Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 47 „Pétur minn, hún Adda systir dó í nótt.“ Það var móðir mín sem tilkynnti mér þannig andlát Ásdísar Péturs- dóttur, „Oddu frænku". Símtal þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, mitt innan um hvers- dagsleg símtöl erilsams morguns. Þrátt fyrir að lengi hafí verið vitað að hverju dró og að Öddu var hvíldin kærkomin eftir svo langa og erfiða baráttu, setti mig hljóðan. Minningar úr æsku streymdu fram úr hugskotinu. Adda frænka hafði leikið mjög stórt og veigamikið hlut- verk í æskuskeiði okkar systkin- anna. Hún var frænkan sem bjó í næstu götu sem ávallt var hægt að leita til. Aldrei gleymast þær stundir sem ég átti á heimili þeirra Öddu og Ólafs á Víðimel 63 þegar ég fékk að gista þar næturlangt, jafnt þegar foreldrar mínir þurftu af einhveijum ástæðum að „koma mér fyrir“ og eitjs þegar ég sjálfur óskaði eftir að fá að leika „prins“ hjá Öddu og Ólafi. Skærastar eru þó minningarnar frá Álftavatni, en þar er mest paradís barna sem fullorðinna. í landi Ólafs og Öddu reistu foreldrar mínir sumarbústað árið 1943 og var samgangur. mikill milli fjölskyldn- anna. Þar var Adda frænka ávailt hrókur alls fagnaðar sem annars staðar. Hún lék við okkur krakk- ana, spaugaði og gantaðist eins og henni var einni lagið. Adda var drottningin í skóginum og Ólafur konungurinn, það fór aldrei á milli mála hjá neinum sem til þekktu. Adda var blíð kona og góðlynd. Hún mátti aldrei neitt bágt vita svo að hún ekki kæmi til hjálpar. Ekki brugðust þau Ólafur mér og áttum við saman eitt leyndarmál. Þau réttu mér hjálparhönd eitt sinn þeg- ar illa stóð á og tímabundna aðstoð þurfti við að koma fyrsta þakinu yfír unga fjölskyldu. „Hún frænka mín sagði að ég ætti að hjálpa þér,“ sagði Olafur þá. Hún hjálpaði þeim sem voru hjálparþurfi og huggaði þá sem áttu bágt. En Adda var líka léttlunduð. Kímnigáfa hennar var einstök og hún hafði sérstaka ieikhæfíleika sem hún greip til þegar hún vildi skapa létt andrúmsloft í kringum sig, og aldrei brugðust þeir hæfi- leikar henni við slíkar aðstæður. Glettnin í augum hennar gleymist ekki þeim sem hafa séð. Með Öddu er genginn mikill per- sónuleiki sem margir sakna. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að styrkja þig, Ólafur, og fjölskyldu þína á þessari stundu og framvegis. Pétur Björnsson í dag er Adda móðursystir mín og vinkona borin til grafar. Minn- ingamar um góða, skemmtilega og gjafmilda frænku hrannast upp í huga manns. Fyrstu minningamar em um öll góðu og skemmtilegu sumrin í sveitinni við Álftavatnið bjarta. En þar eyddum við löngum summm á stríðsámnum í bústaðnum hennar Öddu. Við vomm tvær systumar komnar í heiminn á þrem ámm, en Adda átti tvö böm, þau Stellu og Reyni, og vomm við fjögur eins og systkini. Adda tók okkur systmnum eins og eigin bömum og gerði reyndar alla tíð. Seinna átti pabbi eftir að byggja sumarbústað skammt frá bústað Öddu og Ólafs. Þannig vildi Adda hafa það, mamma átti að byggja bústað, þær systurnar höfðu mikinn styrk hvor af annarri enda vom þær einar með okkur krakkana heilu sumrin, eigin- mennirnir komu um helgar. Adda var góð kona og sérstak- lega skemmtileg, þessvegna held ég að við krakkarnir höfum hænst að henni. Hún átti það til að spretta upp og byija að hlaupa og þá kom- um við öll í halarófu á eftir henni, skrækjandi af hrifningu. Hún hafði mikla leikhæfíleika og hafði gaman af að segja sögur, sérstaklegag þó af ferðum sínum til útlanda en þangað þurfti hún oft að fara út af veikindum sínum sem seinna áttu eftir að ágerast. Gjafmildari konu hefí ég aldrei kynnst. Þegar Adda kom heim frá útlöndum hringdi hún í mömmu og bað hana að senda okkur krakkana til sín, hún hafði keypt „eitthvað smávegis" handa okkur. Þá var heldur betur hátíð í bæ. En aldrei minnist ég þess að það hafi verið