Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
43
Til Alla var gott að leita og aldr-
ei taldi hann eftir sér að aðstoða
okkur og hjálpa. T.d. sótti hann
dóttur sína og börnin margoft ofan
úr Mosfellssveit vestur á Seltjamar-
nes, til að þau væm ekki ein á
nóttunni þegar ég var burtu vegna
vinnu, og þótti þessi leið löng í þá
daga. Ekki taldi hann heldur eftir
sér að taka fjölskylduna upp á sína
arma í rúmt hálft ár þegar við vor-
um að byggja og svona gæti ég
talið áfram. Ég hef átt margar
ógleymanlegar stundir með Alla,
bæði í leik og starfi og mun geyma
minninguna um hann meðan ég lifi.
Alli var ákveðinn maður, skap-
mikill og gerði kröfur til sjálfs sín
og annarra. Hann var réttlátur og
sanngjam og hugsaði vel um sína
nánustu. Hann var léttur í lund og
ávallt tilbúinn að sjá spaugilegu
hliðar málanna. Hann var traustur
vinur og sem dæmi um það héldu
mörg böm sem vom í kaupavinnu
hjá honum á sumrin, tryggð og vin-
áttu við hann til æviloka. Alli var
mikill hestamaður og lét málefni
hestamanna til sín taka. Á þeim
vettvangi eignaðist hann marga og
góða vini.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að vera samferða jafn stór-
brotnum manni og hann var og tel
sjálfan mig hafa auðgast og þrosk-
ast af samskiptum okkar.
Að lokum votta ég tengdamóður
minni, sem var stoð og stytta
mannsins síns, virðingu mína og
samúð og vona að trúin á guð
muni bera hana yfir þessa erfið-
leika. Einnig bið ég guð að styrkja
aldraða móður hans, börn og aðra
aðstandendur.
Jón Björnsson
Aðalsteinn Þorgeirsson fyrrv.
bústjóri til heimilis í Markholti 15
í Mosfellssveit lést á sjúkrahúsi
þann 26. febrúar sl., sjötíu og eins
árs að aldri. Með fráfalli Aðalsteins
er maður horfinn af sjónarsviðinu,
sem var vinsæll, vinmargur og hinn
ágætasti nágranni og samferða-
maður. Það má segja að nú sé skarð
fyrir skildi.
Aðalsteinn Sigurvin Þorgeirsson
var elstur fjögurra systkina og
fæddur á Kirkjubóli í Korpudal,
Önundarfirði, þann 19. janúar
1916. Foreldrar hans voru hjónin
Hólmfríður Guðjónsdóttir og Þor-
geir Eyjólfsson, sem bjuggu allan
sinn búskap í Ármúla í Onundar-
firði þar til þau fluttu suður árið
1947.
Eftirlifandi systkini Aðalsteins
eru þau Kristján póstmaður, Guð-
mundur bifreiðastjóri og Þórunn
húsfreyja.
Aðalsteinn hleypti heimdragan-
um árið 1937 og réðst þá að Saltvík
á Kjalamesi, en að ráðningartíman-
um liðnum fór hann að Alafossi í
Mosfellssveit og varð bústjóri hjá
Sigurjóni Péturssyni. Þau vista-
skipti vom örlagarík, því á Álafossi
hitti Aðalsteinn Svönu eiginkonu
sína, en Svaniaug Þorsteinsdóttir
starfaði um þær mundir hjá Ála-
fossverksmiðjunni. Þann 3. júní
1939 gengu þau saman að altarinu
í stofunni hjá séra Hálfdáni Helga-
syni í Mosfelli, og hófu sinn búskap
á Álafossi í litla húsinu við brúnna.
Um þetta leyti hófst kunningsskap-
ur okkar Alla, sem varð að góðri
vináttu og stóð óslitið síðan. Þá
þegar á þessum árum fór mikið orð
af Aðalsteini sem bústjóra, þannig
að þáverandi forseti íslands, Sveinn
Björnsson, valdi hann úr hópi
manna til þess að gegna hinu virðu-
lega og vandasama bústjórastarfí á
Bessastöðum. Þetta var vorið 1945,
og voru báðir aðilar ánægðir og fór
vel á með forseta vorum og hinum
unga framsækna bústjóra. Árið
1947 lauk vistinni á forsetasetrinu,
en það var þá eins og nú að opin-
berir starfsmenn voru ekki sem
best launaðir og eigendur stórbúa
buðu óspart í duglega menn. Aðal-
steinn fór til Skúla Thorarensen
árið 1947, en Skúli rak tvö eða
þijú stórbú í þann tíð, og fluttist
að Nesi við Seltjöm. Þar starfaði
hann svo til ársins 1960 að honum
bauðst bústjórastaðan á Korpúlfs-
stöðum, sem þá var enn stærsta
kúabú landsins og í eigu Reykjavík-
urborgar.
