Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Bandarískt þorrablót í þorrablóti hjá íslendingafélaginu í San Fransisco Frá því var skýrt á þessum stað fyrir nokkru að húshljómsveitin á Hótel Sögu, Dúett Andra Bach- man, væri á förum til Kalifomíu til þess að leika á þorrablóti íslendinga- félagsins í San Fransisco og ná- grenni. Þorrablótið var haldið hinn 7. síðastliðinn í Redwood City og tókst vonum framar. 200 manns komu í matinn, en auk þess komu nokkrir eftir matinn. Rejmt var að hafa blótið eins íslenskt og kostur var og var það ástæðan fyrir því að Dúett Andra var fenginn á staðinn, en auk Andra er Guðni Þ. Guðmundsson í honum. Þá var að sjálfsögðu snædd gnægð þorramatar, sem fenginn var að heiman og flugfélagið Cargolux sá um að koma á leiðarenda. Að sögn Guðnýjar Fisher, ritara félagsins, komst mannskapurinn í mikið fjör, enda lék hljómsveitin ekkert nema íslensk lög. Var víst ekki örgrannt um að sumir fengju heimþrá þegar menn fóru að taka lagið að íslenskum sið. f samtali við blaðið bar Andri Bachman að hann hefði sjaldan séð aðra eins elju á dánsgólflnu. „Við spiluðum frá hálf- átta til eitt, með einni pásu þegar dregið var í happdrætti félagsins, en gólfíð var troðfullt allt kvöldið." Andri sagði að mest hefði verið um fólk „á besta aldri" þama, en Hér eru þeir Andri og Guðni með gestgjöfum sínum vestra. Frá vinstri: Andri, Andrea, Guðni og Eysteinn. Dúettinn ásamt hluta af stjórn íslendingafélagsins. Frá vinstri: Erla Boren, Guðni Þ. Guðmundsson, Andrea Þorsteinsson, Andri Bachman, Theódór Diðriks- son og Guðný Fisher. að sjálfsögðu hefði verið þama fólk á öllum aldri. „Móttökumar voru hreint út sagt stórkostlegar. Gest- risnin var þama eins og hún gerist best og eiginlega engin orð til þess að lýsa henni. Við félagamir bjugg- um hjá heiðurshjónunum Andreu og Eysteini Þorsteinssyni og hjá þeim kynntumst við fyrst því hlýja við- móti og opna hugarfari, sem við , *■£*.., , SAN FRANCISCO j v i E; > i J -r '3 í Hér má sjá þegar Theódór Diðriksson, forseti félagsins, tilkynnir um vinningshafana í happdrættinu, en aðalvinningurinn var ferð heim fyrir tvo i boði Flugleiða. Hér má sjá eina síðuna, sem íslendingarnir á vestur- ströndinni skrifuðu í. Sem sjá má var nóg að stússa í eldhúsinu, enda þurfti að laga þorramat ofan í 200 manns. áttum eftir að kynnast hjá svo mörg- um öðrum þar vestra." Að sögn Andra kemur þetta fólk sjaldan heim — líða kannski fimm til átta ár milli slíkra siglinga. „Þess vegna metur fólkið allt íslenskt miklu meira heldur en við gerum yfirleitt. íslenskir slagarar, sem mönnum fínnst ef til vill ekki mikils virði hér, geta minnt menn á gamla daga og svo framvegis. Ég held að óhætt sé að segja að við félagamir höfum aldrei kynnst öðrum eins við- tökum. Við vorum leystir út með gjöfum og hvaðeina og í bók uin San Fransisco, sem okkur var gefín að skilnaði skrifaði fólkið í kveðjur handa okkur og það þótti mér einna vænst um. Hvað sem öðru líður þá gerðum við lukku því að okkur var boðið að koma aftur seinna og vera þá lengur og spila á fleiri stöðum. Það yrði þá hjá Islendingafélögunum í Los Angeles, San Fransisco og Seattle, en það er nú ófrágengið hvenær af því verður." Fyrir skömmu kom Geoffrey Sandrson, yfírmaður Reuter- fréttastofunnar á Norðurlöndum, til íslands og var erindið að halda upp á að búið er að taka í notkun full- komnari tæknibúnað en áður þekktist við móttöku fréttaskeyta og ljósmynda hér á landi. Þessi tækniþróun hefur gengið vonum framar og hrósaði Sanderson Póst- og símamálastofnuninni sem og starfsmönnum Kristjáni Ó. Skag- flörð sérstaklega fyrir hröð og örugg vinnubrögð. Allir íslensku fréttafjölmiðlamir kaupa nú þjónustp Reuter hvað varðar fréttaskeyti, en auk þess fá Morgunblaðið og DV símamyndir frá Reuter í sífellu. í hófínu, sem haldið var á Hótel Holti, var um 50 viðskiptavinum Reuter á íslandi boðið og ræddu menn fram og aftur um ágæti fréttastofunnar og það sem betur mætti fara. Ekki má gleyma því að verulegur hluti viðskipta Reuter eru fíármála- legs eðlis, þ.e.a.s. upplýsingar um gengi, bankavexti og annað slíkt. Gat Sanderson þess m.a. að hinn 3. þessa mánaðar hefði Alþýðulýð- veldið Kína hafíð viðskipti um svokallað „dealing-system" Reuter, en með því geta menn átt í al- þjóðlegum banka- og lánaviðskipt- um með flarritum einum. Verði menn ásáttir um að eiga viðskipti spýtast svo kvittanir eða lánasamn- Hér gantast þeir Þorvarður Jónsson, yfirmaður tæknideildar ingar samtímis út úr vélunum Pósts og síma, Jóhann Þ. Jóhannson og Geoffrey Sanderson. beggja vegna línunnar. Þótti þetta Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá vinstri eru: Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur Landsímans, Jóhann Þ. Jóhannson, yfirmaður tölvudeildar Kristjáns Ó. Skagfjörðs, Geof- frey Sanderson, yfirmaður Reuter á Norðurlöndum, Þorsteinn Thorarensen, umboðsmaður Reuter á íslandi, og Jón Ingvar Óskarsson, símaþjónustumaður. mikil breyting frá því sem var fyrir nokkrum árum þegar Kína var allt að því lokað land, svo ekki sé minnst á vilja kommúnistastjómar- innar til þess að hleypa erlendu fjármagni inn í landið. Reuter-menn á Islandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.