Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Thailand: 74 ára Dani dæmd- ur til dauða fyr- ir heróínsmygl Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttantara Morgunblaðsms. SJÖTÍU og fjögurra ára gam- Hinn 74 ára gamli Dani var all danskur ellilífeyrisþegi var nýlega dæmdur til dauða fyrir rétti í Bankok í Thailandi fyrir heróínsmygl. Stuttu eftir að dómurinn féll, breytti dómar- inn honum í lífstíðarfangelsi, af því að Daninn viðurkenndi brot sitt. Samkvæmt uppiýsingum danskra stjómvalda er ekki vitað til, að Dani hafí verið dæmdur til dauða „í manna minnum". Pyrir nokkrum árum var annar Dani dæmdur í 46 ára fangelsi í Thailandi fyrir eiturlyijasmygl. Hann var náðaður eftir fjögurra ára fangelsisvist. handtekinn í flughöfninni í Ban- kok í byrjun desember á síðasta ári. Var hann með 800 grömm af hreinu heróíni í smápokum, sem bundnir voru á hann innan- klæða. Hann var að fara út í flugvél, sem var á leið til Kaup- mannahafnar. Maðurinn hefur greint frá því, að óþekktur Hollendingur hafí greitt honum 20.000 danskar krónur (um 114 þús. ísl. kr.) fyr- ir að fara til Thailands og ná í efnið. Átti hann að fá 10.000 d. kr. til viðbótar, þegar hann kæmi heim. Lögreglan telur, að hann hafí unnið fyrir alþjóðlegan eitur- lyfjahring. Reuter Veitingahús íMoskvu Reuter Lögreglumenn í borginni Reinosa á Norður-Spáni búa sig undir atlögu við mótmælagöngu verkamanna á fimmtudag. Lögreglumenn, sem skutu gúmmíkúlum, urðu skotfæralausir og neyddust 10 þeirra til þess að gefast upp fyrir æstum lýðnum, sem sleppti þeim þó lausum síðar. Miklar mótmæla- aðgerðir á Spáni sem byggirá hagnaðarvon Fyrsta veitingahús Moskvuborgar, sem rekið er sem samvinnu- fyrirtæki, var opnað nú í vikunni. Samkvæmt frásögn TASS- fréttastofunnar er veitingahúsið rekið af þaulvönum fagmönnum, sem fengu vaxtalaust lán frá stjóminni til þess að gera endurbætur á húsi við Kropotinskayastræti fyrir suð- vestan Kreml. Hús þetta var eitt sinn í eigu rússnesks aðals- manns, Tmbetskoy prins. Gert er ráð fyrir 16-30% hagnaði af rekstrinum, en laun starfsmanna era m. a. háð honum. í fyrstu verða þau að meðal- tali 355 rúblur á mánuði, en meðal mánaðarlaun í Sovétríkjunum em annars um 190 rúblur. Ef veitingahúsinu tekst ekki að skila hagnaði, þá vofir yfir því gjaldþrot og það verður að hætta rekstri. Mynd þessi sýnir Andrei Fyodorov, framkvæmdastjóra hins nýja veitingahúss við það að leggja síðustu hönd á allan undirbúning fyrir opnunina. Madrid, Keuter. MIKLAR mótmælaaðgerðir áttu sér stað á Spáni á fimmtudag í kjölfar átaka í borginni Reinosa á Norður-Spáni, þar sem yfir 80 manns slösuðust. Ástæðan fyrir þessum mótmælaaðgerðum var fyrst og fremst ótti um yfirvof- andi fjöldauppsagnir og atvinnu- leysi verkamanna af þeim sökum. Fyrr í vikunni fóru þúsundir verka- manna í yfir 30 borgum Spánar í mótmælagöngur til þess að láta í ljós andstöðu sína við aðhaldsáform ríkisstjómarinnar. Þátttakan var þó ekki meiri en svo, að það olli forystumönnum verkalýðssamtaka kommúnista (CC.OO) vonbrigðum, þar sem þeir litu á þessar aðgerðir sem undirbúning undir fyrirhugað allsherjarverkfall í næsta mánuði. Marcelino Camacho, leiðtogi CC. OO, var í fararbroddi fyrir mótmælagöngu 5.000 verkamanna í Madrid. Bám þeir borða með áskorunum um atvinnuöryggi, hækkun á raunvirði launa og styttri vinnuviku. í Asturias á Norður- Spáni, þar sem 20.000 kolanáma- menn hafa verið í verkfalli í þrjár vikur, fóru tugir þúsunda verka- manna í kröfugöngu í héraðshöfuð- borginni Oviedo. Jarðnæðislausir bændur, verka- menn