Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Ættfræðmámskeið hefjast að nýju ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ á veg- um Ættfræðiþjónustunnar hefj- ast 11. mars nk., er þetta jafnframt síðasta námskeiðið á þessum vetri. Boðið er upp á átta vikna grunnnámskeið (eitt kvöld eða síðdegi í viku) og einnig fimm vikna námskeið fyrir fram- haldshóp. Markmið þessara námskeiða er að gera menn færa um að rekja ættir sínar og annarra af kunnáttu- semi og öryggi, fyrst og fremst með notkun frumheimilda, auk út- gefinna ættfræðiverka. Fer kennsl- an að nokkru fram í fyrirlestrum, þar sem fjallað er um heimildir, aðferðir, vinnubrögð og hjálpartæki ættfræðinnar, en umfram allt veitir námskeiðið þátttakendum tækifæri og aðstöðu til rannsókna á eigin ættum og frændgarði. Gagnasafn og tækjabúnaður Ættfræðiþjón- ustunnar hefur verið stóraukinn síðan í haust, og hafa þátttakendur aðgang og afnot af §ölda heimilda, m.a. filmusöfnum af öllum mann- tölum frá upphafi til 1930, kirkju- bókum, skiptabókum, ættartölu- bókum osfrv., auk útgefínna niðjatala, stétta- og ábúendatala, íbúaskráa, manntala og annarra ættfræðiheimilda. Eru þátttakend- ur útveguð þau frumgöng, sem til þarf, s.s. ættartré, margvíslegar heimildaskrár og aðrar leiðbeining- ar. Fær hver og einn leiðsögn í þeirri ættarleit, sem hann kýs sem viðfangsefni í námskeiðinu. Forstöðumaður Ættfræðiþjón- ustunnar og leiðbeinandi á þessum námskeiðum er sem fyrr Jón Valur Jensson. Skráning á námskeiðin eru hafin hjá forstöðumanni. Kiwanisfélagar fjölmenntu við afhendinguna í Gerðaskóla. Garður: • " , Morgu n blaðið/Bernhard Vikurræktun í frauðplastkössum og pressuðum moldarplötum. Reykholtsdalur: Ræktun í afmörkuðum rót- argeymslum færist í vöxt Kleppjárnsreykjum. RÆKTUN þar sem ræturnar hafa takmarkað vaxtarrými fær- ist nú æ meira í vöxt. Algengasta ræktunarefnið er steinull. Stein- ullin er sérstaklega framleidd í þessu skyni og er því ekki hægt að nota sömu steinullina, sem framleidd er til einangrunar húsa, þar sem hún er blönduð oiíu og silikoni, svo er hún einn- ig spunnin öðruvísi. Samkvæmt tilraunum, sem gerð- ar voru á tilraunastöðinni Sappemer í Hollandi haustið 1985, leiddu í ljós að íslenskur vikur er ekki síðri en grodan-steinull. íslenskir garð- yrkjubændur hafa verið að prófa sig áfram með Hekluvikur og ár- angurinn verið misjafn. Fer hann nokkuð eftir þeim tæknibúnaði sem garðyrkjubændur hafa. Tvær nýjar aðferðir sá fréttaritari Morgun- blaðsins í Borgarfirði. Önnur aðferðin var fólgin í því að frauð- Kiwanisklúbburinn Hof gefur Gerðaskóla kennslutæki plastkassi var fylltur af vikri og plantað var 6 plöntum í kassann sem tekur 40 lítra, hin aðferðin fólst í því að nota pressaðar moldar- plötur. í raun og veru er nokkuð sama hvaða efni er notað svo lengi sem plantan fær öll þau næringar- efni sem hún þarfnast. En þá er spumingin hvers vegna að vera að standa í þessu, eigum við ekki nóg af mold? I moldinni er alltaf sveppa- gróður sem er óæskilegur og svo