Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Á Bylgj- unni Hlustendur Bylgjunnar hringja stundum í hann Pál Þorsteins- son og kvarta undan hinum árrisula Sigurði G. Tómassyni er heldur vöku fyrir hlustendum milli klukkan 7.00-9.00 á morgnana. & viðkvæðið ofast . . . það er svo mikið kjaftæði, maður er nývaknaður og vill léttari tónlist. Gellur þá gjaman í Sigurði: Jæja, fínnst þér það? Persónulega fínnst mér bara oft gaman að þáttum Sigurðar G. þótt máski sé hæpið að demba langri orðræðu yfír fólk þá það slítur sig úr fangi hinnar rósfingruðu morgungyðju með stírumar í augun- um. Teldi ég ekki fráleitt að Sigurður hefði á sinni könnu sérstaka spjall- þætti fremur en tónlistardagskrá en Sigurður er margfróður og svo er Bylgjan ekki bundin af „hlutleysis- reglunni" margfrægu er setur starfs- mönnum ríkisfjölmiðlanna svo oft stólinn fyrir dymar. Hér dettur mér í hug ágætt spjall er Sigurður átti í gær við Heimi Pálsson, einn þeiija er situr nú í samninganefnd Hins ís- lenska Kennarafélags. Heimir var ósköp manneskjulegur í þessu spjalli og játaði að það sem sæti helst eftir í heilasellunum frá hans eigin mennta- skólaárum væri viðmót kennaranna og nemendanna — djörf fullyrðing formanns kennarafélagsins — en Heimir Pálsson er einn þeirra manna er getur greinilega hafíð sig yfir flokksklafann og líkist þar um margt hagfræðingnum Ásmundi Stefánssyni er hefir ekki látið flokkshesta skipa sér fyrir verkum en semur við vinnu- veitendur með samvirkni hagkerfis- ins í huga, þannig að krónumar halda áfram að vera krónur, en brenna ekki upp í verðbólgubálinu, er ákveðin þjóðfélagsöfl kynda nú undir í örvænt- ingarfullri sókn eftir völdum og áhrifum. Sigurður G. Tómasson brást svolítið öðruvísi við í spjallinu við Heimi Pálsson, þannig virtist Sigurði mjög í mun að festa I minni hlustenda ráðstefnu um skólamál er ónefndur stjómmálaflokkur stendur nú fyrir. Hvað varðar fullyrðingu Heimis Pálssonar, um að helst loddu á spegli hugans viðkynnin við kennarana og skólafélagana, þá duttu mér hér í hug ummæli geðlæknis er Jón Óttar ræddi við í Vændisþættinum marglofaða. Þessi ágæti maður lýsti miklum áhyggjum af hinu unga fólki er nú elst upp nánast afskipt af foreldrun- um: Menn vinna langan vinnudag og vilja svo létta sér upp um helgar, gjaman með drykkju, og geta þá ekki sinnt bömunum og þá er það raunar aðeins skólinn eftir sem getur komið til móts við bömin, en mér virðist hann ekki undir það búinn að rækja það hlutverk. Svo sannarlega þörf áminning hjá hinum vísa manni. Skól- inn á nefnilega ekki aðeins að miðla fróðleik og menningararfleifð kyn- slóðanna, ef vel á að vera verður hann að geta sinnt félagslegum þörf- um nemendanna, það er að segja ef þeir hafa nokkum tíma til að sinna skólanum sökum vinnuþrælkunar. Allir verða jú að eiga bíla og BOSS- dress. í eldhússdagsumræðunum í fyrra- kveld minntist Kjartan Jóhannsson á yfirvinnuæði íslendinga er leiðir til þess að menn kunna vart lengur að njóta tómstunda í faðmi íjölskyldunn- ar. Afleiðingin verður auðvitað sú að sífellt þyngri byrði er lögð á skólana og bamaheimilin. Kannski væri ráð að banna yfírvinnu, hækka grunn- launin, banna auglýsingar einn dag i viku, veita víðsýnum hagfræðingum meiri völd en nú er og endurhæfa þá foreldra er sinna ekki bömum sínum sökum drykkju og timburmanna. Hvemig stendur annars á því að þessi mál eru aldrei rædd í spjallþáttum sjónvarpsins? Kjaramál snúast jú ekki bara um misþungar krónur í buddu. P.S. Nú hefír Hallgrímur Thor- steinsson yfirgefið Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og tekur þar við frétta- stjóm. Ég sakna Hallgríms, hann er einn af örfáum útvarpsskáldum þess- arar þjóðar og fetar þar í fótspor Jóns Múla. