Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 IBM-SKÁKMÓTIÐ 8. og 9. umferð voru tefldar um helgina: Jóhann hélt uppi merki Islendinga JÓHANN Hjartarson varð fyrst- ur til þess að leggja Englending- inn unga, Nigel Short, að velli á IBM-skákmótinu, sem haldið er á Hótel Loftleiðum þessa dagana. Sex fyrstu skákirnar vann Short, í 7. umferð gerði hann jafntefli og það var ekki fyrr en í 8. umferðinni, sem tefld var á laug- ardag, að Short varð að láta í minni pokann, er hann tapaði fyrir Jóhanni. Þrátt fyrir tapið hafði Short vinningsforskot á næstu menn eftir 9. umferðina, var með 7 vinninga. Attunda umferðin Jóhann stýrði svörtu mönnunum gegn Short og tefldu þeir spánska leikinn. Englendingurinn kom sér upp vænlegri stöðu, en gaf Jóhanni færi á kóngssókn, sem sá síðar- nefndi var ekki seinn að nýta sér og um það bil sem tímamörkunum var náð, sá Englendingurinn sér þann kost vænstan að leggja niður vopnin. Þar með var fyrsta tap Englendingsins á mótinu staðreynd. Afrek hjá Jóhanni, en hann hefur aðeins unnið eina aðra skák á mót- inu til þessa og það ekki gegn minni manni en sjálfum Kortsnoj. Sikileyjarvöm varð upp á ten- ingnum í skák Timmans og Port- isch. Timman, sem var með hvítt, tefldi hvasst og uppskar í samræmi við þegar Portisch kaus að gefast upp í 39. leik. Agdestein beitti hol- lenskri vöm gegn Kortsnoj. Hann ákvað að tefla til vinnings, þótt hann ætti kost á að þráleika og tapaði skákinni um síðir. Tal beitti Caro-Kan-vöm gegn Jóni L. Árna- syni og bauð jafntefli eftir aðeins 11 leiki, sem Jón L. þáði. Jafntefli varð einnig niðurstaðan í skák Helga Ólafssonar og Ljubojevic. Tefld var gamalindversk-vörn og samið jafntefli eftir 24 leiki. Mar- geir mátti lúta í lægra haldi fyrir Polugaevsky, sem beitti drottning- arindverskri-vöm. Þar með tapaði Margeir sinni sjöttu skák, en hann hefur verið óþekkjanlegur til þessa. Níunda umferðin Skákmennirnir hafa sennilega viljað safna kröftum fyrir enda- sprettinn, því níunda umferðin, sem tefld var á sunnudag, var með dauf- legasta móti. Fjórum skákum lyktaði með jafntefli og aðeins tvær unnust, sem hefur verið sjaldgæft til þessa. Norðmaðurinn Agdestein fór létt með að vinna Jón L. Áma- son og þegar Jón gafst upp stóð ekki steinn yfir steini hjá honum. Hin skákin sem vannst var skák Tals gegn Margeiri. Margeir átti kost á að halda jafntefli undir lok setunnar þegar einungis kóngar og peð voru eftir á borðinu, en missté sig í tímahraki og varð að gefa skákina. Jóhann hafði hvítt gegn Timman og beitti sá síðarnefndi Sikileyjarvörn. Jóhann fómaði biskupaparinu til þess að ná þrá- skák og jafnteflið var samið. Short komst í hann krappann gegn Pol- ugaevsky, en tókst að