Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 27 Færeyjar: Eldur kom upp í Hótel Borg Þórshöfn. Frá Hilmari Jan Hansen, fréttaritara Morgunbladsins. ELDUR kom upp í stærsta hóteli Færeyja, Hótel Borg, í Þórshöfn, um miðnætti aðfararnótt mið- vikudags. Tjón varð töluvert, en engin alvarleg slys hlutust af. Ekki er vitað um eldsupptök. Mest varð eldhafið í gangi inn af móttökunni og breiddist hann upp á næstu hæð, þar sem veitinga- salur hótelsins er og hlaust þar af umtalsvert tjón. Um þrjátíu manns voru á hótel- inu, þegar eldurinn kom upp, en öllum tókst að komast út. Einn þeirra meiddist, er hann braut sér leið í gegnum glerdyr og skar sig Grænlending- ar sækja um lán hjá OECD Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. HANS Pavia Rosing, sem fer með efnahagsmál fyrir hönd græn- lensku landstjórnarinnar, fór á miðvikudag í leiðangur til höfuð- stöðva Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, OECD, í París til að leita eftir 200 milljóna dan- skra króna (um 1,1 milljarðs isl. kr.) framkvæmdaláni. Verði lánið veitt, er það í fyrsta sinn, sem Grænlendingar fá erlent lán. Heimastjómin reiknar með svipaðri lánsþörf næstu árin vegna fjárfestinga í atvinnulífinu. Danska ríkisstjórnin hefur neitað að veita ríkisábyrgð fyrir lánsfénu. á stálneti í glerinu. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og slökkti eldinn á einum og hálfum klukkutíma. Tveir sérfræðingar frá dönsku lögreglunni eru væntanlegir tii Færeyja til að kanna eldsupptök. Israel: Spáaukinni verðbólgu Tel Aviv, Reuter. SAMKVÆMT skýrslu sem starfs- menn annars tveggja stærstu banka ísrael hafa unnið eru blik- ur á lofti í efnahagsmálum landsins. Spáð er 30% verðbólgu á þessu ári en í fyrra var hún rúm 18%. í skýrslu hagfræðinga Hapoa- lim-bankans segir að nauðsynlegt kunni að reynast að lækka gengi shekelsins. Þá er varað við fyrir- huguðum skattalækkunum og telja sérfræðingamir að þær muni hafa aukinn fjárlagahalla í för með sér. 10% verðbólgu er spáð á fyrstu fjór- um mánuðum ársins í kjölfar þess að gengi shekelsins gagnvart Bandaríkjadollar var lækkað um 9,7% í janúar. Hagfræðingamir segja að lækkunin hafi ekki leyst vanda efnahagslísfsins sem sé of hár framleiðslukostnaður, launa- gjöld og verðfall á útflutningsafurð- um. Því megi búast við frekari gengisfellingu á síðari hluta ársins. Hefur getið sér góðan orðstír sem yfirmaður FBI William Webster Reuter Washington. AP. WILLIAM Webster, sem Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hef- ur skipað sem yfirmann CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, settist við stjórnvölinn hjá FBI, bandarísku alríkislögreglunni, fyrir níu árum, í kjölfar Water- gate-hneykslisins. Starfaði hann þar áður sem alríkisdómari og þótt hann væri repúblikani féllst hann á beiðni Jimmys Carter, forseta og demókrata, um að gerast þriðji yfirmaður FBI i sögu stofnunarinnar. Webster, sem verður 63 ára í dag, föstudag, átti að láta af störf- Indland: 43% aukning út- gjalda til hermála Islamabad, London, Reuter, AP. INDLAND og Pakistan hafa komist að samkomulagi, eftir 4 daga viðræður í Islamabad i Pa- kistan, um að kalla fleiri hermenn frá landamærum land- anna, til að draga úr spennu. Viðræðum um þetta efni verður haldið áfram í Nýju Delhi á næs- tunni. Yfirmaður áætlunar um notkun á úraníum í Pakistan, Abdul Qadeer Khan, gaf á sunnudag út yfirlýs- ingu þar sem hann neitaði því að hafa sagt í viðtali við indverskan blaðamann að Pakistanir hefðu yfir kjamorkuvopnum að ráða og myndu beita þeim ef með þyrfti. Blaðamaðurinn Kuldip Nayyar sem ritar dálka