Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Reagtin neitar fregrium um valdafíkn Nancy Washington, Reutcr, AP. REAGAN Bandaríkjaforseti vísaði í gær alfarið á bug öllum ásökunum um, að kona hans væri ,jámfrú“, sem hugsaði um það eitt að hafa völd. Lýsti forsetinn þessum áburði sem „fyrirlitlegum tilbúningi", er blöðin hefðu komið af stað. Reagan, sem er 76 ára, var spurður um þátt konu hans, sem er 10 árum yngri, í ákvörðunum stjómar hans. Svaraði hann því til, að ekkert væri hæft í því, að kona sín ætti aðild að ákvörðunum stjórnarinnar nó heldur hefði hún nokkurn áhuga á slíku. „Enginn, sem þekkir hana vel, myndi trúa slíku,“ sagði forset- inn. Blaðið Ncw York Times skýrði svo frá á forsíðu nú í vikunni, að Naney Reagan væri núna á hátindi valda sinna og áformaði að fá eiginmann sinn til að reyna að koma á víðtæku samkomulagi um afvopnun við Sov- étríkin og að haldinn yrði nýr fundur forsetans og Mikhails Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, í þeim til- gangi að fá jákvæða umsögn í mannkynssögunni. í fyrradag gerðu mörg önnur bandarísk blöð hlutverk forsetafrú- arinnar að umtalsefni og sum þeirra gengu svo langt að birta af henni skopteikningar með brugðnum brandi, þar sem hún er að veija mann sinn og fleira í þeim dúr. Blaðið Chicago Tribune birti skop- teikningu af Howard Baker, hinum nýja starfsmannastjóra Hvíta húss- ins, í búningi matsveins í eldhúsinu þar og Nancy forsetafrú, þar sem hún er að gefa honum fyrirskipanir: „í fyrsta lagi, Howard, þá er það matarboð fyrir 300 manns í austur- salnum í kvöld.“ Fyrirsögn myndarinnar er: „Fyrsti dagur nýja bakarans" Morgunblaðið/Kristín Ólafsdóttir Skerðingu námslána mótmælt Opinberri heimsókn Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra til Kaup- mannahafnar lauk í hádeginu í gær með málsverði í ráðhúsinu. Þegar ráðherrann og fylgdarlið hans komu að ráðhúsinu voru þar fyrir um 50 íslemskir námsmenn sem afhentu ráðherranum mótmælabréf vegna skerð- ingar námslána. Telja námsmenn að 20 prósent skerðing á lánunum geri þeim næstum ókleift að halda áfram námi. í gærkvöldi sat forsætisráð- herra fund með námsmönnum í Jónshúsi. Islend- ingar skuldugri en Danir FRÁ því var greint hér í blaðinu í gær, að Danir væru skuldugasta þjóð í heimi og næmu erlendar skuldir þeirra sem svaraði 293.000 ísl. kr. á hvert mannsbarn. Þarna er ekki rétt með farið. Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- banka íslands eru íslend- ingar skuldugasta þjóð heims, en erlendar skuldir okkar nema rúml. 309.000 kr. á hvert mannsbarn. Sjónvarpsræða Reagans Bandaríkjaforseta: Játaði mistök og boðaði frekari mannabreytingar Wa.shintrt.nn. Rnntnr. AP. Washington, Reuter, AP. RONALD REAGAN Bandaríkja- forseti boðaði frekari manna- breytingar innan stjórnkerfisins í sjónvarpsræðu sinni í fyrrínótt. Forsetinn lagði áherslu á dugnað og elju Howards Baker, hins nýja starfsmannastjóra Hvita hússins, og Franks Carlucci öryggisráð- gjafa og sagði að búast mætti við frekari breytingum á næstu vikum og mánuðum. Forsetinn sagðist viðurkenna að reynt hefði verið að skipta á vopnum fyrir banda- ríska gísla í Libanon og að hann bæri fulla ábyrg á þeim mistökum sem gerð voru. Reagan kvaðst vera bæði reiður og vonsvikinn vegna þeirra aðgerða sem gripið hefði verið til án vitundar hans. Sagði hann upprunalegan til- gang þeirra hafa verið þann að bæta samskiptin við hugsanlega eftirmenn Khomeinis erkiklerks í Iran. „Þrátt fyrir þetta er það ég sem verð bera ábyrgð á þessu athæfi gagnvart þjóð- inni,“ sagði hann. Forsetinn vék að fyrri ummælum sínum um að til- gangurinn með vopnasölunni hefði ekki verið sá að skipta á vopnum og gíslum. Kvaðst hann í hjarta sínu enn trúa að þetta væri satt en stað- reyndir málsins gæfu annað til