Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 19
MÖRGUNB'lAÐÍð’;töSTUÖÁ!Gfm!6. 'ÍÍARZ1987 Atli Áraason, læknir og útgerðarmaður, Seyðisfirði, Ólafnr M. Ólafsson, útgerðarmaður, Seyðis- firði, Guðmundur Gislason, bankamaður og Rúnar Pálsson, umdæmisstjóri, Egilsstöðum. Ámi Jón Sigurðsson, útgerðarmaður, Seyðisfirði, leggur sitt til málanna. Á myndinni sjást einnig Albert Kemp, Fáskrúðsfirði, Axel Ágústsson, skipstjóri, Seyðisfirði, Mikael Jónsson og Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri, Seyðisfirði, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Lilja Kristinsdóttir, Seyðisfirði. in yrði sú að einhver samdráttur yrði hjá fískvinnslufyrirtækjum og jafnvel einhver fækkun, en auðvitað myndu lífvænlegustu fyrirtækin halda áfram og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Þessar hefðbundnu fisk- verkunaraðferðir, frysting, söltun og fiskimjölsframleiðsla, verða vafalaust áfram fyrirferðarmestar, þó svo að ferskfísksölur gætu sótt eitthvað á. Hann sagðist telja að verulegar skipulagsbreytingar væru fyrirsjá- anlegar á næstu árum. Vinnsla einstakra fyrirtækja verður sér- hæfðari og mun beinast að einni eða fáum físktegundum með því að vinnslustöðvamar þróist í verk- smiðjur með reglubundnum vinnu- tíma og það eykur framleiðni sem er mikil nauðsyn. Það verður í vax- andi mæli miðlun á hráefni milli vinnslustöðva og það má telja víst að uppboðsmarkaðir verði stofnaðir á þéttbýlissvæðunum, svo verðum við að sjá hvemig þessi markaður þróast. Bjöm sagði að aukin sér- hæfing hefði þann kost að það væri meira svigrúm til fjárfestinga. Ef fyrirtækin færu inn á fastar vinnslulínur nýttist vinnutími betur, starfsfólk fengi betri þjálfun, sem leiddi til aukinna afkasta og betri nýtingar hráefnis, betri afkomu fyr- irtækjanna og betri kjara starfs- fólksins. En hann sagði að sá sveigjanleiki, sem hefur verið hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi, mætti þó ekki hverfa. Hann taldi að aukin vélvæðing og sjálfvirkni myndi halda áfram á næstu árum í öllum greinum fiskvinnslu. Vemlegar tæknibreytingar em fyrirsjáanlegar í vinnslu mjöls og lýsis, gæðasjónarmið mun ráða meiru, hugsanlegt er að líftækni verði notuð í auknum mæli í fiski- mjölsframleiðslu og fiskvinnslu yfirleitt. Það væri líka ljóst að þessi vaxandi vélvæðing mun ekki geta þróast nema með aukinni rafeinda- tækni. Þess vegna er sérhæfð rafeindatækni hér á landi mikilvæg forsenda þess að þessar framfarir geti átt sér stað. Einnig taldi hann það líklegt að þróaðar yrðu nýjar vörutegundir úr fiskhakki og sú vinnsla gæti skapað gmndvöll fyrir nýtingu á fiskistofnum, sem nú væm ekki fullnýttir, s.s kolmunna, gulllaxi og jafnvel sfld í „surimi" fyrir Japansmarkað. Einnig væri hugsanlegt að hér á landi yrðu sett- ar á stofn verksmiðjur til að framleiða tilbúna rétti úr fískafurð- um. Fiseldisstöðvamar þarfnast einnig vinnslustöðva, einnig gæti borgað sig að hefja Ioðnuveiðar til handa fiskeldi og loðdýraeldi; kröf- ur um gæði slíks fóðurs og hráefnis í það em meiri en í hefðbundinni fiskimjölsframleiðslu og þess vegna verður greitt hærra verð fyrir slíkt hráefni og eykst þar með afrakstur sjávarútvegsins. Með þessari þróun mun framleiðsla á starfsmann auk- ast og atvinnuöryggi verða meira, auk þess mun verða meira um menntun starfsfólks í fiskvinnslu- fyrirtækjum. Sjávarútvegsskóli verður að vemleika, sem eykur möguleika fólks á sérhæfðri mennt- un í þessum efnum. Og að lokum sagði Bjöm að hann teldi betra fyr- ir sjávarútveginn að þróast án ríkisafskipta. Fipáls gjald- eyrismarkaður Kristinn Pétursson talaði um að miklar hræringar hefðu verið í íslenskum peningamálum allar göt- ur frá 1918, sérstaklega á áttunda áratugnum og fram að því að núver- andi