Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 fclk í fréttum ^ )bL Elton John kominn á fætur Breski popparinn Elton John er kominn á fætur eftir hálsað- gerðina, sem hann þurfti að gangast undir ekki alls fyrir löngu. Langt er þó þar til að hann getur farið að beita röddinni á ný svo að hann hefur sig hægan í bili. Þegar Elton John sýndi sig loks var hann býsna „fríkaður" í útliti, eins og einhveijir myndu segja, en tækifærið var afhending tónlistar- verðlauna í Ástralíu. Þeir sem fylgst hafa með ferli Elton Johns muna eflaust eftir því að hann barðist í fjölmörg ár við skallann og var orðinn jafnþekktur fyrir hatta og gleraugun áður. Þá greip hann gamalkunnugt ráð og lét græða hár á hvirfílinn þar sem farið var að næða um. Var því al- mennt fagnað, þar sem téður skalli þótti yfírleitt ekki til fyrirmyndar. Nú bregður hins vegar svo við að hann hefur klippt ígrædda hárið mjög snöggt og litað það silfur- grátt. Til þess að bæta bláu ofan á grátt eru rakaðir þríhymingslagaðir „gaddar“, í hárið að aftanverðu og þau hár sem eftir eru Iituð fagurblá! Sérkennilegur svipur á kappanum. Reuter COSPER C.OSPER ©PIB — Þad er rétt hjá bér, hún er rokna skvísa. __________„H^Sigur09 „Sigmiistinn * * LL íar - segir Eyjólfur Sveinsson formaður Vöku Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands efndi nýverið til svonefndrar „Lista- hátíðar", þar sem kynntir voru og samþykktir þeir frambjóðendur, sem Vaka teflir fram í komandi kosningum til Stúdentaráðs og Háskólaráðs. Þegar félagsmenn höfðu samþykkt uppstillingu kosn- ingastjómar var gengið til glasa og efnt til mikillar gleði, sem stóð fram eftir kvöldi. Um fímmtíu manns mættu á hátíðina, sem var haldin í Vökuheimilinu, Hverfísgötu 50. Þegar listinn hafði verið sam- þykktur með lófataki hélt Eyjólfur Sveinsson, formaður Vöku, stutta tölu, þar sem hann sagði stöðu Vöku í kosningunum framundan vera sterka. „Styrkur félagsins felst annars vegar í sterkri málefnastöðu og hins vegar í listum, sem skipað- ir em dugmiklum frambjóðendum, sem flestir hafa verið virkir í fé- lagslífí eða hagsmunabaráttu stúdenta. Einnig tel ég að megin- sjónarmið þau, sem Vaka hefur haldið í heiðri eigi hljómgmnn með- al stúdenta. Þau felast í þeirri skoðun okkar að Stúdentaráð sé Nýjasta tíska í Sovét Nú stendur til að tískuvæða sovéskar konur og mun það liður í framsókn Gorbachevs til vestrænni lífshátta en verið hef- ur. Er það að sjálfsögðu Raisa eiginkona hans, sem þar gengur undan með góðu fordæmi, en eins og íslendingum mun í fersku minni var hún gangandi auglýs- ing fyrir Dior meðan á dvöl hennar hér á landi stóð. Nú er farið að gefa út rússn- eska útgáfu af þýska tískublað- inu Burda, en í samtali við útgefanda þess, Aenne Burda, sagði Raisa að Sovétmenn gerðu sér Ijósari grein fyrir nauðsyn fallegra og vandaðra fata en áður, að sögn Tass-fréttastof- unnar. Talið hafði verið að Raisa yrði viðstödd tískusýningu á þriðju- dag, sem haldin var í tilefni útgáfunnar, en af einhveijum ástæðum kom hún ekki. Tass hafði það þó eftir henni að útgáfan sýndi hvað alþjóða- samvinna gæti eflt skilning þjóða á milli, en hún hrósaði sérstak- Iega tískuhönnuðum í Moskvu, Leníngrad og innlimuðu löndun- um við botn Eystrasalts. Fyrsta tölublað Burda var prentað í 100.000 eintökum og kostar hvert rúmar 300 krónur út úr búð. Utgefendur vonast til þess að seinna muni blaðið kom út í um tveimur milljónum ein- taka. Frá tískusýningunni, sem á er minnst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.