Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
4"
Sjálfstæðisfélagið Skjöldur
Framtíð sjávarútvegsins
rædd
Seyðisfirði.
Ráðstefna um framtíð sjávar-
útvegsins var haldin á Seyðisfirði
fyrir nokkru á vegnm sjálfstæð-
isfélagsins Skjaldar. Um sextíu
manns sóttu ráðstefnuna og urðu
miklar umræður um framtíð
þessarar atvinnugreinar. Ráð-
stefnan hófst með setningu
formanns Skjaldar. Síðan flutti
Friðrik Sophusson, varaformað-
ur Sjálfstæðisflokksins, ávarp,
ráðstefnustjóri var Theodór
Blöndal, framkvæmdastjóri á
Seyðisfirði. Framsöguræður
fluttu Valdimar Indriðason al-
þingismaður, sem talaði um
stjórnun fiskveiða, Adolf Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Fiskvinnslunnar hf. á Seyðis-
firði, sem talaði um útflutnings-
og markaðsmál, Björn Dag-
bjartsson alþingismaður, sem
talaði um þróun fiskveiða, Krist-
inn Pétursson, framkvæmda-
stjóri Útvegs hf. á Bakkafirði,
sem talaði um gjaldeyrismál sjáv-
arútvegsins og Hrafnkell A.
Jónsson, formaður verkalýðs-
félagsins Arvakurs á Eskifirði,
sem talaði um kjör starfsfólks i
sjávarútvegi.
í ávarpi sínu byijaði Friðrik Sop-
husson á að þakka þetta frumkvæði
Skjaldar að gangast fyrir ráðstefnu
um sjávarútvegsmál. Það væri eðli-
legt að ræða málefni þessarar
atvinnugreinar, þar sem hún verður
mikilvægust fyrir verðmætasköpun
í landinu um fýrirsjáanlega framtíð.
Öllum væri það ljóst að verulegar
breytingar hefðu orðið í greininni,
eins og t.d. lögin um stjórnun fisk-
veiðanna, sem væru að sjálfsögðu
nauðsynleg og sjálfstæðismenn
bæru ábyrgð á, ásamt öðrum þeim
sem settu lögin á sínum tíma. Það
hefðu líka orðið breytingar í mark-
aðsmálum, meðal annars vegna
gengisbreytinga dollarans, vegna
frystiskipa sem bæst hefðu í físki-
skipaflotann og loks vegna
gámaútflutnings sem hefði stór-
aukist á undanfömum árum.
Lausn sem jafnar
rétt manna
Hann benti á að lögin um físk-
veiðar giltu til ársloka ársins í ár
og það væri því nauðsynlegt að
átta sig á hvað þá ætti að taka
við. Hann sagði að sín skoðun væri
sú, að það ætti að feta sig út úr
kvótakerfínu og reyna að fínna al-
mennari reglu um stærð fiskiskipa-
stólsins og afrakstrargetu físki-
stofnanna. Ýmsar leiðir kæmu til
greina eins og til dæmis frídaga-
og skrapdagakerfi og jafnvel sala
veiðileyfa þar sem söluandvirði
rynni til sjávarútvegsins. Þessi mál
þurfti að ræða vel, aðalatriðið væri
að fínna lausn, sem jafnar rétt
manna til veiða og vinnslu og opnar
möguleika fyrir nýja aðila þar á
meðal unga athafnamenn sem vilja
bera ábyrgð og taka áhættu með
framtaki sínu í þessari grein.
Hann sagði að sér fyndist að
meiri markaðsþekking þyrfti að
vera fyrir hendi í fiskvinnslufyrir-
tækjunum sjálfum því markaðs-
þekking flytti vald og framleiðslu-
þekkingu til framleiðendanna. Það
væri þáttur í byggðastefnu að færa
slíka þekkingu til fyrirtækjanna, en
treysta ekki um of á sölusamtökin.
Þeirra hlutverk væri mikilvægt, en
mætti samt ekki verða til þess að
draga úr áhuga fyrirtækjanna
sjálfra á markaðsmálum. Hann
sagði von sína að þessi ráðstefna
heppnaðist í alla staði vel. Sjávarút-
vegsmál verða rædd á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins 5.-8. mars
næstkomandi og þau sjónarmið sem
fram koma á þessari ráðstefnu
gætu orðið framlag til þeirrar um-
ræðu.