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Ríkissjón- varpið: Söngva- keppni sjón- varpsins Þegar auglýst OA35 var eftir lögum í Söngvakeppni ríkissjónvarpsins bárust 59 slík. Af þeim voru tíu valin til úrslitakeppni sem fram fer í beinni útsendingu Flytjendur Lifsdansins, Björgvm Halldórsson og Ema Gunnarsdóttir. mánudagskvöldið 23. mars. í gær hófst kynning þeirra og heldur hún áfram í dag. Að þessu sinni eru það lögin Lífsdansinn eftir Geirmund Valtýsson, en Hjálmar Jónsson samdi textann, og í blíðu og stríðu eftir Jóhann Helga- son. Stöð tvö: Vetur óánægjunnar I kvöld verður Q Q 35 sýnd myndin Céö— Vetur óánægjunnar, sem byggð er á skáldsögu Johns Stein- beck. Sutherland leikur Ethan Hawley, sem er að nálgast miðjan aldur og er verslun- armaður í kjörbúð, sem eitt sinn var í eigu fjölskyldu hans, en Marullo nokkur á nú. Yfírleitt er Ethan glað- lyndur og bjartsýnn, en vonbrigði hans með lífið og tilveruna eru farin að segja til sín. Hann kemst á þá skoðun að eina leiðin til þess að ná kjölfestu í lífinu — bæði í einkalífínu og fjárhags- lega, sé að eignast verslun- ina á ný. Hann sannfærist því þegar Baker, banka- sljóri bæjarins, vélar hann með flærð og fagurgala til þess að fá æskuvin sinn til þess að selja Baker land sitt og hús, en þar hyggst Baker reisa stórmarkað. í staðinn lofar Baker honum láni til þess að kaupa versl- unina að nýju. Málið reynist þó flóknara en svo. UTVARP LAUGARDAGUR 14. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesiö úr forustu- greinum dagblaðanna, en síðan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 í morgunmund Þáttur fyrir börn í tali og tón- um. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.25 Morguntónleikar Kaja Danczowska og Kryst- ian Zimerman leika á fiðlu og pianó Sónötu i A-dúr eftir César Franck og pólskt þjóölag eftir Karol Szy- manowski. , 11.00 Visindaþátturinn Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veöurfregnir 12.48 Hér og nú, framhald 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 16.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Olafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Leikrit barna og ungl- inga: „Strokudrengurinn" eftir Edith Throndsen. Fyrri hluti: Flóttinn. Þýðandi: Sigurður Gunnars- son. Leikstjóri: Klemens Jónsson. Leikendur: Borgar Garðarsson, Jóhanna Norð- fjörð, Sigurður Þorsteins- son, Arnar Jónsson, Helga Valtýsdóttir, Björn Jónas- son, Flosi Ólafsson, Gísli Halldórsson, Jón Múli Árna- son, Ómar Ragnarsson, Jón Júlíusson, Benedikt Árna- son, Kjartan Friösteinsson, Þorvaldur Gylfason og Páll Biering. (Áður útvarpað 1965.) 17.00 Að hlusta á tónlist 23. þáttur. Enn um fúgur. Umsjón: Atli Heimir Sveins- son. 18.00 (slenskt mál SJÓNVARP fJi. Tf LAUGARDAGUR 14. mars 1987 14.55 Enska knattspyrnan — Bein útsending. Sheffield Wednesday (lið Sigurðar Jónssonar) og Coventry í sjöttu umferð bikarkeppn- innar. 16.45 (þróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.00 Spænskukennslu: Ha- blamos Espanol. Áttundi þáttur. Spænskunámskeiö i þrettán þáttum ætlað byrj- endum. (slenskar skýringar: Guðrún Halla Tuliníus. 18.25 Litli græni karlinn. Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 18.35 Þytur í laufi. Sjötti þátt- ur. Breskur brúðumynda- flokkur, framhald fyrri þátta um Móla moldvörpu, Fúsa frosk og félaga þeirra. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Háskaslóöir. (Danger Bay) — 5. Kynjaskepnan. Kanadískur myndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri við verndun dýra í sjó og á landi. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.25 Fréttaágrip á tákn- máll. 19.30 Stóra stundin okkar. Umsjón: Elísabet Brekkan og Erla Rafnsdóttir. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Lottó. 20.35 Söngvakeppni sjón- varpsstööva ! Evrópu. (slensku lögin — Annar þátt- ur. Stjórn upptöku: Egill Eðvarðsson. 20.50 Fyrirmyndarfaðir. (The Cosby Show) — 10. þáttur Bandarískur gamanmynda- flokkur með Bill Cosby í titilhlutverki. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.20 Gettu betur — spurn- ingakeppni framhaldsskóla. Fjölbrautaskóli Suðurlands — Menntaskólinn á Akur- eyri. Stjórnendur: Hermann Gunnarsson og Elfsabet Sveinsdóttir. Dómarar: Steinar J. Lúðviksson og Sæmundur Guðvinsson. 21.55 Hawaii. Bandarisk bíó- mynd frá 1966 gerð eftir sögu James A. Micheners. Leikstjóri George Roy Hill. Aðalhlutverk: Julie Andrews, Max von Sydow, Richard Harris, Jocelyn la Garde og Gene Hackman. Sagan gerist snemma á 19. öld. Öfstækisfullur trúboði er sendur til Hawaii til að kenna frjálslyndum eyjar- skeggjum guðsótta og góða siöi. Þýðandi Sigurgeir Steingrímsson. 00.35 Dagskrárlok. (í STOÐ2 LAUGARDAGUR 14. mars § 09.00 Lukkukrúttin. Teikni- mynd. § 09.20 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. § 09.40 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. § 10.06 Herra T. Teiknimynd. § 10.30 Garparnir. Teikni- mynd §11.00 Fréttahorniö. Frétta- tími barna og unglinga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson. §11.10 Stikilsberja-Finnur. Mynd í fjórum þáttum gerð eftir sögu Mark Twain. Þriðji þáttur. 