Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Holiday Inn-hótelið við Sigtún opnar í júní: „Ohætt að treysta gæðunum hvar sem menn gista á Holiday Inn“ - segir Guðbjörn Guðjóns son eigandi hótelsins Morgunblaðið/Júlíus Guðbjörn Guðjónsson, eigandi Holiday Inn hótelsins fyrir framan hótelbygginguna í Sigtúni. UNDIRBÚNINGUR að opnun Holiday Inn-hótelsins við Sig- tún 38 í Reykjavík er nú í fullum gangi og er stefnt að opnun hótelsins á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní næst- komandi. Að sögn Guðbjörns Guðjónssonar, eiganda hótels- ins, eru bókanir þegar farnar að berast fyrir sumarið og fram á haust og kvaðst hann hafa orðið var við mikinn áhuga á hótelinu, bæði hér- lendis og erlendis. Holiday Inn-hótelið er í sam- nelndri alþjóðlegri hótelkeðju, sem þó á ekki neinn hlut í því heldur fær hótelið að nota nafn keðjunnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og gæða- kröfum varðandi húsnæði, búnað og þjónustu. „Til að gefa hugmynd um kröfumar má nefna að herbergi verða að vera af ákveðinni stærð, rúm verða einnig að vera af ákveðinni stærð og eru þau stærri en al- mennt er í hótelum hér á Iandi“, sagði Guðbjöm í samtali við Morgunblaðið, og bætti við: „Herbergi eiga að öðm leyti að vera búin ákveðnum húsgögnum og einnig er kveðið á um þykkt gólfteppa, gerð gluggatjalda og svona mætti lengi telja. Mjög strangar reglur gilda varðandi brunavamir og mikið er lagt upp úr góðri vinnuaðstöðu, svo sem búningsherbergjum starfsfólks. Varðandi kröfur um þjónustu, hreinlæti og fleira má nefna að starfsmenn keðjunnar koma tvisvar til þrisvar á ári í eftirlits- ferðir og með þessum kröfum, sem Holiday Inn setur, geta ferðalangar treyst gæðunum hvar sem þeir gista á Holiday Inn hótelum", sagði Guðbjöm. „Annar mikilvægur þáttur samstarfs við Holiday Inn keðrj- una er sameiginlegt bókunar- kerfi", sagði Guðbjöm ennfremur. „Holiday Inn keðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og getur fólk pantað sér herbergi hvar sem það er statt í gegnum sérstakar bókun- armiðstöðvar, ferðaskrifstofur eða hótelin sjálf. Almenn kynn- ingarþjónusta og markaðssetn- ing er einnig hluti af samstarf- inu. Upplýsingar um hótelin og verð á þeim eru send út í sér- stakri hótelskrá til ferðaskrif- stofa í flestum löndum heimsins. Styrkur Holiday Inn keðjunnar felst þannig í stærð hennar, en ekki síður í þeirri ákveðnu ímynd sem hún hefur skapað sér meðal fólks um allan heim. Samstarf hótela í keðjum er sífellt að auk- ast í heiminum og skapa þær sér mismunandi ímynd. Til dæm- is eru margar keðjur sem leggja mesta áherslu á lágt verð, en takmarkaða aðstöðu og þjón- ustu. Aðrar, eins og til dæmis Holiday Inn, leggja áherslu á gæði og áreiðanleika, en eru samt ekki í hópi dýrustu lúxus- hótela." Guðbjöm sagði að við út- færslu á hönnun hótelbygging- arinnar hefði Holiday Inn miðlað af reynslu sinni og gefíð góð ráð, en hönnunin væri þó alís- lensk, unnin af Teiknistofu Gunnars Hanssonar. Hótelið verður yfír 7.000 fermetrar að grunnfleti og þar verða 100 vel búin gistiherbergi, nokkrir ráð- stefnu- og veislusalir, einn veitingasálur sem eingöngu verður opin á kvöldin og annar sem verður opinn allan daginn. Auk þess verða tveir barir í hót- elinu svo og minjagripaverslun, ferðaskrifstofa og hárgreiðslu- stofa og í ráði er að opna heilsurækt seinna á árinu. Guðbjöm Guðjónsson rak áð- ur umsvifamikla innflutnings- verslun með fóðurvömr, sem hann hefur nú selt. Hann var spurður hvers vegna hann hefði hætt rekstri biómlegs fyrirtækis og snúið sér að hótelrekstri: „Ég er búinn að vera í 25 ár í innflutningi á fóðurvörum og ýmsum landbúnaðartækjum, og það er rétt að reksturinn hefur verið blómlegur. En það em ýmsar blikur á lofti í landbúnað- armálum og kannski fannst mér að það væri ekki þörf fyrir mig lengur í þessum viðskiptum. Alla vega fannst mér nú rétti tíminn til að söðla um og ef til vill lá þá beinast við að fara út í hótel- rekstur þar sem ég þekki svolítið til á þeim vettvangi. Ég hef áhuga á þessum málum, bæði hef ég menntað mig lítillega í hótelrekstri og auk þess hef ég starfað á hótelum og rekið hót- el. Ég rak Hótel Bifröst fyrir um það bil 30 árum og var við nám og störf í hótelrekstri í Lusanne í Sviss á ámnum 1946 og 1947. En ég vil taka það skýrt fram að ég mun ekki taka við hótelstjóm á nýja hótélinu og hef heldur ekki í hyggju að vera að vasast í daglegum rekstri þess. Jónas Hvannberg, sem starfað hefur á Hótel Sögu um árabil, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri og dagleg stjómun hótelsins verður að mestu í hans höndum, en alls verða á milli 50 til 60 manns á launaskrá til að byija með.“ Guðbjöm var að lokum spurð- ur hvort hann væri bjartsýnn á reksturinn og þróunina í ferða- málum hér á landi í framtíðinni: „Já ég er vissulega bjartsýnn á þennan rekstur, annars hefði ég ekki farið út í hann. Við ís- lendingar eigum mikla mögu- leika varðandi þjónustu - við ferðamenn í framtíðinni og það er enginn vafí á að ferðamanna- straumur hingað á eftir að stóraukast ef rétt er á málum haldið. Hins vegar verður að segjast eins og er að enn sem komið er em vetrarmánuðimir erfíðir hvað varðar hótelrekstur hér á landi og það er eitt að því sem við verðum að fínna lausn á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.