Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Steingrímur Hermannsson á fundi í Stapa: Verðum að tryggja þann árangur Hermannsson, forsætis- / ^ i | /t p i 0 *■ framsóknarmanna í sem naðst hefur 1 efnahagsmalum sám“- Morgunblaðið/Ragnar Axelsson „EINN merkasti árangnr þessar- ar ríkisstjórnar er að hafa notað góðærið til hjöðnunar verðbólgu, til þess að draga úr erlendum skuldum og hækka lægstu laun- in“, sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins á fundi með framsóknarmönnum í Stapa í Njarðvík sl. miðviku- dagskvöld. Þetta var annar fundurinn í fundarherferð um allt landið, sem Steingrímur er nú í ásamt Halldóri Ásgrímssyni, varaformanni Framsóknar- flokksins. Þó að nú væri fullyrt af ýmsum að sá árangur sem náðst hefði væri einungis góðærinu að þakka sagði Steingrímur að svo einfald- lega væri ekki hægt að skýra málið. Á árunum 1972-74 hefði t.d. verið góðæri en þá hefði verðbólgan farið af stað. Sem dæmi um árangur núver- andi stjómar nefndi hann m.a. að nú væri innlendur spamaður í bankakerfinu í fyrsta sinn í fimmt- án ár — en það væri eina leiðin til þess að lækka skuldabyrði þjóðar- innar erlendis, viðskiptajöfnuður væri nú í fyrsta sinn í mörg ár og tekinn hefðu verið nokkur skref til þess að hækka lægstu launin. , Stjómartímabilinu sagði Steingrímur vera hægt að skipta í þrennt. Ifyrst hefði komið „tímabil hinna hörðu aðgerða". Þessar hörðu aðgerðir hefðu framsóknarmenn lagt mikla áherslu á og talið að stundum þyrftu jafnvel sjálfsögð mannréttindi að víkja til að bjarga þeim grundvelli sem allt byggðist á. Síðara tímabilið, árið 1984, hefði verið „tímabil fijálsræðis". Þá hefðu framsóknarmenn fallist á að losa um ýmis bönd á efnahagsiífínu að kröfii Sjálfstæðisflokksins. Um það hefði verið skoðanaágreiningur milli stjómarflokkanna, þó ekki vegna þess að Framsóknarflokkurinn væri ekki fylgjandi frjálsræði heldur hefði hann talið að efnahagslegt jafnvægi væri ekki nægilegt á þeim tíma. Sagði Steinrgrímur það líka hafa komið í ljós að þátttaka ríkis- stjómarinnar í kjarasamningum væri nauðsynleg. Þriðja og síðasta tímabilið sagði Steingrímur vera „tímabil skynsem- innar“. í febrúarsamningunum 1986 hefði náðst breið samstaða um kjarasamninga og efnahagsráð- stafanir, sem hefði þó ekki komið af sjálfu sér eða vegna þess að aðilar vinnumarkaðarins vildu það. Steingrímur sagði aðila vinnumark- aðarins hafa tekið ræðu hans á Alþingi, í upphafi ársins 1986, fá- lega þar sem hann lýsti því yfir að nú væri lag að ná skynsamlegum samningum. Nokkram dögum seinna hefðu þeir þó komið til hans og sagt að þetta virtist vera rétt sem hann hafði sagt. Framsóknarflokkinn sagði Steingrímur vera mjög ánægðan með þann árangur sem náðst hefði í efnahagsmálum og leggði áherslu á að sá árangur yrði tryggður. Sagði Steingrímur framsóknar- menn ekki munu taka þátt í neinu því samstarfí að loknum kosningum sem myndi fóma þeim árangri sem náðst hefði. Forsætisráðherra reifaði einnig starf þeirra ráðuneyta sem Fram- sóknarflokkurinn hefur stjómað á þessu kjörtímabili. Alexander Stef- ánsson, félagsmálaráðherra, sagði hann ekki hafa hlotið þá viðurkenn- ingu sem hann ætti