Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987
33
Greinargerð Árna Johnsen um lyfjakostnað á Islandi:
Unnt að spara um 700 milljónir
króna með skynsamlegri stýringu
Ámi Johnsen alþingismaður lagði
fram eftirfarandi greinargerð i gær
er kynnt var frumvarp fjögurra al-
þingismanna um afnám einokunar-
sölu á lyfjum.
Fullyrða má að enginn rekstur á
íslandi borgi sig eins vel og lyf]a-
sala. íslendingar munu kaupa lyf
fyrir 1.800 milljónir króna a.m.k. á
þessu ári, en með skynsamlegri stýr-
ingu og afnámi einokunar í sölu lyfja
á að vera unnt að spara 600-700
milljónir króna, þar af stærstan hluta
sem ríkissjóður greiðir nú beint af
skattpeningum. Margir sem gerst
þekkja í lyfjamálum telja að unnt sé
að spara verulega hærri upphæð,
allt að 50% af núverandi lyfjakostn-
aði.
Enginn raunhæfur möguleiki er
til þess að ná lyfjaverðinu niður nema
að einokunin í lyfjasölu verði afnum-
in. Núgildandi kerfi er byggt á því
að á sínum tíma var fjöldi lyfjafræð-
inga takmarkaður og þá voru lyfin
framleidd í apótekum. Það er liðin
tíð. Innan við 1% af lyfjum er nú
unnið í apótekum, aðallega hósta-
saftir, allt hitt kemur tilbúið í lyfja-
búðina. Apótekin kaupa nú inn í
stórum skömmtum að öllu jöfnu og
umpakka gjarnan í smærri einingar
til þess að ná upp álagningu.
Harðasta sölu-
mennska í heiminum
Á undanfömum árum hefur net
lyfjasölunnar verið að þéttast. Fyrir
nokkrum árum má segja að helming-
ur lyfsala á landinu hafi verið aðilar
að lyfjainnflutnings- og lyfjafram-
leiðslufyrirtækjum, en nú eru þeir
nær allir aðilar að þessum fyrirtækj-
um og náðist það markmið hinna
ýmsu lyfjafyrirtækja að ná öllum
undir þennan hatt með afslætti á lyf
og ýmsu fleira. Lyfsalar og lyfja-
fræðingar ráða ferðinni í þessum
málum í einu og öllu, þeir eru inn-
flytjendur lyfja, framleiðendur,
heildsalar, smásalar og ráða útsölu-
verðinu þar sem 4 lyfjafræðingar eru
í 5 manna nefnd sem ákveður verð
á lyfjum, lyfjaverðlagsnefnd. Að auki
ráða þessir aðilar innkaupsverðinu
að hluta, því það er samningsatriði
og harðasta sölumennska í heiminum
í dag er ekki í vopnum, heldur lyfja-
sölu.
Innlend lyfjafyrirtæki hafa lagt
kapp á að framleiða dýr sérlyf í sam-
keppni við innfutt lyf en jafnframt
leggjast innlend lyfjaframleiðslufyr-
irtæki á erlendu fyrirtækin og hóta
þeim að fara að framleiða þeirra lyf
nema að þau fái umboð fyrir þau.
Nærri lætur að verð lyfja hækki
um 140% í það minnsta frá innflutn-
ingsverði og þar til neytandinn fær
lyfíð afhent og er söluskatturinn
undanskilinn. Ef innflutningsverð er
100 krónur má reikna með 10%
umboðslaunum, 19% álagningu frá
heildsala til apótekara. Álagningin á
erlendu sérlyfín er um 75% og þá
er þetta lyf komið upp í 227 krónur,
en síðan bætist 10 króna afgreiðslu-
gjald á hvert lyf. Á móti má ætla
að álagning á innlendu lyfín þegar
allt er tekið til sé um 80%
Verðskráin er
hernaðarleyndarmál
Þegar lyijanefnd hefur samþykkt
skráningu lyfs, verðleggur lyfjaverð-
lagsnefnd lyfíð. Dæmi um möndlið í
þessum málum er t.d. að þegar fram-
leiddar voru hérlendis valíumtöflur
sem kostuðu brot af innflutta lyfinu
tók enginn lyfsali innlendu fram-
leiðsluna til sölu vegna þess að
álagningin var svo lág, þeir höfðu
ekkert út úr sölunni. Til stóð að
flytja inn pencillintöflur frá Finnlandi
fyrir aðeins einn þriðja af verðinu
annars staðar frá, en þá tók lyfja-
nefnd þá afstöðu að það væri engin
ástæða til þess að flytja þetta lyf
inn, því það væri til sams konar lyf
í landi.
