Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Sjálfstæðisflokkurinn á að vera farvegur nýrra hugmynda og baráttuvettvangur ungs fólks hagslegi árangur, sem náðst hefur, verða varðveittur. Það verður hald- ið áfram alhliða uppbyggingu í atvinnumálum, menningarmálum, skólamálum og heilbrigðismálum. Nægjanlegs aðhalds verður gætt í því skyni að hindra ofþenslu í þjóð- arbúskapnum. Verði þar á móti mynduð ný vinstri stjóm, getur það samkvæmt dómi reynslunnar ekki leitt til ann- ars en nýrrar verðbólguöldu, kaupmáttarskerðingar og rótleysis í stjómarháttum. Kjósendur standa því frammi fyrir auðveldu vali. Kostimir sem fyrir hendi eru hafa sjaldan eða aldrei verið jafn augljós- ir. Stjórnarmyndun eftir kosningar Eðlilega hefur verið rætt allnokk- uð um hugsanlega stjómarmyndun eftir kosningar. Ljóst er að núver- andi ríkisstjóm mun biðjast lausnar á hvem veg sem úrslit kosninganna verða. Sjálfstæðismenn ganga því með óbundnar hendur um hugsan- lega aðilda að myndun nýrrar stjómar að kosningum loknum. Á það er einnig að líta, að það em ekki einungis málefni, heldur einnig styrkleikahlutföll á Alþingi, sem ráða því hvaða kostir era fyrir hendi um stjómarmyndun. Tilboð stjómarandstöðuflokkanna um hina ólíklegustu kosti um stjómarmynd- un, era því að meira og minna leyti marklausar flugeldasýningar til þess eins settar á svið að freista þess að villa um fyrir kjósendum. Alþýðuflokkurinn hefur talið það vænlegast til árangurs að lýsa yfír því að hann vilji helst samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Er það skiljan- legt í ljósi þess mikla árangurs sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð í tíð núverandi ríkisstjómar. Á hinn bóginn er löng reynsla fyrir því, að lítið er að marka yfirlýsingar for- manna eða forystumanna Alþýðu- flokksins fyrir kosningar um þessi efni. Og að hinu leytinu er á það að líta, að allur málatilbúnaður Al- þýðuflokksins, að því marki sem hægt er að henda reiður á honum, hefur miðað að því að staðsetja flokkinn öragglega vinstra megin við miðju stjómmálanna. Færi svo að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi yfir til Alþýðuflokksins væri það með vissum hætti ávísun á nýja vinstri stjóm. Því aðeins verður komið í veg fyrir að slík óheillastjóm verði mynduð, sem reyndar engir hræð- ast meir en forystumenn vinstri flokkanna sjálfra, að Sjálfstæðis- flokkurinn komi með þeim styrk- leika inn á Alþingi að kosningum loknum, að ekki verði mynduð ríkis- stjóm án þess að hann sé þar í lykilhlutverki. Kosningabaráttan mun snúast um það hvort þetta tekst eða ekki. Það er kjami allrar umræðu um hugsanlega ríkisstjóm- armyndun eftir kosningar. í byijun vetrar sýndu skoðana- kannanir að Sjálfstæðisflokkurinn var i vamarstöðu. Veraleg breyting hefur þó orðið á í þessu efni upp á síðkastið. Við höfum með málflutn- ingi okkar sýnt fram á sterka málefnalega vigstöðu. Málefna- spilaborgir stjómarandstöðunnar hafa ekki staðist hinn minnsta and- blástur gagnrýni og hranið. Við höfum fundið það, sjálfstæðismenn, á fundum um land allt, sem haldnir hafa verið til undirbúnings lands- fundi, að fólkið í landinu vill varðveita árangurinn og halda áfram uppbyggingunni. Það fínnur og veit að við eram á réttri leið. Því þyngri sem sókn okkar verður að því marki, því minni verða líkum- ar á að mynduð verði vinstri stjóm, verðbólgustjóm og kjaraskerðing- arstjóm. Um langan tima hefur mest málefnalegt djúp verið staðfest á milli sjálfstæðismanna og sósíalista í Alþýðubandalaginu. Sá flokkur hefur því