Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ1987 11 Á landleiðinni var spilaður lomber. Örn segir að strax og hann sé farinn að læra eitthvað í spilinu, breyti strákarnir reglunum. Þeir virðast að minnsta kosti kampakátir yfir spilinu Snorri og Pálmi Það var bolludagur, þegar við vorum um borð og bollur af ýmsu tagi í öll mál. Þeir Siguijón og Ingólfur virðast kunna vel að meta ijóma- bollurnar. Greitt úr netunum. Frá vinstri Siguijón, Ingiberg, Þráinn og Ingólfur ar hálfu og við vonum að hann hafí áhrif og leiði til niðurstöðu, sem all- ir geta verið ánægðir með. Utgerðin hefur gengið vel en veið- amar síður. Við erum svona í iægri kantinum enda að venjast nýju og góðu skipi. Við höfum engar áhyggj- ur af því og vafalaust koma góðu dagamir hjá okkur seinna," sagði Öm. Leigubílstjóri í veik- indafríi Áhöfnin á Garðeynni kemur úr ýmsum áttum. Annar vélstjóri er leigubílstjóri í veikindafríi frá akstr- inum og tveir hásetanna em frá Vaðbrekku í Jökuldal. Þorsteinn Ing- ólfsson, annar vélstjóri, hefur rétt- indi sem vélstjóri og hefur verið á flutningaskipum auk þess að keyra leigubíl. Hann hefur hins vegar aldr- ei verið á netum fyrr, en segist kunna vel við tilbreytinguna og hafa gaman af þessu. Öm segist alltaf hafa verið með sveitamenn um borð og hafí á tímabili orðið að leggja það á sig að lesa Tímann spjaldanna á milli til að geta rifizt við þá. Mannréttindi að vera á yfirbyggðum bát Einn skipveija hefur verið með Emi í fjölda ára. Það er fyrsti vél- stjóri Siguijón Steindórsson. Hann hefur verið á sjónum síðan 1975 og á öllum veiðarfæmm nema nótinni. „Hún kemur líklega í haust," segir hann. „Mér líkar mjög vel við þenn- an bát. Það er tæpast hægt að líkja því saman að vera á yfirbyggðum bát og opnum. Það em hreinlega mannréttindi að vera á yfirbyggðum bát og markmiðið hlýtur að vera að allir bátar, sem mögulegt er, verði yfírbyggðir. Færi maður á opinn bát aftur, væri það nánast eins og að fara aftur í fomeskju," sagði Sigur- jón. „Vertíðin leggst vel í mig. Þetta getur verið strembið, þegar mikill afli er, en það er þá þess virði. Hins vegar fínnst manni maður aldrei fá nægilega mikið fyrir aflann miðað við það, sem Kaupfélagið fær út úr honum. Við fengum ágætt út úr gámunum í fyrra vor, en það er óljóst hvert framhaldið verður," sagði Siguijón. Texti: HG Myndir:Arni Sæberg Þórhallur Jonasson, verksmiðjustjóri: Baráttan um hráefnið hefur verið hörð í vetur „BARÁTTAN um hráefnið hef- ur verið hörð í vetur með fijálsri verðlagningu og því má segja að um 200 krónum meira hafi verið greitt fyrir tonnið en ella hefði verið. Af- urðaverð er mjög lágt og afkoman verður því væntan- lega ekki stórfengleg. Hins vegar hefði ástandið orðið enn verra, hefði ekkert verið brætt. Þá fæst ekkert upp i fastan kostnað og nú virðist stefnan vera sú, að menn standi sig í baráttunni eða rúlli ella. Menn verða að bjarga sér sjálfir,“ sagði Þórhallur Jónasson, verk- smiðjustjóri i Fiskimjölsverk- smiðju Hornafjarðar, í samtali við Morgunblaðið. Þórhallur sagði, að verð á mjöli hefði lækkað frá því í ársbyijun og verð á lýsi væri með allra lægsta móti. Óvissa um tolla á lýsi í Evrópubandalaginu bætti ekki útlitið í framtíðinni. Þá hefði dollarinn farið lækkandi, en hefði hann haldizt í því sama og ráð hefði verið fyrir