Á þessum ámm hafði íslenska
þjóðin náð því marki endanlega að
eiga nóg af góðri landbúnaðarvöm
til neyslu innanlands, enda varð þá
samdráttur nokkur, einkum í mjólk-
urframleiðslu. Þetta leiddi svo af
sér að stefnt var að því að búrekst-
ur opinberra aðila, ríkis og bæja,
yrði lagður niður, því framboð var
meira en nóg fyrir heimamarkað-
inn.
Því var það að hinn nýi bústjóri
fékk fljótlega fyrirmæli frá borgar-
yfirvöldum um að draga úr fram-
leiðslunni, fækka kúnum og stefna
að því að leggja niður búskap á
næstu ámm, sem og varð raunin.
Aðalsteinn var fádæma vinsæll •
og gilti það jafnt um þá sem hann
starfaði fyrir og einnig þá sem unnu
undir hans stjóm. Þetta verður að
teljast fremur fátítt, en er þó þekkt
í fari hinna bestu manna. Það var
því fremur örðugt fyrir alla að fá
þau fyrirmæli að leggja búskapinn
niður. Sú sigling tókst þó vel, svo
sem annað er honum var trúað fyr-
ir. Þeim Svönu og börnunum átta
leið vel á Korpúlfsstöðum, enda
húsrými nóg. Á þessum áratug, frá
1960, varð það því verkefni Alla
að farga bústofni og síðan að gæta
bygginga og annarra eigna borgar-
innar, en hann tók sér svo vinnu í
Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi.
Á þessum ámm byggði hann sér
hús við Markholt í Mosfellssveit,
enda vom þau tengsl sterk sem
stofnað var til í upphafí á Álafossi
og slitnuðu aldrei, svo að búseta
annars staðar kom ekki til greina.
Árið 1970 fluttust svo Aðalsteinn
og fjölskylda búferlum í nýja húsið
í sveitinni og þar bjó hann til dauða-
dags. Fljótlega tók hann að sér að
sjá um dýravörslu fyrir hreppsfélag-
ið. Þegar kom fram á miðjan
áttunda áratuginn var dýravarsla
gerð að fullu starfí og þótti Aðal-
steinn sjálfkjörinn í það. Alli náði
vinsældum allra aðila og fórst starf-
ið prýðilega úr hendi. En þegar leið
á árið 1986 kenndi Áðalsteinn
heilsubrests og sagði starfí sínu
lausu um sl. áramót, og lauk þar
ævistarfmu.
Eins og áður segir var Alli vin-
sæll með afbrigðum og vann hug
samferðamanna sinna og traust
með heilsteyptri framkomu. Menn
fundu það fljótt að orð og gerðir
þessa manns vom á þann veg að
þeim mátti treysta. Aðaláhugamál
hans vom hestamennska og félags-
mál, enda maðurinn mjög félags-
lyndur og hrókur alls fagnaðar á
samkomum. Aðalsteinn tók alltaf
virkan þátt í starfí félaga þess hér-
aðs þar sem hann var búsettur á
hveijum tíma, en allra mest starf-
aði hann þó í hestamannafélaginu
Fáki á ámnum sem hann var í
Nesi og á Korpúlfsstöðum. Þá sá
hann að vemlegu leyti um skemmt-
anahald félagsins og stjómaði
dansi, auk þess sem hann gegndi
þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann
var á þessum ámm ávallt fulltrúi
félagsins á landsþingum Landssam-
bands hestamannafélaga. Er
Aðalsteinn flutti búferlum í Mos-
fellssveit hóf hann að starfa í
hestamannafélaginu Herði og var
formaður þess félags er hann lést.
Það er einróma álit manna að fáir
hafí lagt meira af mörkum til fé-
lagsmála hestamanna í héraðinu en
hann. Hagagöngumál, hesthúsa-
byggingar og svipuð mál þar sem
eiga þurfti við stjóm sveitarfélags-
ins vom meira og minna í hans
höndum alla tíð. Hann sigldi þeim
málum farsællega um brim og
boðasker, því eins og kunnugt er
geta félagsmál og framkvæmdir
hestamanna verið umdeild mál í
þéttbýli.
Þau Svana og Alli eignuðust átta
böm. Þau em Guðrún fædd 15.8.
1939, hennar maki er Sverrir Guð-
mundsson sjómaður; Þorgerður
fædd 20.12. 1940, hennar maki er
Jón Bjömsson flugumferðarstjóri;
ísafold er fædd 20.3.1946 og henn-
ar maður er Kristján Hauksson
gleriðnaðarmaður. Næstur er Þor-
steinn fæddur 12.3. 1948 og er
hann kvæntur Kristínu Egilsdóttur
frá Bergvík. Helga er fædd 21.9.