Verðskrá lyfjaheildsala byggist á
Dansk legemedel statistik, en þessi
verðskrá er hemaðarleyndarmál og
ekki einu sinni landlæknir fær að sjá
þessa skrá. Unnt er að fá heildarupp-
lýsingar úr skránni, en þær skipta
engu máli ef unnt á að vera að draga
ályktanir af henni.
Öll lyfjafyrirtækin eru eins konar
ferðaskrifstofur fyrir lækna og aðra
sem sinna lyfjadreifingu. Ferðir sem
boðið er upp á heita fundaferðir til
þess að kynna sér lyf, en hér er að
sjálfsögðu um að ræða sposlur til
manna fyrir dreifingu lyfja. Gigtar-
lyf, hjartalyf og magalyf eru meðal
dýrustu lyfjanna og árið 1985 voru
seld hjartalyf fyrir um 200 millj.
kr., geðlyf fyrir um 200 millj. kr.,
sýklalyf fyrir um 200 millj. kr. og
sárasjúkdómalyf fyrir um 200 millj.
kr. Hryggurinn af fjármagninu í
lyfjasölunni er því í þessum lyfjum.
Lyfjaframleiðendur í þessum lyfja-
flokkum leggja mikla áherzlu á alls
kyns boðsferðir til kynningar og
væri fróðlegt að skoða samhengi á
útskrift þessara lyfja og boðsferða
lækna og annarra.
Engin stýring er á því hérlendis
sem skiptir máli að velja ódýrari lyf
fremur en dýr, þótt þau hafi sömu
möguleika til þess að gagnast sjúkl-
ingum. Það geta verið 10 tegundir
lyfja sem gera sama gagn en ef til
vill getur verið matsatriði að einhver
tvö af tíu henti sjúklingum betur.
Verðmunurinn getur verið mörg
hundruð prósent. Ef lyfjaframleið-
andi ætlar að lækka lyf verður hann
að sækja um leyfi til lyijaverðlags-
nefndar.
Læknir getur haldið því fram að
eitt lyf henti betur en annað, en sann-
anlega er oft um sams konar lyf að
ræða og þá ætti að vera hægt að
stýra þessum hlutum betur án þess
að læknirin geti sagt að verið sé að
ganga á möguleika sjúklingsins til
þess að ná bata.
Lyf fást með 45-90 daga greiðslu-
fresti, vaxtalaust frá afskipunardegi
erlendis. Ein af forsendunum fyrir
hárri verðlagningu hérlendis er sú
kenning að menn segjast liggja með
miklar birgðir, en í óeðlilegri stjómun
á lyfjalager er ljóst að erlendi fram-
leiðandinn greiðir 70-80% af lagem-
um. Apótekarinn kaupir út í reikning
hjá heildsala og hefur 2% stað-
greiðsluafslátt ef hann greiðir fyrir
10. næsta mánaðar, en greiðir án
vaxta ef hann gerir upp fyrir 21.
næsta mánaðar. Lyfsalar geta skilað
öllum lyfjum sér að kostnaðarlausu
ef þau seljast ekki fyrir tilskilinn
tíma.