í skipasmíðastöðvum og Fall Sovétríkjanna hófst er Khrushchev fór frá - segir háttsettur sovéskur hugmyndafræðingur Moskvu, Reuter. HÁTTSETTUR sovéskur hugmyndafræðingur hefur látið að því liggja að fall Sovétríkjanna á sviði félags- og efnahagsmála undan- farin 20 ár megi rekja til þess er Nikita Khmshchev fór frá völdum ánð 1964. Georgy Smimov, nýskipaður yfírmaður Marx-lenínisma-stofn- unarinnar, lofaði einnig tilraunir Khrushchevs, sem löngum hefur verið hæddur, til að þokka sov- éska kommúnistaflokknum og ríkinu í lýðræðisátt. Grein eftir Smimov birtist í Prövdu, málgagni sovéska komm- únistaflokksins, í gær og segir þar að þeir, sem tóku við af Khmshch- ev, með Leonid Brezhnev í broddi fylkingar, hafí óttast breytingar og snúið aftur til algerrar miðstýr- ingar með hrikalegum afleiðing- um. Smimov segir að eftir að miðstjóm kommúnistaflokksins kom Khmshchev frá í október 1964, hafi „forysta flokksins gert ráðstafanir, sem miðuðust gegn breytingum, er hafnar vom í lýð- ræðisátt ... á flokki og stjóm- kerfí". Fréttaskýrendur sögðu að grein Smimovs um þá endurbótaáætl- un, sem nú er fylgt, léti að því liggja að Mikhail Gorbachev, aðal- ritari kommúnistaflokksins, hafí sótt ýmislegt í smiðju Khmshch- evs. „Lýðræði" er eitt af lykilorð- um í áætlun Gorbachevs. Eins og Khmshchev hefur hann, þótt rót- tækari sé, ráðist að forréttindum skriffinnanna. Nafn Khmshchevs, sem dó í ónáð árið 1971, er reyndar ekki nefnt í greininni, en birting henn- ar er vísbending um að hlutskipti hans verði endurskoðað í sögu kommúnistaflokksins, sem Smimov vinnur nú að. Khmshchev komst til valda í Kreml skömmu eftir að Jósef Stalín lést árið 1953. Leitaðist hann við að draga úr völdum embættismanna flokksins með því að setja reglur um að þeir mættu aðeins sitja í embætti vissan tíma og skipta flokknum í iðnaðar- og landbúanaðardeild. Þessar breytingar vom aftur- kallaðar þegar Khmshchev var bolað frá og Brezhnev, sem Smimov getur heldur ekki með nafni, tók við. Khrashchev var sakaður um aulalegar áætlanir og hinir nýju leiðtogar lýstu yfír því að þeir ætluðu að beita vísindalegum aðferðum. Gorbachev hefur fordæmt síðari stjómarár Brezhnevs, sem var við völd til dauðadags árið 1982, og sagt að þau hafí verið tímabil stöðnunar og siðblindu, sem einkenndist af spillingu og efnahagsglundroða. hafnarverkamenn efndu til mót- mælaaðgerða í borgunum Seville og Cadiz í suðurhluta landsins til þess að tjá andstöðu sína við vax- andi atvinnuleysi í sveitum og aðhaldsaðgerðir í rekstri fyrirtækja í þungaiðnaði, þar sem starfsmönn- um hefur verið fækkað um 50.000. Japan: Ekkert lát á hagstæð- um viðskipta- jöfnuði Tókýó, AP. VTOSKIPTAJÖFNUÐUR Jap- ans var hagstæður um 7,13 milljarða dollara í febrúar og því enn hagstæðari en janúar, er hann var hagstæður um 4,29 milljarða dollara. í febrúar í fyrra var viðskipajöfnuður Japans hagstæður um 3,94 milljarða dollara. Viðskiptajöfnuður Japans við Evrópubandalagið (EB) var hag- stæðari í febrúar sl. en nokkm sinni áður í einum mánuði eða um 1,94 milljarða dollara. í september í fyrra var hann hagstæðastur áður eða um 1,86 milljarða dollara. Ekkert hefur dregið úr hagstæð- um viðskiptajöfnuði Japans þrátt fyrir það, að gengi dollarans hafí verið lækkað gagngert í því skyni að gera bandarískar vömr ódýrari gagnvart þeim japönsku og því samkeppnishæfari. Þá hafa Japanir jafnframt heitið því að auka eftir- spum heima hjá sér til þess að efnahagslíf þeirra verði ekki eins háð útflutningi og áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.