Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 ást er... 9-it Wo ... að stunda með henni íþróttir. TM Rea. U.S. Pat. Oft.-all riahls resarved ®1984 Los Angeles Times Syndlcate Með morgnnkaffínu Það er eiginlega fáránlegt að eyða öllum kröftunum í þrotlaus hlaup? Þakkarverð þingsályktunartillaga og afstaða landslæknis til sóma Gamall lyfjanotandi skrifar: Nýjasta mál á dagskrá er lyfsölu- gróðinn. Hver skyldi hann nú vera? Alþingismenn og landlæknir eru ákærendur en lyfsalar krefjast sýknu og hóta málsókn fyrir atvinn- uróg. Við sem kaupum lyfin vitum að ekki þýðir að koma með neina smá- aura á þann markað. Tiygginga- stofnun sleppur víst ekki heldur billega og allt er þetta með ólíkind- um og full þörf á að þama komi öll kurl til grafar. Þingsályktunar- tillagan er þakkarverð og afstaða landlæknis til sóma. Ég vil segja litla sögu um kaup í apóteki fyrir alllöngu. Kannski má segja að ekki hafi verið um lyf að ræða en reyndist mér þó sem Fyrir rúmri viku fór ég og hlýddi á óperuna Aidu eftir Verdi. Hafði ég hina mestu ánægju af kvöld- stund í óperunni og naut söngs og sýningar til hins ítrasta. Eitt atriði vil ég sérstaklega nefna sem jók gildi kvöldsins. Það var hinn íslenski texti sem varpað var á haganlega fyrirkomið spjald hægra megin við leiksviðið. Þó að söguþráður óperunnar væri mér kunnur í stórum dráttum þá tel ég bami fljótvirkast og best allra þeirra lyfja er ég hef á langri æ.vi- göngu komist í kynni við. Sem bam þjáðist ég af mikilli kuldabólgu í fótum. Duttu þar á stór sár en þetta mun stafa af vosbúð og slæmum fótabúnaði. Gamalt húsráð mælti með því sem á máli alþýðu hét blá- steinn en mun á máli efnafræðinga heita koparsúlfat. Þetta var leyst upp í vatni og borið á sárin. Þetta neyðarúrræði var ekki tek- ið út með sældinni því ægilegri kvalir minnist ég ekki hafa lifað. En lækningin var skjót og varan- leg. Ég tel þetta því hafa verið töfralyf. Lyfsalar mega hlægja af þessu ef þeir vilja. Eigi að síður hljóta þeir að meta þetta efni mik- ils. Áratugum síðar fór ég inn í textann vera þama gmnn að skiln- ingi óperagesta á söng og annari tjáningu á leiksviðinu. Framkvæmdin á textasýningunni fannst mér vera látlaus og smekk- leg. Hún traflaði ekki en var að mínu mati gagnleg stoð til skilnings og innlifunar. Vænti ég framhalds á textun við óperar sem sungnar eru á framandi tungum. Gylfi Jónsson apótek og bað um blástein en þá til annarra nota. Bað um eitt hundr- að grömm og fékk. Verðið fannst mér æði hátt en borgaði samt án athugasemda, fávís maðurinn. Nokkram dögum síðar komst ég að því að í veiðar- færaverslun Ellingsen hefði ég getað fengið eitt kíló, þúsund grömm, fyrir sama verð og hundrað grömmin í apótekinu kostuðu. Svo var nú það. Svar til Margrétar H. Stein- dórsdóttur Margrét H. Steindórsdóttir spyr í blaðinu 11. mars sl. hvað ég eigi við með því „að hvetja ekki til mjólk- urdrykkju". Ég hringdi á sínum tíma í Vel- vakanda vegna þess að ég hafði verið að velta fyrir mér verði á matvöra, hvað væri hægt að gera til þess að draga úr útgjöldum til matarkaupa og koma af stað um- ræðu um þetta. Ekki veit ég á hvaða stað Margr- ét vinnur, en þar sem ég versla er hægt að kaupa djús, sætan eða sykurlausan sem kostar 15-20 kr. hver lítri, eftir að búið er að blanda hann. Það er ekki á ófáum heimilum í landinu ti! Soda Stream-tæki. Verð á lítra af Soda Stream drykk, sæt- um