Lyfsalar leigja
húsnæði fyrir lækna
Það hefur færzt í vöxt að lyfsalar
byggi eða kaupi húsnæði við apótek
sín og skapi aðstöðu fyrir læknastof-
ur sem oft em setnar læknum sem
skrifa út hátt hlutfall lyfjaávísana,
en þessar lyfjaávísanir renna síðan
inn í lyfjaverzlun leigusalans. í
Reykjavík em mörg hundmð læknar
en aðeins 8 þeirra skrifa út helming
allra lyfjaávísana í borginni. Á
Reykjanesi utanverðu em um 20
læknar, en einn þeirra skrifar út
helming lyfseðlanna og t.d. má nefna
„EF menn telja að unnt sé að
lækka verð á lyfjum með því að
fjölga útsölustöðum um meira en
helming, þá er það hagfræði sem
ég skil ekki,“ sagði Stefán Sigur-
karlsson, formaður Apótckara-
félags Islands er hann var
spurður álits á þingsályktunartil-
lögu um að gefa frjálsa sölu á
lyfjum. Stefán kvaðst hvorki
hafa séð tillöguna né greinar-
að í Ámessýslu em 40 læknar en
einn þeirra skrifar út helming lyf-
seðlanna.
Það er ugglaust engin tilviljun að
launaskrá lyfjafræðinga er á hæstu
nótum launa í hópi háskólamanna.
Gmndvöllur lyfjaverslana byggist
aðeins á lyfjasölu, það er sölu gegn
lyfjaávísunum, en ekki er tekið tillit
til handkaupslyfja, hjúkmnarvöm,
snyrtivöm og margra fleiri vömteg-
unda sem tíðkast í apótekum, en
álitið er að þessir þættir geti numið
allt að 50% verslunarinnar. Álagning
og verðgmndvöllur miðast einnig við
einhvem tiltekinn stað á landinu sem
erfiðast er að reka slíka þjónustu,
en allir aðrir hafa þar af leiðandi
þeim mun meiri gróða.
Á sl. ári vom skrifaðar út um 1,7
millj. lyfjaávísana en það er nærri
helmingi örari tjáskiptatíðni milli
lækna og sjúklinga en eðlilegt er
talið, því eðlilegt er talið að menn
hafí samband við lækni um 4 sinnum
á ári að meðaltali. Ljóst er að ótæpi-
leg lyfjaútskrift er vemlegt vanda-
mál á Islandi og kann þar að koma
einnig til mikil fjölgun lækna. Meðal-
verð á afgreiddu lyfi í nóv. sl. var
1.070 kr. Enginn þröskuldur er til
staðar ef lyfseðlum lækna myndi t.d.
fjölga um helming á einu ári, allt
rynni í gegnum Tryggingastofnunina
þar sem hver einasti skattgreiðandi
á landinu miðað við 121 þúsund
vinnufæra menn, gTeiðir á þessu ári
10 þúsund krónur að meðaltali af
sínum gjöldum í lyf. íslendingar em
með flesta lækna á íbúa miðað við
Norðurlönd eða 2,5 á hverja þúsund
íbúa.
Það er eftirtektarvert að Islend-
ingar nota mikið af sýklalyfjum. 20
af hveijum 1.000 nota þau lyf dag-
lega, en það er helmingi hærra
hlutfall en hjá öðmm þjóðum. íslend-
ingar nota mest af sýkla- og súlfa-
lyfjum í Evrópu ásamt Frökkum. Á
undanfömum 10 ámm hefur land-
læknir gert átak í að minnka útskrift
á svefnlyfjum og róandi lyfjum og
miðað við að 100 af hveijum 1.000
íbúum notuðu slík lyf daglega 1976
er sú tala komin niður í 60 af 1.000
í dag.
Erlendir lyfseðlar eða ávísanir em
2-3 sinnum dýrari en innlend lyf, en
Tryggingastofnun telur að 2A af lyf-
seðlum séu fyrir erlend lyf. Láta mun
nærri að Tryggingastofnun greiði
75% af lyfjakostnaðinum, en sjúkl-
ingurinn 25% að meðaltali. Það er
óheyrilega hátt hlutfall að 10 þús.
kr. af gjöldum hvers vinnufærs
manns í landinu skuli fara í lyf, sér-
staklega með tilliti til þess að mjög
stór hluti landsmanna notar ekki lyf
nema að mjög takmörkuðu leyti.