1950 og gift Ásbimi Þorleifssyni
bankamanni, Aðalsteinn tamninga-
maður er fæddur 8.5. 1952 og
Birgir bóndi í Seljatungu er fæddur
30.3. 1955 og kvæntur Ásthildi
Skjaldardóttur kennara. Yngst er
svo Svanlaug sem fædd er 3.4.
1959 og gift Brynjari Viggóssyni
vélstjóra. Þetta er fríður hópur og
föngulegur og hið ágætasta fólk
sem ber ættarmót foreldranna og
vott um gott uppeldi. Barnalán
þeirra Svönu og Álla er farsælt og
fjölskyldan samhent og heldur vel
hópinn. Afkomendur Aðalsteins em
orðnir auk barnanna 23 barnabörn
og 9 bamabamabörn, en móðir
þeirra systkina Þorgeirsbarna á nú
nákvæmlega 99 afkomendur.
Hólmfríður lifir Aðalstein son sinn
í hárri elli en við allgóða heilsu.
Að leiðarlokum lítum við vinirnir
yfir farinn veg og viljum heiðra
minningu hins góða drengs sem nú
er horfinn yfir móðuna miklu. í
umgengni var Alli hress og skorin-
orður svo enginn fór í grafgötur
með vilja hans og skoðanir, en hann
var einnig mikill mannasættir. Hon-
um var einkar lagið að umgangast
böm og unglinga, og dýravinur var
hann mikill. Oft fara þeir eiginleik-
ar saman þar sem beita þarf festu
en jafnframt mildi í samskiptum
við viðkvæmar tilfínningaverur eins
og hér um ræðir. Ég fer nú ekki
fleiri orðum um ágæti vinar míns
og samferðamanns, en vil að lokum
votta honum virðingu og færa hon-
um þökk fyrir tryggð og vináttu
og ég veit að þar get ég talað fyrir
munn margra sem vilja nú senda
honum kveðju. Hann var félagi í
Lionsklúbbi Kjalamesþings, og
senda vinir hans þar honum þökk
fyrir mjög gott samstarf. Hann
starfaði í þessu líknarfélagi af lífi
og sál þess manns sem vill láta
gott af sér leiða, en það er megintil-
gangur þessa félagsskapar, og
hentaði manni eins og Aðalsteini
vel að starfa þar.
Svönu og börnunum votta ég
samúð mína og fjölskyldu minnar.
Mér er ljúft að minnast ömmu
minnar, Sigurbjargar Ólafsdóttur,
Sísi ömmu, eins og við kölluðum
hana.
Við Sólveig litla heimsóttum
hana á spítala á fyrsta degi góu,
umvafða ástvinum og ættingjum.
Þá var hún búin að liggja nokkra
daga á spítala. Hún var hlý og in-
dæl og gott að vera hjá henni, eins
og alltaf. En það hvarflaði ekki að
mér þá, að þetta yrði síðasta skip-
tið sem ég sæi hana. Morguninn
eftir var hún dáin. Ef við bara kynn-
um að umgangast hvert annað eins
og hver dagur væri sá síðasti. Dauð-
inn kemur aftan að okkur, þó er
hann víst það eina sem við getum
öll verið viss um að mæta. Hann
setur skörð í hópinn, okkur finnst
vanta mikið, og þá eigum við minn-
Minningin um góðan dreng lifir.
Jón M. Guðmundsson
Það viðrar til útreiða dag eftir
dag. Hestamenn staldra við og
róma þennan eintaklega milda vet-
ur. Hesthúsahverfið á Varmárbökk-
um iðar af lífi. Hestar hneggja,
folöld og tryppi bregða á leik. Þó
vantar eitthvað. Það vantar hann
Alla. Þennan sanna íslenska hesta-
mann, þennan glæsilega knapa,
þennan mann sem er svo einstakur
í hugum okkar sem áttum því láni
að fagna að kynnast honum. Hann
setti sannarlega svip á bæinn hann
Aðalsteinn Þorgeirsson, en nú er
hann dáinn. Hann mun ekki oftar
sjást á honum Glóa sínum og taka
hann svo eftirminnilega til kost-
anna. Hann mun ekki oftar gefa
góð ráð þeim sem skemmra eru
komnir í hestamennskunni, né með
sinni alkunnu glettni segja hesta-
sögur af sjálfum sér og öðrum.
Þess munu margir sakna.
Hann var formaður hestamanna-
félagsins Harðar í 4 ár. Alli hélt
vel um stjómartaumana og hafði
einstakt lag á að fá hlutina til að
ganga vel því höfðu menn það
gjaman á orði að allt væri vel tam-
ið hjá Alla.
