Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Ritskoðunardraugur hiá hollustuvemd? o ___ eftir Geir Viðar Vilhjálmsson Um árabil hefur Heilbrigðiseftir- lit ríkisins og arftaki þess, Hollustu- vemd ríkisins, barist fyrir því að á umbúðum matvæla sé að finna upp- lýsingar um innihaldsefni, aukaefni, framleiðsludag, geymsluþol og fleira. Nú ber hinsvegar svo við að í drögum að reglugerð um notkun aukaefna í matvælum og öðrum neysluvörum, sem hollustuvernd setur fram nú í bytjun febrúar, eru ákvæði sem banna framleiðendum að upplýsa neytendur á umbúðum, í auglýsingum eða á annan hátt að tilgreina heilsusamleg næringarefni eins og C-vítamín eða Beta-karótín (pro-vítamín A) hafi þau verið heimiluð sem aukaefni í viðkomandi neysluvöru. Reglugerðardrögin gera einnig ráð fyrir því að á sama hátt verði óheimilt að greina frá því að rotvatnarefni eða litarefni séu ekki í matvöru. Þetta er stórfurðuleg tillaga. Ásamt því að vera alvarleg aðför að almennu tjáningarfrelsi (bann við birtingu upplýsinga) er sú stofn- un, sem tillöguna gerir, með henni að vinna gegn dreifingu upplýsinga um mál sem stofnuninni er með lögum gert að sjá um að almenning- ur sé upplýstur um. Að Hollustuvemd ríkisins skuli setja slíkar tillögur fram sýnir kannski betur en margt annað að stöðugs eftirlits er þörf, með starf- semi opinberra stofnana, svo að þær Geir Viðar Vilhjálmsson „Að Hollustuvernd ríkisins skuli setja slíkar tiilögur fram sýnir kannski betur en margt annað að stöðugs eftirlits erþörf, með starfsemi opinberra stofnana, svo að þær rati ekki af braut þeirra markmiða sem þeim er ætlað að vinna að.“ rati ekki af braut þeirra markmiða sem þeim er ætlað að vinna að. Margir þurfa að forðast viss litar- efni og rotvamarefni vegna ofnæmis eða óþolseinkenna og margir viljast forðast slík efni í heilsuverndarskyni. Það er því mik- ilsvert fyrir almenning að upplýs- ingar um þau komi skýrt og greinilega fram. Á því er einiiig brestur, því reglu- gerðardrögin gera ráð fýrir því að aukaefni skuli aðeins einkennd með flokksheiti, svo sem litarefni, og E-númeri. Ekkert er heldur sagt fyrir um lágmarksleturstærð, enda er innihaldsefnalisti á ýmsum ný- lega framkomnum umbúðum með mjög smáu letri, svo að ákvæði gild- andi reglugerðar, nr. 250/1976, um að bókstafir skuli vera 3 millimetr- ar að hæð í minnsta lagi er ekki lengur framfýlgt. Það virðist því miður vera óhjá- kvæmilegt að draga þá ályktun að afturför sé yfirvofandi varðandi stefnu hollustuvemdar í sambandi við þessi mál og áhrif frá þeim, sem gjaman vilja að hljótt sé um tilvist rotvarnarefna eða gervilitarefna í framleiðslu sinni, ráði of miklu á þeim bæ. Heilbrigðisráðherra þarf að bregðast skjótt við og athuga gaumgæfilega hvað þarna er að gerast. Til að byija með að sjá til þess að sá eins mánaðar frestur, og tæplega það, sem starfsmenn hollustuvemdar ætluðu matvæla- framleiðendum til athugasemda við reglugerðardrög þessi verði veru- lega lengdur. Höfundur er sálfræðingur og stundar rannsóknir. Flokkur mannsins: Tveir framboðslistar birtir FRAMBOÐSLISTI Flokks mannsins í Norðurlandskjör- dæmi Vestra hefur verið ákveð- inn. Efstu sætin skipa eftirtaldir: Skúli Pálsson mælingarmaður, frá Syðri-Völlum, Miðfírði, Öm Snorra- son vélstjóri, Blönduósi, Áshildur M. Öfjörð húsmóðir, Sólgörðum, Fljótum, Friðrik Már Jónsson fram- kvæmdastjóri, Hofsósi, Einar Karlsson sjómaður, Siglufírði. Þá hefur framboðslisti Flokks mannsins á Vesturlandi verið ákveðinn. Efstu sætin á þeim lista skipa: Helga Gísladóttir kennari, Blönduhlíð, Dalasýslu, Sveinn Víkingur Þórarinsson bóndi, Úlfs- stöðum, Hálsahreppi, Borgarfirði, Bjöm Anton Einarsson verkamað- ur, Akranesi, Þóra Gunnarsdóttir húsmóðir, Borgarholti, Miklaholts- hreppi, Hnappadalssýslu, Sigur- valdi