Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 27

Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 27 Færeyjar: Eldur kom upp í Hótel Borg Þórshöfn. Frá Hilmari Jan Hansen, fréttaritara Morgunbladsins. ELDUR kom upp í stærsta hóteli Færeyja, Hótel Borg, í Þórshöfn, um miðnætti aðfararnótt mið- vikudags. Tjón varð töluvert, en engin alvarleg slys hlutust af. Ekki er vitað um eldsupptök. Mest varð eldhafið í gangi inn af móttökunni og breiddist hann upp á næstu hæð, þar sem veitinga- salur hótelsins er og hlaust þar af umtalsvert tjón. Um þrjátíu manns voru á hótel- inu, þegar eldurinn kom upp, en öllum tókst að komast út. Einn þeirra meiddist, er hann braut sér leið í gegnum glerdyr og skar sig Grænlending- ar sækja um lán hjá OECD Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. HANS Pavia Rosing, sem fer með efnahagsmál fyrir hönd græn- lensku landstjórnarinnar, fór á miðvikudag í leiðangur til höfuð- stöðva Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, OECD, í París til að leita eftir 200 milljóna dan- skra króna (um 1,1 milljarðs isl. kr.) framkvæmdaláni. Verði lánið veitt, er það í fyrsta sinn, sem Grænlendingar fá erlent lán. Heimastjómin reiknar með svipaðri lánsþörf næstu árin vegna fjárfestinga í atvinnulífinu. Danska ríkisstjórnin hefur neitað að veita ríkisábyrgð fyrir lánsfénu. á stálneti í glerinu. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og slökkti eldinn á einum og hálfum klukkutíma. Tveir sérfræðingar frá dönsku lögreglunni eru væntanlegir tii Færeyja til að kanna eldsupptök. Israel: Spáaukinni verðbólgu Tel Aviv, Reuter. SAMKVÆMT skýrslu sem starfs- menn annars tveggja stærstu banka ísrael hafa unnið eru blik- ur á lofti í efnahagsmálum landsins. Spáð er 30% verðbólgu á þessu ári en í fyrra var hún rúm 18%. í skýrslu hagfræðinga Hapoa- lim-bankans segir að nauðsynlegt kunni að reynast að lækka gengi shekelsins. Þá er varað við fyrir- huguðum skattalækkunum og telja sérfræðingamir að þær muni hafa aukinn fjárlagahalla í för með sér. 10% verðbólgu er spáð á fyrstu fjór- um mánuðum ársins í kjölfar þess að gengi shekelsins gagnvart Bandaríkjadollar var lækkað um 9,7% í janúar. Hagfræðingamir segja að lækkunin hafi ekki leyst vanda efnahagslísfsins sem sé of hár framleiðslukostnaður, launa- gjöld og verðfall á útflutningsafurð- um. Því megi búast við frekari gengisfellingu á síðari hluta ársins. Hefur getið sér góðan orðstír sem yfirmaður FBI William Webster Reuter Washington. AP. WILLIAM Webster, sem Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hef- ur skipað sem yfirmann CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, settist við stjórnvölinn hjá FBI, bandarísku alríkislögreglunni, fyrir níu árum, í kjölfar Water- gate-hneykslisins. Starfaði hann þar áður sem alríkisdómari og þótt hann væri repúblikani féllst hann á beiðni Jimmys Carter, forseta og demókrata, um að gerast þriðji yfirmaður FBI i sögu stofnunarinnar. Webster, sem verður 63 ára í dag, föstudag, átti að láta af störf- Indland: 43% aukning út- gjalda til hermála Islamabad, London, Reuter, AP. INDLAND og Pakistan hafa komist að samkomulagi, eftir 4 daga viðræður í Islamabad i Pa- kistan, um að kalla fleiri hermenn frá landamærum land- anna, til að draga úr spennu. Viðræðum um þetta efni verður haldið áfram í Nýju Delhi á næs- tunni. Yfirmaður áætlunar um notkun á úraníum í Pakistan, Abdul Qadeer Khan, gaf á sunnudag út yfirlýs- ingu þar sem hann neitaði því að hafa sagt í viðtali við indverskan blaðamann að Pakistanir hefðu yfir kjamorkuvopnum að ráða og myndu beita þeim ef með þyrfti. Blaðamaðurinn