Morgunblaðið - 03.03.1987, Side 32

Morgunblaðið - 03.03.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Deiluefni í efri deild: Veiting prestakalla og frum- varp um þingkosningar Stuttar þingfréttir Frumvarp um veitingii presta- kalla (afnám prestskosninga) var afgreitt frá efri til neðri deildar Alþingis í gær, eftir nokkurt karp í þingdeildinni. Frumvarp um kosningar til Alþingis var einnig afgreitt frá efri deild, þai sem þráttað var um kjördag i vor, og gengur aftur til neðri deildar, vegna breytinga á frum- varpinu í efri deild. Frávísunartillaga felld! Tillaga Ragnars Amalds (Abl.- Nv.), sem er talsmaður áframhald- andi prestskosninga, um að vísa frumvarpi um veitingu prestakalla til ríkisstjórnarinnar, var felld með 11:3 atkvæðum. varpið. í sama streng tók Valdimar Indriðason (S.-Vl.), en taldi þó rétt að fjölga nokkuð í sóknamefndum, sem veldu presta. Kjördagur 25 apríl Flestir þingmenn, sem tóku til máls um frumvarp um kosningar til Alþingis, töldu reiknireglur flóknar og óljósar. Ekki gæti talist lýðræðislegt að hafa úthlutunar- reglur kosningalaga svo flóknar, að kjósendum væri ekki ljós áhrif sín við kjörborðið. Líklegt væri og að ekki yrði kosið eftir þessu frum- varpi, þó samþykkti yrði, nema einu sinni. Niðurstaða meiri hluta efri deildar var þó sú, að virða það sam- komulag, sem gert hefur verið um þetta efni. Nafnakall var um ákvæði til bráðabirgða, þ.e. kjördag að vori (25. apríl). Nokkrir þingmenn töldu óráð af veðurfarsástæðum að tíma- setja kjördag svo snemma vors. Þeir hinir sömu greiddu þó flestir kjördeginum atkvæði sitt, en þetta ákvæði var samþykkt, að viðhöfðu nafnakalli, með 14 atkvæðum gegn 2 (Helga Seljan og Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur). Lög um Vitmál Ein lög vóru samþykkt í neðri deild Alþingis, lög um vitamál. Frum- varpið kveður á um að Vitamála- stjóri verði skipaður af samgöngu- ráðherra til fímm ára í senn. - Barn við móðurbrjóst. Heigi Seijan (Abi.-Ai.) taidi rétt Frumvarp Ragnhildar Helgadóttur, heilbrigðisráðherra: að afnema prestakjör á biskupum, á sama hátt og afnema ætti al- mennt kjör sóknarmanna á presti sínum. Skúli Alexandersson (Abl.- VI.) taldi rétt að stíga skrefið til fulls, þ.e. að ráðherra eða biskup skipaði presta. Ragnar Arnalds (Abl.-Nv.) var talsmaður áfram- haldandi prestskosninga, eins og þær hafa verið framkvæmdar. Karl Steinar Guðnason (A.-Rn.) taldi rétt að virða óskir biskups og kirkju í þessu efni og samþykkja frum- Fæðingarorlof í sex mánuði áríð 1990 Fjórir mánuðir 1988, fimm 1989, sex 1990 MMnGI Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til laga um fæðingar- orlof. Meginefni þess er að fæðingarorlof verði fjórir mán- uðir frá ársbyijun 1988, fimm mánuðir frá ársbyijun 1989 og sex mánuðir frá ársbyrjun 1990. Frumvarpið er samið af stjórn- skipaðri nefnd. Formaður hennar var Ingibjörg Rafnar, héraðsdómslögmaður, Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deild- ar, Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, Jón