Morgunblaðið - 05.03.1987, Síða 14

Morgunblaðið - 05.03.1987, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 Blönduós: Fyrsti togar- inn kemur til lega blómakörfu og heillaóskir í þessu tilefni. I hófi sem sem haldið var á hótelinu um kvöldið færði Pálmi Jónsson alþingis- maður heimamönnum þær frétt- Siglt var með gesti út á Húnaflóann og má áætla að á fimmta hundrað manns hafi farið með togaranum í þessa ferð. ir að í tillögum að nýrri hafnaráætlun væri áætlað að veita 90 milljónum króna til hafnarframkvæmda á Blönduósi fram til ársins 1990. Þessar fréttir þingmannsins fengu góð- ar undirtektir heimamanna en það hefur lengi verið mikið hags- munamál Blönduósinga að fá örugga höfn fyrir útgerðina og virðist það takmark vera innan seilingar. 28. febrúar verður lengi í minnum hafður meðal Blönduósinga. Það var almennur einhugur meðal bæjarbúa og bjartsýni og með tilkomu þessa togara er stigið stórt skref til að sporna við fólksfækkuninni á landsbyggðinni. — Jón Sig. Mikill mannfjöldi var samankominn á bryggjunni til að fagna komu hins nýja rækjutogara Blönduós- inga, Nökkva HU 15. heimahafnar Blönduósi. ÞAÐ VAR mikill mannfjöldi samankominn á bryggjunni á Blönduósi klukkan 11 laugardagsmorguninn 28. febrúar til að fagna hinum nýja rækjutogara Blönduósinga, Nökkva HU 15. Hilmar Kristjánsson, oddviti Blönduósshrepps flutti ávarp á bryggjunni og bauð velkomið skip og áhafnarmeð- limi og flutti árnaðaróskir. Þessi dagur var einn samfelldur hátíðardagur á Blönduósi. Gestum var boðið að skoða skipið og eftir hádegið var siglt með gesti út á Húnaflóann og má áætla að eitthvað á fimmta hundrað manns hafi farið með togaranum í þessa ferð. Öllum var boðið í síðdegiskaffi í félags- heimilinu og var gestum boðið upp á 6 metra langa marsípan- tertu og mun þetta lengsta terta sem bökuð hefur verið í Húna- þingi og átti Brauðgerðin Krútt á Blönduósi allan heiðurinn af þessari tertu. Um kvöldið var öllum boðið í dansleik í félags- heimilinu. Margir gestir voru við þessi tímamót, m.a. fulltrúar slipp- stöðvarinnar á Akureyri og þeir þingmenn kjördæmisins sem ekki voru á Norðurlandaráðs- þingi. Útgerðarfélaginu bárust margar gjafir í tilefni dagsins og m.a. færðu nágrannar okkur frá Skagaströnd útgerðinni fal- Salix kojurnar frá Viðju eru sterkar, stílhreinar og rúma jafnt unga sem aldna. Hentugar í barnaherbergið eða sumarbústaðinn KOJUR A TILBOÐSVERÐI Verð aðeins Kr. 9.900,- 20% ðtborgun, 12 mánaða greiðslukjör. O2 erslmi"ni Þar sem góðu kaupin gerast Smiðjuvegi 2 Kópavogi SÍmi 44444 Morgunblaðið/J6n Sig. Lárus Guðmundsson og Sveinn Ingólfsson fulltrúar Skagstrendinga færðu útgerðinni blómakörfu. ÚTSALA Karlmannaföt kr. 4.495,- Stakir jakkar kr. 3.995,- Terelynebuxur kr. 850,- 995,- 1.095,- og 1.395,- Gallabuxur kr. 750,- og 795,- Riffl. flauelsbuxur kr. 695,- o.m.fi. ódýrt Andrés Útsalan framlengist skólavörðustIg 22, sImi 18250.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.