Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987
Reuter
Howard Baker ræðir við fréttamenn, skömmu eftir að tilkynnt
var, að hann hefði verið skipaður starfsmannastjóri Hvíta hússins
í stað Donalds Regan.
Rcuter
Baker kveður dóttur sína, Sissy, á flugvellinum í Miami í Flórida
á sunnudag, áður en hann hélt til Washington til að taka við
embætti starfsmannastjóra í Hvita húsinu.
Virtur jafnt af andstæðing-
um sem samherjum
Washington, Reuter, AP.
HOWARD Baker, sem nú hefur verið skipaður starfsamanna-
stjóri Hvíta hússins, nýtur mikils trausts og virðingar jafnt á
meðal demókrata sem repúblikana, enda hefur hann orð á sér
fyrir heiðarleika og hreinskilni. Hann er í hópi þeirra manna,
sem hvað líkegastir hafa þótt sem frambjóðendur Repúblikana-
flokksins í forsetakosningunum 1988.
Með skipun Bakers í stöðu
starfsmannastjórans nú má hins
vegar telja útilokað, að af því
geti orðið. Á fundi með frétta-
mönnum á föstudag sagði Baker
líka, að hann hefði tekið við hinu
nýja starfí sér vel meðvitandi um,
„að það mun útiloka mig sem
frambjóðanda í forsetakosningun-
um 1988. Það verður ekki hægt
að gera hvoru tveggja."
Baker var kjörinn öldunga-
deildarmaður 1966 fyrir heimaríki
sitt, Tennessee. Hann vakti fyrst
á sér þjóðarathygli sem meðlimur
þeirrar nefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings, er rannsakaði
Watergatehneykslið, en það leiddi
sem kunnugt er til afsagnar Rich-
ards Nixons úr forsetaembætti
1974. Þar þótti afstaða Bakers
einkennast af hlutleysi og ein-
lægni. Á meðan aðrir nefndar-
menn kepptust um að fá fram
staðreyndir málsins, reyndi Baker
jafnframt að fá skýringu á því,
„hvemig þetta gat gerzt.“
Frammistaða Bakers í Water-
gatemálinu var slík, að hann varð
af þeim sökum þjóðkunnur maður
í Bandaríkjunum. Skoðanakönn-
un, sem fram fór sumarið 1973,
leiddi í ljós, að 57% fannst hann
hafa staðið sig vel en aðeins 13%
sæmilega eða illa. Sá orðrómur
komst á kreik, að hann hygðist
keppa um útnefningu sem fram-
bjóðandi Repúblikanaflokksins í
forsetakosningunum 1976.
í annarri skoðanakönnun, sem
Louis Harris-stofnunin lét gera
um sama leyti, var Baker borinn
saman við Edward Kennedy, sem
þá þótti líklegur forsetaframbjóð-
andi demókrata. Niðurstöður þar
voru þær, að Baker naut stuðn-
ings 74% repúblikana og 51%
óflokksbundinna kjósenda og
hafði jafnframt örlítið forskot
fram yfir Kennedy eða 45% á
móti 44%.
Baker hugðist keppa við Reag-
an um útnefningu sem forseta-
frambjóðandi Repúblikanaflokks-
ins 1980, en ákvað síðan að víkja
fyrir honum, enda er talið, að
Baker hafí ekki átt nokkra von
um að hljóta þá útnefningu í
reynd.
Baker, sem er nú 61 árs að
aldri, þykir hófsamur stjómmála-
maður, sem hefur staðið í hörðu
gagnvart öfgasinnuðum hægri
öflum innan republikanaflokksins.
Hann hefur um margra ára skeið
verið í röð fremstu forystumanna
flokks síns á Bandaríkjaþingi og
náð því að verða einn virtasti
stjómmálamaðurinn í Washing-
ton. Þannig var hann leiðtogi
repúblikana í öldungadeild Banda-
ríkjaþings 1977-1985, er hann lét
af því embætti til þess að vinna
að framboði sínu í næstu forseta-
kosningum.
Því má telja víst, að skipun
hans í stöðu starfsmannastjóra
Hvita hússins nú verði til þess að
bæta strax samskiptin milli for-
setans og Bandaríkjaþings, sem
höfðu versnað vemlega í tíð Don-
ald Regans sem starfsmanna-
stjóra.
„Howard Baker nýtur mikils
stuðnings meðal þingmanna,"
sagði Bob Dole, formaður þing-
flokks repúblikana í öldungadeild
Bandaríkjaþings, er hann frétti
um skipun Bakers. „Hann þekkir
vinnubrögð í þinginu og hefur
starfað mikið með þingmönnum
úr báðum flokkum. Hann þekkir
einnig störf Hvíta hússins, vegna
þess að sem leiðtogi meiri hlutans
í öldungadeildinni, þá hefur hann
átt mikil samskipti við forsetann
og hans rnenn."
„Howard Baker hefði ekki
hugsað sig um tvisvar í vopnasölu-
málinu. Hann hefði umsvifalaust
smum
lagzt gegn vopnasölu til írans,“
sagði Edward Kennedy öldungar-
deildarþingmaður. Með þessum
ummælum hnýtti Kennedy í Don-
ald Regan, fráfarandi starfs-
mannastjóra, sem Tower-nefndin
hefur kennt um þann glundroða,
sem skapaðist í Hvíta húsinu
vegna vopnasölumálsins.
