Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 5 Samkomulag ríkis og bænda um frestun á hluta af hækkun launaliðar verðlagsgrundvallar; Fáum alla hækkunina eftir hálfan mánuð - segir formaður Stéttarsambands bænda STÉTTARSAMBAND bænda gerði formlegt samkomulag við ríkis- stjórnina um helgina um að fresta um 2 vikur hluta af hækkun launaliðar verðlagsgrundvallar sauðfjár- og nautgripaafurða. Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda túlkar þetta sam- komulag á þann veg að bændur liðnum en neytendum verði ekki umfram almenna verðlagsþróun. Ingi sagði að í samkomulaginu, sem hann undirritaði fyrir Stéttar- sambandið og Jón Helgason land- búnaðarráðherra fyrir ríkisstjórn- ina, væri ákveðið að fresta um hálfán mánuð 12% af þeirri 22% hækkun launaliðar verðlagsgrund- vallarins sem samkomulag hafði orðið um í sexmannanefnd, en 10% tekin inn nú. Þá felur samkomulag- ið í sér að þessi tími verður notaður til að kanna sérstakar ráðstafanir til að ná fram áhrifum jólaföstu- samninganna á- kjör bænda, í samræmi við ákvæði búvörulag- anna og að leitast verði við að hækkun búvaranna til neytenda rýmist innan almennrar verðlags- þróunar í landinu. Ingi sagði að samkomulag hefði náðst í sexmannanefnd um 22% hækkun launaliðarins, að tillögu fulltrúa bænda. Við útreikninga sína hefðu bændur reiknað launalið- inn samkvæmt hinum nýju lág- markslaunum iðnaðarmanna og verkamanna í sömu hlutföllum og áður, auk 2% hækkunar frá 1. mars, og þetta hefði orðið útkoman. Hann sagði að viðræður við ríkis- stjórnina yrðu að skera úr um hvernig bændur fengju þessa hækk- un án þess að það kæmi fram í fái sína hækkun að þcssum tíma íþyngt með hækkun búvöruverðs hækkuðu búvöruverði til neytenda. „Ég tel þetta viðunandi niður- stöðu miðað við aðstæður. Bændur munu fá kjör sín lagfærð, án þess að það brjóti niður verðlagsstefnu stjórnvalda. Ég tel það í sjálfu sér mikils virði fyrir bændur,“ sagði Ingi. Um mótmæli sem komið hafa fram frá bændum, sagði Ingi: „Það er eðlilegt að bændur séu vel á verði í kjaramálum sínum, þannig að ekki verði gefið eftir af réttmæt- um kröfum. Þessar kröfur mega þó ekki verða til þess að draga úr sölu á búvörum, þannig að tekjubót- in skili sér til bóndans." Þrátt fyrir að launaliður verð- lagsgrundvallar hækkaði um 10%, hækkaði verðlagsgrundvöllur naut- gripaafurða aðeins um 4,4% og sauðfjárafurða um 5,6%. Grundvöll- urinn hækkaði minna en launin vegna þess að sumir liðir hans hækkuðu minna og sumir lækkuðu. Til dæmis lækkaði kjarnfóðurliður- inn um 5-6%. Vinnslu- og heildsölu- kostnaður tók svipuðum breyting- um og verðlagsgi-undvöllurinn. Smásöluverð búvara hækkar heldur meira en grundvöllurinn vegna þess að niðurgreiðslur eru hafðar óbreyttar að krónutölu. Blönduós: Mikið um dýrðir við komu Nökkva HÁTÍÐARBRAGUR var yfir Blönduósi á sunnudaginn er hinn nýi togari Nökkvi HU 15 kom til heimahafnar i fyrsta skipti. Nær allir bæjarbúar voru á bryggjunni til þess að fagna fyrsta togaranum, sem Blöndósingar eignast, og fjöl- margir komu úr nágranna- byggðalögum og víðar að til að samfagna þeim. Ræður voru fluttar og slegið upp veizlu og allir sem vildu fengu að fara í stutta siglingu með skipinu. Veður var hið bezta og jók það hátíðarstemning- una. f Nýjabæ færðu allt sem þarf til að láta sprengjuna heppnast fullkomlega: Indælis saltkjöt á aðeins kr. 330.- kílóið og rófur á aðeins kr. 45.- kflóið ásamt öllu öðru sem til þarf á lágu verði. En svo er annar möguleiki: Kokkarnir í Nýjabæ hafa matreitt saltkjöt og baunir eftir kúnstarinnar reglum, þannig að þú getur keypt þér ríflegan skammt af tilbúnu sprengiefni á aðeins kr. 186,- Verði þér að góðu og ríflega það. Opið til kl. sjö. VÖRUHÚS/Ð E/Ð/STORG/ mi YVER Hættulega gott Sprengieftii!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.