Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 35 Verkfall HÍK: Erum ekki búin að gefa upp alla von enn - segja nemendur í framhaldsskólum EF fer sem horfir skellur boðað kennaraverkfall á þann 16. mars, á mánudaginn og kennsla leggst að mestu leyti niður í framhaldsskólum landsins. Blaðamaður og ljós- myndari heimsóttu nokkra af framhaidsskólum Reykjavíkur í gær og tóku tali verðandi stúdenta. Spurt var hvernig hugsanlegt kennsluleysi legðist í nemendur. Bæði kennarar og nemendur eru áhyggjufullir í roki og nístingskulda rákumst við á þær stöllur Ingibjörgu Kristófersdóttur, Berglindi Bragadóttur og Sigrúnu Benedikz fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Þær tvær fyrmefndu stunda þar nám á máladeild, en Sigrún er í stærðfræðideild. Þær sögðu að töluverður titringur væri í skólanum og kennslustundir það sem af væri deginum hefði að mestu leyti farið í að spyija kenn- arana hvemig nemendur ættu að haga námi og undirbúningi vegna stúdentsprófanna, ef af vekfalli yrði. „Bæði kennarar og nemend- ur eru áhyggjufullir, þetta er svo mikil óvissa. Við emm búin að fá uppgefíð hvaða námsefni er til prófs, það verður prófað í öllu námsefninu hvort sem við fáum kennslu eða ekki. Ef verkfall verð- ur og það dregst á langinn verðum við að lesa upp sjálf. Svo okkur líst ekki vel á ástandið. Kennar- amir hafa mest lítið viljað um þetta tala, allir vonuðu að ekkert yrði af verkfalli. En þótt þetta geti orðið erfitt þá standa nem- endur upp til hópa með kennurun- um, því launin þeirra eru fáránleg, ekki síst miðað við það nám sem þeir eiga að baki. Ef kennaramir er á almennilegum launum, kemur það okkur til góða, við hefðum þá alla vega ánægða kennara. Svo eigum við líka ömgglega mörg eftir að kenna síðar meir, en það er ekkert tilhlökkunarefni eins og launamálunum er nú háttað." Almennur stuðningur við málstað kennara fyrir okkur og í þriðja skipti í námi okkar hér sem við lendum í þessu." Þetta sögðu þrír nem- endur í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, þau Kristján Grétars- i son, Hrafnhildur Sigþórsdóttir og Gunnar Ragnarsson. 011 em þau á félagsfræðibraut og ljúka í vor stúdentsprófi frá skólanum. „Það hefur verið mikil umræða „Þetta er mjög óheppilegur tími Stefán Steinsen í MS. Gunnar Ragnarsson, Kristján Grétarsson og Hrafnhildur Sigþórs- dóttir í FB. Morgunblaðið/Þorkell Sigrún Benedikz, Berglind Bragadóttir og Ingibjörg Kristófers- dóttir í MR. um þetta í skólanum og það er yfírleitt slæmt hljóð í fólki hér í skólanum vegna verkfallsins þótt það sé almennur stuðningur við málstað kennarana. Við fylgjum námsáætlun hvort sem verkfall verður eða ekki. Námsefnið til prófs breytist ekkert hvemig sem allt fer. En við emm nú ekki búin að gefa upp alla von enn um að þetta leysist fljótt og vel.“ Svokallaðir sæludagar hefjast í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti næstkomandi miðvikudag og standa út vikuna. Þá á sér stað ýmis konar hópstarf á daginn og uppákomur og skemmtanir á kvöldin. „Þannig að ef verkfall stendur ekki lengur en í viku þá missum við í sjálfu sér ekki svo mikið úr skólanum." Allir mjög svartsýnir í Menntaskólanum við Sund hoppaði ungur maður, Stefán Steinsen, um á hækjum, hann hafði orðið illa úti í fótboltaleik sagði hann. Stefán stundar nám í hagfræðideild MS og eins og aðrir viðmælendur okkar stefnir hann að því að útskrifast með stúdendspróf upp á vasann í vor. Hann sagði að kennsla við skólann myndi ekki alveg leggjast niður ef