Robert Michel, leiðtogi repu-
blikana í fulltrúadeildinni, sagði
um Baker, að hann hefði til að
bera „dýpri skilningi bæði á inn-
anlands- og utanríkismálum, en
flestir aðrir.“
Howard Baker er fæddur 15.
nóvember 1925 í Huntsville, smá-
borg í Tennessee. Hann er af
stjómmálamönnum kominn í báð-
ar ættir. Faðir hans, sem var
lögmaður, var t. d. sex sinnum
kjörinn þingmaður í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings.
Baker gegndi herþjónustu í
Kyrrahafsflota Bandaríkjamanna
í síðari heimsstyijöldinni, en sneri
sér síðan að laganámi og lauk
prófí í þeirri grein frá háskólanum
í Tennessee. Helztu áhugamál
hans í frístundum eru tennis og
golf. Þá er hann mjög snjall og
áhugasamur ljósmyndari og hefur
gefíð út safn af eigin ljósmyndum.
Eiginkona hans, Joy, er dóttir
Everetts Dirksen, fyrrum öld-
ungadeildarþingsmanns í Illinoi
og eiga þau tvö böm.
Bandaríkin:
Gates verður
ekki yfir-
maður CIA
Washington, AP, Reuter.
HOWARD BAKER, fyrrum öld-
ungadeildarþingmaður, tók til
starfa í gær sem starfsmanna-
stjóri Hvíta hússins. I gærkvöldi
tilkynnti Baker að Ronald Reag-
an Bandaríkjaforseti hefði
afturkallað útnefningu Robert
M. Gates til embættis yfirmanns
bandarisku leyniþjónustunnar,
CIA.
Reagan hafði útnefnt Gates sem
eftirmann Williams Casey, sem
neyddist til að láta af störfum sök-
um heilsubrests. Fyrsta embættis-
verk Howards Baker var að
tilkynna að forsetinn hefði fallið frá
þeirri ákvörðun að ósk Gates sjálfs.
Gates sendi forsetanum bréf í gær
þar sem hann baðst undan að vera
skipaður þar eð bandarískir þing-
menn væm því andsnúnir. Fullyrt
hefur verið að Gates hafi átt þátt
í að móta leynilega áætlun um innr-
ás Bandaríkjamanna og Egypta í
Líbýu árið 1985. Þá hafa þingmenn
og sagt að enn sé ekki ljóst hvort
hann kom nálægt vopnasölu stjórn-
arinnar til Irans.
Gengi
gjaldmiðla
London. AP.
GENGI dollarans var nokkuð á
reiki í gær en þegar dagur var
að kvöldi kominn hafði lítil breyt-
ing orðið á því gagnvart helstu
gjaldmiðlum.
í London fengust 1,5558 dollarar
fyrir pundið en 1,5455 á föstudag.
Samsvarandi tölur fyrir jenið voru
153,42 fyrir dollarann en 153,25 á
föstudag. Gagnvart öðrum gjald-
miðlum var staðan þessi:
1,8290 v-þýsk mörk (1,8280).
1,5380 sv. frankar (1,5375).
6,0885 fr. frankar (6,0875).
2,0650 holl. gyll. (2,0655).
1.300,25 ít. lír. (1.325,00).
1,3310 kan. doll. (1,3325).
Fyrir gullúnsuna fengust í gær-
kvöld 404,00 dollarar en 405,25 á
föstudag.
Slys í skíðalyftu í Frakklandi:
Fimm létust þeg-
ar kapall losnaði
Tarbes, Frakklandi, Reuter.
FIMM skíðamenn hröpuðu til bana þegar ný skíðalyfta
í fjallabænum Tarbes í Frakklandi eyðilagðist og rúm-
lega áttatíu slösuðust.
Lögregla og björgunarsveitir
sögðu að 30 manns hefðu slasast
alvarlega.
Um hundrað skíðamenn voru í
sætum sínum í lyftunni í fjalla-
bænum Luz-Ardiden í Pýrenea-
fjöllum þegar slysið átti sér stað.
Næstum allir stólamir í skíðalyf-
tunni hröpuðu til jarðar en nokkrir
skíðamenn héngu í sætum sínum
efst í brekkunni, sem lyftan stend-
ur í, þar til björgunarmenn komu
þeim til bjargar í þyrlum.
Slysið gerðist í blíðskaparveðri
sídegis á sunnudag og var fjöldi
fólks á skíðum. Nokkur vitni
sögðu að kapallinn hefði skroppið
úr festingum efst í skíðabrekk-
unni, en önnur sögðu að hjól hefði
losnað og þá hefði ekkert verið
til að halda vímum uppi.
Sagt var að slysið hefði haft
svo alvarlegar afleiðingar, sem
raun ber vitni, vegna þess að lítið
hefur snjóað undanfama viku.
Fólkið hefði hrapað niður á bera
klöpp.
Lyftan var fyrst tekin í notkun
fyrir þremur vikum og hófst rann-
sókn á slysinu í gær.
Reuter
Björgunarmenn bera á brott fólk, sem slasaðist þegar kapall í skíðalyftu losnaði i ferðamanna
bænum Luz Ardiden í Frakklandi.