um langan tíma og með ýmsum nöfnum verið höfuðand- stæðingur Sjálfstæðisflokksins. Nú er hins vegar svo komið, að engu er líkara en Alþýðubandalagið lifi í veröld stjómmálalegs tilgangs- leysis. Gömlu kreppuárakenning- amar um stéttastríð eiga engan hljómgrann lengur. Launafólkið í landinu hefur fundið aðrar mikil- virkari og betri leiðir til þess að bæta lífskjörin. Alþýðubandalagið hefur í áratugi verið einarður málsvari minnihluta- skoðana í sjálfstæðis-, utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar. Nú hefur sú stefna sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mótað og ísland hefur fylgt i þessum efnum svo til allt lýðveldistímabilið, náð slíkri fótfestu að jafnvel Alþýðubandalag- ið gerir þessi mál ekki að höfuð- ágreiningsefni lengur. Þar fer því flokkur án hlutverks. Slíkur flokkur verðskuldar ekki að vera höfuðandstæðingur sjálf- stæðismanna. Þannig hefur sú breyting orðið á að Alþýðuflokkurinn er i raun og vera orðinn höfuðkeppinautur Sjálf- stæðisflokksins. Ef til viil má segja að þessi áherslubreyting beri vott um meiri þjóðfélagslega samstöðu en áður. Áhrif öfgaafianna hafa augljóslega dvínað. Hins vegar fer ekki á milli mála, að aukið fylgi Alþýðuflokksins myndi gera hætt- una á vinstri stjóm meiri en áður. Óábyrgur málatilbúnaður Alþýðu- flokksins á liðnu kjörtímabili og nú í kosningabaráttunni segir ekkert til um það á hvaða grandvelli flokk- urinn er tilbúinn að starfa að kosningum loknum. Alþýðuflokkurinn hefur hopað úr einu víginu í annað. Hlaupið frá einni tillögunni í aðra. Forystumenn flokksins hafa lagt fram tillögur um kerfisbreytingar í ríkisrekstri sem haft hefðu í för með sér stór- aukinn halla ríkissjóðs og þannig mætti lengi telja. En aðalatriðið er það að hverfullyndið er svo mikið, að á ekkert er að treysta fyrr en staðreyndir kosninganna liggja fyr- ir. Hvertímihefur sinnhátt Sjálfstæðismenn búa enn að þeirri meitluðu og skörpu grand- vallarstefnu, sem forvígismennimir mörkuðu í upphafi vega. Þar er kveðið á um framfara- stefnu á grandvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis. Þar er lögð áhersla á samstöðu stéttanna og sameiginlega hags- muni þeirra. Þar eru þjóðleg menningarverð- mæti gerð að umgjörð sjálfstæðis- hugsjónarinnar. Á hveijum tíma hafa forystu- menn Sjálfstæðisflokksins leitast við að takast með bjartsýni og áræði á við þau verkefni sem úrlausnar hafa beðið og horft til framfara og heilla. Hver tmi hefur sinn hátt. Viðfangsefnin breytast með nýjum tíma. En þræðimir í fyrstu yfirlýs- ingu sjálfstæðismanna hafa verið upphafið og ivafið í öllum meirihátt- ar framfara- og sjálfstæðisbaráttu- málum þjóðarinnar. Þar má til nefna: — lýðveldisstofnunina sjálfa, — nýsköpun atvinnulífsins, — mótun utanríkisstefnunnar og samstarfíð við lýðræðisþjóð- imar í Evrópu og Ameríku, — framkvæmd viðreisnarstefn- unnar með auknu frelsi og festu, — lokasigurinn í landhelg- isbaráttunni — og endurreisn efnahagslífsins í baráttunni við verðbólguna undangengin ijögur ár. Sjálfstæðismenn hafa jafnan vilj- að nýta sér yfírburði frelsis í atvinnu- og peningamálum til verð- mætasköpunar. Þeir hafa viljað hagnýta þann arð, sem atvinnulífið gefur með þeim hætti, til þess að byggja upp mannúðlegt þjóðfélag, þjóðfélag sem veitir unga fólkinu í landinu bestu mögulega menntun, tryggir sjúkum góða ummönnun og öldraðum áhyggjulaust ævikvöld. Við getum með nokkram sanni sagt að við fléttum þannig saman í stefnu og framkvæmd félagslegt fijálslyndi og mannúðlegan mark- aðsbúskap. Byggðamálin