kynna. Reagan sagði að Tower- skýrslan gæfí ótvírætt til kynna að brotið hefði verið gegn yfirlýstri stefnu stjómarinnar með þessum hætti. Áhyggjur af gíslunum hefðu skyggt á allt annað og því hefði hann ekki sinnt öðrum þáttum írans- málsins. Því hefðu hlutimir þróast á annan veg en að var stefnt í upp- hafi og reynt hefði verið að kaupa gíslana lausa. „Þetta stríðir gegn sannfæringu minni, stefnu stjómar- innar og upprunalegum tilgangi aðgerðanna." Forsetinn sagði ákveðnar ástæður liggja að baki því að aðgerðimar fóru úr böndunum en það væri engu að síður óafsakan- legt. „Þetta vom mistök," sagði Reagan. varð af greiðslum írana. Forsetinn kvaðst ekki hafa vitað að hluti greiðslunnar hefði mnnið til contra- skæmliða í Nicaragua og bætti við að stöðu sinnar vegna gæti har.n ekki firrt sig ábyrgð. Sagðist hann trúa því og treysta að frekari rann- sóknir þingnefnda gætu skýrt hvað varð af þeim ijármunum. Þjóðaröryggisráðsins. í lok ræðu sinnar sagði Ronald Reagan: „Þegar menn em komnir á minn aldur hafa þeir gert fjölmörg mistök hafi þeir á annað borð látið sig lífið einhverju varða. Þannig læra menn og öðlast betri yfirsýn. Menn taka sig á, breytast og halda ótrauð- ir áfrarn." Reuter Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti í skrifstofu sinni eftir að hafa flutt sjónvarpsræðuna í fyrrinótt. Næst vék Reagan að þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um ágóðann af vopnasölunni. Nefndin taldi sig ekki geta skýrt með óyggjandi hvað Reagan fjallaði nokkuð ítarlega um gagnrýni sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar á stjómun hans. Kvaðst hann ætíð hafa haft þann háttinn á að velja hina hæfustu menn til að sjá um framkvæmd mála. Þessi aðferð hefði greinilega ekki hentað starfsmönnum Þjóðar- öryggisráðsins. Sagðist hann þegar hafa grípið til viðeigandi ráðstafana og fengið nýja menn til starfa. Þá hefði hann gefíð út tilskipun þar sem starfsmönnum Þjóðaröryggisráðsins væri með öllu óheimilt að gangast fyrir leynilegum aðgerðum. Sagðist forsetinn hafa fylgt þeim hugmynd- um sem fram kæmu í Tower-skýrsl- unni varðandi breytta starfshætti Ræða forsetans mótsagnakennd - sagði sovéska fréttastofan TASS ^ Moskvu, AP, Reuter. ÚTVARP Moskva sagði í gær að ræða Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta um vopnasölumálið og greiðslur til skæruliða í Nicaragua hefði verið tilraun til að endur- vekja traust Bandaríkjamanna til forsetans. Málum værí aftur á móti þannig varið að flestir Bandaríkjamenn tryðu ekki að forsetinn hefði sagt allan sann- leikann. Repúblikanar og demókrat- Sovéska fréttastofan TASS sagði að ræða Reagans á miðvikudags- kvöld væri uppfull af mótsagna- kenndum fullyrðingum og hún myndi ekki duga til að binda enda á hneykslið. ar fagna ávarpi forsetans Washington, New York, Shanghai, Baltimore, AP, Reuter. ÞINGMENN repúblikana gerðu góðan róm að ræðu Ronalds Reagan Bandaríkjforseta í fyrrakvöld og sögðu að forsetinn hefði verið hrein- skilinn, en demókratar ætti enn mikið verk fyrír höndum ætlaði hann að endurvekja traust þjóðarinnar til stjómarinnar. „Reagan forseti sagði bandarísku þjóðinni það, sem hún vildi heyra: að mistök hefðu verið gerð og hann bæri ábyrgð á þeim,“ sagði Robert Dole, forystumaður repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. „Með því að viðurkenna að hann hefði verið sekur og heita að bæta úr því sem aflaga fór sýndi Ronald Reagan enn einu sinni að hann væri sá leið- togi, sem Bandaríkjamenn vilja,“ sagði í tilkynningu, sem Dole gaf út eftir að forsetinn flutti ræðuna. „Það er augljóst að hann gerir sér grein fyrir því, hvað var rangt í stefnun stjómarinnar í vopnasölu- málinu og ágöllum á stjómarháttum sínum," sagði William Cohen, öld- ungadeildarþingmaður repúblikana. Bæði demókratar