Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Solveig Lára Guðmundsdóttir Gísli Jónasson Agnes M. Sigurðardóttir Hvers vegna viljum við afnema prestskosningar? Á síðasta ári fóru fram all- margar prestskosningar hér- lendis. í nokkrum prestaköllum var umsækjandi aðeins einn en í öðrum voru umsækjendur fleiri og fór þá fram kosningabarátta, sums staðar nokkuð harðskeytt. Þeir prestar sem sigruðu í kosn- ingunum i Reykjavík og grennd hafa gert grein fyrir afstöðu sinni til prestskosninga að feng- inni þessari reynslu. Hafa þeir sent það alþingismönnum til at- hugunar, en frumvarp um veit- ingu prestakalla er nú fyrir alþingi. Sigurvegurum síðustu prests- kosninga farast svo orð: Við undirritaðir prestar, sem öll höfum tekið þátt í prestskosningum á árinu 1986, og raunar sigrað í þeim hildarleik, viljum fagna fram- komnu frumvarpi á alþingi um afnám prestskosninga. Jafnframt viljum við skora á hæstvirtan kirkjumálaráðherra og alþingis- menn alla að stuðla að því, að frumvarpið verði samþykkt sem lög á yfírstandandi þingi. Á undanfömum árum hafa prest- ar oft ályktað gegn núverandi kosningafyrirkomulagi, svo og þjóð- kirkjan sem slík, t.d. með sam- þykktum kirkjuþings á liðnum árum. Enda má leiða að því marg- vísleg rök, að þetta fyrirkomulag sé kirkjunni beinlínis til skaða. Verða hér tilgreind nokkur þeirra: 1. Helstu rök fylgjenda prests- kosninga hafa oft verið þau að þetta fyrirkomulag sem nú er viðhaft sé lýðræðislegt. Þetta teljum við al- rangt, endahlýtur kosning upp á lífstíð að vera hrein skrípamynd af lýðræðinu. Lýðræðislegar kosn- ingar fela jafnan í sér heimild og möguleika til endurmats og endur- kjörs. Menn eru kosnir til ákveðins tíma og verða síðan að endumýja umboð sitt. Engu slíku er til að dreifa í prestskosningum, heldur kýs söfnuðurinn prest, jafnvel upp á lífstíð. Það getur varla kallast lýðræði að prestar skuli einir allra embætt- ismanna þurfa að fara í gegnum kosningar til að fá embætti. I þessu sambandi má minna á að fæstum dettur í hug að kjósa lækna, sýslumenn, skólastjóra, kennara, ljósmæður eða aðra emb- ættismenn. Á það má einnig benda að venju- lega snúast lýðræðislegar kosning- ar um pólitískt vald, en ekki um stöðu eða embættisveitingar. Enn má benda á að ýmislegt er sameig- inlegt með prestskosningum og prófkjömm stjómmálaflokkanna, en reynslan af þeim hefur verið æði misjöfn eins og kunnugt er. 2. Kosningabaráttan leiðir oft af sér mikla sundmngu og flokka- drætti. Orðrómi, oft misjöfnum, jafnvel gróusögum, er stundum komið á framfæri og geta jafnvel svipt menn æmnni. Þá gefur það augaleið, að djúpstæður og heiftug- ur flokkadráttur gerir þeim umsækjanda sem kosninguna vinn- ur, ákaflega erfítt að rækja prests- starfíð meðal þeirra í söfnuðinum, sem vom honum andvígir í hita baráttunnar. Em mörg dæmi þess „Má því fullyrða að nú- verandi kosningafyrir- komulag sé andstætt hirðis- og þjónustuhlut- verki prestsins. Hefur það oft orðið kirkjunni og söfnuðinum til mik- ils tjóns.“ að ekki grær um heilt þótt áratug- ir líði. Kosningar hafa jafnvel beinlínis orðið til þess að kljúfa söfnuði. Má þvi fullyrða að núver- andi kosningafyrirkomulag sé andstætt hirðis- og þjónustuhlut- verki prestsins. Hefur það oft orðið kirkjunni og söfnuðunum til mikils tjóns. 3. Þá er það reynsla margra presta, sem sótt hafa burt frá söfn- uði sínum og tekið þátt í kosninga- baráttu með öllu því umstangi og langri fjarvem, sem því fylgir (jafn- vel 1—2 mánuði), að það hefur mjög neikvæð áhrif. Mörgum finnst sem presturinn sé með þessu að svíkja söfnuð sinn og í raun að lítilsvirða það fólk sem þar býr. Sumir eiga jafnvel eriftt með að líta prestinn sömu augum og áður, ef hann snýr til baka í söfnuðinn eftir að hafa tapað kosningum. 