Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 I róðri með Garðey SF að vera á yfir- byggðum bátum Gæftir góðar en af li fremur tregur Örn Þorbjörnsson, skipstjóri í brúnni SJÓSÓKN frá Höfn í Hornafirði hefur gengið vel á vertíðinni, en afli bátanna er heldur minni en á sama tima á síðasta ári, enda seinkaði verkfall sjómanna upp- hafi vertíðar. Kaupfélagið hefur þó tekið á móti meiri afla nú en á sama tíma í fyrra og munar þar mestu um aukinn afla togar- ans Þórhalls Daníelssonar. Nokkur breyting hefur orðið á flota Hornfirðinga frá síðustu vertíð og eru fleiri bátar þeirra yfirbyggðir nú. Hins vegar eru stærðarmörk báta við humar- veiðar nokkur Þrándur í Götu yfirbyggingar bátanna. Um 90 lestir af loðnu voru frystar og nálægt 16.000 hafa farið i bræðslu á Höfn. Á netum út af hálsunum Morgunblaðsmenn brugðu sér fyr- ir skömmu í róður með Garðey SF, nýjasta skipi Homfirðinga, og kynntu sér gang mála á vertíðinni. Om Þorbjömsson, skipstjóri á Garð- eynni og áhöfn hans, voru gestgjafar okkar á miðunum út af Hálsunum. Veiðamar gengu með eðlilegum hætti þó menn hefðu gjaman viljað fá meira af þeim gula. Við urðum varir við dálítinn loðnuflekk á miðun- um og talsvert af höfmngi var þar „meðbiðill manna til matarins" þó sjómenn líti hann ekki sömu augum og menn refínn í kvæðinu eftir Öm Amarson, sem vitnað er í. Vöðusel- urinn virtist hins vegar horfínn af miðunum. Róið eftir kóræfingum Áhöfnin á Garðeynni kom inn eft- ir kvöldmat á sunnudag og landaði í gáma. Karlamir vom því ekki komnir heim fyrr en undir miðnætt- ið og af stað var aftur haldið um fímm lejrtið um morguninn. Hvíldin var því ekki mikil en menn gátu fengið sér „kríu“ á tveggja tíma stími á miðin. Eftir að byijað var að draga trossumar fómm við að ræða málin. Þá kom í ljós, að Emi skipstjóra var fleira til lista lagt, en sljóma fískiskipi. Hann stefndi nefnilega að því að vera kominn inn um kvöldmat til að komast á kóræf- ingu. „Á þessu skipi er róið eftir kóræfingum," sagði Öm. „Við emm tveir í kómum og eigum að syngja með sinfóníunni í vor,“ sagði hann. Óþægilegt að sjá ekki strákana á dekkinu Það vom 1,5 tonn í fyrstu tveim- ur trossunum og útlitið nokkuð gott, en síðan dró úr veiðinni og alls varð aflinn 7 til 8 tonn. Það gafst því nægur tími til að spjalla, gott var í sjóinn og vel fór um gestina enda bolludagur og bollur úr kjöti, físki og deigi í öll mál. Garðeyin er nýtt skip, keypt frá Danmörku og breytt og bætt í Bretlandi. Skipið kostaði 76 milljónir og kom til heimahafnar í lok janúar og hóf fljótlega veiðar. Aflinn frá því var orðinn 116 tonn um mánaðamótin. Skipið er yfír- byggt og hið glæsilegasta í alla staði og ber um 70 tonn af ísfiski. Öm sagðist telja skipið alveg nægilega stórt og hann yrði mjög ánægður með að ná fullfermi, þó ekki væri nema einu sinni. Stækkun á skipinu væri því ekki fyrirhuguð. Öm og bróðir hans gerðu áður út skip með sama nafni, en það fór í úreldingu .jgpT, ■v0.: ■■;■' v *:•>. w. r«. ■ - Áhöfnin á Garðey, talið frá vinstri. Örn Þorbjömsson, skipstjóri, Þorsteinn Ingólfsson, 2. vélstjóri, Pálmi Indriðason, háseti, Ingólfur Br. Valdimarsson, háseti, Snorri Aðalsteinsson, háseti, Þorsteinn G. Ólason, matsveinn, Ingiberg Jónsson, 2. stýrimaður, Siguijón Steindórsson, 1. vélstjóri og Þráinn Gísla- son, 1. stýrimaður. í þessum túr vantaði Aðalstein Aðalsteinsson, háseta og Ola L. Vilhjálmsson, netamann. Útgerðarstjóri í landi er Ágúst H. Þorbjörnsson. á síðasta ári. „Við þurfum að físka talsvert á þetta skip til að halda því, enda stendur ekki annað til,“ sagði Öm. „Það verður þó talsvert erfíðara að fá dæmið til að ganga upp en með gömlu Garðeyna, jafn- vel þó við höfum átt nokkuð upp í þetta allt. Við áttum ekkert þegar við keyptum þá gömlu, en engu að síður tók það ekki nema 3 til 4 ár að klára dæmið. Ég kann ótrúlega vel við þetta skip og það fer mjög vel með okkur. Mikill munur er fyr- ir strákana að hafa skipið yfírbyggt, en mér fínnst svolítið óþægilegt að sjá þá ekki á dekkinu. En á móti losna ég við að horfa upp á þá á mánudögum," sagði Öm. Erum að hrella Kaup- félagið Aflinn varð sem sagt 7 til 8 tonn af óslægðu og var hann ísaður í kör. „Þetta er ekkert slæmt, en það væri það ef hinir væm með meira en helmingi meira. Við sættum okk- ur því við þetta, en þykir súrt að fá enga yfirborgun á fískinn, sem við löndum hjá Kaupfélaginu. Þar em aðeins greidd 10% ofan á verðlags- ráðsverðið, sé öllum aflanum landað þar. Við höfum því