Ásbergsson, forstjóri og Steinunn Finnboga- dóttir, Ijósmóðir. Samkvæmt frumvarpinu eiga foreldri, sem lögheimili eiga á Is- landi og gegna launuðum störfum Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum: rétt á fæðingarorlofi sem að framan greinir. Heimilt er konu að heQa töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns, sem staðfestur er af læknis- vottorði. Föður er heimilt að nýta hluta fæðingarorlofs, enda tilkynni hann vinnuveitenda þar um með 21 dags fyrirvara. Ættleiðandi for- eldri á með sama hætti rétt að þriggja mánaða orlofí (fjögurra frá 1989 og fimm frá 1990) vegna töku bams. Úr skýrslu forsætisráðherra um fíkniefnamál VISTRÝMI TEGUND HEm REKSTRARADILl 1978 1984 1986 ATHUGASEMDIR Þinghollsstr. 25. R Rcykjavfkurborg 18 18 18 Kvennaalhvarfið Rvk og áhugasanilök 1. Neyð»r»lhvörf Mzðraheiniilid Rauðakrosshúsið Rvk. og áhugasamtok Rauði kross Islands 8 8 7 7 7 -7 Frckar vemdað heimili Unglmganeyðaralhv UngJingaheimili rikisms 10 Emnig bráðameðferð Ungl.heim Sólheimum Rcykjavfkurborg 7 LaiKHpftalinn Gðngud. Síðumúla Rikisspiialar s.A.Á. 2 Goncudeildir Unglingaráðgjofin Unglingaheimili rikisins Unglingadeild. Tryggvagölu Reykjavíkurborg Geðdeild Landspfl Rlkisspilalar 17 15 15 Fyrir 1984 rak S.A.Á (malíjg^rannsðkn) Vogur S Á Á 30 vistrými Hlsðgerðarkol Samhjálp 22 18 18 I.innig framhaldsmeðferð Vlfilsslaðir Rfkisspitalar 23 22 18 4 Fi»mhaldvmcðferð S Á A Slaðarfcll S.A.Á. 30 30 (iunnarsholt Rfkisspilalar 46 40 39 5. 1 ungtimavislun Viðincs Torfaslaðir Bláabandið Rikið 36 70 70 6 Krossinn. Kópavogi Krossmn. áhugasamlok 6 binníg verndað heimili Amlmannssligur Reykjavfkurborg 6 6 Einnig meðferðarslofnun Skjoldur Skjöldur, áhugasainiok 22 <• Vcrnduð heimili. Riuð Risið. áhugasamtok 12 23 25 álangaslaðir Þrepið Prepið. áhugasamlök 14 Blonduð visiun Sporið Sponð. áhugasamlok Vcrnd 17 18 Unglingasambylið Unglingaheimili rfkisiru 6 Emnig mcðfcrö 7 Mcðferð fynr Von Von. áhugamannafdag 20 útlendinga 285 385 467 - Skrá yfir stofnanir og athvörf fyrir fíkniefnaneytendur. Á átta ára tímabili (1979 til 1986, að báðum árum meðtöld- um) komu 2117 ávana- og fíkni- efnamál til kasta sakadóms, eða 265 mál að meðaltali á ári. Dóm- sátt var í 1854 málum eða 232 að meðaltali á ári. Ákærur vóru 263 eða 33 að meðaltali á ári. Hæsta fésekt innan ramma dóm- sáttar var kr. 75,000, lægsta kr. 8,000. 118 mál vóru afgreidd samdægur. 95 til viðbótar vóru afgreidd eða fullbúin til af- greiðslu af hálfu dómstólsins innan einnar viku. 213 af 217 dómsáttum árið 1985 hlutu nán- ast tafarlausa afgreiðslu. Upptæk fíkniefni í skýrslunni er skrá yflr upptæk fíkniefni 1977-1986. Samanburður milli íyrsta og síðasta árs tímabils- ins er þessi: Hass 4,610 grömm 1977, 10,383 grömm 1986. Maríúana 443 grömm 1977, 273 grömm 1986. Amfentamín 15 grömm 1977, 1,690 grömm 1986. Kókaín 1,6 gramm 1977, 7,9 grömm 1986 Minna af öðrum efnum; þó vóru tekin 2 grömin af LSD á sl. ári. Umfang neyzlu er óljóst, en talið er að 1% til 5% af