Um nokkurt skeið hafa þau teikn verið á lofti, að ekki væri eðlilegt jafnvægi á milli þéttbýlisins við Faxaflóa annars vegar og annarra hluta landsbyggðarinnar hins veg- ar. Sjálfstæðismenn hafa ávallt lagt á það áherslu, að stuðla að alhliða uppbyggingu atvinnulífs og þjóðlífs í landinu. Við höfum gert okkur grein fyrir því, að út frá aflmikilli höfuðborg hefiir streymt blóð al- hliða framfara. Við höfum gert okkur grein fyrir því, að án þrótt- mikillar framleiðslu á landsbyggð- inni yrði lítið um þjónustu í þéttbýli. Að ýmsu leyti stöndum við frammi fyrir nýjum viðhorfum í þessu efni. Áður fyrr horfðu menn nær einvörðungu til atvinnufyrir- tækja á tilteknum stöðum, þegar rætt var um byggðastefnu. Nú lítum við til þessa verkefnis í miklu víðara samhengi. Fjölbreytni þjóðlífsins kemur fram í því m.a., að hver staður hefur sína eigin kosti. Við megum aidrei gera til- raun til þess að upphefja þennan veraleika. Slíkar tilraunir era ekki einasta dæmdar til að mistakast, heldur ekki æskilegar í sjálfu sér, ef við viljum búa í þjóðfélagi, þar sem fólkið getur verið sátt við að- stæður sínar og umhverfí. Það er sérstakt fagnaðarefni, að unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum hefur að undanförnu tekið þessi mál til vandlegrar umfjöllunar. Byggðastefna unga fólksins er líka byggðastefna Sjálfstæðisflokksins. í þessum efnum viljum við horfa til nýrrar framtíðar, en ekki binda okkur við það eitt sem var og hefur verið. Engum vafa er undirorpið, að höfuðforsendan fyrir því að okkur takist að skapa viðunandi aðstæður til búsetu, hvar sem er á landinu, er að við varðveitum þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna. Stöðugleiki í verðlags- málum er fyrsta skilyrði raunhæfr- ar byggðastefnu. Ánnað skilyrði raunhæfrar byggðastefnu er jafn- vægi í viðskiptum við útlönd, því að langvarandi viðskiptahalli er í raun ekkert annað en skattheimta á útflutningsframleiðsluna, sem flutt er til þjónustunnar. Með öðram orðum verður atvinnuiífið á lands- byggðinni að búa við sömu almennu skilyrði og aðrar atvinnugreinar landsmanna. Þar verða að myndast sömu möguleikar til framleiðni- aukningar og í öðram atvinnugrein- um. Úrvinnsla framframleiðslunnar verður að vaxa í ríkara mæli en verið hefur á landsbyggðinni. Þar verður að dafna og blómgast það atvinnulíf sem kallar á menntað fólk til baka til starfa í heimabyggð- um sínum. Byggðastefnan lýtur að því að skerða ekki sjálfsforræði lífeyris- sjóðanna. Byggðastefnan lýtur að því að halda áfram markvissri sókn til þess að bæta samgöngur á milli byggðarlaga, bæta menntunarskil- yrði víðsvegar um landið og efla heilbrigðisþjónutu, og aðstöðu til hvers konar menningarlegrar starf- semi. Við munum halda áfram, íslend- ingar, að búa við ólíkar aðstæður í harðbýlu landi. En byggðastefna nýs tíma miðar að því að jafna möguleika manna til athafna, þjón- ustu og lífskjara. Það er sá grund- völlur sem við viljum byggja á. Nútímaatvinnuhættir, lífshættir og tækni, hafa kallað á aukna að- gæslu gagnvart landinu sjálfu og öllu umhverfi manna, á heimilum, vinnustöðum og þar sem menn fara fijálsir ferða sinna um landið. í þessum efnum eigum við ekki við sjálfa okkur eina að sakast. Við eigum hagsmuna að gæta þar sem við þurfum að sækja rétt okkar í samstarfí við aðrar þjóðir. Við hljótum að andmæla því að reist séu kjamorkuver svo sem nú er ráðgert í Skotlandi þar sem slys gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir fiskveiðihagsmuni okkar, og nágrannaþjóðanna. Við hljótum að leita