gert við samning- ana í febrúar 1986, væri rekstur- inn vafalaust alls staðar réttu megin við strikið. „Við byijuðum að bræða 24. janúar og höfum brætt stöðugt Þórhallur Jónasson, verksmið- justjóri Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar. síðan,“ sagði Þórhallur. Við höf- um nú tekið á móti 16.000 tonnum en 12.000 í fyrra og afköstin eru um 400 tonn á sólarhring og þró- arrými er 600 tonn. Það stefnir í góða nýtingu en uppsetning soð- kjarnatækja 1985 hefur verið til mikilla bóta. I vetur var siðan sett upp þurrdæla, sem skilar nákvæmari vigt. Tvö skip, Víkurberg GK og Helga II RE, lönduðu loðnu hér til frystingar og um 90 tonn voru fryst. Það háir hins vegar fryst- ingunni hér, að aðeins eitt fyrsti- hús er á staðnum. Því er ekki hægt að taka á móti eins miklu í einu og þar sem frystihúsin eru fleiri eins og á höfuðborgarsvæð- inu og Reykjanesi. Nú er sjálfsagt ekki mikið eftir af þessu hjá okk- ur. Loðnan er komin vestur fyrir land og langt að sigla hingað. Annars var hún hér fyrir utan líka, en týndist í brælunni um daginn. Menn tala mikið um mengun frá bræðslunum, en verksmiðjan hér stendur mjög vel gagnvart byggðinni. Við höfum brætt í um 40 sólarhringa og aðeins í tvo daga lagðist reykurinn yfir bæinn að einhveiju marki. Það breytir þó ekki því, að nauðsynlegt er að reykurinn hverfi og verði þá nýtt- ur til varmaendurvinnslu. Væri það hægt til fullnustu, mætti minnka notkun olíu um allt að þriðjung. Lágt olíuverð í dag er hins vegar fremur letjandi til slíkra framkvæmda, en það getur breytzt," sagði Þórhallur Jónas- son. Fundur verkfræðinga um rangar áætlanir og ábyrgð hönnuða: Verklegar áætlanir stand- astbeturen fjármálalegar Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Verkfræðinga- félagi íslands: „Verkfræðingafélag íslands hélt fund með yfirskriftinni „Rangar áætlanir — ábyrgð hönnuða" miðvikudaginn 25. febrúar sl. Wilhelm V. Steindórsson fyrrver- andi hitaveitustjóri Hitaveitu Akureyrar flutti inngangserindi og að því loknu voru almennar umræður. Á fundinum var bæði fjallað almennt um efnið rangar áætlanir — ábyrgð hönnuða og einnig um Hitaveitu Akureyrar sérstaklega i framhaldi af inn- gangserindi. Wilhelm V. Steindórsson fjallaði um óbeint vald verkfræðinga í þjóð- félaginu og kröfur til verkfræðinga um að þeir bregðist ekki ábyrgð- ar-, samvisku- og siðferðiskennd sinni. Þá taldi hann einnig mjög mikilvægt að verkfræðingar njóti trausts. Ein meginregla sem fylgja beri er að verkfræðingar sitji ekki í stjómum þeirra fyrirtækja sem þeir vinna fyrir. Áætlanir um mörg nýleg fyrirtæki hafa ekki staðist og því ekki óeðlilegt að það hvarfli að sumum að verkfræðingar hag- ræði áætlunum sínum á betri veg. Fyrstu áætlanir hönnuða Hitaveitu Akureyrar lofuðu mjög góðu um arðvænlegt fyrirtæki. Raunvem- leikinn varð allt annar en áætlanir gáfu tilefni til að ætla, kostnaður fór langt fram úr áætlun og í stað blómlegs fyrirtækis sátu menn uppi með nær gjaldþrota fyrirtæki. Wil- helm taldi eina af aðalorsökum þess hvemig fór vera setu hönnuða í stjóm veitunnar. Haraldur Sveinbjörnsson, Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Akureyri, útskýrði af hveiju kostn- aður fór fram úr áætlun. Stærsti hluti kosnaðaraukningar var vegna vatnsöflunar og að mun minna vatn fékkst en gert