eða sykurlausum, er um 26 krónur. Þá er til innfluttur hreinn ávaxtasafi á 47,90 krónur fyrir lítersfemu. Þar sem Margrét spyr hvort við eigum að hætta að senda bömin í skóla þegar laun kennara hækka, held ég að hún eigi við hvað gert sé við skattpeningana — og er það allt annað og meira mál. Varla fer Margrét oftar í klipp- ingu en annan hvem mánuð, en mjólk eða aðra drykkjarvöra notum við á hveijum degi. Það væri gott að fá meiri um- ræðu um þetta. Ingibjörg Júlíusdóttir Gamall lyfjanotandi telur nauðsynlegt að öll kurl komi til grafar hvað varðar sölu á lyfjum hérlendis. Islenski textinn jók gildi kvöldsins HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar að verður ekki tekið hart á þessum málum fyrr en einhver dómarinn hefur orðið fyrir þessari lífsreynslu." Þessi ummæli heyrði Víkveiji látin falla á dögunum og tilefnið var að sjálfsögðu dómur yfir kyn- ferðisafbrotamanni sem talið var sannað að hefði komið fram vilja sínum á 3ja ára stjúpdóttur en hlaut engu að síður ekki nema 3 og 1/2 árs fangelsi þar sem hæsta leyfilega refsing samkvæmt lögum er 12 ára fangelsi. Víkveiji minnist þess vart að hafa orðið var við aðra eins reiði almennings út af dómsúrskurði sem í þessu tilfelli og það er greinilega almennt viðhorf að sakargiftir í þessu máli hafi verið meiri heldur en lýsir sér í refsingunni sem ákveð- in var. Hér hefur það vafalaust sín áhrif að málefni fómarlamba kyn- ferðisafbrotamanna hafa mjög verið á döfínni undanfarið og talsvert rót á tilfínningum fólks vegna margví- slegra uppljóstrana á því sviði síðustu daga. Dómarar era hins vegar ekki öfundsverðir á slíkum tímum. Á þeirra herðum hvílir að meta máls- atvik af köldu raunsæi og láta aldrei tilfinningar ráða ferð. Þeir þurfa líka að taka tillit til þess hveniig dæmt hefur verið í áþekk- um málum áður. Það þýðir greini- lega ekki að hlaupa til og ætla að þyngja dóm í einhveiju einu tilfelli. Er þar skemmst að minnast hvem- ig Hæstiréttur mildaði dóm fíkni- efnadómstólsins á dögunum. Hæstiréttur vill augljóslega að visst samhengi sé í dómum yfir þegnum landsins. En viðbrögðin við dóminum yfir kynferðisafbrotamanninum ætti engu að síður að verða embættis- mönnum dómskerfisins ákveðinn viðvöran um að gæta þess að trún- aðurinn við samhengið verði ekki til þess að úrskurðir þeirra verði viðskila við réttarvitund almenn- ings, sem getur tekið vissum breytingum frá einum tíma til ann- ars, eins og dæmin sanna. Nú þegar það virðist liggja fyrir að það sé meirihluti fyrir því meðal almennings að teknar verði upp myndbirtingar af kynferðisaf- brotamönnum, þá er uppörvandi að heyra mannúðarsjónarmið eins og kemur fram hjá forsvarsmanni ný- stofnaðra foreldrasamtaka bama sem eiga um sárt að binda vegna kynferðisafbrotamanna. Þessi kona telur slíka aðgerð of grimmúðlega. Kynferðisafbrotamenn era sálsjúkir menn og í fæstum tilfellum sjálfráð- ir gerða sinna auk þess sem ætla má að refsing á borð við mynd- birtingar bitnaði stundum harðast á sakleysingjum, svo sem bömum slíkra manna. Því ber að leggja megináherslu á forvamarstarf í skólunum, eins og konan í foreldra- samtökunum hefur bent réttilega á, og kenna bömum að varast kyn- ferðisafbrotamenn með þeim ráðum sem tiltæk era. Þörf og tímabær umræða um kynferðisglæpi má ekki snúast upp múgsefjun og galdra- brennustemmingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.