Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 37 Stefnt að frumsýningu Kabaretts í kvöld: Pétur leikhússljóri hleypur í skarðið á síðustu stundu Þráinn Karlsson veiktist Guðjón Pedersen í hlutverki siðameistarans. LEIKFÉLAG Akureyrar ætlar í kvöld að frumsýna söngleikinn fræga, Kabarett. Ef allt gengur að óskum hefst sýningin kl. 20.30 í kvöld — en í fyrrakvöld varð leikhúsið fyrir þvi áfalli að Þrá- inn Karlsson, sem átti að fara með hlutverk Rudolfs Schultz, veiktist hastarlega á æfingu og er ljóst að hann verður ekki með í sýningunni. Pétur leikhússtjóri Einarsson ákvað að hlaupa í skarðið fyrir Þráin og hefur æft hlutverk hans stíft síðan Þráinn veiktist. í gærkvöldi var „gener- al-prufa“ og það verður í raun ekki ákveðið fyrr en í dag hvort af frumsýningu verður eða ekki - en Þórey Eyþórsdóttir hjá LA sagði í gær að ákveðið væri stefnt að þvi að sýna í kvöld. Söngleikurinn Kabarett er mjög frægur. Hann gerist í Berlín um 1930, skömmu áður en nasistar tóku völdin í Þýskalandi. Höfundur handrits er Joe Masteroff en hann byggir texta sinn á leikriti Johns Van Druten, „I am a Camera", og sögu rithöfundarins Cristhoper Ish- erwood, „Berlín kvödd". Druten skrifaði leikrit sitt einmitt eftir þeirri sögu. Höfundur söngtexta í Kabarett er FVed Ebb og John Kander samdi tónlistina. Rithöfundurinn Isherwood dvaldi í Berlín á árunum 1929-33 og skrif- aði tvær bækur um þá dvöl, „Berlín kvödd“ sem fyrr er nefnd og „Hr. Norris skiptir um lest“. Fyrirmynd- ir persóna bókanna eru fólk sem hann kynntist í Berlín og hélt hann til dæmis lengi sambandi við þá konu sem er fyrirmynd Sally Bow- les. Einnig stóð hann í sambandi við konuna sem hann leigði hjá á Berlínarárunum, frk. Schneider í söngleiknum. Sjálfur er Isherwood fyrirmyndin að Clifford Bradshaw í verkinu. Söngleikurinn Kabarett var fyrst frumsýndur árið 1966 í New York. Þekktast varð þó verkið eftir að kvikmyndin fræga með Lizu Minn- elli varð gerð árið 1972. Með helstu hlutverk í þessari sýningu Leikfélags Akureyrar fara eftirtaldir: Guðjón Pedersen leikur siðameistarann, Ása Svavarsdóttir leikur Sally Bowles, Einar Jón Briem leikur Clifford Bradshaw, Soffía Jakobsdóttir fer með hlut- verk frk. Schneider, Gestur E. Jónasson er Emest Ludwig, Inga Hildur Haraldsdóttir er frk. Kost, Skúli Gautason tollvörður og Pétur Einarsson fer með hlutverk Rudolfs Schultz sem fyrr segir. Auk þess koma fram Kitt-Katt-stelpur í klúbbnum og gestir þar, þjónar og sjóliðar. Tónlist gegnir veigamiklu atriði í sýningunni og er Roar Kvam hljómsveitarstjóri sem fyrr í söng- leikjum LA. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, Ken Oldfíeld samdi dansana, Karl Aspelund hannaði leikmynd og búninga og Ingvar Bjömsson sér um lýsingu. Þýðingu texta sá Óskar Ingimarsson um. Sjá einnig umfjöllun í Lesbók Morgunblaðsins í dag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Guðrún Marinósdóttir, Skúli Gautason og Hlín Svavarsdóttir í hlut- verkum sínum í Kabarett. Sjónvarp Akureyri Laugardaginn 14. mars §9.00 Lukkukrúttin.Teiknimynd. §9.25 Alli og íkornarnir. Teiknimynd. §9.55 Penelópa puntudrós. Teikni- mynd. §10.20 HerraT. Teiknimynd. §10.45 Garparnir —teiknimynd. §11.10 Stikilsberja-Finnur. Annar þátt- uraf fjórum. 12.05 Hlé. §18.00 Heimsmeistarinn að tafli. Þriðji þáttur af sex um hraðskákeinvígi Garry Kasparov og Nigel Short. §18.25 Hitchcock. 19.25 Hardy-gengið. Teiknimynd. 