er birtast í 40 blöðum í Suðaustur Asíu heldur þvi fram að hann hafi ummælin rétt eftir Khan. Indveijar hafa tekið þessi um- mæli óstinnt upp og þingmenn krafist þess að indversk stjómvöld séu vel á verði. Rajiv Gandhi, for- sætis- og fjármálaráðherra Ind- Iands sagði í umræðu um fjárlög í þinginu á laugardag að útgjöld til hermála yrðu aukin um 43% á næsta ári. um hjá FBI á næsta ári en hafði, að því sagt er, í hyggju að draga sig í hlé nokkru fyrr. Þær fyrirætl- anir hans breyttust þó þegar FBL tók að rannsaka vopnasölumálið og fjárveitingamar til skæmliða í Nic- aragua. Þegar Webster tók við sem yfír- maður FBI naut stofnunin ekki allt of mikils álits í augum margra Bandaríkjamanna. Höfðu starfs- menn hennar sinnt ýmsum vafa- sömum verkum fyrir J. Edgar Hoover, fyirum yfirmann FBI, haft ólöglegt eftirlit með ýmsum mönn- um á tímum Víetnam-stríðsins og árið 1973, þegar Patrick Gray var yfírmaður stofnunarinnar, höfðu þeir reynt að hindra rannsókn á Watergate-hneykslinu. Undir stjóm Webster jókst hróð- ur FBI þótt sumar starfsaðferðir stofnunarinnar sættu nokkurri gagnrýni. Átti það einkum við um svokallað Abscam-mál þegar nokkrir starfsmenn FBI þóttust vera arabískir furstar og buðu þing- mönnum fé gegn fyrirgreiðslu í þinginu. í því máli vora sjö þing- menn og 11 aðrir menn dæmdir fyrir mútuþægni. Webster hefur gengið mjög hart fram gegn hryðjuverkamönnum og aukið eftirlit með þeim, sem gran- samlegir þykja. Hefur slíkum verkum enda fækkað mjög í Banda- ríkjunum. Webster í fæddur í St. Louis í Missouri og útskrifaðist sem lög- fræðingur frá Washington-háskól- anum þar í borg. Starfaði hann sem slíkur til ársins 1971 þegar Richard Nixon skipaði hann alríkisdómara. Nbkkur sœti kws áþessum %, namskeiöum 3 SNIÐ OG SNIÐTEIKNINGAR 20 st. Kolbrún Júlínusdóttir Mán. kl. 19-22 (5 vikur frá 9. mars) FATAHÖNNUN 20 st. Ásdís Loftsdóttir Mán. kl. 19-22 (5 vikur frá 9. mars) VIÐ HVAÐ VILTU STARFA? 20 st. Sölvína Konráðs Þri. kl. 19-22 (5 vikurfrá 10. mars) TEIKNING 20 st. Þóra Sigurðardóttir Mið. kl. 19-22 (5 vikur frá 11. mars) GARÐRÆKT 15st. Hafsteinn Hafliðason Þri. kl. 20.30-22.45 (5 vikur frá 17. mars) HÖNNUN OG ÚTLITSTEIKNING BÆKLINGA OG BLAÐA 20 st. Björn Björnsson Þri. kl. 19-22 (5 vikur frá 10. mars) ÁVÖXTUN EIGIN FJÁR 10 St. Davíð Björnsson Kl. 20-22.30 frá 10.-12. mars. WALDORF - BRÚÐUR 20 St. Hildur Guðmundsdóttir Lau. kl.10-13 (5 vikurfrá 14. mars) AÐ VERA FORELDRI UNGLINGS 15 St. Ingibjörg Guðmundsdóttir Fim. kl. 20-23 (4 vikur frá 19. mars) BÓTASAUMUR 20 st. Fríða Kristinsdóttir Mið. kl. 19-22 (5 vikur frá 11. mars) AÐ HANNA OG PRJÓNA EIGIN FÖT 20 st. Kristín Jónsdóttir Þri. kl. 19-22 (5 vikur frá 10. mars) NÝTT: ER HEIMILISBÍLLINN í LAGI? 24 st. Elías Arnlaugsson Þri. og fim. kl. 19-22 (3 vikurfrá 17. mars) í SAMVINNU VIÐ FÉLAG ELDRI BORGARA: MÁLUN 20 st. Kristjana F. Arndal Mið. kl. 18-21 (5 vikur frá 11. mars) SÖGURÖLT 8 st. Guðjón Friðriksson Fim. kl. 16-18 (3 vikurfrá 12. mars) ÆTTFRÆÐI 20 St. Þorsteinn Jónsson Þri. kl. 19-22 (5 vikur frá 10. mars) UPPLÝSINGAR í SÍMA 621488 Verslunarmannafélag Reykjavíkurog Iðja, félag verksmiöjufólks, veita félagsmönnum sínum styrki til náms í Tómstundaskólanum. Félagsmenn eftirtalinna félaga fá 10% afsláttaf námskeiðsgjöldum: Verslunarmannafélag Reykjavíkur Iðja, félag verksmiðjufólks Verkakvennafélagið Framsókn Starfsmannafélagið Sókn Trésmíðafélag Reykjavíkur Félag matreiðslumanna Félag starfsfólks i húsgagnaiðnaði Félag bókagerðarmanna Félag blikksmiða. TDMjmjNDA SKOUNN Skólavördustig 28 Sími 621488
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.