skilið fyrir sitt mikla starf. Til að mynda hefði verið unnið mikið starf í málefnum fatlaðra. Hvað varðaði nýja hús- næðislánakerfið sagðist Steingrím- ur telja að það myndi þurfa 2-3 ár til þess að ná jafnvægi en að þeim tíma loknum yrði auðveldara en nokkra sinni fyrr að eignast hús- næði hér á landi. Kerfínu hefði hins vegar aldrei verið ætlað að ráða við þann mikla umsóknaQölda sem raun bar vitni. Þennan mikla um- sóknafjölda taldi hann sýna best hina miklu bjartsýni íslendinga. Menn vildu fara í röðina og tryggja sér lánsréttindi. Tekið hefði verið á málum sjávar- útvegsins af mikilli festu á þessu kjörtímabili sagði Steingrímur. Sagðist hann ekki vera kvótamaður en hinsvegar hafa talið að engin önnur leið hefði verið fær í þeim mikla samdrætti sem varð árið 1983. Það væri þó óhjákvæmilegt að endurskoða kvótakerfið að ein- hverju leyti í framtíðinni og yrði það eitt af stærri verkefnum næstu stjórnar. Um landbúnaðarmálin sagði Steingrímur að þegar hafði orðið og þyrfti að verða mikil búhátta- breyting. Öllum hlyti líka að vera ljóst að sú búháttabreyting yrði mjög sársaukafull og sagði hann engum ráðherra vorkenna meira en landbúnaðarráðherra, Jóni Helga- syni, og taldi að hann fengi seint nægar þakkir fyrir það erfiða verk sem hann hefði unnið. Stefnumál Framsóknarflokksins í næstu kosningum sagði Steingrímur fyrst og fremst vera að tryggja núverandi árangur í efnahagsmálum, halda áfram ný- sköpun í atvinnulífinu, treysta grandvöll atvinnuveganna og nota auknar tekjur til þess að treysta það velferðarkerfí sem við byggjum við. Eignarskatta mætti hækka að einhveiju leyti en umfram allt yrði að bæta sjálfa skattheimtuna. Einn- ig þyrfti að leggja áherslu á samstarf launþega og atvinnurek- enda. Sagði Steinjrrímur að lokum að það hefði ætíð verið stefna Fram- sóknarflokksins að fara hinn gullna meðalveg og vonaði hann að sú stefna myndi áfram ráða hér á landi að loknum kosningum. Þröstur Þórhallsson varð Reykjavíkurmeistari Skák Margeir Pétursson ÞRÖSTUR Þórhallsson, 17 ára gamall nemi í Armúla- skóla, sigraði Dan Hansson í einvígi um Reykjavíkur- meistaratitilinn í skák. Fyrstu einvígisskákinni lauk með jafntefli, en Þröstur vann þrjár þær næstu og hafði þar með tryggt sér titilinn, því ein- vígið átti að verða sex skákir. Þeir tveir urðu efstir og jafnir á Skákþingi Reykjavíkur sem fram fór í janúarmánuði. Einvígið fór fram á Hótel Loftleið- um, samhliða IBM-skák- mótinu. Þeim sem fylgst hafa grannt með innlendum skákmótum upp á síðkastið kemur þessi árangur Þrastar ekki á óvart. Hann hefur staðið sig vel á heims- og Evrópu- mótum unglinga og á íslandsmót- inu í haust varð hann_ í 4.-6. sæti ásamt þeim Jóni L. Ámasyni og Karli Þorsteins. Þess verður áreið- anlega ekki langt að bíða að Þröstur fari að ná áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli. Skákstíll Þrastar er traustur en þó frumleg- ur. í byijunum velur hann oft fáséð afbrigði, sem hann þekkir vel og tekst oft að slá andstæð- inga sína út af laginu með því móti. Dan Hansson er afar mistækur skákmaður og eftir ágæta tafl- mennsku á Skákþinginu sjálfu náði hann sér ekki á strik í ein- víginu. Þessi