Hver borgari greiðir 330 kr. fýrir
erlend lyf, nema aldraðir sem greiða
120 kr., en meginreglan er að skatt-
peningamir greiði mismuninn. Fyrir
innlendu lyfin greiða menn 200 kr.
og aldraðir 80 kr. Vegna lágs
greiðsluhlutfalls þeirra sem lyf þurfa
að nota hefur ekki komið til þrýsting-
ur á aðgerðir í þessum efnum þótt
þama sé einfaldlega um skattpen-
inga að ræða, en þessar staðreyndir
vekja spumingar um það hvort hlut-
fall erlendra sérlyfja sé ekki of hátt,
gerð Árna Johnsen, en aðspurður
um nokkur atriði hennar sagði
hann að þar væri víða að finna
rangfærslur, dylgjur og atvinnu-
róg.
Stefán sagði að smásöluálagning
á lyfjum hér á landi væri 68% , í
Danmörku 67% og í Finnlandi 64%.
Heildsöluálagningin væri 18% og
verðlagning á lyfjum hér á landi
hvort hægt sé að vinna lyfin innan-
lands, hvers vegna ekki sé gerður
greinarmunur á dýmm lyfjum og
ódýrum, hvort læknar gefí sér nægan
tíma til að tala við sjúklinga, hvort
ekki sé tímabært að koma á fót fag-
legri yfírstjóm í þessum málum sem
byggist jöfnum höndum á hagfræði
og lyíjafræði. Það er hægt að spara
hundruð milljóna króna með því að
hafa stjóm á verðmyndun í lyfjasölu
og taka þann þátt úr höndum lyfja-
fræðinga og þetta á jafnframt við
um flesta þætti í heilsugæsluþjón-
ustu landsmanna.
Landlækni meinaður
aðgangnr að
upplýsingum
99% af upplýsingum um lyf koma
frá apótekumm og sölumönnum,
1% frá landlækni vegna þess að
hann hefur ekki fjárhagsleg skilyrði
til þess að sinna þessari stjórnun
af fullum krafti. Lyfjamál em við-
kvæmt mál, því enginn notar lyf
nema af illri nauðsyn, en mesta
gróðastía á íslandi á ekki að vera
í skjóli sjúkdóma og það er því fylli-
lega tímabært að skera þetta kerfi
upp með stóraðgerð. Ragnhildur
Helgadóttir heilbrigðisráðherra
skipaði sl. haust nefnd til þess að
gera úttekt á ýmsum þáttum heil-
brigðisþjónustunnar og m.a. lyfja-
kostnaði, en hyggilegt væri að setja
hóp reyndra viðskiptamanna og við-
skiptafræðinga í lyijakostnaðinum
og stokka spilin upp jafnhliða af-
námi einokunar í lyfjasölu. Auk
þess er mikilvægt að stórauka í
Háskóla íslands kennslu í meðferð
lyfja. Reikna má með að í dreifbýli
þurfí um það bil 2.500 manns að
vera á bak við fullkomið apótek til
þess að það borgi sig, þannig að
það má fjölga útsölustöðum ljrfja
vemlega í landinu án þess að það
komi niður á þjónustu. Miðað við
árin 1974 og 1984 hefur lyfjakostn-
aður í Reykjavík hækkað um
102,5%, 79,6% í kaupstöðum og
103,2% í sýslum, en á sömu ámm
hefur lækniskostnaður sjúkrasam-
laga á íbúa lækkað í Reykjavík um
14,4%, 32,2% í kaupstöðum, en
kostnaðurinn hefur hækkað um
43,2% í sýslum, sem m.a. virðist
koma til vegna mikillar hreyfingar
á læknum í sýslum. Þetta segir sína
sögu um fmmskóg lyfjasölunnar.
1.050 milljónir em áætlaðar af
skattpeningum þessa árs í lyf, 350
millj. kr. má ætla hlut neytenda,
sjúkrahúsin munu kaupa lyf fyrir
nær 300 millj. kr. og lyf án lyf-
seðla má ætla áð seljist fyrir nær
100 millj. kr. samkvæmt áætlun
embættismanna. Með því að tæta
þessi mál upp sig skipuleggja eins
og hjá mönnum er unnt að spara
600-700 millj. kr. og stórlækka
lyfjakostnað á hvern landsmann án
þess að skerða heilbrigðisþjónustu.