12.00 Hlé. § 16.00 Heimsmeistárinn að tafli. Fjórði þáttur af sex. Hinn ungi snillingur Nigel Short og heimsmeistarinn Garry Kasparov heyja sex skáka einvigi fyrir sjónvarp á skemmtistaönum Hippo- drome í London. Friörik Ólafsson skýrir skákirnar. § 17.10 Koppafeiti (Grease). Bandarisk kvikmynd með John Travolta og Olivia Newton-John í aöalhlutverk- um. Bandarísk dans- og söngvamynd. 19.00 Ferðir Gúllivers. Teiknimynd. 19.30 Fréttir 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). Crockett og Tubbs fá það verkefni að athuga hvort allt sé með felldu með dómara nokkurn sem viröist sýkna menn al- loft fyrir rétti. § 20.45 Leifturdans (Flash- dance). Bandarísk biómynd. Jennifer Beals leikur unga stúlku, sem dreymir um að verða dansari og vinnur hörðum höndum til þess að láta drauma sina rætast. §22.15 Buffalo Bill. Banda- rískur gamanþáttur. § 22.40 Kir Royale. Nýr þýskur framhaldsþáttur. Skyggnst er inn í líf yfirstéttarinnar og „þotuliösins" ( Múnchen. § 23.35 Vetur óánægjunnar. (The Winter of our Discont- ent). Fræg bandarísk kvikmynd byggð á sögu John Steinbeck. Aðalhlut- verk eru í höndum Donald Sutherland, Teri Garr og Tuesday Weld. Miðaldra manni finnst aldurinn vera að færast yfir sig og tæki- færin að renna honum úr greipum. (örvæntingu sinni gripur hann til örþrifaráöa. §01.15 Myndrokk 03.00 Dagskrárlok. Gunnlaugur Ingólfsson flyt- ur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar 19.35 Á tvist og bast. Jón Hjartarson rabbar við hlust- endur. 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfons- son. 20.30 Ókunn afrek — Yfirburð- ir andans. Ævar R. Kvaran segir frá. 21.00 (slensk einsöngslög Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur með Sinfóníuhljóm- sveit (slands lög eftir Sigfús Einarsson, Karl O. Runólfs- son, Árna Thorsteinson, Eyþór Stefánsson og Jón Þórarinsson. Páll P. Pálsson stjórnar. 21.20 Á réttri hillu Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur- eyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veöurfregnir 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 24. sálm. 22.30 Mannamót. Leikið á grammófón og litið inn á samkomu. Kynnir Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 1.00 Dagskrárlok Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. ái LAUGARDAGUR 14. mars 9.00 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- 10.00 Morgunþáttur í umsjá Ástu R. Jóhannesdóttur. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 15.00 Við rásmarkiö. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitt- hvað fleira. Umsjón: Sigurð- ur Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. Gunnlaug- ur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Andreu Guðmundsdóttur. 3.00 Dagskrárlok SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaðeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. 989 BYL GJAN LAUGARDAGUR 14. mars 08.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, litur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur og móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00—12.30 í fréttum var þetta ekki helst. Randver Þorláksson, Júlíus Brjáns- son bregða á leik. 12.30—15.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. Öll gömlu uppáhaldslögin á sinum stað. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00 Laugardags- popp á Bylgjunni. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Rósa Guö bjartsdóttir lítur á atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00—04.00 Jón Gústafsson nátthrafn Bylgjunnar heldur uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gisla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA IrUtiltg étvarytiMl. FM 102,9 LAUGARDAGUR 14. mars 10.30 Barnagaman. Þáttur fyr- ir börn með ýmsu efni. Stjórnendur: Eygló Haralds- dóttir og Helena Leifsdóttir. 11.30 Hlé. 13.00 Skref í rétta átt. Stjórn endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Danielsson og Ragnar Schram. 14.30 Þátturinn þinn. Stjórn- andi: Alfons Hannesson 16.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til llfsins. Stjórnandi: Ragnar Wi- encke. 24.00 Tónlist. 0.400 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.