mikli munur segir þó ekki alla söguna, eftir tapið í annarri skákinni tefldi Dan of djarft í þeim næstu og því fór sem fór. Þröstur telur þriðju einvígis- skákina hafa verið þá athyglis- verðustu. Þar kom upp mjög tvísýnt afbrigði af franskri vöm, en vinsældir þeirrar byijunar virð- ast vera að aukast á nýjan leik. Hvítt:Dan Hansson ' Svart: Þröstur Þórhallsson Frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 — Re7 5. a3 — Bxc3+ 6. bxc3 - c5 7. Dg4 — 0-0!? Hér er 7. — Dc7 8. Dxg7 — Hg8 9. Dxh7 langalgengast, en það afbrigði leiðir til mjög tvísýnnar stöðu. Það virðist bjóða hættunni heim að hróka, en Korchnoi hefur lengi haft dálæti á þessum leik. 8. Rf3 - f5»? Venjulega er hér fyrst leikið 8. — Rbc6. Framhaldið í skákinni Ljubojevic-Korchnoi, Linares 1985, varð 9. Bd3 - f5 10. exf6 (framhjáhlaup) Hxf6 11. Bg5 — Hf7 12. Dh5 - g6 13. Dh4 og hvíta staðan virtist þægilegri. 9. exf6 (framhjáhlaup) — HxfG 10. Bg5 - Da5!? Djarfur leikur sem leiðir til gífur- legra sviptinga. Þröstur hafði skoðað þessa stöðu fyrir skákina og taldi að hvítur gæti ekki feng- ið meira en jafntefli út úr flækjun- um. 11. Bxf6 - Dxc3+ 12. Kdl - Dxal+ 13. Kd2 - Rg6 Nú notaði Dan 68 mínútur á næsta leik sinn og ákvað að fóma hrók. 14. h4!? hefði svartur vænt- anlega svarað með 14. — Rc6! 15. h5 — cxd4 16. hxg6 — Dc3+ 17. Kdl - Dal+ og ef 18. Ke2!? þá 18. - d3+ 19. cxd3 — Dxf6 20. Hxh7 — Re7! og hvítur hefur teygt sig of langt. 14. Bd3! - Dxhl 15. Bxg6 - gxf6 Merkileg staða. Menn hvíts standa gráir fyrir jámum fyrir framan berskjaldaðan kóng svarts. Vamarmáttur svörtu stöð- unnar er hins vegar ótrúlega mikill. Eftir t.d. 16. Bd3+ - Kf8 17. Dh4 - Rd7 18. Dxh7 - Kd8 bjargar svarti kóngurinn sér á flótta. Dan velur að fóma manni til viðbótar: 16. Dh4!? - hxg6 17. Dxf6 - Dal! 18. Dd8+ - Kg7 19. De7+ - Kg8 20. Dd8+ - Kg7 Dan átti nú aðeins tíu mínútur eftir fyrir næstu tuttugu leiki og þar sem hann er hrók undir og mát ekki í sjónmáli mælti allt með því að taka þráskák. Hann vildi hins vegar freista gæfunnar enn um stund, líklega hefur hann talið að hann hefði jafnteflið í hendi sér eftir sem áður. 21. Dxc8?? - cxd4 22. Dc7+ Hvítu stöðunni varð ekki bjarg- að, þó hvítur geti jafnað Iiðsmun- inn: 22. Dxb7+ - Kf6! 23. Dxa8 - Dc3+ 24. Kdl - d3 25. cxd3 - Dxd3+ 26. Kel — Dbl+ 27. Ke2 — Db6 og með drottninguna lokaða inni bjargar hvítur ekki taflinu. Eftir 22. Dxe6 sleppur svartur út úr þráskákunum: 22. - Dc3+ 23. Kdl - Dc7 24. Re5 - Rc6 25. Dxg6+ - Kf8 26. Df6+ - Kg8 27. De6+ - Kh8 Þröstur Þórhallsson og svartur nær að bera drottning- una fyrir skákimar. 22. - Rd7! 23. Dxd7+ - Kf6 Svartur er sloppinn úr þráskákun- um og hefur skiptamun yfir. Dan var auk þess að falla á t(ma, svo eftirleikurinn var Þresti auðveld- ur. Lokin þarfnast ekki skýringa. 24. Dd6 - Dc3+ 25. Kdl - d3 26. Df4+ - Kg7 27. cxd3 - Dxd3+ 28. Kel - De4+ 29. Dxe4 - dxe4 30. Rd2 - Hc8 31. Rxe4 - Hcl+ 32. Kd2 - Hal 33. Rc5 - b6 34. Rxe6+ - Kf6 35. Rf4 - Hxa3 36. h4 - Kf5 37. Rd5 - Ke4 38. Rc3+ - Kf4 39. Rd5+ - Kg4 40. g3 - Kf3 41. Rf4 — Kxf2 og hvítur hafði nú loks tíma til að gefast upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.