Það er varla á neinn hallað þó
því sé haldið fram að með Aðal-
steini Þorgeirssyni sé fallinn í valinn
einn af mestu hestamönnum lands-
ins, en hestamennskan var hans
áhugamál og hesturinn hans vinur
allt til dauðadags.
Við, sem í dag kveðjum með
söknuði og eigum svo erfitt með
að sætta okkur við orðinn hlut,
skulum vera þakklát fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum með
Alla og minnumst þess að ekkert
sumar var svo langt né bjárt, að
vetrarfölvinn gránaði ekki yfir
himni og jörð, skammdegisnepjan
seytlaði niður með skóvarpinu og
hófunum, beit vanga og smaug um
ingamar einar eftir.
Amma fæddist í Reykjavík árið
1917 og átti raunar sjötugs afmæli
mánuði áður en hún dó. Hún var
næst elst sex systkina og eru tvö
þeirra á lífi nú, þau Erla Ólafs-
dóttir og Ólafur Ólafsson. Foreldrar
hennar voru Ólafur Guðmundsson
og Björg Helgadóttir, en Björg lifir
enn í hárri elli. Amma giftist Guðna
Jósefi Bjömssyni og eignaðist þtjú
böm: Ragnheiði, Björgu og Einar.
Mann sinn missti hún snemma og
síðari maður hennar varð Sigtrygg-
ur Jónatansson, eða Tryggvi afi,
eins og við köllum hann.
Öll sín búskaparár bjó amma á
Þórsgötunni. Hún var fasti punkt-
urinn í miðbænum. Ég man hve það
var gott að koma inn til hennar og
fá mjólk og súkkulaðibollu eftir
búðarráp með mömmu. Það er gott
að eiga góða ömmu. Ég geymi
bamsminninguna í hjarta mínu.
nasir. Þó trúir bjartsýni éinfalds
hjarta því, að lífið yrki ný ævintýr
og ungar raddir taki undir foma
söngva:
Og í logni ljósrar nætur
lítill hestur brölti á fætur.
Enn eitt lífsins undur skeði
inn við hjarta þessa lands.
(Jóh. úr Kötium)
Stjóm hestamannafélagsins
Harðar kveður fyrrverandi formann
sinn og vottar aðstandendum sam-
úð.
Sigríður Johnsen
Kveðja frá Hestamanna-
félaginu Fáki
í dag kveðjum við Fáksfélagar
einn af okkar ágætustu félögum,
Aðalstein Þorgeirsson. Alli, eins og
við ævinlega nefndum hann, var
um áratugaskeið einn af okkar
bestu og virtustu félögum, ávallt
reiðubúinn til að taka að sér hin
ýmsu störf fyrir félagið. Hann var
í skemmtinefnd og formaður hennar
um árabil. Vann allskonar störf
varðandi kappreiðar, mótahald og
á öðmm uppákomum hjá félaginu.
Hann var ftilltrúi Fáks á þingum
Landssambands Hestmannafélaga
vítt um landið.
Við Fáksfélagar minnumst
margra glaðra stunda með honum
og Svönu, konu hans, og þökkum
frábæra gestrisni á heimili þeirra
hjóna.
Við útför vinar okkar og félaga,
Aðalsteins Þorgeirssonar, sem fram
fer frá Langholtskirkju í dag, mun-
um við Fáksfélagar áreiðanlega
Ijölmenna og sýna með því honum
og hans fólki innilegustu þakkir og
virðingu, fyrir vel unnin störf í þágu
félagsins.
Svanlaugu konu hans, bömum
og öðmm aðstandendum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Hestamannafél. Fákur,
Orn Ingólfsson, framkvstj.
Þegar Sólveig litla neitaði að
koma heim og vildi vera lengur hjá
Sísí ömmu á spítalanum fór hún
heim með þeim orðum, að bráðum
færi amma heim til sín, og þá gæt-
um við heimsótt hana þangað.
Nú er amma komin alveg heim.
Við munum öll sakna hennar. Ég
bið góðan Guð að blessa og styrkja
afa sem syrgir góðan lífsförunaut.
Gyða Karlsdóttir
SIGLFIHÐINGAFÉLAGID
í Reykjavík
og nágrenni
Séra Vigfús Þór Árnason messar í Bústaðakirkju,
sunnudaginn 8. mars kl. 2.
Á eftir messu býður Siglfirðingafélagið í kaffi í Safnaðarheimili
Bústaðakirkju.
Kirkjukór Siglufjarðarkirkju kemur fram með söngdagskrá tileinkað
Siglufirði.
Málverkasýning: Sigurjón Jóhannsson.
Siglfirðingar fjölmennið. Stjórnin.
Sigurbjörg Ólafs-
dóttir — Minning
Fædd 23. janúar 1917
Dáin 23. febrúar 1987