óþægilegt að taka við gjöfunum frá henni, hún gaf fyrst og fremst fyr- ir sjálfa sig, ætlaðist ekki til þakklætis. Árin liðu í sveitinni, við stækkuð- um og urðum fleiri systkinin en Adda var jafn hrifín af og áhuga- söm um allan hópinn. Mig langar til að þakka fyrir hve góð hún og Ólafur voru Helgu systur systur minni, en hún dvaldi um tíma á Víðimelnum á heimili þeirra er hún var í framhaldsskóla. Ég mun alltaf minnast Öddu með hlýju og þakklæti og ég mun fyrst og fremst minnast hennar þar sem hún sat eins og drottning við kross- saum í sveitinni í fallegu stofunni sinni með málverk af henni yfir stólnum þar sem hún sat. Það var í gamla daga þegar hún var frísk og þannig vil ég varðveita minning- una. Blessuð sé minning Ásdísar Pét- ursdóttur. Sigríður Björnsdóttir t Faðir okkar, STEFNIR RUNÓLFSSON, múrarameistari, lést á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík aðfaranótt 4. mars. Börnin. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GÍSLADÓTTIR, Víðivöllum 2, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 7. mars kl. 13.30. Erlendur Sigurjónsson, Gísli Erlendsson, Jónína Hjartardóttir, Jóhannes Erlendsson, Auðbjörg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, SIGURFINNUR JAKOBSSON frá Hurðarbaki, Róttarholtsvegi 3, Reykjavfk, sem lést 21. febrúar verður jarðaður frá Blönduóskirkju laugardag- inn 7. mars kl. 14.00. F.h. fjölskyldunnar, Björg Erlendsdóttir. Þuríður Benedikts- dóttir — Kveðjuorð Fædd 20.júní 1906 Dáin 31. janúar 1987 Síðasta dag janúarmánaðar hringdi Guðmundur Halldór, sonur Þuríðar, til að segja okkur, að móð- ir sín hefði látizt þá um morguninn í Borgarspítalanum. Það var okkur harmafregn að vita, að við sæjum aldrei bjarta brosið hennar framar, né nytum yndislegra samveru- stunda með henni. En á hinn bóginn glöddumst við yfir að nú hefði hún hitt ástvin sinn og eiginmann, sem svo fljótt var hrifinn frá henni í blóma lífsins. Þuríður var ættuð úr Hvamms- sveit, dóttir Benedikts Halldórsson- ar bónda á Leysingjastöðum þar í sveit og konu hans Sigríðar Helga- dóttur. Snemma reyndi Þuríður mótlæti, því þegar hún var aðeins 4 ára gömul deyr faðir hennar. Ung giftist hún Karli Guðmundssyni lækni, ættuðum frá Grund í Hnappadal, sonur Guðmundar Benjamínssonar bónda þar og konu hans Ásdísar Þórðardóttur. Höfðu þau hjón áður farið til Vesturheims og fæddist Karl í Winnipeg. Karl útskrifaðist læknir frá Há- skóla íslands 1931, en ári síðar gengu þau Þuríður í hjónaband. Hann var samstúdent föður míns og vinur. Fljótlega eftir embættis- prófið varð ungi læknirinn stað- gengill héraðslæknanna í Borgarneshéraði 1931—32 og Borgarfjarðarhéraði sumarið 1932, en um haustið í október sama ár fór hann til framhaldsnáms til Dan- merkur, í Viborg og til Kaup- mannahafnar við Ríkisspítalann og fleiri staði. Á þessum krepputímum bæði hér á landi og annars staðar voru utan- landsferðir ekki eins auðveldar og seinna varð. Því var það, að Þuríð- ur fór ekki utan með manni sínum, heldur dvaldi hjá móður sinni, sem þá var gift öðru sinni Kristjáni Jóns- syni, og voru þau hjón þá búsett á Oðinsgötunni hér í borg, og í skjóli þeirra hjóna, svo og móðurbróður Þuríðar, Helga Helgasonar, og konu hans, sem búsett voru í sama húsi, fæddist sonur þeirra og einkabarn, Guðmundur Halldór. Vorið 1933 sneri Karl til íslands og fluttust þau hjón vestur, þar sem Karl gerist frá maíbyijun sama ár aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Þingeyrarhéraði til desember 1937, er hann er skipaður héraðslæknir Dalamanna frá 1. janúar 1938 með aðsetri í Búðardal. Við ijölskyldunni virtist framtíðin nú blasa björt og fögur, en það fór á annan veg. Á þessum árum veikt- ist Karl, sem seinna leiddi til þess, að hann varð að segja af sér emb- ætti vegna vanheilsu vorið 1942 og rúmlega tveimur árum seinna eða 