Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 38
 ?s?pr 'í’fl/iu a QnrvA.rrTTTyö'íí QTria jwi/Tn^AM MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég er ekki sérlega ánægður með núverandi stöðu og vil gjam- an vita almennt um hæfi- leika mína. Það sem ég þarf að varast og hvað er fram- undan á næstu árum. Ég er fæddur 29.8.46 kl. 12.30 í Rvík.“ Svar: Þú hefur Sól í Meyju, Tungl, Neptúnus, Mars, Venus og Júpíter í Vog, Sporðdreka Rísandi og Merkúr í Ljóni á Miðhimni. Öryggi Sól í Meyju táknar að þú ert í innsta eðli þínu jarðbund- inn og þarft að fást við hagnýt og uppbyggileg mál. Slíkt er forsenda þess að þú haldir fullri lífsorku. Hand- verk, sölustörf eða viðskipti gætu átt vel við. Fullkomnunarþörf Það sem þú þarft að varast er að vera of smámunasam- ur og nákvæmur. Þú þarft að varast að láta fullkomn- unarþörf stöðva þig og leiða til neikvæðrar sjálfsímyndar og vantrausts. Þú þarft einnig að varast óákveðni og ósjálfstæði, að hugsa of mikið um það sem öðmm finnst. Draumlyndur Margar plánetur í Vog benda til þess að þú hafir sterkt ímyndunarafl og list- ræna hæfileika. Þú ert einnig draumlyndur og átt til að vera utan við þig. Þú hefur sterka þörf til að upp- hefja lífið, að fást við mál sem eru fyrir utan hinn gráa og venjulega vemleika. Hættan sem slíku fylgir er sókn í vímugjafa, s.s. áfengi. Listmálari Best er fyrir þig að fá útrás fyrir þessa þörf í gegnum listir. Ágætt gæti t.d. verið að mála. Þú ættir því að skella þér út í næstu máln- ingarverslun og kaupa striga og liti, þ.e. ef þú hef- ur ekki þegar gert slíkt (ekki láta fullkomnunarþörfina stöðva þig. Þetta kemur með tímanum). Trúmál Önnur leið, sem er góð útrás fyrir lífsupphafningu, er sú að leggja rækt við trúmál. T.d. gæti verið gott fyrir þig að fara reglulega í kirkju. Togstreita Það er alltaf erfitt að vera samsettur úr tveim ólíkum þáttum. í þínu tilviki hinum jarðbundna Meyjarþætti og hinum listræna og andlega Vogarþætti. Hættan er sú að farið sé úr einu í annað, að útkoman verði hvorki hið efnalega öryggi Meyjunnar né að hinir andlegu og list- rænu hæfileikar Vogarinnar nái þroska. Lausnin er sú að viðurkenna báða þættina, að leggja rækt við hvort um sig og forðast að láta annað gera lítið úr hinu. Miölun Aðrir hæfileikar þínir liggja í því að skrifa, tjá þig og miðla upplýsingum til ann- arra. Þú ert t.d. ágætur ræðumaður og sölumaður. Vinnutímabil í apríl fer Júpíter inn í 6. hús. Þá ætti að hefjast vinnutímabil sem varir allt næsta ár, þ.e. vöxtur og þensla verður á sviðum sem tengjast vinnu. Það gæti einnig átt við um heilsumál. Þörfin til að upphefja lífið verður áfram sterk. Þú ættir því að fara í kirkju og mála. Á árinu 1989 og 1990 verða rótttækar breytingar, agi, regla og nýir siðir. GARPUR GRETTIR \o-\e> ( ALLIf? GETA *) EN pAO KRefSTM\KllLAR PJÁLF- /fiFT SlG ... \ UNAR Ae> SOFA SVONA LENGI i O O 1 ° 0 fXo lj „v," * | (p- I § ^**-*^<*^^^ © TOMMI OG JENNI AAH ! TOMM\ ETR AB> E"LTA \SKOTTIp 'A SÉZ e\M5 OG KETT L,NGUR HONU/M ER ILLA y\U/V\ INGINN ER VlPAiyNP/NA SEAf ,) \ ALVEG K ÞOSASTVIO / JV^EFINK^ \ 5KOTTIPA FERDINAND It WG5 a sort of dark and kind of stormy niqht. 1) Það var dimm og storm- Á ég að segja þér hvað er Það vantar dulúð í þær. söm nótt. að sögunum þínum? Það var eins konar dimm og eins konar stormsöm nótt. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Við erum að skoða útfærslu Edwins B. Kantars á þessari sagnstöðu: Norður Suður 1 spaði 2 hjörtu 3 hjörtu ? Við erum sammála um að þijú hjörtu gefi til kynna slemmuáhuga. Nú merkja þrír spaðar suðurs að hann sé líka spenntur fyrir slemmu og eigi óupplýst einspil. Við þeirri sögn á opnarinn þijá möguleika: (a) Hann getur slegið af með fjórum hjörtum. (b) Sagt þijú grönd og spurt um einspilið. (c) Sagt frá eigin einspili ef hann á það. Lítum á dæmi: Vestur Austur ÁG987 D62 ÁG65 KD8432 K5 4 108 ÁD5 1 spaði 2 hjörtu 3 hjörtu 3 spaðar 3 grönd 4 tíglar 4 hjörtu Pass Vestur spyr um einspilið með þremur gröndum og missir lyst- ina á slemmu þegar í ljós kemur að það er í tígli. Ánnað dæmi: Vestur Austur DG876 3 ÁD3 KG9876 Á765 G42 2 ÁK10 1 spaði 2 hjörtu 3 hjörtu 3 spaðar 4 lauf 4 hjörtu Pass Þama velur vestur að segja frekar frá einspili sínu en spyija makker, og það skýrist strax að spilin koma illa saman. Velji vestur hins vegar að spyija um einspilið með þremur gröndum myndi austur koma spaðaein- spilinu til skila með fjórum hjörtum — ekki ijórum spöðum. SMAFOLK SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á OHRA-skákmótinu í Amst- erdam í sumar kom þessi staða upp í meistaraflokki í viðureign alþjóðlegu meistaranna Braga, Ítalíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Langeweg, Hollandi. 21. Hxa5! og svartur gafst upp, því eftir 21. — bxa5 fær hann á sig hinn mjög svo óþægilega leik 22. Bb5! .'■W:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.