Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 40

Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Ættfræðmámskeið hefjast að nýju ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ á veg- um Ættfræðiþjónustunnar hefj- ast 11. mars nk., er þetta jafnframt síðasta námskeiðið á þessum vetri. Boðið er upp á átta vikna grunnnámskeið (eitt kvöld eða síðdegi í viku) og einnig fimm vikna námskeið fyrir fram- haldshóp. Markmið þessara námskeiða er að gera menn færa um að rekja ættir sínar og annarra af kunnáttu- semi og öryggi, fyrst og fremst með notkun frumheimilda, auk út- gefinna ættfræðiverka. Fer kennsl- an að nokkru fram í fyrirlestrum, þar sem fjallað er um heimildir, aðferðir, vinnubrögð og hjálpartæki ættfræðinnar, en umfram allt veitir námskeiðið þátttakendum tækifæri og aðstöðu til rannsókna á eigin ættum og frændgarði. Gagnasafn og tækjabúnaður Ættfræðiþjón- ustunnar hefur verið stóraukinn síðan í haust, og hafa þátttakendur aðgang og afnot af §ölda heimilda, m.a. filmusöfnum af öllum mann- tölum frá upphafi til 1930, kirkju- bókum, skiptabókum, ættartölu- bókum osfrv., auk útgefínna niðjatala, stétta- og ábúendatala, íbúaskráa, manntala og annarra ættfræðiheimilda. Eru þátttakend- ur útveguð þau frumgöng, sem til þarf, s.s. ættartré, margvíslegar heimildaskrár og aðrar leiðbeining- ar. Fær hver og einn leiðsögn í þeirri ættarleit, sem hann kýs sem viðfangsefni í námskeiðinu. Forstöðumaður Ættfræðiþjón- ustunnar og leiðbeinandi á þessum námskeiðum er sem fyrr Jón Valur Jensson. Skráning á námskeiðin eru hafin hjá forstöðumanni. Kiwanisfélagar fjölmenntu við afhendinguna í Gerðaskóla. Garður: • " , Morgu n blaðið/Bernhard Vikurræktun í frauðplastkössum og pressuðum moldarplötum. Reykholtsdalur: Ræktun í afmörkuðum rót- argeymslum færist í vöxt Kleppjárnsreykjum. RÆKTUN þar sem ræturnar hafa takmarkað vaxtarrými fær- ist nú æ meira í vöxt. Algengasta ræktunarefnið er steinull. Stein- ullin er sérstaklega framleidd í þessu skyni og er því ekki hægt að nota sömu steinullina, sem framleidd er til einangrunar húsa, þar sem hún er blönduð oiíu og silikoni, svo er hún einn- ig spunnin öðruvísi. Samkvæmt tilraunum, sem gerð- ar voru á tilraunastöðinni Sappemer í Hollandi haustið 1985, leiddu í ljós að íslenskur vikur er ekki síðri en grodan-steinull. íslenskir garð- yrkjubændur hafa verið að prófa sig áfram með Hekluvikur og ár- angurinn verið misjafn. Fer hann nokkuð eftir þeim tæknibúnaði sem garðyrkjubændur hafa. Tvær nýjar aðferðir sá fréttaritari Morgun- blaðsins í Borgarfirði. Önnur aðferðin var fólgin í því að frauð- Kiwanisklúbburinn Hof gefur Gerðaskóla kennslutæki plastkassi var fylltur af vikri og plantað var 6 plöntum í kassann sem tekur 40 lítra, hin aðferðin fólst í því að nota pressaðar moldar- plötur. í raun og veru er nokkuð sama hvaða efni er notað svo lengi sem plantan fær öll þau næringar- efni sem hún þarfnast. En þá er spumingin hvers vegna að vera að standa í þessu, eigum við ekki nóg af mold? I moldinni er alltaf sveppa- gróður