bjarga sér fyrir horn og ná jafntefli. Hann hefur mikið lækkað flugið, því í þremur síðustu umferðunum hefur hann tapað einni skák og gert tvö jafntefli. Portisch og Helgi sömdu jafntefli eftir 32 leiki og það þótti gott hjá Kortsnoj að halda jafntefli gegn Ljubojevic, sem þjarmaði lengi að honum, áður en jafnteflið var samið eftir 48 leiki. HJ Fórnaði biskupapar- inu til að ná þráskák SKÁK Bragi Kristjánsson Jóhann Hjartarson hafði hvítt gegn Jan Timman í níundu umferð IBM-skákmótsins á Hótel Loftleið- um. í byrjun kom upp staða, sem þekkt er úr frægri vinningsskák landa Timmans, van der Wiel, gegn Polugaevsky á millisvæðamótinu í Biel 1985. Hollendingurinn var greinilega öllum hnútum kunnugui og jafnaði taflið fljótlega. Jóhann tók þann kost, að fóma báðum bisk- upum sínum og þvinga fram jafn- tefli með þráskák, þegar Timman var að ná undirtökunum. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Jan Timman Sikileyjar-vörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - d6, 6. Be2 - Be7, 7. 0-0 - 0-0, 8. f4 - Rc6, 9. Khl - a6, 10. Bf3 - Algengt framhald í þessari stöðu er 10. a4 — Dc7, 11. Be3 — He8, 12. Bf3 - Hb8, 13. Dd2 - Bd7, 14. Rb3 — b6 með tvíeggjaðri stöðu. 10. — Dc7, 11. Rxc6 — bxc6, 12. Ra4 — a5 í skákinni van der Wiel-Poluga- evsky, Biel 1985, náði hvítur betra tafli eftir 12. — Bb7, 13. c4 — c5, 14. Rc3 - Rd7, 15. Be3 - Bc6?“ (15. — Rb8 ásamt — Rc6), 16. Dc2 - Bf6, 17. Hadl - Hfd8, 18. Hd3 - Bxc3, 19. Hxc3 - Rf6, 20. Bf2 o.s.frv. 13. c4 — Ba6, 14. b3 — d5, 15. e5 - Rd7, 16. Dc2 - Rc5, 17. Rxc5 - Bxc5, 18. Hfdl - Db6 Timman losar óþægilega leppun biskupsins á c5 eftir 19. cxd5 — cxd5 o.s.frv. 19. Bd2 - Hfd8, 20. f5 - dxc4 Ekki 20. — exf5, 21. Bg5 ásamt 22. cxd5 og hvítur stendur vel. 21. fxe6 - fxe6, 22. Be4 - h6 Timman hótar óþægilega 23. — Hd4 svo að Jóhann þvingar fram jafntefli. 23. Bxh6 — gxh6, 24. Bxc6 — Hxdl+, 25. Hxdl - Dxc6, 26. Dg6+ — Kh8, 27. Dxh6+ og kepp- endur sömdu um jafntefli. Timman getur ekki leikið 27. — Kg8, 28. Dg6+ - Kf8?, 29. Hfl+ - Ke7, 30. Hf7+ — Kd8, 31. Dg5+! ásamt 32. Dg8+ og mátar. Margeir heillum horfinn Margeir Pétursson er algjörlega heillum horfinn í þessu móti. Hann fékk erfiða stöðu í byijun gegn Polugaevsky í níundu umferð. Hann virtist vera að bjarga sér, þegar eftirfarandi staða kom upp: Hvítt: Margeir Svart: Polugaevsky 33. Kg2 - Margeir getur því miður ekki leikið 33. Hdl vegna 33. — De6!, 34. Dxe6 - Hxdl+, 35. Kg2 - fxe6 og svartur vinnur létt. 33. - Df3+, 34. Kh3 - Hgl! og Margeir gafst upp, því kóngur hans kemst ekki aftur inn úr kuld- anum, t.d. 35. Dd5 — f5 og - Dg4 mát er óverjandi. í tíundu umferð varðist Margeir vel í mjög erfiðri stöðu gegn Tal, en lék skákinni niður í tap í síðasta leik fyrir bið. Hvítt: Tal Svart: Margeir Margeir var að falla á tíma og lék í flýti 45. — a5?, en eftir 45. — c4, 46. h5 (eftir 46. Kd4 - Kf5, 47. Kxc4 — Kg4, 48. Kc5 — Kxh5, 49. Kb6 - Kxg5, 50. Kxa6 - h5, 51. Kb6 — h4 og svartur vinnur!) 