Ingvarsson kennari, Reykholti, Borgarfirði. Prjú úr velvöldum leikhópi: Alan Bates, Julie Andrews og Max von Sydow í sterkri og athyglisverðri mynd, Brostinn strengur. Fiðlan hljóðnar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó: Brostinn strengur — Duet for one ☆☆☆'/« Leikstjóri Andrei Konchal- ovsky. Handrit Konchalovsky, Jeremy Lipp og Tom Kemp- inski, byggt á sögu e. Kemp- inski. Kvikmyndataka Alex Thompson. Tónlist flutt af Lundúnasynfóníunni. Leikend- ur Julie Ándrews, Alan Bates, Max von Sydow, Rupert Eve- rett, Margaret Courtenay, Cathryn Harrison, Sigfrit Steiner, Lian Neeson, Macha Meril. Bandarisk. Cannon 1987. Konchalovsky blómstrar í vestrinu. Fyrst fengum við sér- stæða, vel matreidda ástarsögu. Maria’s Lovers, síðan kom hin kynngimagnaði þriller Runaway Train og nú kemur sú þriðja frá hans hendi, gjörólík þeim fyrri og engu síðri, Duet for One. Julie Andrews leikur fíðlusnill- ing sem stendur á hátindi frægðar sinnar þegar reiðarslagið dynur, í ljós kemur að hún hefur tekið illvígan hrömunarsjúkdóm, ferlin- um er lokið. Nú tekur við tími örvæntingar, á skömmum tíma hrynur líf henn- ar til gmnna. Óttinn nagar, vonbrigðin óbærileg. Eiginmaður- inn hverfur á braut, aðstoðarmað- ur hennar og vinur fellur frá, sjálfsvirðingin á þrotum. Hún ger- ir tilraun til að breyta lífsmunstr- inu en hjálparmeðölin em hjóm og afleiðingar skelfílegar. En í lokin, eftir allar þjáningarnar, hefur hún öðlast nýjan skilning og lífsmat svo framtíðin virðist þolanleg. Julie Andrews, sú óútreiknan- lega leikkona, túlkar eftirminni- lega örvæntinguna og beiskjuna sem heltekur hina gáfuðu og snjöllu listakonu þegar ljóst er hvert stefnir. Þá má túlka þetta áfall á ýmsa vegu. Slæma sam- visku, straumhvörf þess miðaldra, hræðsluna við ellina, og, ekki síst, dauðann. Og engan veginn hægt að bregðast öðm vísi við en hlúa að ljósinu í myrkrinu, þó það sé ekki nema dauf týra, gefa ekki upp vonina. Konchalovsky leikstýrir af list- fengi og röggsemi, laðar fram afburðaleik hjá flestum í einkar vel völdum leikhópi. Mörg atriðin em vitanlega sterk og átakanleg, þegar fjallað er um slíkt efni sem þetta, en snerta áhorfandann væmnislaust. Maður finnur til vegna persónu sem maður nær tengslum við, ekki sökum ódýrra bragða sem skilja mann eftir með hálfgert samviskubit. Sviðið er oftast þröngt, húsið minnir á fangelsi, maður hefði haldið að myndin væri gerð eftir leikriti, en svo segir ekki í leikskrá. Handritið er óvenju hnitmiðað, skynsamlegt og átakanlegt í senn. Flestar persónurnar skýrar og ljóslifandi birtast þær frá höndum leikaranna, þó er einhver doði yfir Alan Bates. En enginn skilar hlutverki sínu af jafn mikilli prýði og Julie Andrews, sem á skilið öll leiklistarverðlaun jarðkringl- unnar fyrir ómetanlegan þátt sinn í þessari minnisstæðu mynd um vonbrigði og skelfíngu en endar þó í örlitlum vonarneista. Við skulum hafa hugfast ef á bjátar heillaráð gamla píanistans, (snilldarvel og áreynslulaust leik- inn af Sigfrit Steiner) við hugg- arvíli, „settu hægri hönd á höfuðið og vinstri á magann ...“! Körfugerð Námskeið í nýrri körfugerð hefjast næstu daga. Upplýsingar og innritun hjá Margréti Guðnadóttur í síma 25703. GLUGGINN AUGLÝSIR 20% afsláttur af öllum vörum versl- unarinnar. Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu BIACKSlDECKER Fullkominn handþeytari Verð kr. 1820 Fislétt, handhæg ryksuga verð frá kr. 1810 Raftækja- og heimilisdeild HEKLA HF Laugavegi 170-172 Siml 695S50 0] Electrolux Ryksugu- tilboð D-740 ELECTRONIK. Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1.500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Vörumarkaðurinn hf. I Etöistorgi 11 - simi 622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.