Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Riddarasljarna Amaryllis Svava hringdi og bað um upp- lýsingar um ræktun amaryllis, einkum hvaða ráð væru til þess að fá laukana til að blómstra ár eftir ár. Af þessu tilefni sner- um við okkur til Hafsteins Hafliðasonar garðyrkjufræðings og farast honum svo orð. Fáar pottaplöntur hafa eins tíguleg blóm og riddarastjaman. Upp úr hverjum lauk vaxa ein eða tvær hálfsmetra háar spírur með fjórum stórum blómhnöpp- um hvar. Blómhnappamir opnast í risastórar blómklukkur sem standa í viku til tíu daga. Blómlitimir em rautt, bleikt, eir- rautt eða hvítt. Oft eru blómin tvílit með ljósar langrendur á dekkri grunni. Riddarastjaman — Hippeastr- um hybridum — er blendingur úr 10—12 tegundum af sömu ættkvísl sem á heimkynni sín í Suður-Ameríku. Heiti ættkvísl- arinnar er dregið saman úr gríska orðinu „hippos“ = hestur og hinu latneska „astra" sem þýðir stjama. Amaryllis-nafn- giftin er gömul en ekki allskost- ar rétt, enda þótt hún sé enn verslunarheiti riddarastjömunn- ar og verði seint annað. Hin eiginlega amaryllis er hjarðliljan — amaryllis belladonna — frá Suður-Afríku. Hjarðliljan fæst stundum á vorlaukamarkaðnum. Henni svipar til riddarastjöm- unnar og er ræktuð á sama hátt. Aðrar náskyldar tegundir eru jakobslilja (sprekelia), dísalilja (nerine), blælilja (zephyranther) og skátalilja (crinum). Allir þess- ir laukar em fáanlegir í blóma- búðum á vorin eða haustin og ræktun þeirra er í stómm drátt- um mjög lík. Riddarastjaman — „amaryll- is-laukamir“ — fæst í blómabúð- um bæði haust og vor. Þá em þeir stórir og þmngnir suðrænni orku og blómvísum, sem vaxa upp og sýna sig 4—6 vikum eft- ir að laukamir hafa verið settir í mold. Ræktunin er í raun frek- ar auðveld. Það er best að byrja á því að velja sem stærsta lauka með gildum laukhálsi, þeir gefa ömgglega tvær blómspímr. Ef þarf em allar þurrar og fúnar rætur hreinsaðar burt og laukur- inn síðan gróðursettur í 14 til 15 sm pott með kröftugri mold. Helmingur til þrír fjórðu af lauknum á að vera ofan moldar. Reynið að fá moldina vel inn á milli rótanna og varist að vöðla þeim saman. Þægilegast er að nota mjótt prik eða sleifarskaft til að greiða úr rótunum og jafna með moldinni á milli þeirra um leið. Eftir umpottunina þarf að vökva dálítið — einn kaffíbolli af volgu vatni dugir oftast, hafí moldin ekki verið þeim mun þurrari. Síðan er potturinn sett- ur á hlýjan og bjartan stað, t.d. í glugga yfír miðstöðvarofni. Haldið moldinni ögn á þurra kantinum þangað til blómspír- urnar em komnar alveg upp úr lauknum. Þaðan af má vökva ríflega og gefa áburðarvatn í þriðja hvert sinn. Sé of mikið vökvað í byijun er hætt við að laufblöðin nái yfírhönd á vextin- um og blómin kafni ofan í lauknum. Á þessum tíma skyndibitanna henda flestir riddarastjömu- lauknum eftir að þeir hafa skilað því sem bjó við innkaupin. Því fylgir nefnilega dálítið vesen og umstang að fá þá til að blómstra aftur. Laukamir em ekki svo dýrir í innkaupi og svo þykir plantan óásjáleg og plássfrek á meðan hún er að ná sér eftir blómburðinn. En sé pláss og vilji fyrir hendi, getur riddarastjam- an skilað sinni árvissu blómgun í marga áratugi. Þannig er farið að: Þegar blómgun lýkur em blómstönglamir skomir burt en haldið er áfram að vökva og gefa áburð reglulega. Það skipt- ir mestu að fá góðan vöxt í laukana og þeir eiga að gildna og stækka