Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 29 Sprengihætta eykst í dönsku dýnamitskipi Faimouth, Reuter. BJÖRGUNARMENN urðu að yfirgefa danska flutninga- skipið Hornestrand í gær þar sem ekki hefur tekizt að slökkva enn elda um borð. Mælingar í gær sýndu að hiti I lestunum hækkar stöðugt, samkvæmt upplýsingum brezku strandgæzlunnar. Reuter Hollenzki dráttarbáturinn Ijnuiden með danska dýnamitskipið Hornestrand i togi á Ermasundi. Danska skipið ligur nú undan ensku borginni Falmouth og hefur ekki tekizt að slökkva elda í lestum þess. Hiti í lestum skipsins hefur aukist og yfirgáfu björgunarmenn það í gær af ótta við að það spryngi í loft upp. Um borð eru 400 tonn af dýnamiti. Eldur kviknaði um borð í Home- strand fyrir 11 dögum þegar skipið var á siglingu í Ermasundi, fjöl- fömustu siglingaleið heims. Áhöfnin, fímm menn, yfírgaf skip- ið fímm dögum eftir að eldurinn kviknaði í lestum skipsins, en farmurinn var 400 tonn af dýnam- iti. Skipið rak logandi um Erma- Stjórnir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar: Vilja óskorað flugfrelsi til og frá Bandaríkjumim DANIR, Norðmenn og Svíar hafa óskað eftir þvi við Banda- ríkjastjóm að samningi um loftferðir milli Skandinavíu og Bandarikjanna verði breytt. Krefjast þeir að allar takmark- anir á flugi þar á milli verði afnumdar og að flugfélögunum verði veitt óskoruð heimild til að ákveða fargjöld sin sjálf. Mundi það stórauka möguleika SAS á flugleiðinni yfir Atlants- haf. Samgönguráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hafa óskað eftir viðræðum um nýjan loft- ferðasamning við Bandaríkja- stjóm. Gengu þeir á fund bandarísks starfsbróðurs síns á miðvikudag og óskuðu þá eftir því að allar hömlur á flugi milli Bandaríkjanna og Skandinavíu yrðu numdar úr gildi og sam- keppnin á flugleiðinni því gefín alveg fijáls. Takmark ráðherranna mun vera, að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende, að ná fram meira jafnræði á flugleiðinni yfír Atlantshafíð. Núgildandi loft- ferðasamningur er jafnan nefndur „öfuga Marshalls-aðstoðin" af skandinavískum sérfræðingum í flugmálum. Samkvæmt honum er bandarískum flugfélögum heimilt að fljúga á hvaða flugvöll í Skand- inavíu sem er, en SAS er aðeins heimilt að fljúga til fímm borga í Bandaríkjunum. Þá má SAS ekki fljúga far- þegum milli borga í Bandaríkjun- um eða til annarra staða utan Bandaríkjanna en lokaáfanga- staðar í Skandinavíu. Aðstaða bandarískra flugfélaga er hins vegar allt önnur. Loftferðasamn- ingurinn heimilar þeim flug milli staða innan Skandinavíu. Geta þau t.d. boðið ferðir milli Stokk- hólms og Kaupmannahafnar, en SAS má ekki selja sæti milli Los Angeles og New York í Banda- ríkjunum. Lítil áhrif á Flugleiðir „Við höfum fylgst með málinu þar sem félagið hefur haft ögn af þessum markaði. Við höfum samt engar áhyggjur þótt þetta næðist fram þar sem þessi flug- leið skiptir Flugleiðir tiltölulega litlu," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið. „Eg get hins vegar ekki ímyn- dað mér að Bandaríkjamenn verði við þessum óskum því jafnvel þótt þeir hafí talað meira um flug- frelsi en aðrir þá eru þeir mjög harðir á að fá að ákveða sjálfir hvaða flugfélög fljúga til Banda- ríkjanna, til hvaða borga og hversu oft. SAS hefur t.d. reynt árangurslaust að ná fram íj'ölgun á lendingarstöðum vestra. Til dæmis hefur félagið sótt það mjög hart að fá að lenda í Atlanta. Hefur SAS jafnvel gengið langt- um verr en okkur í samningum við bandarísk flugmálayfírvöld," sagði Sigurður. Sigurður Helgason sagði að Flugleiðir hefðu jafnan flutt nokk- uð af Bandaríkjamönnum til og frá Skandinavíu. Hefðu farþegar þá skipt um flugvél á íslandi. Hefði þessum farþegum ijölgað jafnt og þétt en þeir væru mjög lítill hluti í flutningum Flugleiða og hefði félagið því engar áhyggj- ur af aukinni samkeppni. „Það virðist t.d. engu ætla að skipta þótt boðið væri upp á þessu ódýru fargjöld milli Skandinavíu og New York, sem bandaríska flugfélagið Tower Air hefur boðið í samvinnu við Tjæreborg og fleiri aðila, því greinileg aukning er á bókunum hjá Flugleiðum á Atlantshafinu,“ sagði Sigurður. sund í nokkra daga, en síðan tók hollenzki dráttarbáturinn Ijmnden það í tog og dró það upp undir borgina Falmouth í Suður-Eng- landi. Þar reyndu björgunarmenn að kæfa eldana með því að dæla köfnunarefni niður í lestar skips- ins. Hefur það ekki borið tilætlaðan árangur því mælingar sýna aukinn hita í lestunum og þar með aukna sprengihættu. Af þeim sökum var ákveðið að slá björgunaraðgerðum á frest. Brezk herskip gæta svæð- isins umhverfís dýnamitskipið og fær enginn að sigla nær því en fímm sjómflur eða rúma 9 kfló- metra. Grænland: Kosið 26. maí Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörg-en Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMNINGAVIÐRÆÐUR milli stærstu flokkanna á Grænlandi, Siumut og Atassut, um lausn stjórnarkreppunnar þar í landi sigldu í strand á fimmtudag, í annað sinn á fáum dögum. í kjöl- far þess samþykkti landsþingið með samhljóða atkvæðum að boða til kosninga. Var kjördagur ákveðinn 26. maí. Ákvörðunin um að boða til kosn- inga hefur í för með _sér, að þing- störf leggjast niður. Á þingfundin- um voru þó samþykkt fjáraukalög fyrir 1987. Kemur það í veg fyrir, að stjómmálaástandið verði til þess að seinka smíði 48 nýrra fiskiskipa, sem búið var að ákveða að láta smiða fyrir grænlenskan sjávarút- veg. CITROEN BX BEINTA GOTUNA FYRIR KR. 529.500,- \ o vo.*Vó Lágmúla 5, sími 681555 Umboðiö á Akureyri: Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684. *Með ryðvörn skráningu og fullum bensíntanki G/obus?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.