sem er óæskilegur og svo er dýrt og erfítt að sótthreinsa hana eftir hvert ræktunartímabil. Auð- veldara og ódýrara að skipta um vikur. Einnig sparast óvenju mikið vatn og áburður sem er dýr og full ástæða er að nota ekki meira en þarf af umhverfísvemdar sjónar- miði. En umfram allt er hægt að stjóma vexti plantanna miklu meira og jafnvel stýra uppskeru þannig að sveiflur verði minni á ræktun- artímabilinu. — Bernhard Garði. Sl. föstudag afhenti Kiwanis- klúbburinn Hof Gerðaskóla að gjöf skjá og myndbandstæki að verðmæti um 300 þúsund kr. Afhendingin fór fram í skólanum þar sem mættir voru skólastjóri, kennarar, nemendur og kiwanis- menn. Skjárinn eða „monitorinn" er af gerðinni Sony og er með 27 tommu skermi en myndbandstækið JVC og er það eitt fullkomnasta tæki sem nú er á markaðnum. Þá höfðu kiw- anismenn látið byggja utan um tækin glæsilegan skáp sem fyrir- tækið Húsabygging sá um. Skólastórinn Eiríkur Hermanns- son veitti tækjunum viðtöku og þakkaði kiwanismönnum hlýhug til skólans. Tækin verða notuð sem kennslutæki og hafa fyrstu spólum- ar nú þegar verið leigðar en þær eru til kennslu í náttúrufræði. — Arnór i 'A * Morgunblaðið/Amór Jóhannes Arason forseti Hofs afhendir Eiríki Hermannssyni skóla- stjóra Gerðaskóla kennslutækin til eignar. Fijálst framtak: íslensk fyrirtæki 1987 FRJALST framtak hf. hefur nú sent frá sér bókina „íslensk fyr- irtæki 1987“. Er þetta i sautjánda sinn sem Fijálst framtak gefur út slíka fyrirtækjaskrá. Bókin Islensk fyrirtæki skiptist í fímm meginkafla. Fyrsti kaflinn fjallar um íslensk útflutningsfyrir- tæki, annar kaflinn er vöru- og þjónustuskrá, þriðji kaflinn er um- boðaskrá, fjórði kaflinn er fyrir- tækjaskrá og fimmti kaflinn er skipaskrá. í kaflanum vöru- og þjónustuskrá er greint frá því hvaða fyrirtæki versla með ákveðna vöm eða þjónustu og í umboðaskránni eru upplýsingar um hvaða fyrirtæki eru með umboð fyrir ákveðnar vör- ur eða vörumerki. Fyrirtækjaskráin er fyrirferðarmesti kafli bókarinn- ar. Þar er greint frá um 9.500 starfandi fyrirtækjum á íslandi og veittar um þau ýmsar upplýsingar, m.a. hvert er heimilisfang þeirra Að lifa með kransæðasjúkdóm og verjast honum Nærri 2000 íslendingar leggjast árlega í sjúkrahús vegna sjúkdómsins eða u.þ.b. 5 á dag! Bók með hollum og fyrirbyggjandi ráð- um fæst í bóka- verslunum og í Hagkaup eftir kl. 4 f dag. Félag velunnara Borgarspítalans. Mannskæðasti kvilli heims f dag Erla Einarsdóttir og nafnnúmer. Um flest fyrirtækir eru nánari upplýsingar, m.a. fjallar um starfssvið þoirra og stjómun. ‘ skipaskránni eru veittar upplýsing- ar um öll íslensk skip, m.a. greini frá einkennisstöfum þeirra, stærð skráningu, vélartegund, eiganda og fl. Ritstjóri bókarinnar íslensk fyrir- tæki er Erla Einarsdóttir og er þettí fjórða árið sem hún ritstýrir bók- inni. Bókin er 1.124 blaðsíður. Húr er prentunnin hjá Prentstofu G Benediktssonar í Kópavogi og bundin hjá Bókfelli hf. Kápuhönnur annaðist Auglýsingastofa Emst Bachmanns. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.