46.- c3, 47. Kd3 - Kf5, 48. g6 - hxg6, 49. hxg6 — Kxg6, 50. Kc4 - Kf6, 51. Kc5 - Ke6, 52. Kb6 - Kd6, 53. Kxa6 - Kc7, 54. a5 - (54. Ka7 — Kc7 og hvíti kóngurinn stendur fyrir peðinu, svo að það kemst ekki upp íborð) 54. — Kb8 og svarti kóngurinn kemst í homið og kemur i veg fyrir að hvíta peðið komist upp í borð. 46. h5 og Margeir gafst upp, því hann tapar eftir 46. — c4, 47. Kd4 - Kf5, 48. Kxc4 - Kxg5, 49. Kb5 — Kxh5, 50. Kxa5 — Kg5, 51. Kb6 — h5, 42. a5 og hvíta peðið verður á undan því svarta upp í borð og verður að drottningu. Agdestein hefur tak á landanum Jón L. Ámason gerði stutt jafn- tefli við Tal á laugardag, en á sunnudaginn tapaði hann illa fyrir Agdestein. það er umhugsunarefni, hve illa okkar mönnum gengur við Norðmanninn unga. Simen hefur nú 2'h vinning úr þrem skákum, en hann á eftir að tefla við Mar- geir, þegar þetta er ritað. í skákinni á sunnudaginn gerði Jón L. sig sekan um slæma yfirsjón í byijun. Hann fórnaði þá skipta- mun og fékk gagnfæri, sem hann nýtti sér ekki. Ein skýringin á slakri taflmennsku Jóns í þessari skák kann að vera sú, að erfitt er að rífa sig upp og tefla til vinnings, þegar á undan em komin fjögur jafntefli í röð, sérstaklega, þegar það síðasta er aðeins 11 leikir. Hvítt: Agdestein Svart: Jón L. Framhaldið varð 15. g4!? — h6? Slæmur leikur, sem gerir hvítum fært að grafa undan peðinu á e6 og vinna það. 16. g5 — hxg5, 17. fxg5 — Re8, 18. g6 — Re5 Ekki gengur 18. — fxg6, 19. Rxe6 - Hxfl+, 20. Hxfl - Db8, 21. Rd5 - Bxd5, 22. exd5 með yfirburðastöðu fyrir hvítan. 19. gxf7+ — Hxf7, 20. Rxe6 — Dd7, 21. Hxf7 - Dxe6! Jón bregst hraustlega við. Eftir 21. - Kxf7, 22. Rg5+ - Bxg5, 23. Bxg5 - Rxc4, 24. Hfl+ - Kg8 (24. - Kg6, 25. e5+ - Kxg5, 26. Dcl+ - Kg6, 27. Bd3+ - Kh5, 28. Hf5+ og vinnur) 25. Bh5 og svartur á mjög erfítt um vik. 22. Hf2 - Rxc4, 23. Db3 - b5, 24. Hg2 - Rf6? Nú hefði 24. — De5 ásamt 25. — Bf6 gefið svörtum gott spil. 25. Bd4 - Bf8? Tapar leik og eftir það hrynur svarta staðan. Jón hefði getað flækt taflið með 25. — d5!? með óljósum möguleikum. 26. Hfl - Be7, 27. a4 - Kh8, 28. axb5 — axb5, 29. Bxf6 — Bxf6,30. Bg4 - Df7,31. Rxb5 - Eða 31. Bxc8 — Bd4+ o.s.frv. 31. - He8, 32. Dh3+ - Kg8, 33. Bf5 - g5 Agdestein er kominn í mikla sókn. Lokin þarfnast ekki skýringa. 34. Dh6 - Hf8, 35. Bh7+! - Dxh7, 36. Hxg5+ - Dg7, 37. Hxf6 og Jón gafst upp, því hann verð- ur mát. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.