hafði verið ráð fyrir, þrátt fyrir mikla og kostnaðarsama leit. í almennum umræðum komu fram ýmis og stundum ólík sjónar- mið um bæði fundarefnið og framkvæmdir hjá Hitaveitu Akur- eyrar. Axel Björnsson, Orkustofn- un, sagði að í áætlunargerð fyrir HA hefðu lauslegar áætlanir Orku- stofnunar verið teknar sem hönnun- arforsendur og það jaðraði við fölsun. Einnig var bent á aðrar hita- veitur þar sem áætlanir hefðu ekki staðist þrátt fyrir að vatnsöflun hafi ekki verið vandamál, t.d. Hita- veita Akraness og Borgarfjarðar. Það var mál manna að áætlanir um verklegu hliðina, sem verkfræðing- ar þekktu best, hefðu almennt staðist vel, en þegar kæmi að fjár- mögnun og markaði hefðu áætlanir oftar brugðist hjá verkfræðingum og reyndar mörgum öðrum einnig. Því var jafnvel varpað fram að verkfræðingar væru of miklir „fagidjótar" og þekktu ekki um- hverfið nægjanlega og einnig kom fram það sjónarmið að veikfræð- ingar tækju oft of gagnrýnislaust við forsendum í áætlanagerð frá ýmsum öðrum, t.d. stjómmála- mönnum, og það ætti sinn þátt í að margar áætlanir hefðu ekki stað- ist. Varðandi áætlanir almennt kom fram að ekki væri hægt að draga verkfræðinga til ábyrgðar fyrir áætlunum, þar sem áætlanir væru í eðli sínu spá um framtíðina en ekki raunveruleikinn sjálfur. Jafn- vel þó menn drægju þetta ekki beinlínis í efa þá var bent á að væru allar áætlanir rangar gætu verkfræðingar ekki vænst þess að menn væra áfjáðir að ráða þá í vinnu við slíkt. Einnig var bent á að ýmsir gerðu ekki greinarmun á tilboðum og áætlunum. Ekki vora verkfræðingar á einu máli hvort það væri brot á grand- vallarreglum að verkfræðingar sætu í stjóm fyrirtækja, gerðu þeir umbjóðendum sínum grein fyrir stöðu sinni. En flestir vora á því að slíkt gæti verið umdeilanlegt. Fundurinn var fyrst og fremst umræðuvettvangur og ekki var samþykkt nein ályktun um fundar- efnið eða komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það sem sagt er frá hér era skoðanir sem fram komu á fundinum. Verkfræðingar era ekki ábyrgir fyrir áætlunum heldur er framkvæmdaaðili, sem tekur áhættu og hirðir gróða eða situr uppi með tap, sá ábyrgi. Það er engu að síður mjög mikilvægt að vandað sé til áætlana. Oft hafa verkfræðingar ekki gætt þess í sínum áætlunum að gera nægjan- lega grein fyrir á hvem hátt breyttar forsendur hefðu áhrif á áætlanagerð og meta líkur á að slíkt geti gerst. Almennt hefur ver- ið staðið mjög vel að framkvæmda- hlið og góðar áætlanir gerðar, en ýmis óvissuatriði um gengis- og vaxtaþróun auk markaðsmála hafa valdið því að raunveraleiki hefur orðið allt annar en áætlanir. Verk- fræðingar vora ekki á eitt sáttir hvort réttlætanlegt væri að hönnuð- ir sætu í stjómum fyrirtækja, sem þeir vinna fyrir, geri þeir umbjóð- endum sínum grein fyrir stöðu sinni." I FASTEIGNAMIÐLUN SÍMI25722 (4linur) -’r [Raðhús í Kópavogi Bræðratunga — glæsileg eign með bílskúr Raðhús á tveimur hæðum 2x145 fm. Geta verið 2 sjálfstæðar íb. Á efri hæð er falleg 5 herb. íb., innb. bílsk. Suðursv. Frá- bært útsýni. Á neðri hæð er 4ra-5 herb. íb. ásamt geymslurými. Fallegur suðurgarður með góðu útsýni. Mögul. á að taka 3ja- 4ra íb. uppí kaupverðið. Verð 7,5 millj. __ Óskar Mikaelsson, löggiltur fasteignasali. POSTH USSTRÆTI 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.