og repúblikanar fögnuðu viðurkenningum Reagans í tólf mínútna langri ræðu hans. Margir demókreatar sögðu aftur á móti að ein ræða dygði ekki til. „Ég er ánægður með að hann við- urkenndi að hann hefði gert mistök og lofaði Bandarísku þjóðinni að hann myndi grípa til ráðstafana til að bæta úr því, sem aflaga fór,“ sagði Robert Byrd, talsmaður demó- krata í öldungadeildinni, í sjónvarps- viðtali. „En ein sjónvarpsræða dugar ekki til að endurvekja traust þjóðarinn- ar,“ sagði Byrd og kvaðst myndu bíða og sjá hvemig Reagan efndi loforð sín um að gera breytingu á þeirri aðferð sinni til að stjóma, sem fælist í því að koma sem minnst nálægt hlutunum. Gagnrýnendur telja að þessir stjómarhættir eigi m.a. sök á vopnasölumálinu. Demókratinn Bill Bradley tók dýpra í árinni. Hann sagði að ræða Reagans hefði verið framúrskar- andi, en bætti við: „Engin ræða getur gert að engu þær efasemdir, sem vaknað hafa vegna vopnasölu-, málsins. Tíminn mun skera úr um það hvort að forsetanum hafi tekist að ná valdi á utanríkisstefnu þjóðar- innar. Ýmsir repúblikanar og demó- kratar hafa lokið lofsorði á manna- breytingar í Hvíta húsinu, þ. á m. að Howard Baker skyldi taka við embætti starfsmannastjóra af Don- ald Regan, sem hefur verið mikið gagniýndur fyrir þátt sinn í vopna- sölumálinu. Dole sagði að skipan Bakers í embætti og ræðan á mið- vikudagskvöld bæri því vitni að forsetinn væri nú að festa sig í sessi á nýjan leik. Fyrstu viðbrögð bandarískra dág- blaða við ræðu Reagans vom jákvæð. Mörg dagblöð höfðu þó ekki tíma til að skrifa leiðara fyrir útgáfu- tíma í gær. f leiðara The Washington Post í gær sagði að Reagan hefði „flutt rétta ræðu“. „Það var ekki undarlegt að Reag- an skyldi hvorki ata sig út, rífa í hár sitt, né auðmýkja sig, eins og ýmsir höfðu mælt með, enda var það ekki mergurinn málsins. Því að for- setinn vissi hvað honum bar að gera: hann viðurkenndi mistök og hét því að bæta skaðann á þeim tveimur árum, sem hann á eftir í embætti," sagði í leiðaranum. Áforsíðu USA Today stóð: „Reag- an er kominn af varamannabekknum og inn á völlinn." Caspar Weinberger vamarmála- ráðherra neitaði í viðtali við dag- blaðið Baltimore Sun í gær ásökunum í skýrslu Tower-nefndar- innar um að hann og George Shultz utanríkisráðherra hefðu setið að- gerðarlausir hjá og brugðist forset- anum. Weinberger sagði að sér hefði ekki verið greint frá fudnum um vopnasöluna til írans og hann hefði barist gegn henni. Shultz neitaði einnig í gær ásök- unum í skýrslunni um að hann hefði reist umhverfís sig vamarmúr hlut- Ieysis til að vemda sjálfan sig. Opinber viðbrögð hafa ekki borist frá ráðamönnum Sovétmanna enda flutti Reagan ræðuna of seint til að sovésk morgunblöð gætu fjallað um hana. Ríkisútvarpið í Moskvu sagði í venjulegum fréttatíma að Reagan hefði á miðvikudag viðurkennt fyrsta sinni að mistök hefðu verið gerð í samskiptum Bandaríkjamanna við frana, sem áttu að leiða til þess að bandarískum gíslum í Líbanon yrði sleppt. Sagði útvarpið að mistökin hefðu'„reynst felast í að skipta átti á vopnum og gíslum". Aftur á móti hefði Reagan neitað að hafa haft nokkra vitneskju um að greiðslur fyrir vopnin hefðu runn- ið til skæruliða, sem beijast gegn stjóminni í Nicaragua, sem Sovét- menn styðja. Fréttastofan TASS efaðist um að Reagan hefði ekkert vitað um greiðslumar. „Ræða forsetans var uppfull af mótsagnakenndum fullyrðingum," sagði orðrétt í frétt TASS. „Til dæm- kvaðst hann hafa þagað yfir ís „Irangate" og fyrir það hefði hann goldið með trúnaði og trausti banda- rísku þjóðarinnar til sín. Aftur á móti muna allir að Reagan hafði áður gefíð út sérstaka yfirlýsingu um „Irangate", þar sem gangi máls- ins hafði verið lýst af ónákvæmni, svo að ekki sé meira sagt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.