Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 59 Sturla og Tómas skoruðu 26 stig hvor STURLA Örlygsson og Tómas Holton voru í aðalhlutverkum hjá Val sem bar sigurorð af Haukum í gærkvöldi í jöfnum og skemmti- legum leik. Báðir skoruðu þeir 26 stig og áttu stærstan þátt í því að Valsmenn náðu að vinna upp forskot Hauka í síðari hálf- leiknum. Blóma- leikur KOLBRÚN Leifsdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik með ÍS í körfu- bolta í gærkvöldi og fékk að sjálfsögðu blómvönd fyrir leikinn gegn IR, sem Stúdínur unnu 48:27. Leikmenn beggja liða virtust eiga í nokkrum erfiðleikum með að hitta í körfuna á fyrstu mínútum en eftir þær batnaði hittnin til muna. Það voru Valsmenn sem leiddu naumlega lengst af fyrri hálfleiks en Henning Henningsson hélt Haukum þó alltaf við efnið með górði hittni. í síðari hluta hálf- leiksins fór Pálmar Sigurðsson í gang og þá var ekki að sökum að spyrja - Haukar náðu yfirhöndinni. Sturla Örlygsson var atkvæða- mikill fyrir Val í síðari hálfleiknum og bilið á milli liðanna minnkaði, Valsmenn náðu síðan yfirhöndinni eftir slæman kafla Hauka þar sem ekkert gekk, og héldu henni til loka. Sem fyrr sagði áttu þeir Tómas og Sturla góðan dag með Val og þá var Leifur atkvæðamikill í frá- köstunum. Henning og Pálmar áttu góðan leik á köflum en duttu niður í með- almennskuna þess á milli. Leik- menn Hauka virtust vera allt of ragir við að gefa boltann á Ingimar sem oft var óvaldaður undir körf- unni og þá kom það mikið niður á liðinu hve fáum varnarfráköst það náði. Kristbjörn Albertsson og Sig- urður Valgeirsson dæmdu lengst af ágætlega en gerðu nokkrar slæmar skyssur í síðari hálfleik. FE Leikurinn í tölum íþróttahús Seljaskólans 4. mars 1987. Urvalsdeildin i körfu. Valur-Haukar 93:85 (44:47) 14:14, 21:16, 29:24, 38:27, 38:38, 42:47, 44:47, 46:52, 54:54, 67:58, 74:61, 85:68, 85:72, 93:85. STIG VALS: Sturla Örlygsson 26, Tómas Holton 26, Leifur Gústafsson 14, Torfi Magnússon 8, Björn Zoega 8, Páll Arnar 7, Einar Ólafsson 4. STIG HAUKA: Pálmar Sigurðsson 25, Henning Henningsson 24, ívar Ás- grímsson 13, Ingimar Jónsson 8, Bogi Hjálmtýrsson 6, Ólafur Rafnsson 5, Tryggvi Jónsson 4. Símamynd Reuter Létt hjá Gladbach Mönchengladbach átti ekki í erfiðleikum með Guimares frá Portúgal í Evrópukeppni félagsliða í gærkvöldi. Þjóðverjarnir unnu 3:0 og skor- uðu Criens og Krauss, en það þriðja var sjálfsmark hjá Heitor. Á myndinni er Uwe Rahn í lausu lofti eftir að hafa verið felldur af leik- manni portúgalska liðsins. Morgunblaöiö/RAX • Lárentsínus Helgi Agústsson, besti maður leiksins, skellir hér í gólf stúdenta með miklum tilþrifum. Þróttarar leika við Fram í úrslitum ÞRÓTTUR mun leika til úrslita við Fram í íslandsmótinu í blaki en i' gær unnu þeir lið ÍS í sfðari leik liðanna með þremur hrinum gegn engri. Þróttarar fóru hreinlega á kost- um í fyrstu hrinunni og unnu hana 15:7 eftir að þeir komust í 11:1. Blikar og Víkingur leika aftur ÍS leikur til úrslita í íslandsmóti kvenna í blaki að þessu sinni en UBK og Víkingur verða að leika þriðja leikinn. ÍS vann Þrótt í gær 3:1 eins og í fyrri leiknum en Víkingur tapaði fyrir UBK þannig að liðin verða að leika aftur um réttinn til að leika til úrslita við ÍS. Úrslitin í leik Víkings og UBK urðu 11:15, 15:12, 6:15 og 7:15. Tæpt hjá Dundee Frá Bob Hennessy á Englandi. KEVIN Gallacher skoraði fyrir Dundee United á 2. mínútu gegn Barcelona