er dýrt og erfítt að sótthreinsa hana eftir hvert ræktunartímabil. Auð- veldara og ódýrara að skipta um vikur. Einnig sparast óvenju mikið vatn og áburður sem er dýr og full ástæða er að nota ekki meira en þarf af umhverfísvemdar sjónar- miði. En umfram allt er hægt að stjóma vexti plantanna miklu meira og jafnvel stýra uppskeru þannig að sveiflur verði minni á ræktun- artímabilinu. — Bernhard Garði. Sl. föstudag afhenti Kiwanis- klúbburinn Hof Gerðaskóla að gjöf skjá og myndbandstæki að verðmæti um 300 þúsund kr. Afhendingin fór fram í skólanum þar sem mættir voru skólastjóri, kennarar, nemendur og kiwanis- menn. Skjárinn eða „monitorinn" er af gerðinni Sony og er með 27 tommu skermi en myndbandstækið JVC og er það eitt fullkomnasta tæki sem nú er á markaðnum. Þá höfðu kiw- anismenn látið byggja utan um tækin glæsilegan skáp sem fyrir- tækið Húsabygging sá um. Skólastórinn Eiríkur Hermanns- son veitti tækjunum viðtöku og þakkaði kiwanismönnum hlýhug til skólans. Tækin verða notuð sem kennslutæki og hafa fyrstu spólum- ar nú þegar verið leigðar en þær eru til kennslu í náttúrufræði. — Arnór i 'A * Morgunblaðið/Amór Jóhannes Arason forseti Hofs afhendir Eiríki Hermannssyni skóla- stjóra Gerðaskóla kennslutækin til eignar. Fijálst framtak: íslensk fyrirtæki 1987 FRJALST framtak hf. hefur nú sent frá sér bókina „íslensk fyr- irtæki 1987“. Er þetta i sautjánda sinn sem Fijálst framtak gefur út slíka fyrirtækjaskrá. Bókin Islensk fyrirtæki skiptist í fímm meginkafla. Fyrsti kaflinn fjallar um íslensk útflutningsfyrir- tæki, annar kaflinn er vöru- og þjónustuskrá, þriðji kaflinn er um- boðaskrá, fjórði kaflinn er fyrir- tækjaskrá og fimmti kaflinn er skipaskrá. í kaflanum vöru- og þjónustuskrá er greint frá því hvaða fyrirtæki versla með ákveðna vöm eða þjónustu og í umboðaskránni eru upplýsingar um hvaða fyrirtæki eru með umboð fyrir ákveðnar vör- ur eða vörumerki. Fyrirtækjaskráin er fyrirferðarmesti kafli bókarinn- ar. Þar er greint frá um 9.500 starfandi fyrirtækjum á íslandi og veittar um þau ýmsar upplýsingar, m.a. hvert er heimilisfang þeirra Að lifa með kransæðasjúkdóm og verjast honum Nærri 2000 íslendingar leggjast árlega í sjúkrahús vegna sjúkdómsins eða u.þ.b. 5 á dag! Bók með hollum og fyrirbyggjandi ráð- um fæst í bóka- verslunum og í Hagkaup eftir kl. 4 f dag. Félag velunnara Borgarspítalans. Mannskæðasti kvilli heims f dag Erla Einarsdóttir og nafnnúmer. Um flest fyrirtækir eru nánari upplýsingar, m.a. fjallar um starfssvið þoirra og stjómun. ‘ skipaskránni eru veittar upplýsing- ar um öll íslensk skip, m.a. greini frá einkennisstöfum þeirra, stærð skráningu, vélartegund, eiganda og fl. Ritstjóri bókarinnar íslensk fyrir- tæki er Erla Einarsdóttir og er þettí fjórða árið sem hún ritstýrir bók- inni. Bókin er 1.124 blaðsíður. Húr er prentunnin hjá Prentstofu G Benediktssonar í Kópavogi og bundin hjá Bókfelli hf. Kápuhönnur annaðist Auglýsingastofa Emst Bachmanns. (Fréttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.