Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 7
MEÐAL EFNIS ÍKVÖLD LEITIN (Missing). Sissy Spacek og Jack Lemmon eru i aðalhlut- verkum i þessari mögnuðu mynd. Myndin gerist eftir vald- aránið iChile árið 1973. Ungur bandaríkjamaður hverfur og faðirhans og eiginkona reyna að grennslast fyrir um afdrif hans. Myndin erbyggð á sann- sögulegum heimildum. gnmnmi 20:45 Laugardagur HALLÓ DOLLÝ olly). Barbra Streisand, ter Matthau og Louis ng leika aðalhlutverkin i dans- og söngvamynd. ykir vera ein viðamesta 'rning sem fest hefur ve- rið á filmu. (Hello D Waltl Armstro þessari Þetta þ skrautsi 20:45 Sunnudagur Á FERD OG FLUOI JIVflÐEVDf Jón Gústafsson og Unnur Steinsson heimsækja Akureyri og kanna hvað bærinn hefur uppá að bjóða sem ferðastað- ur. □ STÖÐ2 Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykillnn faarA þúhjá Heimillstaakjum Heimilistæki hf S:62 12 15 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Ráðinn til Útsýnar HELGI Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri hjá Ferðaskrif- stofunni Útsýn hf. Hann tekur til starfa á næstu dögum við hlið Ingólfs _ Guðbrandssonar sem stofnaði Útsýn fyrir aldar- þriðjungi og hefur veitt ferða- skrifstofunni forstöðu siðan. Þeir Ingólfur og Helgi munu báðir starfa sem forstjórar hjá Útsýn hf., en Ingólfur Guðbrands- son hyggst smám saman minnka við sig daglega stjórnun og flytja sig síðan úr starfi forstjóra og taka við stöðu stjórnarformanns ferðaskrifstofunnar. í ársbyijun 1986 seldi Ingólfur Guðbrandsson 50% af Ferðaskrif- stofunni Útsýn til nýrra aðila sem gengu til samstarfs við hann. Þá var stofnað hlutafélag um rekstur- inn. Þeir Ingólfur og Helgi hafa átt sæti í stjóm félagsins frá upp- hafi. Auk þeirra sitja í stjóm Ferðaskrifstofunnar Útsýnar hf. þeir Órpar Kristjánsson, Andri Már Ingólfsson og Magnús Gunnars- son. Engin breyting á salt- fisksölu til Portúgals - þrátt fyrir samdrátt í olíuviðskiptum OLÍUVIÐSKIPTI milli íslands væm því úr sögunni og aukin olíu- viðskipti við Sovétmenn kæmi ekkert niður á viðskiptum við Port- úgali. c. \\ gg|P m og Portúgal hafa dregist mjög saman síðasta árið vegna þess að sá útflutningur er ekki leng- ur hagkvæmur fyrir Portúgal. Því koma fyrirhuguð aukin oliu- viðskipti við Sovétmenn ekki niður á öðrum viðskiptum Is- lands og Portúgal, en fyrir tveimur árum gerðu þessar þjóðir með sér tvíhliða sam- komulag um saltfiskkaup Portúgala og bensínkaup Is- lendinga. Í samtali við Morgunblaðið sagði Matthías Bjarnason við- skiptaráðherra að Portúgalir hefðu ekki lengur áhuga á olíuviðskipt- um við íslendinga, eftir að olíuverð hefur lækkað eins og raun ber vitni. Olíuhreinsistöðvum hefur verið lokað og því verða Portúgal- ir verða að kaupa hreinsun á olíu að og slík vinnsla er varla hag- kvæm eins og er. Matthías sagði að tenging salt- fiskútflutnings við bensínkaup Helgi Magnússon Helgi Magnússon er 38 ára við- skiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Hann er kvæntur Örnu Einarsdóttur hjúkrunarfræð- ingi. (Fréttatilkynning frá Útsýn) 930.000 lestir af loðnu komn- ar á land GÓð loðnuveiði var í fyrradag, en bræla var á miðunum út af Garð- skaga aðfaranótt fimmtudagsins. Alls hafa um 930.000 lestir borizt á land frá upphafi vertíðar, en leyfilegur kvóti er 1.015.000 lest- ir. Einhver skip hafa tekið tvo auka túra, sem dragast frá kvóta þeirra á næsta ári og því eru ná- lægt 100.000 lestir eftir af kvótan- um. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á miðvikudag: ísleifur VE 500, Dag- fari ÞH 450, Húnaröst ÁR, 580, Júpíter RE 500, Víkingur AK 380, Magnús NK 450, Gígja VE 750, Harpa RE 500, Hilmir SU 1.100, Grindvíkingur GK 416, Bjarni Ólafs- son AK 500 og Jón Finnsson RE 750. Síðdegis á fimmtudag hafði eitt skip tilkynnt um afla. Það var Helga II RE, sem var með 530 lestir. Hamrahlíðarkórinn kominn úr tónleikaf ör til ísrael: Uppselt á suma tón- leikana fyrir hálfu ári Blessun yfir þessari ferð, segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri ÞETTA var alveg stórkostleg ferð og það virtist vera einhver bless- un yfir henni, því ekkert kom fyrir þrátt fyrir mikil og erfið ferðalög. Viðtökur áhorfenda voru frábærar og sumsstaðar var uppselt átón- leika okkar fyrir hálfu ári, sem okkur þótti sæta miklum tíðindum," sagði Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri sem nýkomin er til Islands ásamt Hamrahlíðarkórnum eftir hljómleikaferð um Israel. o INNLENT Hamrahlíðarkórinn hélt 12 tón- leika á 14 dögum í fsrael og ferðaðist á þeim tíma allt frá Beers- heba í suðri til Haifa í norðri. Kórinn hélt meðal annars tónleika í aðaltónleikahúsi Jerusalem og tvenna tónleika í næststærsta hljómleikasal Tel Aviv borgar. Alls ferðaðist kórinn tæpa 4000 kíló- metra á þessum 14 dögum að sögn Þorgerðar. Þorgerður sagði að þessi tón- leikaferð hefði verið undirbúin af Avner Hai, sem er þekktur kór- stjóri í ísrael. Hai hefur fylgst með kórnum gengum árin frá því að hann hélt tónleika í ísrael fyrir 10 árum. Þá vakti kórinn mikla hrifn- ingu og Hai skrifaði mjög lofsam- lega um hann í ísraelsk blöð. Efnisskrá kórsins í ísraelsförinni byggðist upp á íslenskum verkum fyrir hlé og síðan erlendum verkum eftir hlé. Kórinn söng til dæmis lög við biblíutexta, bæði norræna og evrópska. „Við sungum einnig negrasálma, ef tilefni þótti til, með- al annars á tónleikunum kvöldið eftir að við heimsóttum Jeriko, þá sungum við gamla sálminn um Joshua með mikilli tilfinningu. Viðtökumar sem við fengum voru frábærar enda em ísraelar tónelskt fólk og músíkaiskt. Það var dásamleg tilfínning að fínna að þessi tónlist úr norðrinu gat hrifíð fólkið þama með sér,“ sagði Þor- gerður ennfremur. Alls vom 48 manns í hópnum sem fór til ísrael, þar af 43 kórfélagar, sem flestir em um og yfír tvítugt. Einnig var með í ferðinni Pétur Jónasson gítarleikari sem lék undir hjá kómum og flutti einnig nýlegt gítarverk eftir Hafliða Hallgríms- son um Jakobsstigann. Við flytjum í Síðumúla 8 Laugardaginn 7. mars nk. flytja verslanirnar Málarameistarinn og Heildverslun Þor- steins Gíslasonar, Nordsjö-umboðið á íslandi, sem verið hafa á Grensásvegi 50, í nýtt og betra húsnæði í Síðumúla 8, Reykjavík. IMordsjö-málningin og -lökk eru sænskar gæðavörur. Tintorama-litakerfið býður upp á þúsundir lita jafnt úti sem inni. Verið velkomin á nýja staðinn og sannfærist um að góð þjónusta getur orðið enn betri. Verslunin Málarameistarinn, Heildverslun Þorsteins Qíslasonar, Síðumúla 8, 108 Reykjavík. Símar 689045 og 84950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.