í gærkvöldi í Evrópu- keppni félagsliða og það reyndist eina mark leiksins. Tæpara gat það ekki verið og nægir varla til að komast áfram. Skotarnir léku mjög vel og féllu dýru mennirnir alveg í skuggann. „Peningasóun" sungu áhorfendur og beindu orðum sínum að Hug- hes og Lineker, sem fengu aldrei frið. Reyndar misnotaði sá síðar- nefndi mjög gott marktækifæri. Bestur hjá Barcelona var Carr- asco, en hann var bókaður í leiknum og verður í banni í seinni viðureigninni, sem ferfram á Spáni eftir hálfan mánuð. Paul Sturrock var bestur hjá Dundee United. Móttaka stúdenta var léleg en hjá Þrótti var allt annað uppi á ten- ingnum. Móttaka þeirra var mjög góð. í næstu hrinu brá fyrir nýlegri hlið hjá Þrótti. Þeir tóku marga bolta upp eftir að hafa skellt í há- vörn ÍS og var Jón Árnason þar fremstur í flokki. Stúdentar komust í 11:7 en þá komst Jón í uppgjöf og fékk þrjú stig og virtist það gefa Þrótti aukinn kraft og þeir unnu 15:12. Þriðja hrinan var sú furðuleg- asta. Þróttur komst í 11:4 á nokkrum mínútum en síðan fór allt í baklás hjá þeim og stúdentar söxuðu á forskotið og náðu að minnka það í 13:14. Friðbert Traustason fékk mörg stig með erfiðum uppgjöfum á þessum kafla. Eftir að Þróttur hafði fengið níu tækifæri til að Ijúka hrinunni tókst þeim það loksins, eftir 34 mínútur, og unnu þeir síðustu hrin- una 16:14. Bestur hjá Þrótti var Lárentsín- uns Helgi Ágústsson. Hann var frábær í móttökunni og mjög sterk- ur í sókninni. Furðulegt að hann skuli ekki valinn í landsliðið, og þó ef til vill ekki furðulegt því lands- liðsþjálfarinn hefur lítið fylgst með leikjum bestu liðanna í vetur. Aörir í Þrótti sem voru góðir voru Jón Árnason og Sveinn B. Hreinsson. Hjá ÍS voru Páll Svans- son og Þorvarður Sigfússon sterkir í sókninni og mesta furða hvað Friðbert Traustason náði að spila upp slöku framspili félaga sinna. -sus EVRÓPUÚRSLIT Evrópukeppni meistaraliða Bayern Miinchen (V-Þýskalandi)- Anderlecht(Belgíu) ................ 5:0 Rummenigge (15.), Pflúgler (28.), Höness (69. og 87.), Wohlfarth (90.). Áhorfendur: 16.000 Rauða Stjarnan (Júgoslavlu) - Real Madrid (Spánl) ................. 4:2 Djurovski (7.), Djurovic (12.), Cvetkovic (39.), Jankovic (84.) Sanchez (66. og 87.mín.). Áhorfendur: 95.000 Porto (Portúgal) - Bröndby (Danmörku) ............................. 1;0 Madjer (71.). Áhorfendur:70.000 Besiktas (Tyrklandi) - Dynamo Kiev(Sovótrikjunum) ............ frestaö Evrópukeppni bikarhafa Bordeaux (Frakklandi) - Torpedo (Sovétrikjunum) ................... 1:0 Fargeon (65.) Áhorfendur:40.000 Zaragoza (Spáni) - Vitosha (Búlgariu) ............................. 2:0 Elvira (56.), Carcia-Cortes (77.). Áhorfendur: 14.000 Malmö (Sviþjóð) - Ajax (Hollandi) ............................ frestaö Lokomotiv (A-Þýskalandi) - Sion (Sviss) ........................... 2:0 Olaf Marschall (87.), Hans Richter (90.). Áhorfendur: 21.000. Evrópukeppni félagsliða Dundee Utd. (Skotlandi) - Barcelona (Spáni) ....................... 1:0 Gallacheer (2.). Áhorfendur: 22.500 Gladbach (V-Þýskalandi)- Guimaraes (Portúgal) ..................... 3:0 Criens (7.), Krauss (40.), Heitor (66.) sjálfsmark. Áhorfendur: 19.000 Gautaborg (Svíþjóö)-Inter Milan (Itaiiu) .......................... 0:0 Áhorfendur: 43.000. Tórínó (Ítaliu)-Tyról (Austurriki) ................................ 0:0 Áhorfendur:40.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.