alþjóðlegs samstarfs um eðli- legt jafnvægi lífríkisins. Um þessi efni þurfum við að leggja á ráðin á þann veg að við hvorki ofnýtum né vannýtum. Og við megum ekki gleyma því að við eigum enn skuld að gjalda við landið. Við verðum að halda áfram landgræðslu og leggja drög að nýjum og stóram verkefnum í skógrækt. Allt þetta verður að gera innan þeirra marka sem efnahagur og verðmætasköpun leyfir á hveij- um tíma. Kjami málsins er sá að nútíminn kallar á meiri árvekni að því er varðar umhverfið og landið. Bárátta er ævarandi Til þess að ná markmiðum okkar þurfum við að búa við lýðræðislegt og skilvirkt stjómkerfi. í ýmsum greinum þurfum við að gera breyt- ingar þar á. Að því er almenna hagstjóm varðar þarf að stokka upp stofnanir, færa hagskýrslugerð og upplýsingaöflun saman undir einn hatt og að greina frá ráðgjöf og áætlunum. Viðskipti og utanríkis- þjónustu þarf að tengja betur saman. Á því sviði era nú þegar að gerast breytingar er horfa í rétta átt. Við höfum á hinn bóginn ekki litið svo á að það myndi auka lýð- ræði eða valddreifingu að gera stjómkerfíð flóknara og viðameira. Við viljum ekki nýtt stjómsýslustig. En við eram reiðubúnir til meiri valddreifingar og til þess að gera stjómsýsluna sjálfa skilvirkari en hún er í dag. Við stefnum markvisst að því að halda áfram að minnka ríkisaf- skipti í atvinnu- og peningamálum. Mikilvægast í því efni er að halda áfram þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið, í þá vera að minnka ríkisumsvif í bankakerfínu. Stefnu- mörkun í þessum efnum þarf að verða sérstakt samningsatriði við myndun nýrrar ríkisstjómar. En höfum það hugfast, sjálfstæð- ismenn, að okkur mun skammt miða fram og lítið verða ágengt í baráttu fyrir frelsi og framföram, ef við hugum ekki að undirstöðu alls þess sem við eram að fjalla um og takast á um í dagsins önn og stundarbaráttu stjómmálanna á hveijum tíma. Þjóðmenningin hefur sannað tilverarétt okkar sem sjálf- stæðs ríkis í samfélagi þjóðanna. Þegar Fjölnismenn hófu baráttu sína gegn deyfð og framtaksleysi höfðu þeir að leiðarljósi þetta þrennt: nytsemi, fegurð og sann- leika. Hannes Hafstein segir svo í ritgerð sinni um Jónas Hall- grímsson, þar sem hann fjallar um Fjölnismenn: „Þeir sem í Höfn sátu, Jónas, Brynjúlfur og Konráð, höfðu þá skoðun að til þess að reisa við þjóð- ina þyrfti fyrst og fremst og vekja sanna tilfinning hennar fyrir sínu eigin þjóðemi og þar með göfugan metnað að komast sem lengst og vera sem best, og með því að málið væri fyrsta skilyrðið fyrir þjóðem- inu, vildu þeir leggja sem allra mest áherslu á hreinsun þess og vanda sem allra mest allt að því lútandi. Tómast var mikilvirkur og framagjam og vildi leggja mesta áherslu á, að efnið í ritgerðunum lyti að búnaðarbótum, verslunarbót- um og öllum verklegum framföram og ritaði hann slíkar ritgerðir með miklum dugnaði. Kennum þeim fyrst að hugsa, þá læra þeir smám saman að tala, skrifar hann í bréfi sínu... En hitt er víst, að hefði Jónas ekki verið eins vandvirkur á málið eins og hann var, hefði hann aldrei komið til leiðar slíku, sem rit hans sannarlega hafa gert.