Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 31

Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 31 Frysta loðnan sett í gáma. Grindavík: Kjaradeila byggingarmanna: Fundur á þriðjudag BOÐAÐ hefur verið til samn- ingafundar hjá ríkissáttasemj- ara með þeim félögum byggingariðnaðarmanna, sem boðað hafa verkfall, á þriðju- daginn kemur klukkan 10 fyrir hádegi, en verkfallið gengur gildi á miðnætti þann dag. Fjögur félög hafa boðað verk- fall, Trésmiðafélag Reykjavík- ur, Félag byggingarmanna á Selfossi, Félag byggingar- manna í Hafnarfirði og Iðn- sveinafélag Suðurnesja. I gær var fundur með bygging- armönnum á Selfossi og Vinnu- málasambandi samvinnufélagana hjá ríkissáttasemjara um sérmál byggingarmanna þar. Ákveðinn var annar fundur á Selfossi á sunnudaginn kemur. Félag leiðsögumanna og við- semjendur þeirra voru á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær og hófst hann klukkan 17. Búist var við að fulltrúar ferðaskrifstof- anna myndi leggja fram formlegt tilboð á fundinum. Tillaga LÍÚ um ísfiskútflutning til Þýzkalands: Skylda að gefa upp áætlaðan útflutning Frysta loðnan á f örum til Japans Loðnuhrognafrysting í landi komin í gang Grindavík. ÚTFLUTNINGUR á frystri loðnu er hafinn til Japans. Jap- anskt skip, Aoshima-Maru, er komið til Suðurnesja frá Vest- mannaeyjum til að lesta loðnu. Einnig keyrir Eimskip frysti- gáma vítt og breitt að frystihús- um þar sem þeir eru fylltir og síðan ekið til baka um borð í Eyrarfoss. Eins og kunnugt er af fréttum var mikið fryst af loðnu fyrir Jap- ansmarkað þær tvær vikur sem vertíð stóð yfír. í Grindavík voru samtals fryst 430 tonn hjá þremur frystihúsum og telst það þokkalegt miðað við frystigetu húsanna. í Arnarvík var verið að fylla hvern frystigáminn á fætur öðrum en samtals fara tæp 20 tonn í gám. Nú verður sett í 9 gáma þannig að af 230 tonnum sem þar voru fryst Mor^unblaðið/Kr.Ben. Japanski eftirlitsmaðurinn tekur prufur úr farminum. A meðan bíður skipsliöfnin og fólkið í frystihúsunum spennt eftir því hvort farmur- inn stenst gæðakröfur því á því byggist vinnan og tekjurnar. verða um 50 tonn eftir. Hraðfrysti- hús Þórkötlustaða og Gullvík eru einnig að losna við loðnuna ýmist í Japanska skipið eða í gáma enda byggist afkoman á því að afurðin fari fljótt og vel eins og einn verk- stjórinn orðaði það. Nú er unnið af kappi í hraðfrysti- húsi Þórkötlustaða og Arnarvík að frysta loðnuhrogn og gengur það vel. Tekið er á móti frá þremur bátum, Þórshamri GK, Víkurberg- inu GK frá Grindavík og Magnúsi NK frá Neskaupstað. Japanskur eftirlitsmaður fylgist náið með og tekur prufur af hveij- um farmi til að kanna hvort hrogning eru orðin nægilega þrosk- uð. Kr.Ben. Aðalfund- ur KA AÐALFUNDUR Knattspyrnu- félags Akureyrar verður haldinn í kvöld í KA-heimilinu og hefst kl. 20.30. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf, en auk þess verður rætt um 60 ára af- mæli félagsins sem verður 8. janúar á næsta ári og bókaút- gáfu því samfara og síðast ekki síst verður rætt um hugsanlega byggingu íþróttahúss KA á fé- lagssvæðinu. Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur og formaður Handknattleikssam- • bandsins, mætir á fundinn og ræðir um byggingu íþróttahúsa og fjármögnun. Síðasta sýn- ing á Róm- eó og Júlíu Þeir, sem ekki gefi upplýsingar, fái ekki útflutningsleyfi STJÓRN LÍÚ samþykkti á fundi sinum þann 3. marz tillögu varð- andi isfisksölu úr skipum og gámum i Þýzkalandi. Tillagan er samþykkt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir offramboð á fiskmörkuðum í Þýzkalandi og til að tryggja hagstætt verð fyrir þann f isk, sem seldur er á þessum markaði. í frétt frá LÍÚ segir, að leitað verði eftir upplýsingum um æski- legt framboð frá fiskmörkuðunum og þeim upplýsingum komið á fram- GENGIS- SKRANING Nr. 44 - 5. mars 1987 Kr. Kr. ToU- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollarí 39,240 39,360 39,290 St.pund 61,373 61,561 61,135 Kan.dollarí 29,410 29,500 29,478 Dönsk kr. 5,6646 5,6819 5,7128 Norsk kr. 5,6286 5,6458 5,6431 Sænskkr. 6,0729 6,0915 6,0929 Fi. mark 8,6584 8,6849 8,7021 Fr. franki 6,4086 6,4282 6,4675 Belg. franki 1,0298 1,0329 1,0400 Sv.franki 25,3129 25,3903 25,5911 Holl. gyllini 18,8913 18,9490 19,0617 V-þ. mark 21,3232 21,3884 21,5294 ít. líra 0,03000 0,03009 0,03028 Austurr. sch. 3,0313 3,0406 3,0612 Port. escudo 0,2765 0,2774 0,2783 Sp.peseti 0,3036 0,3045 0,3056 Jap.yen 0,25527 0,25605 0,25613 Irsktpund 56,918 57,092 57,422 SDR (Sérst.) 