ríkisstjóm tók við völdum. Þessum hræringum hefði fylgt mik- il verðbólga sem leitt hefði til rýrnunar sparifjár, rangar fjárfest- ingar, brenglaðs verðskyns og orðið þess valdandi að illgerlegt hefði verið að viðhafa markvissa fjár- málastjóm nokkurs staðar. Stærsta minnismerki þessa meingallaða peningakerfis er ofþensla höfuð- borgarsvæðisins, sagði Kristinn, og undirstöðuatvinnuvegurinn, sjávar- útvegur, hefur oftast nær fengið lélega mynt í skiptum fyrir alvöm- mynt, þ.e.a.s. gjaldeyrinn, vegna rangrar gengisskráningar. Þannig T hefði sjávarútvegi oftast verið hald- ið í fjársvelti með hinni frægu núllrekstrarstefnu. Og að fenginni reynslu vildi hann minna viðstadda jingmenn á, að vara sig á reikn- ingsaðferðum fyrrverandi forstjóra Þjóðhagsstofnunar, sem hann teldi vera aðalsiglingafræðing mestu verðbólgusiglingar í íslandssög- unni. Afleiðingin hefði verið sú að á metaflaámnum 1979—1982 hefðu fyrirtæki í sjávarútvegi safnað stór- skuldum þó að markaðsaðstæður hefðu verið viðunandi og lífskjör í sjávarplássum farið versnandi, íbúðarverð þar lækkað í raun og fólksfækkun hefði átt sér stað. Kristinn sagði að núverandi ríkis- sijóm hefði glímt við hærri verð- bólgutölur en aðrar stjómir og tekist betur til en nokkurri annarri sem hann myndi, enda ráðuneyti fjármála og viðskipta í höndum sjálfstæðismanna og fastgengis- stefna hennar rejmst vel. Ennþá hefði þó ekki fundist varanleg lausn á rekstrarerfíðleikum þorra sjávar- útvegsfyrirtækja, en þó miðaði í rétta átt. Hann sagðist telja að stöð- ugleiki í gengismálum leiddi til lækkunar á vöxtum og betri afkomu atvinnufyrirtækjanna. Kristinn ræddi um frjálsan gjaldeyrismarkað og sagði að ef þau mótrök að hag- kerfið á íslandi væri of lítið fyrir slíkan markað væm rétt, þá teldi hann hagkerfið einnig of lítið fyrir sjálfstæðan gjaldmiðil. Hann taldi að framtíðarmarkmið íslendinga hlyti að vera að nota gjaldmiðil sem nyti alþjóðlegrar viðurkenningar og sagðist hann vilja að íslenska krón- an yrði tengd beint við erienda mynt, t.d. Bandaríkjadollar, SDR og ECU, en áfram myndum við nota íslenska peningaseðla, en myntin nyti erlendrar viðurkenning- ar. Þannig fengist varanlegur stöðugleiki í gengismálum og vextir og verðbólga yrðu svipuð hér og í okkar helstu viðskiptalöndum. Frumvinnslan hornreka Hrafnkell A. Jónsson talaði um kjör starfsfólks í sjávarútvegi og sagði meðal annars að til að átta sig á raunvemlegum kjörum fólks sem starfaði í sjávarútvegi og til að gera sér grein fyrir þeim mögu- leikum, sem þetta fólk hefði til að bæta kjör sín annars staðar, væri nauðsynlegt að gera samanburð á því sem það hefði í sjávarútvegi og því hvað það sækir þangað sem straumurinn liggur í dag, í þjón- ustugreinar á höfuðborgarsvæðinu. I þvi sambandi benti hann á, að ef þetta væri borið saman kæmi í ljós að verkamaður við fiskverkun á landsbyggðinni vinnur 12 klst. leng- ur á viku og hefur 127,75 kr. lægri laun á klst. heldur en skrifstofu- maður á höfuðborgarsvæðinu. Þessi samanburður væri auðvitað einfald- ur og kannski yfírborðskenndur, en hann gæfi vísbendingu og að hans dómi væri þetta ein meginástæðan fyrir fólksflótta af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Síðan sagði Hrafnkell að sá að- búnaður sem fólk í saltfískverkun býr við víðast hvar, en þó ekki án undantekninga, væri á þann veg, að ljóst væri að afrakstur fyrirtækj- anna sé metinn í lágmarkstilkostn- aði en ekki endanlegu uppgjöri, þar sem inn séu teknir ávinningar af vinnuhagræðingu og bættum að- búnaði. Þar virðast ekki þekkjast alkunn sannindi um að bætt vinnu- umhverfí skili sér í betri afköstum og betri vinnu. En í hinni eiginlegu stóriðju íslendinga, frystihúsunum, hefur ekki skort tæknivæðingu á undanfömum