Slíkt er gróðabrallið í sölu lyfja að
ekki einu sinni landlæknir fær að
vita hvað er söluhæsta lyf landsins.
4. marz 1987,
Arni Johnsen.
væri í samræmi við hefðir í Norður-
Evrópu. Hann kvaðst því ekki skilja
þá útreikninga Árna Johnsen sem
gerðu ráð fyrir 140% álagningu frá
framleiðanda til neytanda.
Varðandi þær fullyrðingar í
greinargerð Áma um að tilhneiging
væri hjá lyfseðlum um að kaupa inn
dýrari lyf vegna hærri álagningar
sagði Stefán að læknar tækju
ákvörðun um hvað lyf skuli gefíð
hveiju sinni. „Ef þama er verið að
gefa í skyn einhvers konar leyni-
makk á milli lækna og lyfsala þá
verð ég að líta á það sem atvinnu-
Óskar Ólason
Klúbbarnir Ör-
uggur akstur:
Óskar Óla-
son for-
maður í
Reykjavík
ÓSKAR Ólason, fyrrum yfir-
lögregluþjónn, var kjörinn
formaður Reykjavíkurdeildar
■ klúbbanna Öruggur akstur, á
fjölmennum fundi sem haldinn
var á þriðjudagskvöld.
„Eg á erfitt með að slíta mig
frá umferðarmálunum. Hugurinn
er enn við þetta og ég hrekk allt-
af við ef ég heyri sírenuvæl,"
sagði Óskar, en hann lét af fyrra
starfí fyrir aldurs sakir um
síðustu áramót. „Þá tel ég mig
þekkja starf klúbbanna vel éftir
langt starf í lögreglunni. Klúbb-
amir starfa víða um land og eru
nú 35 talsins, en fyrsti klúbburinn
var stofnaður árið 1955 á ísafirði.
Þeir hafa látið gott af sér leiða
í umferðarmálum en enn er mikið
starf óunnið. Nú eru klúbbarnir
sameinaðir í landssamtök sem
eiga örugglega eftir að láta enn
frekar að sér kveða í umferðar-
málum,“ sagði Óskar.
Auk Óskars voru kjömir í
stjóm Reykjavíkurdeildarinnar
þeir Guttormur Þormar, fyrmm
yfirverkfræðingur hjá Reykjavík-
urborg og Gísli Bjömsson, deild-
arstjóri hjá lögreglunni.
Nær öll loðna
í hrognatöku
NÚ ER loðnan nær eingöngu
veidd til hrognatöku enda
hrognafylling mikil í þeirri
göngu, sem veiðist úr út. af Garð-
skaga.
Auk þeirra skipa, sem áður er
getið, tilkynntu eftirtalin um afla á
þriðjudag: Sigurður RE 1.050,
Víkurberg GK 400, Guðmundur VE
880, Erling KE 600 og Börkur NK
1.050. Síðdegis á miðvikudag höfðu
þijú skip tilkynnt um afla. Keflvík-
ingur KE var með 450 lestir,
Þórshamar GK 560 og Guðrún Þor-
kelsdóttir SU 700.
róg sem beinist gegn þessum
stéttum“, sagði Stefán.
Varðandi þær fullyrðingar að
verðskrá á lyfjum sé hemaðarleynd-
armál og að landlækni sé meinaður
aðgangur að upplýsingum um sölu
á lyfjum sagði Stefán m.a.: „Það
ríkir prentfrelsi í okkar heimshluta
og ef menn geta ekki fengið keypt-
ar þær bækur sem prentaðar eru
þá kann ég enga skýringu á því.
Eg átta mig ekki á hvers vegna
landlæknir nær ekki í þessa bók.
Hver er með þessa bók? Mér er
þetta alveg hulið."
„Hagfræði sem ég skil ekki“
- segir Stefán Sigurkarlsson, for
maður Apótekaraf élags íslands