4. Við undirrituð leyfum okkur að fullyrða, að eftir að hafa öll á síðasta ári gengið í gegnum kosn- ingabaráttu að viðhorf safnaðar- fólks til prestskosninga er almennt neikvætt, þegar menn á annað borð hafa þurft að standa frammi fyrir því að velja sér prest með þessum hætti. Mjög margir hafa lýst and- úð sinni og furðu á því við okkur, að þetta fyrirkomulag skuli enn viðhaft. Menn séu neyddir til að velja milli margra hæfra umsækj- enda, sem þeir þekkja lítið og hafa oft engar forsendur til að velja á milli. Þess eru jafnvel dæmi, að menn varpi hlutkesti eða skipti at- kvæðum fjölskyldumeðlima jafnt milli umsækjenda, til að þurfa ekki að gera upp á milli manna. Aðrir kjósa einfaldlega að sitja heima. 5. Mismunun er mikil milli manna. Fjölskylduaðstæður, bú- seta, fjárhagslegar aðstæður, frændgarður o.fl., getur jafnvel ráð- ið úrslitum í kosningum. Margfir hafa hreinlega ekki fjár- hagslegt bolmagn til að fara út í kosningar. Þess eru dæmi, að kosn- ingabaráttan geti kostað sem nemur 3—4 mánaðarlaunum sókn- arprests, eða allt að 200.000 kr. Þeir sem koma beint frá próf- borði eða úr öðrum störfum en preststörfum standa jafnvel enn verr að vígi en flestir aðrir. Þeir missa m.a. yfirleitt laun meðan á baráttunni stendur. 6. Kosningar verða oft mjög per- sónulegar. Ekki er yfirleitt kosið um stefnu eða málefni heldur um persónur. Kosningabaráttan getur því og hefur snúist upp í mikinn persónulegan harmleik fyrir umsækjendur, ekki síst þegar það gerist að menn falla aftur og aftur í kosningum, sem vitaskuld þarf engan veginn að vera neinn mæli- kvarði á hæfni prests í starfi. Menn fá á sig óhæfnisstimpil, sem erfitt er að hreinsa af sér. Getur það orð- ið mikið persónulegt álag fyrir viðkomandi prest og fjölskyldur þeirra og mótað allt þeira líf. Sem afleiðing af þessu öllu má fullyrða, eins og áður hefur komið fram, að prestskosningafyrirkomu- lagið komi beinlínis í veg fyrir að sumir kandídatar sæki um embætti og að prestar sæki um nýjar stöð- ur. Þá má benda á, að starfsreynsla, menntun og fleiri þættir sem venju- lega koma til álita við umsóknir manna um störf, koma oft að litlu eða engu leyti til álita þegar geng- ið er til prestskosninga. Þegar öll þau rök sem hér hafa verið nefnd eru skoðuð af heiðar- leika, sanngimi og víðsýni, þarf engan að undra, þótt prestar séu nær undantekningarlaust mótfalln- ir því kosningafyrirkomulagi, sem nú er viðhaft. Reykjavík 5. febrúar 1987, Solveig Lára Guðmundsdóttir Seltj arnarnespr estakalli, Gísli Jónasson Breiðholtsprestakalli, Hjörtur Magni Jóhannsson Útskálaprestakalli, Halldór Reynisson Hrunaprestakalli, Agnes M. Sigurðardóttir Hvanneyrarprestakalli. Selfoss: Fyrsta skóf lustung- an tekin að nýrri lögreglustöð Selfoss. FYRSTA skóflustungan var tekin að nýrri lögreglustöð á Selfossi þriðjudaginn 3. mars. Það var Jón Helgason dóms- málaráðherra sem lýsti með því framkvæmdir formlega hafnar við hina nýju lögreglustöð. Lögreglustöðin mun rísa við hlið skrifstofuhúss Ámessýslu á homi Árvegar og Hörðuvalla. Lögreglan er nú til húsa í gömlu húsi, Aðalbóli, og mun allur að- búnaður batna og vinnuaðstaða með tilkomu nýju stöðvarinnar. I nýju lögreglustöðinni verða fangageymslur en slík aðstaða hefur ekki verið fyrir hendi á Selfossi. Fyrsti hluti framkvæmdanna, jarðvinna, hefur verið boðinn út og átti Sigurður Karlsson verk- taki lægsta tilboðið, 1,9 milljónir króna, en kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á rúmar 4 milljónir. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 15 milljónum til byggingar lögreglustöðvarinnar. Smíði alls hússins verður boðin út í vor en byggingartími er áætlaður tvö ár. Sig.Jóns. Jón Helgason tók fyrstu skóflustunguna að nýrri lögreglustöð á Selfossi. Nokkur hópur var mættur við athöfnina, þar á meðal Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og fulltrúar úr dóms- og fjármálaráðu- neyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.