð eða sérhæð helst meö bílskúr
fyrir mjög fjársterkan kaupanda.
í boði er jafnvel útborgun á kaupverði á einu ári eða skemmri tíma.
Upplýsingar gefur Þorlákur Einarsson.
* ® n ® Aðalsteinn Pótursson
FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 Bergur Guönason hdl.
(Bæ/arieiðahúsinu) Simi:681066 Þorlá kur Einarsson
Alþjóðleg-
ur bænadag-
ur kvenna
Á ÞESSU ári eru liðin 100 ár frá
því að kona ein í öldungakirkjunni
í Bandarílgunum gekkst fyrir
bænadegi til þess að biðja fyrir
innflytjendum, sem margir áttu í
sárri neyð. Þessi dagur var haldinn
árlega og margar kirkjur slógust
i hópinn. Upp úr 1890 boðuðu kon-
ur til bænadags fyrir kristniboðið
og fram til 1919 voru haldnir þess-
ir tveir bænadagar. Þá var starfið
sameinað í alþjóðlegan bænadag
kvenna, og ákveðið að fyrsti föstu-
dagur í mars yrði bænadagur
kvcnna um allan heim.
Hingað til lands barst hreyfíngin
frá Noregi, en þar hefur forystan
lengi verið hjá kvennadeild á vegum
norska kristniboðsins. Hér á landi eru
það konur úr níu söfnuðum og félög-
um, sem hafa tekið sig saman um
að sjá um bænadaginn hvetju sinni,
en samkomur eru haldnar víðs vegar
um landið þennan dag.
f Reykjavík verður samkoman í
Frikirkjunni föstudaginn 6. mars kl.
20.30, og eru karlar velkomnir jafnt
sem konur. Dagskrá er sú sama um
allan heim, en nú eru meira en 170
þjóðir þátttakendur í Alþjóðlegum
bænadegi kvenna.
(Fréttatilkynning)