Sníða þarf annmarka
af núverandi kerfi
Næstur tók til máls Valdimar
Indriðason og hóf mál sitt á því að
minna á að nú værum við að helja
fjórða árið sem unnið væri eftir fisk-
veiðistefnu sem væri umdeild, þ.e.
svokallað kvótakerfí. Hann rakti
síðan aðdragandann að því að
kvótakerfinu var komið á og sagði
að sjálfstæðismenn yrðu að gera
það upp við sig nú hvort þeir vildu
fylgja áfram núverandi fískveiði-
stefnu eða breyta til og hvaða rök
væru fyrir þeirri stefnu sem ætti
að taka. Hann sagðist vilja benda
á að sjálfstæðismenn þyrftu ekki
að vera að afsaka sig á núverandi
fískveiðistefnu, þeir bæru fulla
ábyrgð á henni, ásamt hinum
stjómarflokknum. En nú skildi leið-
ir. Ekki eingöngu vegna þess að
valdatíma núverandi ríkisstjórnar
er að ljúka, heldur það að yfírlýst
stefna sjávarútvegsráðherra er sú
að framlengja beri þessi lög um
nokkur ár eða um ófyrirsjánlega
framtíð og þar séu menn ekki sam-
mála. Þess vegna hvíli ábyrgð á
Sjálfstæðisflokknum hvert beri að
stefna í þessum málaflokki.
Hann sagðist telja að ef sjálf-
stæðismenn ættu aðild að næstu
ríkisstjóm, beri að leggja áherslu á
að þeir fari með sjávarútvegsmál.
Þeir þurfí að koma til þess vel undir-
búnir og því séu umræður, sem
fram fara á þessari ráðstefnu, nauð-
synlegt innlegg í stefnumótun
Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs-
málum. Hann sagði að þegar menn
ræddu fískveiðistefnu gerðu menn
sér ljóst að einhvers konar stjómun
þyrfti að vera. Með þennan stóra
fiskiskipaflota, sem íslendingar
ættu, gæti allt farið í óefni ef ekki
væri einhver stjómun viðhöfð, en
þar greindi menn á og erfitt væri
að fínna samnefnara á hver þessi
einhvers konar stjómun skyldi vera.
Hann sagði að þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins hefði ekki rætt
þessi mál ennþá og því ekki nein
stefna verið mörkuð, en Valdimar
sagðist ætla að segja sínar persónu-
legu skoðanir á þessum málum og
fróðlegt væri að fá umræður um
það og heyra fleiri sjónarmið. Hann
sagði að af þeirri reynslu, sem feng-
ist hefði af núverandi kerfí, beri
að halda því áfram en vinna sig
smátt og smátt út úr því og sníða
af því ákveðna annmarka. I sínum
huga væm þeir aðallega fjórir.
I fyrsta lagi gildandi fyrirkomu-
lag á sölu kvóta, þar var talað um
ákveðna réttlætingu, en þróunin
hefði orðið önnur, en reiknað var
með í byijun. Að nafninu til em
þessar sölur milli byggðarlaga háð-
ar leyfum viðkomandi sveitarfélaga
og verkalýðsfélaga þess svæðis sem
flutt er frá. En alls konar viðskipta-
máti viðgengst í þessum málum og
sölur á kvóta ætti að banna, aðeins
ætti að leyfa að flytja kvóta á milli
skipa í sömu verstöð eða atvinnu-
svæði. í öðm lagi þarf að laga
svæðaskiptingu og aflamörk á milli
svæða. Menn una því ekki að tog-
ari á svæði eitt megi veiða 1050
tonn af þorski þegar skip á svæði
tvö megi veiða 1750 tonn. Nýlegar
tölur frá Þjóðhagsstofnun sýna
vemlegan mun á afkomu skipa eft-
ir svæðum. í þriðja lagi á kvóti
ekki að fylgja skipi við sölu svo
verð skipsins fari ekki eftir því hve
stóran kvóta skipið hefur, því að
þannig er þessi fiskveiðistefna farin
að ráða verði skipanna. í fjórða
lagi em það smábátamir og upp-
bygging þess flota. Sá floti hefur
stækkað hindmnarlaust í skjóli
kvótakerfísins, því að þeir em utan
þessara laga. Meðan það er bannað
að smíða stærri skip en tíu tonn
getur það ekki verið stefna íslend-
inga að byggja upp fiskveiðiflotann
með þessum hætti.
Eilíf afskipti ríkisvalds
Adolf Guðmundsson hóf mál sitt
á því að segja að menn töluðu oft
um það að sjávarútveguriiin væri
undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinn-
ar. Og því væri einnig haldið mikið
á lofti að sjávarútvegurinn nyti
betri rekstrarskilyrða, en aðrar at-
vinnugreinar. Það væri því óneitan-
lega einkennilegt að ríkisvaldið
þyrfti sí og æ að hafa afskipti með
einum eða öðmm hætti af þessari
atvinnugrein. Adolf talaði um að
útflutningur og sala á ferskum fiski
úr gámum og með sölusiglingum
fískiskipa erlendis hefði stóraukist
og 60—65% físks sem seldur er á
uppboðsmörkuðum í Englandi og
Þýskalandi væri íslenskur. Ástæð-
umar væm fískskortur erlendis og
hátt verð vegna sterkrar stöðu Evr-
ópugjaldmiðla og þessu háa verði
væri líka haldið uppi af mjög sterk-
um neytendamörkuðum. Adolf
sagðist telja mjög mikilvægt að vel
væri staðið að útflutningi á sjávar-
afurðum. Það skipti því meginmáli
hvémig til tækist með framleiðslu
vömnnar hér heima.