Kuldip Nayyar sem ritar dálka er birtast í 40 blöðum í Suðaustur Asíu heldur þvi fram að hann hafi ummælin rétt eftir Khan. Indveijar hafa tekið þessi um- mæli óstinnt upp og þingmenn krafist þess að indversk stjómvöld séu vel á verði. Rajiv Gandhi, for- sætis- og fjármálaráðherra Ind- Iands sagði í umræðu um fjárlög í þinginu á laugardag að útgjöld til hermála yrðu aukin um 43% á næsta ári. um hjá FBI á næsta ári en hafði, að því sagt er, í hyggju að draga sig í hlé nokkru fyrr. Þær fyrirætl- anir hans breyttust þó þegar FBL tók að rannsaka vopnasölumálið og fjárveitingamar til skæmliða í Nic- aragua. Þegar Webster tók við sem yfír- maður FBI naut stofnunin ekki allt of mikils álits í augum margra Bandaríkjamanna. Höfðu starfs- menn hennar sinnt ýmsum vafa- sömum verkum fyrir J. Edgar Hoover, fyirum yfirmann FBI, haft ólöglegt eftirlit með ýmsum mönn- um á tímum Víetnam-stríðsins og árið 1973, þegar Patrick Gray var yfírmaður stofnunarinnar, höfðu þeir reynt að hindra rannsókn á Watergate-hneykslinu. Undir stjóm Webster jókst hróð- ur FBI þótt sumar starfsaðferðir stofnunarinnar sættu nokkurri gagnrýni. Átti það einkum við um svokallað Abscam-mál þegar nokkrir starfsmenn FBI þóttust vera arabískir furstar og buðu þing- mönnum fé gegn fyrirgreiðslu í þinginu. í því máli vora sjö þing- menn og 11 aðrir menn dæmdir fyrir mútuþægni. Webster hefur gengið mjög hart fram gegn hryðjuverkamönnum og aukið eftirlit með þeim, sem gran- samlegir þykja. Hefur slíkum verkum enda fækkað mjög í Banda- ríkjunum. Webster í fæddur í St. Louis í Missouri og útskrifaðist sem lög- fræðingur frá Washington-háskól- anum þar í borg. Starfaði hann sem slíkur til ársins 1971 þegar Richard Nixon skipaði hann alríkisdómara. Nbkkur sœti kws áþessum %, namskeiöum 3 SNIÐ OG SNIÐTEIKNINGAR 20 st. Kolbrún Júlínusdóttir Mán. kl. 19-22 (5 vikur frá 9. mars) FATAHÖNNUN 20 st. Ásdís Loftsdóttir Mán. kl. 19-22 (5 vikur frá 9. mars) VIÐ HVAÐ VILTU STARFA? 20 st. Sölvína Konráðs Þri. kl. 19-22 (5 vikurfrá 10. mars) TEIKNING 20 st. Þóra Sigurðardóttir Mið. kl. 19-22 (5 vikur frá 11. mars) GARÐRÆKT 15st. Hafsteinn Hafliðason Þri. kl. 20.30-22.45 (5 vikur frá 17. mars) HÖNNUN OG ÚTLITSTEIKNING BÆKLINGA OG BLAÐA 20 st. Björn Björnsson Þri. kl. 19-22 (5 vikur frá 10. mars) ÁVÖXTUN EIGIN FJÁR 10 St. Davíð Björnsson Kl. 20-22.30 frá 10.-12. mars. WALDORF - BRÚÐUR 20 St. Hildur Guðmundsdóttir Lau. kl.10-13 (5 vikurfrá 14. mars) AÐ VERA FORELDRI UNGLINGS 15 St. Ingibjörg Guðmundsdóttir Fim. kl. 20-23 (4 vikur frá 19. mars) BÓTASAUMUR 20 st. Fríða Kristinsdóttir Mið. kl. 19-22 (5 vikur frá 11. mars) AÐ HANNA OG PRJÓNA EIGIN FÖT 20 st. Kristín Jónsdóttir Þri. kl. 19-22 (5 vikur frá 10. mars) NÝTT: ER HEIMILISBÍLLINN í LAGI? 24 st. Elías Arnlaugsson Þri. og fim. kl. 19-22 (3 vikurfrá 17. mars) í SAMVINNU VIÐ FÉLAG ELDRI BORGARA: MÁLUN 20 st. Kristjana F. Arndal Mið. kl. 18-21 (5 vikur frá 11. mars) SÖGURÖLT 8 st. Guðjón Friðriksson Fim. kl. 16-18 (3 vikurfrá 12. mars) ÆTTFRÆÐI 20 St. Þorsteinn Jónsson Þri. kl. 19-22 (5 vikur frá 10. mars) UPPLÝSINGAR í SÍMA 621488 Verslunarmannafélag Reykjavíkurog Iðja, félag verksmiöjufólks, veita félagsmönnum sínum styrki til náms í Tómstundaskólanum. Félagsmenn eftirtalinna félaga fá 10% afsláttaf námskeiðsgjöldum: Verslunarmannafélag Reykjavíkur Iðja, félag verksmiðjufólks Verkakvennafélagið Framsókn Starfsmannafélagið Sókn Trésmíðafélag Reykjavíkur Félag matreiðslumanna Félag starfsfólks i húsgagnaiðnaði Félag bókagerðarmanna Félag blikksmiða. TDMjmjNDA SKOUNN Skólavördustig 28 Sími 621488

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.