árum, víða er allt tölvuvætt sem hægt er að tölvu- væða. Eitt hefði þó verið óumbreytan- legt til skamms tíma, en það er vinnuaðstaða borðvinnufólks í frystihúsum, þar hafa þær t.d. stað- ið við jafnhá borð, dag eftir dag og ár eftir á, þær „Jóna“, sem er 190 sm á hæð, og „Gunna", sem er 150 sm á hæð. Þær hafa einnig haft jafnháa stóla, þótt það liggi fyrir skjalfestar staðreyndir um at- vinnusjúkdóma eins og vöðvabólgu. Hann sagðist stundum hafa velt því fyrir sér hvers vegna ekki væri framleidd ein óbreytanleg gerð af skrifstofustólum. Staðreyndir máls- ins væru þær að fullvinnsla sjávar- afurða, þar með talin fullvinnsla í frystihúsum, er og verður fagvinna sem byggir á kunnáttu og sam- viskusemi þúsunda kvenna og karla sem gert hafa þetta að ævistarfi. Vinna þessa fólks er jafnframt sú undirstaða, sem velferð þjóðarinnar byggist á. Því er fullyrðingin um verðminni störf í þessari atvinnu- grein aðeins lýsing á ástandi, sem tekist hefur að koma á, en á ekk- ert skylt við raunverulegt verð- mætamat. Ríkjandi ástand grundvallast á þeirri staðreynd að frumvinnsla hefur orðið homreka í íslenska „efnahagsundrinu". Það er líka staðreynd að sá gjaldeyrir, sem verður til í fiskvinnslu, er ekki verð- lagður með þarfir fyrirtælqa í fískvinnslu og verkafólks í físk- vinnslu í huga, heldur miðast verðlagning hans við þarfir innflytj- enda og þeirra sem eyða gjaldeyri. Hrafnkell telur að til að bæta kjör fiskvinnslufólks þannig að viðun- andi sé þurfi fyrst að bæta afkomu fiskvinnslu og útgerðarfyrirtækja; það þarf að linna þeirri skipulögðu eignaupptöku sem undanfarin ár hefur átt sér stað í þessum grein- um. Þeir sem í þessum rekstri standa ættu að ganga til liðs við starfsfólk sitt og borga því mann- sæmandi laun og snúa sér að þvi að hamla gegn upptöku eigna sinna. Undirstaða íslenska velferðarríkis- ins er dugmikil stétt sjómanna og fiskvinnslufólks og öflugur atvinnu- rekstur í útgerð og fiskvinnslu, sagði Hrafnkell að lokum. Fjármagn verði eftir úti á landi Eftir framsöguræður þessara manna fóm fram gagnlegar um- ræður um málefni sjávarútvegsins og tóku margir ráðstefnugestir þátt í þeim og komu fram margar hug- myndir og sjónarmið. Mönnum varð tíðrætt uin fisk- veiðistefnuna og kvótamálin. Menn ræddu einnig um afskipti ríkisvalds- ins af sjávarútveginum og þau áhrif sem uppbygging og framtíðarhorf- ur í þessari grein hefðu á byggða- jafnvægið í landinu. Sumir töldu að kvótinn ætti að fylgja byggðar- lögum, en ekki skipum eins og fram kom hjá einum framsögumanna. Rætt var um að bæta þyrfti lífskjör hjá fólkinu, sem vinnur við fisk- vinnslu í landinu. Rætt var um þær mæiingarreglur á stærð fiskiskipa sem í gildi eru. Fjörugar umræður voru um þátt frelsis og frjálshyggju í sjávarútvegi og byggðamálum og kom fram það sjónarmið að markaðshyggja væri hin raunverulega stjómun neytenda og framleiðenda. Rætt var um að það þyrfti að búa þannig um hnút- ana að sem mest af því ijármagni sem verður til úti á landi verði þar eftir. Rætt var um þann mismun, sem er hjá skipum sem eru með kvóta og gætu selt hann ef þannig stæði á, og hinsvegar þeim skipum sem era á sóknarmarki og geta ekki selt. Rætt var um að það þyrfti að styðja við alla þróunar- starfsemi í sjávarútvegi, svo mest fáist fyrir afurðimar í þessari grein. Það kom fram að menn vora áhyggjufullir um þær afleiðingar sem gætu orðið ef sfldarsala til Rússlands myndi minnka og hvem- ig ætti að bregaðst við því og komu fram hugmyndir um að fullvinna sfld hér heima. Að lokinni umræðu fluttu alþingismenn Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi, þeir Egill Jónsson og Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra, ávarp. — Garðar Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.