Útflutningur og markaðssetning
hefði verið að mestu leyti í höndum
stórra sölusamtaka eins og Sölu-
miðstöðvar hraðftystihúsanna,
Sjávarafurðadeildar SIS, Sölusam-
taka íslenskra fískframleiðenda,
Sfldarútvegsnefndar og Sölustofn-
unar lagmetis. Hann taldi starfsemi
þessara sölusamtaka hefði gengið
nokkuð vel. En eins og staðan væri
í dag væm erfiðleikar á að standa
við gerða sölusamninga, t.d. vant-
aði um 20% upp í samning við
Sovétríkin fyrir árið 1986 og físk-
skortur væri nú á Bandaríkjamark-
aði. Með þessu væmm við að stofna
mikilvægum viðskipasamböndum
okkar í stórhættu. Allt vegna auk-
ins útfiutnings á ferskum físki til
Evrópu. Hann taldi að í þessum
efnum yrði að ná skynsamlegu sam-
komulagi um nýtingu hráefnis, þar
sem hagsmunir heildarinnar yrðu
hafðir að leiðarljósi.
Þegar til framtíðar væri litið taldi
Adolf að frystiiðnaðurinn hér á
landi væri á réttri leið hvað varðar
vinnslu á frystum físki. En trúlega
yrðu mikil umskipti hjá frystihúsun-
um, því að eftirspum eftir verk-
smiðjuunninni vöm hefði dregist
eitthvað saman í Bandarflq'unum.
Hann taldi að markaðurinn færi
meira inn á tilbúna rétti og þar sæi
hann fyrir sér möguleika fýrir því
að fullvinna meira hér heima i smá-
ar neytendapakkningar. Það myndi
aftur kalla á aukna vélvæðingu í
frystihúsunum. Nú þegar væm
nokkur fyrirtæki byijuð að fram-
leiða á þennan máta. Hann taldi
að það ætti einnig að skoða þann
möguleika meira að framleiða fyrir
aðra undir þeirra vömmerkjum.
Hann sagði að fyrirtæki Sölumið-
stöðvarinnar í Bandaríkjunum væm
farin að framleiða svokallaðan nátt-
úmfísk (natural pack) og væri það
afleiðing af þeirri hollustubylgju
sem nú riði yfir í Bandaríkjunum.
Hann taldi að framtíð væri í því
fyrir frystihúsin hér á íslandi að
framleiða svokallaða „TV-dinners“.
Sú vömtegund yrði fullunnin hér á
landi og þannig væri sköpuð mun
verðmeiri vara en nú er. En þar
væri komið að stjómmálamönnun-
um, hvort þeir hefðu skilning á því
að leyfa fyrirtækjunum að byggja
sig upp. Hann sagði einnig að sölu-
samtökin þyrftu að vera öflug, en
yrðu að hafa meiri sveigjanleika en
áður. Hann sagði að innan SÍF
væri farið að huga meira að vöm-
þróun en áður hefði verið til þess
að aðlagast markaðnum.
Hann benti á að SÍF væri að
þróa neytendapakkningu sem lofaði
góðu og væri nú unnið að markaðs-
setningu þessara pakkninga. Hann
sagðist telja nauðsynlegt að koma
upp vömskemmum í Evrópu til þess
að stytta afgreiðslutíma á saltfiski.
Að lokum sagði Adolf að hann teldi
að íslenskur sjávarútvegur væri hin
raunvemlega stóriðja sem íslend-
ingar ættu að huga betur að.
Skipulag’sbreytingar
á næstu árum
Bjöm Dagbjartsson sagði að
vandamál fískiðnaðarins væm
nokkum veginn með þrennum
hætti. Vandamál vegna hráefnis-
skorts eða hráefnisframboðs. í öðm
lagi vandamál sem stafa af íjárfest-
ingum verðbólguáranna og í þriðja
lagi hefði átt sér stað fólksfækkun
í fískiðnaðinum. Hann sagðist halda
því fram að þessi vandamál yrði
fískiðnaðurinn að leysa sjálfur eins
og hann hefði reyndar alltaf gert,
ekki mæna til stjómvalda. Þess
vegna sagðist hann halda að þróun-