að verkfalli yrði, því 4-5 kenn- arar væm ekki í HIK. „Hjá mér leggst ekki niður kennsla í þjóðhagfræði og bók- færslu, en á heildina litið kemur þetta sér mjög illa fyrir okkur. Við þurfum þá alveg að treysta á okkur sjálf og kennaramir hafa allir talað um að ef af verkfallinu yrði, þá yrðu menn samt að vera duglegir við lestur og heimanám. Annars gengur þetta ekki upp. Stærðfræðina verður erfíðast að lesa sjálfur og reyndar sum lesfög sem em torskilin í fyrstu, t.d. stjómmálafræðin. En okkur hefur verið lofað því að við getum út- skrifast í vor, þótt ekki sé að vita hvað skeður ef verkfal! stendur lengi, t.d. í mánuð. Fyrsti próf- dagur á samkvæmt próftöflu að vera um mijan apríl. Stærðfræði- kennarinn okkar er í samninga- neftidinni og allir kennaramir virðast mjög svartsýnir. Það hefur komið til tals að ef verkfallið dregst á langinn þá yrði námsefn- ið minnkað, en það er alveg óvíst hvemig þetta fer,“ sagði Stefán að lokum. Leiklistarklúbbur Ml ásamt leikstjóra. „Hassið hennar mömmu“ í Reykjavík GAMANLEIKURINN „Hassið hennar mömmu“ eftir Dario Fo verður sýndur í Hlaðvarp- anum nk. sunnudag og mánudag kl. 20.30. Það er Leiklistarklúbbur Mennta- skólans á ísafirði sem stendur að þessari sýningu og leik- stjóri er Oddur Björnsson, leikritahöfundur. Þetta er fyrsta verk Leiklist- arklúbbs MI. Nú þegar hefur leikritið verið sýnt víða við góð- ar undirtektir og var því ákveðið að bjóða höfuðborgarbúum upp á að sjá gamanleikinn. Þess má geta að þetta er Reykjavíkur sýndi fyrir nokkr- sama leikrit og Leikfélag um árum. (úr frétudikymúngu) Morgunblaðið/EG Verkfallsverðir bera saman bækur sínar í húsakynnum Iðnsveinafé- lagsins. Hamlin Hill heldur fyrir- lestra um Mark Twain HAMLIN Hill, sem er sérfræðing- ur um verk bandaríska rithöfund- arins Mark Twain er væntanlegur hingað til lands. Hann heldur tvo fyrirlestra á vegum Fulbright - menntastofnunar íslands og Bandaríkjana 15. og 16. mars næstkomandi. Prófessor Hill fékk Fulbrightstyrk árið 1966 og kenndi þá við Kaup- mannahafnarháskóla. í fréttatil- kynningu segir að Hill heimsæki nú Norðurlönd í tilefni 40 ára afmælis Fulbrightlaganna í Bandaríkjunum. Hill hefur helgað störf sín rann- sóknum og umfjöllun um gamansemi í bandarískum bókmenntum og verk Mark Twains. Auk kennslu við há- skóla í Evrópu og Bandarikjunum hefur Hill gefið út meira en tug bóka um ritverk skáldsins. Hann hefur haldið fyrirlestra um sérsvið sitt beggja vegin Atlantsála í tvo ára- tugi, gegnt ráðgjafastörfum og setið í ritstjórnum við bandarískar menntastofnanir. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn fyrir fyrrverandi styrkþega stofnun- arinnar sem nú teljast vera 300. Síðari fyrirlesturinn er öllum opinn. Hann verður haldinn í Odda Háskóla íslands mánudaginn 16. mars kl. 17.15. Einhugur hjá félagsmönnum Vogum. „ÞAÐ er mikill einhugur í félags- mönnum," sagði Einar Haralds- son formaður byggingadeildar Iðnsveinafélags Suðurnesja, að- spurður um framkvæmd verk- falls byggingadeildarinnar. „Verkfallið hefur gengið mjög vel, en það hefur verið misskilning- ur á einstaka stöðum sem hefur verið leiðréttur. Það hefur verið ein- hugur í félagsmönnum og hafa tugir þeirra tekið þátt í verkfalls- vörslu," sagði Einar. Það hefur verið sótt um fáeinar undanþágur frá verkfalli til iðn- sveinafélagsins, en engar undan- þágur veittar. Talið er að tvö hundruð iðnaðar- menn hafí lagt niður vinnu vegna verkfallsins. - EG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.