Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Kirkjudagur safnaðarf élags Asprestakalls ÁRLEGUR kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls er sunnudaginn 15. mars. Eins og aðra sunnudaga verður barna- guðsþjónusta í Áskirkju kl. 11 og síðan guðsþjónusta kl. 14. I guðsþjónustunni mun Ingibjörg Marteinsdóttir söngkona syngja einsöng, Þórhallur Birgisson leika á fiðlu og Ragna Gunnarsdóttir á selló, sóknarprestur prédika og kirkjukór Áskirkju syngja undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar. Eftir guðsþjónustuna verður kaffísala í Safnaðarheimili Ás- kirkju og glæsilegar veitingar á boðstólum eins og jafnan á kirkjudaginn. Ágóði af kaffisöl- unni rennur allur til kirkjubygg- ingarinnar, sem Safnaðarfélagið á stóran þátt í að reisa og prýða en kirkjudagurinn hefur í árarað- ir verið einn helzti fjáröflunar- dagur Safnaðarfélagsins. Á þessu ári er í ráði að ljúka veigamiklum framkvæmdum við Áskirkju, m.a. ganga frá og fegra svæðið ofan og austan við kirkj- una og leggja gangstíga að kirkjunni og gróðursetja plöntur á lóðinni. Þá verður efri hluti kirkjubyggingarinnar, sem verð- ur safnaðarheimili sóknarinnar, búinn gluggum og ennfremur verður lokið við smíði anddyris og forkirkju, sem þá stækkar til muna og það búið listaverkum í eigu kirkjunnar. Allt eru þetta fíárfrekar framkvæmdir, en mikil bjartsýni ríkir um að unnt verði að standa straum að þeim. Er það von mín að sem flest sóknarbörn og velunnarar Ás- kirkju leggi leið sína til hei nar á kirkjudaginn og njóti þess sem fram verður reitt og styðji um leið gott málefni, en kaffí verður selt í Safnaðarheimili Áskirkju fram eftir degi. Árni Bergur Sigurbjömsson Söngsveitin Fílharmóní að æfingu f Háskólabíói Háskólabíó: Söngsveitin FHharmónía flytur Catulli Carmina SÖNGSVEITIN Fflharmónía flytur Catulli Carmina, eða Ljóð Catul- lusar, eftir Cari Orff á tónleikuml í Háskólabfói á morgun, laugardag, klukkan 15. Sextfu og tveir kórfélagar taka þátt f tón- leikunum, fjórir píanóleikarar og 8 aðrir slagverksleikarar. Stjóm- andi er Smári Ölason. Einsöngvarar em Gunnar Guðbjörasson, tenór og Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran. Að sögn Smára var verkið frum- flutt árið 1943. Það er samið við 10 af ljóðum Catuliusar, en þau eru frá 1. öld fyrir Kristsburð. Kristján Ámason, menntaskólakennari, hef- ur þýtt ljóðin og eru 6 af þeim frumþýðing. „Við erum feykilega stolt af þessum þýðingum," sagði Smári, „þær hafa ekki svo litla bókmenntalega þýðingu. „Þessi ljóð fjalla, á lifandi hátt, um ástarlíf ungmenna í Rómarborg á 1. öld fyrir Krist. Textinn er svo djarfur, að sums staðar, til dæmis i Þýskalandi, eru sum orðin ekki þýdd í söngskrá. En við þýðum allt í söngskrá hjá okkur. Þetta ' hefur ekki verið flutt hér áður. Það er í rauninni nauðsynlegt að flytja ekki alltaf gömlu klassikerana. Listaheimurinn er alltof auðugur til að staldra við fá verk. Það er líka miklu meiri djörfung í því að fást við það sem ekki hefur verið flutt áður,“ sagði Smári ennfremur. Söngsveitin Fílharmónía var stofnuð árið 1960 og hefur starfað óslitið síðan. Fyrsta verkefliið sem hún flutti var Carmina Burana, sem einnig er eftir Karl Orff. „Söng- 8veitin var stofnuð í samvinnu við Róbert Abraham Ottósson," sagði Emma Eyþórsdóttir, stjórnarfor- maður sveitarinnar í samtali við Morgunblaðið, „og hann stjómaði henni meðan hann lifði. Það má segja að þetta hafi verið hans kór. Síðan haia verið nokkuð margir stjomendur. Guðmundur Emilsson var með okkur í 4 ár. Smári tók svo við okkur í haust." Catulla Carmina er fyrsta verkið á verkefnaskrá Söngsveitarinnar Fílharmónía í vetur. Starfsár henn- ar hefst í október og endar í maí. í apríl tekur sveitin þátt í ópemtón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands á Fjalla—Eyvindi og í seinni hluta maí tekur hún þátt í flutningi á 9. sinfóníu Beethovens, ásamt Sin- fóníuhljómsveitinni og fleiri kómm. „í fyrra og árið þar áður var Söng- sveitin á samningi hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands," sagði Emma, „þá greiddi hún laun söngstjóra og undirleikara hjá okkur. Nú verðum við að standa undir öllu sjálf. Við höfum því safnað styrktarlínum í söngskrá til að mæta kostnaði, auk þess sem við höfum mkkað inn fé- lagsgjöld. Þetta er mikil vinna hjá okkur og til að reka svona kór þarf kraftmikið fólk sem hefur brenn- andi áhuga á tónlist." Sjá einnig umfjöllun i Lesbók í dag. OYOTA NYRCAMRY FJÖLSKYLDU- SPORT- BlLLIM! Nýi Toyota Camiy bíllinn er kominn á vettvang, glæsilegri en nokkru sinni fynl Nú hefúr hann stækkað, lýmið aukist að innan og síðast en ekki síst: hann er nú kí'aftmeiri án þess að það komi niður á bensíneyðslu. Lykillinn að auknu afli Camiy er stórkostleg nýjung: Qölventla vélin. Hún genr þennan glæsilega íjölskyldubíl að sannkölluðum íjölskyldusportbíl. Fjölventla vélin er ávöxturínn af löngu þróunaríerli. Hún hefiir 16 ventla í stað 8 áður, 4 við livem strokk og er auk þess mjög léttbyggð. Öll hönnun vélarinnar miðar að meiii hagkvæmni. Helstu kostir hennar em: € Betri nýting eldsneytis € Aukin sparneytni. Eyðsla 8,9 1/100 km. ® Snarpara viðbragð. Á 9,0 sek. nær Camry 100 km/klst. Meiri kraftur Þýðari og jafnari gangur Þetta er framlag Toyota til endurbóta - eða byltingar - á bflvélum. Enn einu sinni er Toyota í fararbroddi. lCWARY OYOIA • •. ‘.ý.' TOYOTA FJÖLVENTLA VÉLAR Toyota Caniry Sportbíll aDrar ijöLskyldunnar. AUKhf. 109.10/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.