Morgunblaðið - 03.03.1987, Page 5

Morgunblaðið - 03.03.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 5 Samkomulag ríkis og bænda um frestun á hluta af hækkun launaliðar verðlagsgrundvallar; Fáum alla hækkunina eftir hálfan mánuð - segir formaður Stéttarsambands bænda STÉTTARSAMBAND bænda gerði formlegt samkomulag við ríkis- stjórnina um helgina um að fresta um 2 vikur hluta af hækkun launaliðar verðlagsgrundvallar sauðfjár- og nautgripaafurða. Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda túlkar þetta sam- komulag á þann veg að bændur liðnum en neytendum verði ekki umfram almenna verðlagsþróun. Ingi sagði að í samkomulaginu, sem hann undirritaði fyrir Stéttar- sambandið og Jón Helgason land- búnaðarráðherra fyrir ríkisstjórn- ina, væri ákveðið að fresta um hálfán mánuð 12% af þeirri 22% hækkun launaliðar verðlagsgrund- vallarins sem samkomulag hafði orðið um í sexmannanefnd, en 10% tekin inn nú. Þá felur samkomulag- ið í sér að þessi tími verður notaður til að kanna sérstakar ráðstafanir til að ná fram áhrifum jólaföstu- samninganna á- kjör bænda, í samræmi við ákvæði búvörulag- anna og að leitast verði við að hækkun búvaranna til neytenda rýmist innan almennrar verðlags- þróunar í landinu. Ingi sagði að samkomulag hefði náðst í sexmannanefnd um 22% hækkun launaliðarins, að tillögu fulltrúa bænda. Við útreikninga sína hefðu bændur reiknað launalið- inn samkvæmt hinum nýju lág- markslaunum iðnaðarmanna og verkamanna í sömu hlutföllum og áður, auk 2% hækkunar frá 1. mars, og þetta hefði orðið útkoman. Hann sagði að viðræður við ríkis- stjórnina yrðu að skera úr um hvernig bændur fengju þessa hækk- un án þess að það kæmi fram í fái sína hækkun að þcssum tíma íþyngt með hækkun búvöruverðs hækkuðu búvöruverði til neytenda. „Ég tel þetta viðunandi niður- stöðu miðað við aðstæður. Bændur munu fá kjör sín lagfærð, án þess að það brjóti niður verðlagsstefnu stjórnvalda. Ég tel það í sjálfu sér mikils virði fyrir bændur,“ sagði Ingi. Um mótmæli sem komið hafa fram frá bændum, sagði Ingi: „Það er eðlilegt að bændur séu vel á verði í kjaramálum sínum, þannig að ekki verði gefið eftir af réttmæt- um kröfum. Þessar kröfur mega þó ekki verða til þess að draga úr sölu á búvörum, þannig að tekjubót- in skili sér til bóndans." Þrátt fyrir að launaliður verð- lagsgrundvallar hækkaði um 10%, hækkaði verðlagsgrundvöllur naut- gripaafurða aðeins um 4,4% og sauðfjárafurða um 5,6%. Grundvöll- urinn hækkaði minna en launin vegna þess að sumir liðir hans hækkuðu minna og sumir lækkuðu. Til dæmis lækkaði kjarnfóðurliður- inn um 5-6%. Vinnslu- og heildsölu- kostnaður tók svipuðum breyting- um og verðlagsgi-undvöllurinn. Smásöluverð búvara hækkar heldur meira en grundvöllurinn vegna þess að niðurgreiðslur eru hafðar óbreyttar að krónutölu. Blönduós: Mikið um dýrðir við komu Nökkva HÁTÍÐARBRAGUR var yfir Blönduósi á sunnudaginn er hinn nýi togari Nökkvi HU 15 kom til heimahafnar i fyrsta skipti. Nær allir bæjarbúar voru á bryggjunni til þess að fagna fyrsta togaranum, sem Blöndósingar eignast, og fjöl- margir komu úr nágranna- byggðalögum og víðar að til að samfagna þeim. Ræður voru fluttar og slegið upp veizlu og allir sem vildu fengu að fara í stutta siglingu með skipinu. Veður var hið bezta og jók það hátíðarstemning- una. f Nýjabæ færðu allt sem þarf til að láta sprengjuna heppnast fullkomlega: Indælis saltkjöt á aðeins kr. 330.- kílóið og rófur á aðeins kr. 45.- kflóið ásamt öllu öðru sem til þarf á lágu verði. En svo er annar möguleiki: Kokkarnir í Nýjabæ hafa matreitt saltkjöt og baunir eftir kúnstarinnar reglum, þannig að þú getur keypt þér ríflegan skammt af tilbúnu sprengiefni á aðeins kr. 186,- Verði þér að góðu og ríflega það. Opið til kl. sjö. VÖRUHÚS/Ð E/Ð/STORG/ mi YVER Hættulega gott Sprengieftii!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.