Morgunblaðið - 06.03.1987, Síða 46

Morgunblaðið - 06.03.1987, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 fclk í fréttum ^ )bL Elton John kominn á fætur Breski popparinn Elton John er kominn á fætur eftir hálsað- gerðina, sem hann þurfti að gangast undir ekki alls fyrir löngu. Langt er þó þar til að hann getur farið að beita röddinni á ný svo að hann hefur sig hægan í bili. Þegar Elton John sýndi sig loks var hann býsna „fríkaður" í útliti, eins og einhveijir myndu segja, en tækifærið var afhending tónlistar- verðlauna í Ástralíu. Þeir sem fylgst hafa með ferli Elton Johns muna eflaust eftir því að hann barðist í fjölmörg ár við skallann og var orðinn jafnþekktur fyrir hatta og gleraugun áður. Þá greip hann gamalkunnugt ráð og lét græða hár á hvirfílinn þar sem farið var að næða um. Var því al- mennt fagnað, þar sem téður skalli þótti yfírleitt ekki til fyrirmyndar. Nú bregður hins vegar svo við að hann hefur klippt ígrædda hárið mjög snöggt og litað það silfur- grátt. Til þess að bæta bláu ofan á grátt eru rakaðir þríhymingslagaðir „gaddar“, í hárið að aftanverðu og þau hár sem eftir eru Iituð fagurblá! Sérkennilegur svipur á kappanum. Reuter COSPER C.OSPER ©PIB — Þad er rétt hjá bér, hún er rokna skvísa. __________„H^Sigur09 „Sigmiistinn * * LL íar - segir Eyjólfur Sveinsson formaður Vöku Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands efndi nýverið til svonefndrar „Lista- hátíðar", þar sem kynntir voru og samþykktir þeir frambjóðendur, sem Vaka teflir fram í komandi kosningum til Stúdentaráðs og Háskólaráðs. Þegar félagsmenn höfðu samþykkt uppstillingu kosn- ingastjómar var gengið til glasa og efnt til mikillar gleði, sem stóð fram eftir kvöldi. Um fímmtíu manns mættu á hátíðina, sem var haldin í Vökuheimilinu, Hverfísgötu 50. Þegar listinn hafði verið sam- þykktur með lófataki hélt Eyjólfur Sveinsson, formaður Vöku, stutta tölu, þar sem hann sagði stöðu Vöku í kosningunum framundan vera sterka. „Styrkur félagsins felst annars vegar í sterkri málefnastöðu og hins vegar í listum, sem skipað- ir em dugmiklum frambjóðendum, sem flestir hafa verið virkir í fé- lagslífí eða hagsmunabaráttu stúdenta. Einnig tel ég að megin- sjónarmið þau, sem Vaka hefur haldið í heiðri eigi hljómgmnn með- al stúdenta. Þau felast í þeirri skoðun okkar að Stúdentaráð sé Nýjasta tíska í Sovét Nú stendur til að tískuvæða sovéskar konur og mun það liður í framsókn Gorbachevs til vestrænni lífshátta en verið hef- ur. Er það að sjálfsögðu Raisa eiginkona hans, sem þar gengur undan með góðu fordæmi, en eins og íslendingum mun í fersku minni var hún gangandi auglýs- ing fyrir Dior meðan á dvöl hennar hér á landi stóð. Nú er farið að gefa út rússn- eska útgáfu af þýska tískublað- inu Burda, en í samtali við útgefanda þess, Aenne Burda, sagði Raisa að Sovétmenn gerðu sér Ijósari grein fyrir nauðsyn fallegra og vandaðra fata en áður, að sögn Tass-fréttastof- unnar. Talið hafði verið að Raisa yrði viðstödd tískusýningu á þriðju- dag, sem haldin var í tilefni útgáfunnar, en af einhveijum ástæðum kom hún ekki. Tass hafði það þó eftir henni að útgáfan sýndi hvað alþjóða- samvinna gæti eflt skilning þjóða á milli, en hún hrósaði sérstak- Iega tískuhönnuðum í Moskvu, Leníngrad og innlimuðu löndun- um við botn Eystrasalts. Fyrsta tölublað Burda var prentað í 100.000 eintökum og kostar hvert rúmar 300 krónur út úr búð. Utgefendur vonast til þess að seinna muni blaðið kom út í um tveimur milljónum ein- taka. Frá tískusýningunni, sem á er minnst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.