ólöglegum inn- fluttum fíkniefnum náist af tolli og lögreglu, miðað við reynslu annarra þjóða. Um 2,500 einstaklingar hafa verið lagðir inn á meðferðarstofnan- ir fyrir áfengis- og fíkniefnasjúkl- inga árlega sl. flmm ár. Þar af eru fíkniefnaneytendur um 500 á ári. í þessum tölum eru og taldir þeir sem hafa verið endurinnlagðir oftar en einu sinni. Aðstaða hér á landi til að sinna fíkniefnavandanum „er um margt góð miðað við önnur lögnd", segir í skýrslunni, „en meiri sérhæflngar er þörf, sérstaklega í þágu ungra fíkniefnaneytenda. Á síðustu tveimur árum, 1985 og 1986, lögðu starfsmenn fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík hald á fjórar skammbyss- ur, tvo rifla og flmm haglabyssur, auk 103 skota sem vóru í vörzlu kærðra. Byssurnar vóru allar virk- ar. Auk þess lögu starfsmenn deildarinnar hald á nokkurt magn hnífa og lagvopna. Ennfremur á nokkrar kylfur og hnúajárn. Árið 1986 hlutu fímm aðilar í þremur fíkniefnamálum samtals 18 ára fangelsi. Alls vóru kveðnir upp 26 fangelsisdómar árið 1986, frá einum mánuði upp í 60. í mai 1986 skipaði forsætisráð- herra, samkvæmt ákvörðun ríkis- stjómarinnar, framkvæmdanefnd til þess að samhæfa aðgerðir í bar- áttunni gegn útbreiðslu og notkun ávana- og fíkniefna. Þess er nú skammt að bíða, segir í skýrslunni, að nefnd þessi ljúki störfum. Er þess vænst að hún skili lokaskýrslu til ríkisstjómarinnar, ásamt tillög- um, í marzmánuði 1987. „Skylt er, þar sem því verður við komið, að færa barnshafandi konu til í starfl, ef það er þess eðlis að heilsu hennar eða fósturs er af því hætta búin, enda verði ekki við komið breytingum á starfsháttum. Slík tilfærsla skal ekki hafa áhrif á launakjör viðkomandi til lækkun- ar“. „Óheimilt er að segja bams- hafandi konu upp starfi nema gildar ástæður séu fyrir hendi. Sama gild- ir um foreldri í fæðingarorlofi". Þá hefur einnig verið lagt fram fmmvarp til breytinga á almanna- tryggingarlögum, m.a. þessefnis, að fæðingarstyrkur skuli vera kr,. 15,000 á mánuði í 4 mánuði við hverja fæðingu til móður, sem lög- heimili á hér á landi. Fæðingar- styrkur greiðist í flmm mánuði frá 1. janúar 1989 og sex mánuði frá 1. janúar 1990. Sama fmmvarp kveður á um að foreldri í fæðingarorlofí, sem leggur niður launuð störf þann tíma, eigi rétt á greiðslu fæðingardagpen- inga. Þetta nær þó ekki til þeirra, sem samkvæmt kjarasamningum, eiga rétt til óskertra launa í fæðing- arorlofi. Fæðingardagpeningar skulu vera tvöfaldir sjúkradagpen- ingar einstaklings eins og þeir em ákveðnir á hveijum tíma. Fæðing- ardagfjeningar skulu greiddir í fjóra mánuði frá ársbyijun 1988, flmm mánuði frá ársbyijun 1989 og sex mánuði frá ársbyijun 1990. Fjár- hæð fæðingardagpeninga miðast við unnar dagvinnustundir á síðustu 12 mánuðum fyrir töku fæðingaror- lofs. Fullra fæðingardagpeninga njóta þeir er hafa unnið 1700 dag- vinnustundir eða fleiri. Annars greiðast fæðingardagpeningar í hlutfalli við dagvinnustundafjölda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.