19.50 Undirheimar Miami. (Miami Vice). §20.45 Hello Dolly. Bandarísk dans- og söngvamynd með Barbara Strei- sand, Walter Matthau og Louis Arm- strong í aðalhlutverkum. §23.10 Buffalo Bill. §23.30 Hringurinn lokast (Full Circle Again). Bandarísk spennumynd með Karen Black og Robert Vaug- han í aðalhlutverkum. §1.05. Foringi og fyrirmaður (An Offic- erand a Gentleman). Bandarísk biómynd með Richard Gere, Debra Winger og Louis Gossett yngri í aðalhlutverkum. Gossett hlautósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd. 3.00 Dagskrárlok. Svavar Alfreð Jónsson: Aðdáunarvert framtak „SÝNINGEN var góð, mjög skemmtileg. Það er mikið í þetta lagt, i dansi, söng og leik. Þetta þarf ekki að hneyksla neinn en ég hef heyrt svolítið hjá fólki að það hafi gert það,“ sagði Svavar Alfreð Jónsson. Svavar er frá Akureyri, en starfar nú sem sóknarprestur í Ólafsfirði. Er þannig arftaki Hannesar Blandon sem leikur Guðmund i sýningnnni. Svavar var spurður hvemig honum hefði líkað að sjá kollega sinn f hlutverki sem Guðmundar. Hann sá ekkert athugavert við það og sagði: „Það er Guðmundur í öllum, líka sóknarprest- um.“ Um leikarana sagði hann: „Þó ég sé enginn sérfræðingur held ég að ég geti sagt að allir leikaramir hafí staðið sig vel. Það er aðdáunarvert framtak hjá þeim að setja þetta upp hér.“ Svavar sagði um boðskap verksins að það væri hættulegt að hætta að leita. „Guðmundur hætti aldrei að leita, hann lét aldrei deigan síga.“ Martha Jónasdóttir: Ekki síðri skemmtun en hjá atvinnumönnum vinnumenn leika og það er því gaman að sjá hvað fólkið héðan úr sveitinni getur. Þetta er auðvitað öðruvísi en samt frábært. Maður skemmtir sér mjög vel hér, ekki síður en í Reykjavík." Um frammistöðu leikaranna sagði Martha: „Allir leikaramir stóðu sig vel þó sumir hafí staðið upp úr. Mér fannst homminn til dæmis mjög góður, strákurinn líka og Guðmundur auðvitað, hann var mjög fyndinn," sagði Martha. Vigdís Thordersen: Frábær sýning Soffía Eggertsdóttir: Vel flutt og kraftmikið „ÞETTA var al- veg frábær sýning. Söngur- inn, leikurinn og allt. Ég hef aldr- ei komið hingað áður og vissi því ekkert hveiju ég mátti eiga von á. Það er ótrúlegt hvað svona áhuga- leikhús getur gert,“ sagði Vigdís Thordersen úr Njarðvíkum. „Allir leikaramir stóðu sig vel en Hannes fannst mér bestur. Hann var frábær. Homminn var einnig mjög góður og líka strákurinn. Þá fannst mér Katrín Ragnarsdóttir leika mjög vel. Ég fylgdist reyndar mikið með henni. Hún er frænka mín og ég hafði ekki séð hana í 16 ár.“ „ÞETTA var mjög skemmti- leg sýning. Lögin voru sér- lega skemmti- leg, söngurinn góður og þetta var vel flutt og kraftmikið,“ sagði Soffía Eg- 8?rtsdóttir frá ______________ lafsfirði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Það voru ýmsir hlutir í verkinu sem maður kannast við frá þessum ámm, þó ég þekki þá ekki af eigin raun. Leikaramir voru hver öðrum betri en Hannes Öm í hlutverki Guðmundar náttúrulega bestur. Hann var alveg súper.“ Hveraig fannst þér að sjá gamla sóknar- prestinn þinn í Ólafsfirði í þessu hlutverki? „Mér fannst það mjög gaman. Hann er stórkost- legur. Hress eins og alltaf. Maður kannaðist við marga takta sem maður sá hjá honum á sviðinu, en ekki allt auðvitað — það er til dæm- is allt of gróft að segja að hann hafi flakkað á milli kvenna!" sagði Soffía. Áhorfendur skemmtu sér vel í Freyvangi. Freyvangur: Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur fær góðar viðtökur Freyvangsleikhúsið sýnir þessa dagana leikritið Láttu ekki deigan síga, Guðmund- ur eftir Eddu BJörgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur í leikstjóm Svanhildar Jó- hannesdóttur. Verkið hefur hlotið mjög góðar viðtökur og verið uppselt á þær átta sýningar sem þegar hafa farið fram. Áhorfendur hafa komið víða að í Frey- vang. Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér á sýningu í Freyvangi á fímmtudagskvöldið, áttundu sýningu á verkinu, og ræddi við nokkra áhorfendur um sýninguna. Á fímmtu- dagskvöldið var stór hópur frá Ólafsfirði í Freyvangi auk margs fólks frá Akureyri. Þeir sem blaðamaður ræddi við voru mjög ánægðir með Guðmund og hans fólk á svið- inu, eins og sjá má á umsögnum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.