verið að reyna fyrir okkur með gámana og í fyrra vor komum við 300 tonnum út með góðum árangri. Það em margir, sem hafa bjargað sér með gámunum. Við stofnuðum fyrirtækið Hrelli í fyrra nokkrir saman, svona meðal annars til að hrella Kaupfélagið. Við viljum helzt landa öllu hér heima og fá sómasamlegt verð fyrir það og vildum gjaman hætta þessu brölti, en emm neyddir til að halda því áfram. Við emm líka nokkrir búnir að taka okkur saman um kaup á flatningsvélum og emm tilbúnir til að byija söltun. Til þessa höfum við Þó aflinn yrði ekki mikill á end- anum var þokkalegt í tveimur trossum. ekki byijað á því og lánað Kaup- félaginu saltið okkar og hluta af aðstöðunni enda er samvinnan góð. Við em að þessu brölti svona aðal- lega til að þrýsta á yfirborgun hjá Kaupfélaginu, en nú býður það 10% yfírborgun á lifandi blóðgaðan físk, sé öllum aflanum landað þjá þeim. Menn hafa haldið, að við sendum bezta fískinn út og vildum svo að- eins landa draslinu heima. Það er ekki rétt. Við sendum lakari fískinn ekkert síður út og fáum þokkalegt verð fyrir hann. Það em fímm bát- ar, sem standa saman að hugsan- legri saltfískverkun og tveir aðrir hafa tekið sig saman um leigu á Stemmu hf. þar sem þeir ætla að salta. Það hlýtur því að verða Kaup- félaginu til umhugsunar að eiga á hættu að missa 7 báta úr viðskipt- um. Það hefur alltaf fengið humar- inn hjá okkur án yfirborgana, en á næstunni getur margt gerzt og það er auðvelt að vinna humarinn hjá Stemmu. Þetta er þrýstingur af okk- Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri: Hæpið að dreifa kröftunum um of Útgerðin sér um veiðarnar, við um vinnsluna „HALDI menn að gróðinn sé fyrir hendi, fara menn í eigin verkun eða útflútning fersks fisks í gámum. Það getur verið slæmt fyrir Kaupfélagið að missa marga báta úr viðskipt- um, en það verður að hafa sinn gang. Við gerum vel við þá báta, sem leggja upp hjá okk- ur. Verkaskiptingin hér hefur verið sú, að Kaupfélagið sér um vinnsluna en einstaklingar um veiðarnar. Það fyrirkomu- lag hefur reynzt vel. Það er ýmist hagnaður eða tap i vinnsl- unni og ekki skiptir megin máli hver verkar aflann. Hins vegar tel ég réttast að menn dreifi ekki kröftunum um of,“ sagði Hermann Hansson, kaup- félagsstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga rekur frystihús, saltfískverk- un og á hlut í fískimjölsverksmiðju á Höfn í Homafírði og hefur ver- ið nánast eitt um hituna í vinnsl- unni. KASK er einnig aðaleigandi hlutafélagsins Borgeyjar hf, sem gerir út togarann Þórhall Daníels- son og á hlut í útgerð bátanna Hvanneyjar, Lyngeyjar og Hríseyjar. I lok febrúar var búið að taka á móti 3.100 tonnum af bolfíski, sem er 100 tonnum meira en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir verkfall sjómanna í janúar. Þór- hallur Daníelsson hefur landað um 500 tonnum, en hafði landað um 100 tonnum á sama tíma í fyrra. Afli bátanna er því ívið minni nú en í fyrra. Um 90 tonn af loðnu Hermann Hansson, kaupfélags- stjóri voru fryst og 16.000 tonn af loðnu hafa farið í bræðslu. „Loðnufrystingin stendur alltaf yfír í stuttan tíma og veiðamar lágu ekki vel fyrir nema í skamm- an tíma hvað löndun hér varðaði," sagði Hermann. „Við verðum því aldrei mjög gildir þátttakendur í þessu ævintýri, en bræðslan ligg- ur nokkuð vel við hvað vetrarveið- amar snertir. Við teljum okkur ekki hafa lakarí möguleika á tals- verðri bræðslu en aðrir á Aust- fjörðum. Framkvæmdir við höfnina og dýpkun á henni hafa gert um þriðjungi loðnuflotans kleift að komast hér inn með fuil- fermi. Það eru aðeins þeir allra stærstu, sem rista of djúpt til að komast inn. Það er því bábilja, sem skipstjórar og fjölmiðlar með- al annars hafa byggt upp, að loðnuskipin komist ekki hingað inn. Alls lönduðu 9 bátar hjá okk- ur á vertíðinni og meðal annarra kom Pétur Jónsson RE hingað inn með fullfermi, 840 tonn og gekk vel. Það er stærsti loðnufarmur- inn, sem hingað hefur komið frá upphafí og löndun og vinnsla gekk vel. Hér er mikil útgerð smábáta auk þeirra stærri. Bátar hafa ver- ið endurbættir og endumýjaðir og gróskan mikil. Það er því meiri ástæða til bjartsýni, en oft áður. Við gemm ekki illa við menn hér. Við yfírborgum fískinn eins og aðrir og þá yfirborgun fá menn fyrirhafnarlaust, aðeins með því að leggja upp hjá okkur. Við vinn- um fiskinn, þeir veiða hann og ráða því auðvitað hvað þeir gera við aflann," sagði Hermann Hans- son. Mannréttíndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.