Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Ágæti stjömuspekingur.
Mig langar að vita hvað
stjömumar segja um per-
sónu f. 24. 1. ’61 kl. 3.30
um nótt í Ámessýslu og
aðra f. 3. 2. ’58 (óviss tími).
Með fyrirfram þökk. Vatns-
berar."
Svar:
Þú hefur Sól og Merkúr í
Vatnsbera, Tungl í Nauti,
Venus í Fiskum, Mars í
Krabba, Sporðdreka Rísandi
og Meyju á Miðhimni. Hinn
Vatnsberinn hefur Sól og
Venus í Vatnsbera, Tungl í
Krabba (fyrir kl. 9 um morg-
un) eða Ljóni (eftir kl. 9),
Merkúr í Steingeit og Mars
í Bogmanni.
Vatnsberinn
Um ykkur bæði má segja
að í grunnatriðum séuð þið
föst fyrir, yfirveguð og sjálf-
stæð. Þið vilið leysa mál
ykkar í gegnum skynsemi
og láta hugsun ráða.
Róleg
Tungl í Nauti í korti þínu
táknar að þú ert tilfinninga-
lega róleg og jafnlynd. Þú
þarft öryggi í daglegu lífi,
vilt eiga gott heimili og vera
í snertingu við jörðina.
Skilningsrík
Venus í Fiskum táknar að
þú átt auðvelt með að um-
gangast fólk, ert næm,
móttækileg og jafnframt
skilningsrík og fordómalítil.
Þú ert þægileg í daglegri
umgengni.
Hjálpsöm
Mars í Krabba táknar að þú
ert frekar sveiflukennd í
framkvæmdaorku þinni, ert
misjöfn og kraftur þinn háð-
ur tilfinningalegri líðan
hveiju sinni. Þú vorkennir
fóiki og ert hjálpsöm.
Varkár
Sporðdreki rísandi táknar
að þú ert frekar hlédræg og
varkár í framkomu og dul á
sjálfa þig.
Föst fyrir
í heild gefur kortið þá
vísbendingu að þú sért föst
fyrir og stöðug. Þú þarft að
varast að vera of þijósk og
staðna. Þið getur einnig
skort léttleika og lífsgleði.
Þú mættir vera áhugasam-
ari og meira gerandi í lífi
þínu.
Óvissa
Erfitt er að segja nokkuð
um kort hins Vatnsberans,
til þess eru of margir óvissu-
þættir. Þó er athyglisvert
að Neptúnus og Uranus
mynda sterkar afstöður við
Venus.
Samskipti
Það táknar að hann þarf að
vinna með samskipti sín við
aðra og tilfinningar til að
koma í veg fyrir misskilning
og umrót. Neptúnus-Venus
táknar að hann er róman-
tískur og hefur tilhneigingu
til að uppheQa fólk og setja
það á stall. Það getur síðan
leitt til vonbrigða þegar í ljós
kemur að viðkomandi er
mannlegur. Hann þarf að
læra að taka fólki eins og
það er og forðast að ímynda
sér allt mögulegt og ómögu-
•egt.
SjálfstceÖi
Úranus á Venus táknar
síðan að hann hefur þörf
fyrir sjálfstæði. Hann þarf
að vera óháður og laus við
höft í mannlegum samskipt-
um. í heild gefur kort hans
til kynna ákveðna festu og
jafnvægi. Huggun hans er
formföst og jarðbundin, en
framkvæmdaorkan kallar á
störf sem gefa kost á hreyf-
ingu og fjjölbreytileika.
^ a nni id
GARrUR
X-9
pá V/OV/PEKK1FARA
/>f£P Öl/M+f pfSSd/1
y&T SKKl M pAf>
'öSf-BVIpR S&//A ■
’á ’£6 RfJN EKFt lOPT-
'KEyFAMAW/IM 7/t.
spýfVA UanS.
TOMMI OG JENNI
UÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
Ritgerðin mín fjallar um Við skulum ræða mikil- Fröken? Eða þannig...
mannlega hegðun í sam- vægi þjónabandsins_________
félagi okkar ...
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Norður opnar á 15—17
punkta grandi og suður verður
sagnhafi í flórum hjörtum eftir
að hafa sýnt 5—5 í hálitunum.
Hveiju viltu spila út frá vestur-
hendinni?
Norður
♦ K108
V Á84
♦ 985
+ ÁG97
Þetta vandamál blasti við
vesturspilurum í undanúrslita-
leikjum HM í sveitakeppni. Á
tveimur borðum var útspilið
tígull, en hinir spilaramir völdu
laufás og lítið tromp.
Vestur
♦ K108
TÁ84
♦ 985
♦ ÁG97
Norður
+ Á6
¥K63
♦ ÁD64
♦ K542
Austur
♦ G75
V72
♦ KG1032
♦ 1063
Suður
♦ D9432
VDG1095
♦ 7
♦ D8
Tígulútspilið gefur sagnhafa
góða möguleika. Báðir drápu
upp á ás og fóru í spaða, tóku
ás og spiluðu á drottninguna.
Vestur fékk á kónginn og hélt
áfram tígulsókninni, lítið úr
blindum og stungið heima.
Næst var spaði trompaður í
blindum. Nú er töluverð hætta
á að missa vald á spilinu vegna
styttingsins í tígli. Því ákvað
annar sagnhafinn að spila næst
laufi á drottningu. Vestur drap
og spilaði síðasta tíglinum
sínum. Hann varð að trompa og
spila hjarta. Vestur dúkkaði einu
sinni, drap svo á hjartaásinn og
spilaði þriðja hjartanu??!
Hræðileg vöm. Með því að
spila laufi — helst gosanum —
neyðist sagnhafi til að trompa
lauf heim með síðasta hjartanu.
Spilið fer þá tvo niður. Reyndar
hefði verið betri spilamennska
að láta út laufkóng frekar en
drottninguna. Þá hefði drottn-
ingin verið innkoma heima.
Hinn sagnhafinn fór í trompið
og vann spilið rólega. En sá sem
fékk úr tromp átti aldrei mögu-
leika, því vömin náði að af-
trompa blindan og fékk því tvo
slagi á spaða. Það sama gerðist
eftir laufás út, því auðvitað
skipti vestur yfir í tromp.
Umsjón Margeir
Pétursson
í fyrstudeildarkeppni sovézka
meistaramótsins, sem fram fór
stuttu fyrir áramótin, kom þessi
staða upp í skák stórmeistarans
Romanishin, sem hafði hvítt og
átti leik, og Ivanchuk.
18. Rb5! — Bxb5 (Auðvitað
ekki 18. — Dxc4?, 19. Rxa7
mát) 19. Bxb7+! og svartur
gafst upp, því hann er óveijandi
mát.