“ Með sama hætti og Hannes Haf- stein lýsir verkum þeirra Fjölnis- mánna þurfum við að vefa saman varðveislu og viðhald íslenskrar menningar. I því efni eigum við ekki að vera norrænn safngripur. Því aðeins stöndum við vörð um íslenska menningu, að við varðveit- um tunguna og höldum áfram að skapa ný verðmæti. Á því sviði sem öðram er sóknin besta vömin. Og það á enn við eins og á dögum þeirra Fjölnismanna, að menningin og menntun þjóðarinnar era svo samofin framföram í atvinnumálum að hvoragt verður frá hinu skilið. Það er mikið verkeftii, sem sér- hver kynslóð íslendinga þarf að axla og ábyrgjast að varðveita og viðhalda fomum landsréttindum, sjálfstæði og öiyggi þjóðarinnar. Það verður ekki nógu oft endurtek- ið að sú barátta er ævarandi. Við báram gæfu til þess að skipa okkur í sveit lýðræðisþjóðanna og við höf- um tryggt öryggi okkar með vamarsamningnum við Bandaríkin. Við vitum að öryggi okkar verður ekki tiyggt með hlutleysi og við skynjum að það væri í fullkominni andstöðu við sögulegar hefðir og þjóðmenningu íslendinga, að taka ekki afstöðu í baráttunni fyrir frelsi og mannréttindum í heiminum gegn einræði og kúgun. FYiður án mann- réttinda er óhugsandi. Við viljum leggja lið sérhverri viðleitni til þess að draga úr vígbúnaði, eyða hætt- unni af kjamorkuvopnum, án þess að gefa nokkuð eftir í varðstöðu lýðræðisþjóðanna. Frá þessum grandvallaratriðum hvikum við sjálfstæðismenn ekki. Þau verða ekki skiptimynt í samningum. Sjálfstæðis- og öiyggishagsmun- ir íslensku þjóðarinnar, virðing hennar á alþjóðlegum vettvangi era hafin upp yfir sérhveija skiptiversl- un og pólitísk hrossakaup. íslendingar era hluti af samfélagi þjóðanna. Þó að við búum úti hér hvorki getum við né viljum einangr- ast. Hagsæld á íslandi byggist á því að við getum sem sjálfstæð og fullvalda menningarþjóð verið þátt- takendur í alþjóðlegri framvindu í viðskipta- og atvinnumálum. Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir ut- anríkisviðskiptum og við. í þeim efnum verðum við jöfnum höndum að líta til Evrópu og Ameríku. Full- ur helmingur viðskipta okkar er nú við þjóðir Evrópubandalagsins. Það er því vaxandi verkefni að gæta að hagsmunum okkar á þeim vettvangi. Skref hafa verið stigin í þá átt að styrkja tengsl okkar við þennan mikilvæga markað. Brýnt er að halda þeim vakandi og efla það starf. Horfum til nýrrar aldar Við horfum senn til nýrrar aldar. Það gefur okkur tilefni til þess að skyggnast til framtíðar og glöggva okkur á hvers konar þjóðfélag við viljum byggja upp á íslandi. Nú er að vaxa úr grasi kynslóð nýrra alda- mótamanna, sem vill setja mark sitt á íslenska sögu, bæta þjóðfélag- ið, efla íslenskt samfélag. Kjósendur ráða miklu. í þeirra höndum er að ákveða hvort haldið verður fram á réttri leið, ellegar farið inn á hefðbundna verðbólgu- og kjaraskerðingarleið vinstri stjómar. Við höfum mikið verk að vinna á þessum landsfundi. Á okkar herðum hvílir mikil ábyrgð. Við sem hér eram saman komin í umboði sjálfstæðismanna um land allt, þurfum að sækja fram fyrir málstaðinn og hugsjónina og standa í sókn og vöm fyrir þann árangur, sem náðst hefur á undan- fömum áram. Hver vann hér svo að með orku? Aldrei neinn svo vígi hlóð. Búinn er úr bálastorku bergkastali frjálsri þjóð. Drottins hönd þeim vömum veldur. Vittu bam, sú hönd er sterk. - Gat ei nema guð og eldur gjört svo dýrðlegt furðuverk. Með sameinuðu átaki getum við sjálfstæðismenn á þessum fundi og með markvissri baráttu á Alþingi, á vinnustöðum og mannfundum, tryggt atfylgi þjóðarinnar við áframhaldandi göngu hennar á réttri leið til nýrrar framtíðar. Við eram á rétti leið: Á réttri leið frá verðbólgu til stöð- ugleika. Á rétti leið frá höftum til aukins frelsis. Á réttri leið frá upplausn til ábyrgðar. Megi skapari bergkastala frjálsr- ar þjóðar styrkja okkur í mikilvægu hlutverki í þágu þjóðarinnar allrar með frelsis- og mannúðarhugsjónir að vopni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.