49,5365 49,6883 49,7206 ECU, Evrópum.44,1882 44,3233 44,5313 færi við útflytjendur. Að fengnum upplýsingum frá útflytjendum, um hvað þeir hyggist senda til Þýzka- lands, verði þeim sent álit LÍÚ á því hvað sé æskilegt að sent verði á þennan markað frá hveijum og einum. Þessum upplýsingum og ráðgjöf verði komið á framfæri áður en endanlegar ákvarðanir um út- flutning verði teknar. Eftir sem áður verði það ákvörðun hvers og eins, hve mikið hann sendi af fersk- um físki á markað í Þýzkalandi og sú ákvörðun verði á ábyrgð viðkom- andi. Stjómendur fiskmarkaðanna í Bremerhaven og Cuxhaven hafi staðfest, að þeir samþykki, að gefa álit á því, hvað þeir telji æskilegt framboð hveiju sinni. Helgi Laxdal, varaforseti FFSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér fyndist nauðsynlegt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir verðfall af völdum offramboðs. Menn yrðu að passa sig á því að ofbjóða ekki mörkuðunum. Það kostaði ákveðna skipulagningu og tillaga LÍÚ gæti verið fyrsta skref- ið í þá átt. Með þessu móti vissu menn með nokkurri vissu hve mikið væri heppilegt að senda utan hveiju sinni. Jón Ásbjörnsson er einn þeirra, sem undanfarin ár hefur flutt fisk utan í gámum. Hann á einnig sæti í stjórn útflutningsráðs Félags íslenzkra stórkaupmanna, sem er með á sinni hendi megnið af gáma- útflutningnum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér litist vel á þessa tillögu miðað við aðstæður. Þetta væri þó engin alls- heijarlausn til að koma í veg fyrir offramboð, en hættan á því minnk- aði með þessum hætti. Hins vegar yrði lítil breyting á því, að stöðug óvissa yrði um mögulegt verð á þessum mörkuðum. Hann væri fylgjandi sem minnstum höftum á þessum útflutningi, sem hlyti að ráðast af framboði og eftirspurn umfram annað. Tillaga LÍÚ miðað- ist við það, að hægt væri að forða slysum eins og að undanfömu og væri því jákvæð. Tillaga LÍÚ er orðrétt á þessa leið: „1. Á hveijum fimmtudegi liggi fyrir sameiginlegt álit fiskmarkað- anna í Bremerhaven og Cuxhaven um æskilegt framboð af fiski frá íslandi í annarri viku þar frá, sund- urliðað eftir fisktegundum. 2. Útflytjendur ísfísks í gámum tilkynni skrifstofu LÍÚ fyrir hádegi á föstudegi með símskeyti eða telexskeyti hvaða áform þeir hafa um útflutning í næstu viku þar á eftir. (Fiskur sem -á að seljast í annarri viku). Tilkynningu þessari fylgi áætluð sundurliðun eftir fisk- tegundum. 3. Skrifstofa LÍÚ sendi öllum útflytjendum eftir hádegi á föstu- degi með símskeyti eða telexskeyti upplýsingar um ráðleggingar þýzku markaðsfyrirtækjanna og áliti skrifstofu LIÚ á, hver æskilegur útflutningur hvers og eins eigi að vera miðað við áður upp gefin áform. 4. Bókanir fiskiskipa um sölu- daga verði óbreyttar. 5. Óskað verður eftir því við við- skiptaráðuneytið að þeim, sem ekki gefa upplýsingar um áformaðan útflutning, verði ekki veitt útflutn- ingsleyfi. Þetta fyrirkomulag gildi til reynslu í þijá mánuði og hafizt verði handa um að vinna eftir því í þess- ari viku.“ SÍÐASTA sýning Herranæt- ur á Rómeó og Júlíu verður laugardaginn 7. mars kl. 18.00. Þetta er í annað sinn sem þetta verk er sviðsett í Reykjavík. Það var fyrst sett á svið fyrir u.þ.b. 20 árum af Leikfélagi Reykjavíkur. Ferðamiðstöðin: Benedormkvöld í Þórscafé FERÐAMIÐSTOÐIN efnir til ferðakynningar í veitingaliúsinu Þórscafé næstkomandi sunnu- dagskvöld. Kynntar verða ferðir til sólarstrandarinnar Benedorm á Spáni, en þangað hefur Ferða- miðstöðin skipulagt ferðir um árabil. Á ferðakvöldinu verður boðið upp á þríréttaðan matseðil og fjölbreytt skemmtiatriði. Húsið opnar klukkan 19.00 og gestum sem koma fyrir klukkan 20.00 verður boðið upp á óvæntan glaðning. Að loknu borð- haldi munu grínistinn Ómar Ragnarsson og bandaríski söngvar- inn Tommy Hunt skemmta gestum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson annast ferðakynningu, nýr ferðabæklingur verður kynntur og sýnd ný mynd frá Benedorm. Ferðabingó verður spilað þar sem í boði eru þrír ferðavinningar til Benidorm. Þá verður stiginn Ása- dans og síðan dans fram eftir nóttu við undirleik Santos-sextettsins og Bandaríski söngvarinn og grínistinn Tommy Hunt mun skemmta gestum á Benedorm- kvöldinu í Þórscafé. söngkonunnar Guðrúnar Gunnars- dóttur. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.