fýrir haustið. Ég mæli ekki með því að setja ridd- arastjömuna út yfír sumarið eins og svo margir gera. Það er betra að hafa hana inni í björtum glugga eða í gróðurhúsi. Þegar líður á sumarið og ný blcð hætta að láta á sér kræla er dregið úr vökvun og smátt og smátt er henni hætt í september— október. Eftir það fær laukurinn að hvfla sig í þurri moldinni við stofuhita eða ögn svalara fram í mars þegar byijað er að vökva á ný. Óþarfí er að skipta um mold eða umpotta nema á þriggja til fjögurra ára fresti. Það er þá gert um leið og laukur- inn er vakinn ellegar strax eftir blómgun. Riddarastjaman er sjaldan sótt heim af plágum og kvillum. Hafsteinn Hafliðason ÞYSKAN, APANSKAN, SÆNSKAN EÐA AMERISKAN BIL. I NIPPARTS © Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUMÁ LAGER: kúplingar,kveik)uhluti;bremsuhluti, STARTARA, ALTERN ATORA, SÍUR,AÐALL)ÓS, BENSÍNDÆLUR, PURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA FREMSTIR í VARAHLUTUM BiLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Síðasta fímmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Til leiks mættu 22 pör og var spilað í tveim- ur riðlum, 10 og 12 para. Úrslit urðu þessi: A-riðill Helgi Viborg — Armann J. Lárusson 137 Agnar — Oddur 132 Sigurður Thorarensen — ÖmVigfússon 123 Burkni Dómaldsson — Stefán Jónsson 115 B-riðiil Vilhjálmur Vilhjálmsson - Vilhjálmur Sigurðsson 220 Jón Andrésson — Garðar Þórðarson 187 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 177 Úlfar Friðriksson — Bemódus Kristinsson 175 Næsta fímmtudag hefst þriggja kvölda tvímenningur með Mitchell- fyrirkomulagi. Spilað er í Þinghól, Hamraborg 11, og hefst spila- mennskan kl. 19.45. Bridsfélag Breiðholts Að loknum 14 umferðum í baro- meterkeppni félagsins er staða efstu para þessi: Anton R. Gunnarsson - BaldurÁmason 138 Stefán Oddsson - Ragnar Ragnarsson 130 Baldur Bjartmarsson - Gunnlaugur Guðjónsson 118 Magnús Oddsson - Lilja Guðnadóttir 104 Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 88 Guðmundur Baldursson — Jóhann Stefánsson 80 Sigurður Kristjánsson - Eiríkur Sigurðsson 76 Næsta þriðjudag heldur keppnin áfram. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Bridsdeild Barðstrend- ingafélagsins Staðan í barometerkeppni félags- ins eftir 20 umferðir er nú þessi: Þórarinn Ámason - Ragnar Bjömsson 217 Þórður Miiller — Rögnvajdur Miiller 207 Sigurður Isaksson - Isak Sigurðsson 166 Friðjón Margeirsson - V aldimar Sveinsson 159 Jóhann Guðbjartsson — Garðar Ólafsson 117 Birgir Magnússon - BjömBjömsson 105 Jón Carlsson - Kristián Kristjánsson 82 Amór Ölafsson — Viðar Guðmundsson 81 Þorsteinn Þorsteinsson — Sveinbjöm Axelsson 81 Mánudaginn 16. mars verða spil- aðar 7 umferðir í barometer-keppn- inni. Spilað er í Armúla 40 og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Keppnisstjóri er Hermann Lárus- son. Tafl-og brídsklúbburinn Síðastliðinn fimmtudag var byij- að á aðaltvímenningi klúbbsins (barometer). Hæstu skor hlutu: Ingólfur Böðvarsson — Jón Steinar Ingólfsson 85 Gunnlaugur Óskarsson — Sigfús Ö. Ámason 79 Gísli Tryggvason — Guðlaugur Nielssen 60 Þórður Jónsson — Ragnar Bjömsson 59 Sigurjón Helgason — Gunnar Karlsson 51 Félagið stefnir að því að fá ann- að húsnæði. Spilarar fylgist með fjölmiðlum varðandi flutninginn. Ánnars byijar spilamennskan 19.30 eins og venjulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.