29. ágúst 1944 lézt hann í Landspít- alanum langt fyrir aldur fram. í veikindum Karls bjuggu þau hjón á Flókagötu 33 hjá Olafi H. Jóns- syni, forstjóra Alliance, sem einnig var samstúdent og vinur Karls og föður míns, og konu hans, Sigþrúði Guðjónsdóttur, og reyndust þau heiðursjón, sem nú eru bæði látin, Þuríði sérstaklega vel. Þuríður stóð nú ein uppi með ungan son. En hún lét hvergi bug- ast. Um árabil vann hún í Skóverzl- un Lárusar G. Lúðvíkssonar. Fyrir eldri Reykvíkingum þarf ekki að lýsa þeirri búð, hve glæsileg hún var og vörumar vandaðar. Og hve afgreiðslan var einstaklega ljúf- mannleg og skipti þar ekki máli, hvort fullorðnir áttu í hlut eða börn og gamalmenni. Með miklum dugnaði réðst Þuríð- ur í íbúðarkaup í Eskihlíð, er fram liðu stundir. Sonurinn fór í Verzlun- arskóla íslands, var m.a. hnefa- leikameistari skólans, áður en sú grein var bönnuð hér. Lauk hann prófi úr þeim skóla, svo og úr Stýri- mannaskólanum, svo sem hugur lians stóð til. Hann hefur um ára- bil verið til sjósogernú 1. stýrimað- ur hjá Eimskip. Þuríður skipti nokkrum sinnum um íbúðir og naut þar sonar síns við skiptin, þar sem hann var alltaf sá trausti, prúði og duglegi sonur, sem hún gat treyst á. Var mjög kært með þeim mæðginum. Guð- mundur Halldór er kvæntur Þóru Kjartansdóttur, dóttur Kjartans Ingimarssonar og konu hans Unnar Árnadóttur, sem nú er látin. Eiga þau hjón 4 börn og 3 barnaböm. Hvar sem Þuríður bjó átti hún íjarskalega fallegt heimili. Hver hlutur var valinn af smekkvísi og nærfærni og ekki voru veitingar síðri. Húsráðandi falieg og fín og listakokkur í mat og framreiðslu og mjög vel heima í ólíkum um- ræðuefnum. Hvers konar handa- vinna og útsaumur lék henni í höndum og mörg falleg peysan flaug af pijónum fram, að því er virtist fyrirhafnarlaust. Þuríður var sérstaklega heil- steyptur og hress persónuleiki og heilsugóð allt til síðastliðins árs, að vanheilsu gætti og olli því, að hún þurfti að fara á spítala, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Ég og fjölskylda mín þökkum Þuríði allar ánægjustundir og trygga vináttu í öll þessi ár. Við vitum, að vel hefur verið tekið á móti henni og geymum bjarta minn- ingu hennar í huga okkar. Guð varðveiti hana og blessi. Elín K. Thorarensen + | SIEMENS Útför EINARS JÓNSSONAR, læknamiðils, fór fram á Einarsstöðum 1. mars sl. Þökkum þá virðing og vinarhugi er umvafiö hafa okkur við fráfall elskaðs föður og eiginmanns. Guð blessi ykkur öll. HSliK—M (J^) (|^ j I® Olga Marta, Erla Ingileif og dætur. t Útför eiginkonu minnar, EYÞÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR, Aragerði 12, Vogum, verður gerð frá Ríkissal Votta Jehóva, Sogavegi 71, Reykjavík, föstudaginn 6. mars kl. 14.00. Jarösett verður í Gufuneskirkjugarði. f Siwamat580þvotta- vélin frá Siemens Halldór Ágústsson. fyrir vandlátt fóik + Útför móður minnar, tengdamóöur og ömmu, JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, fyrrv. starfsmanns Sundhallar Reykjavíkur, Bergþórugötu 55, 4 4 4 lÁfangaþeytivinding fyrir allan þvott. líka ull. Mesti vindu- hraði: 1100 sn./mín. ► Sparnaðarkerfi þegar þvegið eríhálffylltri vél. ISkyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annað sem lítið er búið að nota. ► Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. ► Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. ►Allar leiðbeiningar á íslensku. V/a SIEMENS eru gæði, ending >g fallegt útllt ávallt sett á tddinn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. verður gerð frá Fríkirkjunni á morgun, 6. mars, kl. 10.30. Erla Benediktsdóttir Bedinger, George M. Bedinger, Benedikt Jónsson. 4 4 Lokað Vegna útfarar Ásdísar Pétursdóttur verður skrifstofan lokuð í dag. Hæstaréttarlögmenn Ólafur Þorgrímsson, Kjartan Reynir Ólafsson. 1 A c c

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.