Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Hagnaður Lands- bankans 174 millj- ónir kr. HAGNAÐUR af rekstri Lands- banka íslands var 174 milljónir króna á síðastliðnu ári, eftir að afskriftir höfðu verið dregnar frá tekjum ásamt framlögum í sjóði og áætluðum tekju- og eign- arsköttum. Árið áður varð rekstrarafgangur 260 milljónir kr. Lækkun hagnaðarins stafar af minni mismun inn- og útláns- vaxta og hækkim rekstrarkostn- aðar umfram gjaldskrárhækkan- ir. Matthías Bjamason, viðskipta- I ráðherra, undirritaði ársreikning ' Landsbankans í gær. Af því tilefni sendi bankinn frá sér fréttatilkynn- ingu um afkomuna. Fram kemur að lausafjárstaða bankans batnaði verulega á síðasta ári, fyrst og fremst af minni aukningu útlána en innlána. Útlán, önnur en afurða- lán, jukust um 24%, en afurðalán lækkuðu. Þegar á allt er litið juk- ust útlán um 8%, og voru í árslok 28.126 milljónir kr. Landsbankinn er með helming allra útlána til at- vinnulífs þjóðarinnar. Hann er með 66% að útlánum til sjávarútvegsins, 45% af landbúnaði, 51% af iðnaði, 78% af olíuverslun, 31% af annarri verslun og 27% af útlánum til ein- staklinga. Innlán voru samtals 16.902 millj- ónir kr. í árslok 1986. Aukning heildarinnlána var 33,5% á árinu. Spariinnlán jukust þó mun meira, sérstaklega á Kjörbókum og af- mælisreikningum. Gjaldeyrisinnlán minnkuðu nokkuð. Fjöldi framhaldsskólanema sótti menntamálaráðherra heim. Verkfall HÍK: Morgunblaðið/Þoricell Sautján þúsund nemendur í framhaldsskólum landsins FULLTRÚAR samninganefnda ríkisins og Hins íslenska kennarafélags sátu á fundi í gærkveldi, þar sem reynt var að þoka kjaradeilu ríkisins og kennara í átt til sam- komulags. Nefndirnar eru nú að ræða launaliði nýs kjarasamnings, sem gert er ráð fyrir að gildi í tvö ár. Kristján Thorlacius, formaður HÍK, sagði eftir fundinn í gærkveldi að heldur sigi í áttina, þó ennþá beri tals- vert mikið á milli. Gert er ráð fyrir næsta samningafundi seinnipartinn í dag. Stoltenberg hingað í op- inbera heimsókn DAGANA 24.-25. marz mun Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, koma í opin- bera heimsókn til íslands í boði Matthíasar Á. Mathiesen, ut- anrikisráðherra. Stoltenberg mun eiga viðræður við Matthías Á. Mathiesen um al- þjóðamál og samskipti íslands og Noregs. Þetta er fyrsta utanlands- ferð hans í embætti utanríkisráð- herra Noregs. Verkfall HÍK kemur til fram- kvæmda á miðnætti annað kvöld hafí samningar ekki tekist fyrir þann tíma og leggja þá rúmlega 1100 kennarar, einkum á fram- haldsskólastigi, niður vinnu. Nemendur í framhaldsskólum og grunnskólum afhentu í gær Sverri Hermannssyni, menntamálaráð- herra, undirskriftalista 4.580 nemenda í 14 skólum, þar sem skorað er á samningsaðila að semja, svo ekki þurfí að koma til verkfallsins. Samkvæmt upplýsingum Sól- rúnar B. Jensdóttur, skrifstofu- stjóra Skólamálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, eru um 40 skólar á framhaldsskólastiginu, sem verða fyrir mismiklum áhrif- um vegna verkfallsins. í þessum skólum væru um 17 þúsund nem- endur og auk þess yrði einhver röskun á starfsemi grunnskól- anna. Búast mætti við að bók- námskennsla á framhaldsskóla- stiginu félli svo til alveg niður í verkfalli. Sjá ennfremur viðtöl við nem- endur á bls. 35. Hrannar B. Arnarsson, formaður Félags framhaldsakólanema, af- hendir Sverri Hermannssyni, menntamálaráðherra, undirskriftalistana. Afkoma Flugleiða á liðnu árí: Hagiiaður varð 434 milljónir króna Lausafjárstaða góð og eigið fé fyrirtækisins 801 milljón kr. Eimskip lækkar flutn- ingsgjöld um 3,5% EIMSKIP hefur ákveðið að lækka flutningsgjöld á almennri stykkjavöru í innflutningi um 3,5% að meðaltali frá núverandi gjaldskrá. I ækkunin er breytileg eftir gjaldskrár- og vöruflokk- um og jafnframt verða tveir hæstu gjaldflokkar félagsins felldir niður. Tekjulækkun félagsins vegna þessarar lækkunar er um 105 milljónir króna. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips sagði í samtali við Morg- unblaðið að lækkunin væri möguleg vegna bættrar nýtingar skipa félagsins, aukinna flutninga og lækkunar kostnaðar erlendis, meðal annars vegna umboðsskrif- stofa félagsins, sem nú væru fjórar, í Rotterdam, Hamborg, Gautaborg og Portsmouth. Flutn- ingar Eimskips á síðasta ári hefðu aukist að heildarmagni um 13% og flutningar félagsins á Norður- Atlantshafí hefðu komið þokka- lega út á árinu 1986 og hefði það bætt afkomuna, þrátt fyrir að nú sé aftur meiri samdráttur í þeim flutningum. „Ein orsök lækkunarinnar er HAGNAÐUR Flugleiða á síðastliðnu ári reyndist vera 434 milljónir króna, samkvæmt því sem fram kom á fundi stjómar Flugleiða og forstjóra í gær, en þar vora ársreikningar félagsins fyrir árið 1986 lagðir fram og samþykktir. Hagnaðurinn samsvarar 6,34% af rekstr- artekjum félagsins. „Við erum ágætlega ánægð með Helgason forstjóri í samtali við þessa afkomu," sagði Sigurður Morgunblaðið. Hann sagðist þakka þennan árangur góðri nýtingu á öllum leiðum félagsins og einnig góðri nýtingu á hótelum og bfla- leigu. „Þá hefur eldsneytisverð einnig lækkað á árinu, sem hefur haft sín áhrif.“ Rekstrartelgur Flugleiða á liðnu ári voru samtals 6,5 milljarðar króna. Sigurður sagði að lausafjárstaða fyrirtækisins hefði batnað mjög mikið fráþví árið 1985 og veltufjár- hlutfallið nú væri 0,86, miðað við 0,55 árið 1985. Að sögn Sæmundar Guðvinsson- ar, fréttafulltrúa Flugleiða, reyndist hagnaður fyrir fjármagnskostnað vera 350 miHjónir króna, en var árið áður 208 milljónir króna. Inn í 434 milljón króna hagnaði á árinu eru 157 milljónir króna sem er sölu- hagnaður eigna, en Flugleiðir seldu eina Fokker vél á árinu og hluta- bréf fyrirtækisins í Cargolux. Heildarfjöldi farþega varð 788.831 og var þar um 5,5% aukn- ingu að ræða frá árinu áður. Fraktflutningar jukust um 11,5%, einkum vegna umtalsverðrar aukn- málum, sem ríkt hefur hérlendis að undafömu. Gengistap varð mun minna á síðasta ári heldur en mörg undanfarin ár,“ sagði Hörður. Hann sagði að Eimskip hefði síðast lækkað flutnings- gjöldin í desember árið 1983. Um hvort frekari lækkanir á flutn- ingsgjöldum væro mögulegar sagði Hörður: „Það fer eftir því hver framvindan í efnahagsmál- um verður á þessu ári, en við eigum ekki von á því að um frek- ari lækkun geti orðið að ræða á næstu mánuðum að minnsta kosti.“ ingar í millilandaflutningum. Sæmundur sagði að meðalsætanýt- ing hefði á liðnu ári verið 78,4%. Hjá Flugleiðum störfuðu á liðnu ári að meðaltali 1611 starfsmenn og nam launakostnaður fyrirtækisins tæpum 1,3 milljörðum króna. Eiginfjárstaða Flugleiða hefur batnað verolega og er bókfært eig- ið fé fyrirtækisins nú 801 milljón króna. Þar af er núverandi hlutafé 105 milljónir króna. Stjómin hefur ákveðið að á aðal- fundi félagsins, þann 25. þessa mánaðar verði lagt til að greiddur verði 10% arður og að hlutafé verði þrefaldað með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa, þannig að hlutafé verði samtals 315 milljónir króna. Endurbirting vegna mistaka í MORGUNBLAÐINU í gær birtist opið bréf til Heimis Pálssonar eftir Júlíus K. Bjömsson. Greinin birtist í Morgunblaðinu í febrúar síðast- liðnum, en birtist aftur fyrir mistök. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.